Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 X3 ÁRSFUNDUR ÍSLENZKRA IÐNREKENDA - ÁRSFUNDUR ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Unnið að fjölmörgum verk- efnum til eflingar iðnaðinum Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thor- oddsen, sagði í upphafi ræðu sinnar á ársfundi Félags fsl. iðnrekenda að heildarútflutningur iðnaðarvara hefði numið tæplega 1 7.600 milljón- um króna árið 1976, en 8.500 m.kr. árið 1975 og hefði þaðeinkum verið útflutningur ullar- og skinnavöru, fyrir utan álútflutning, sem hefði aukist hvað mest. Sfðan sagði iðn- aðarráðherra: ..Nú síðustu daga hefur komið í Ijós, að erlendir aðilar hafa tekið að fram- leiða eftirlíkingar af islenskum ullar- fatnaði, og telja íslenskir framleiðendur að þetta geti haft skaðleg áhrif á út- flutning i þessari framleiðslugrein. Ég hef farið þess á leit við Útflutningsmið- stöð iðnaðarins, að hún kveðji fram- leiðendur saman til fundar til að ræða, hverjar ráðstafanir séu nauðsynlegar til að koma i veg fyrir skakkaföll. Mun iðnaðarráðuneytið veita þá aðstoð í þessum efnum. sem i þess valdi stend- ur." Kaflar úr rœðu iðnað- arráðherra Siðan rakti Gunnar Thoroddsen nokkur atriði skýrslu þjóðhagsstofnun- ar um hag iðnaðarins, og sagði að vöxtur og viðgangur iðnaðarins siðustu 7 árin hefði verið bærilegur, eins og sagt væri í skýrslunni Síðan ræddi hann um tollvernd iðnaðarins og að- lögun að friverzlunarsamningnum og taldi að almennar árferðisbreytingar hefðu ekki síður reynst afdrifarikar fyrir iðnaðinn en verndarsviptingin ,.Á þessum árum hafa lánastofnanir iðnaðarins verið efldar. Þrátt fyrir þetta hefur hlutur iðnaðarins í lánveiting- um til rekstrar og framkvæmda ekki aukist sem æskilegt hefði verið Iðn- aðurinn býr um þessar mundir við lakari lánskjör en hinar hefðbundnu framleiðslugreinar Megin niðurstaða i skýrslu Þjóð- hagsstofnunar er sú, að. þegar litið er yfir þau ár, sem ísland hefur átt aðild að friverslunarsamningunum. hafi iðnaðinum tekist allvel að laga sig að breyttum samkeppnisaðstæðum og ekki sé ástæða til að mikla vanda, sem endanleg niðurfelling tollverndar hafi í för með sér Vöxtur og viðgangur iðnaðarins til þessa hafi verið bærileg- ur. Hér lýkur tilvitnunum í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar Þótt komist sé að þeirri niðurstöðu er þó ástæða til að spyrja, hvort vöxtur- inn hafi ekki getað orðið enn meiri Ætla má af ýmsum þeim atriðum, sem fram koma í skýrslunni, að slíkt hefði Framhald á bls. 19 Iðnaðurinn reiðubúinn að greiða hærri laun — sagði Davíð Sch. Thorsteinsson ÁRSFUNDUR Félags íslenzkra iðnrekenda hófst á Hótel Borg í gær og fyrir hádegi fóru fram venjuleg aðelfundarvórf. Fundinum verður framhaldið f dag og lýkur honum með móttöku iðnaða, .áðherra í ráðherrabústaðnum síðdegis Að loknum hádegisverði í gær flutti Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður F.í.l. ávarp og Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra einnig Síðan var haldið áfram vernjulegum aðalfundarstörfum og að þeim loknum flutti Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra erindi um skattamál, og urðu nokkrar umræður að þvf loknu. Úrslit stjórnarkjörs urðu þau að Davíð Sch Thorsteinsson var endur- kjörinn formaður með 98,9% greiddra atkvæða, en hann átti að ganga úr stjórninni ásamt Kristni Guðjónssyni og Birni Guðmundssyni Þeir voru einnig endurkjörnir sem aðalmenn og auk þeirra sitja í stjórninni þeir Björn Þorláksson og Hjalti Geir Kristjánsson Varamenn voru einnig endurkjörnir, Sveinn S Valfells og Agnar Kristjáns- son. Davið Sch Thorsteinsson var fyrst kosinn i stjórn Félags fsl. iðnrekenda árið 1 968, en hann hefur gegnt for- mennsku i samtökunum siðan 1 974 í ræðu sinni gerði Davíð Sch Thor- steinsson einkum að umtalsefni við- skiptakjarabata og framleiðslu- aukningu iðnaðar Um viðskiptakjara- batann sagði hann m.a : ..Enn fremur þarf að hafa i huga, að viðskiptakjörin i heild eru enn ekki orðin jafnhagstæð og þau voru á árinu 1 974 Þess vegna er óraunhæft að búast við sama kaup- mætti launa og var i nokkra daga á árinu 1974 vegna viðskiptakjara- batans eins „Síðar sagði Davið „Siðari staðreyndin er sú. að fram- leiðsluverðmæti iðnaðar jókst tvisvar sinnum meira en velta þjóðfélagsins, þ e þjóðartekjurnar á árinu 19 76 Raunar er þetta ekkert nýtt Til dæmis stendur i nýútkominni skýrslu þjóðhagsstofnunar: „Aukning iðnaðar- framleiðslu hefur verið langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu á tíma- bilinu 1969—1976 Það var fengur að þvi fyrir iðnaðinn þegar skýrsla þjóðhagsstofnunar um hag iðnaðar kom út fyrir skömmu Þar er að finna á einum stað fjölmargar staðreyndir um islenzkt efnahagslif Þær upplýsmgar. sem þar koma fram, staðfesta þann mikla mun sem er á starfsskilyrðum iðnaðar samanborið viðaðra höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar Mér er spurn. hver vöxtur iðrjaðar hefði orðið ef hann hefði t d fengið að njóta sömu starfsskilyrða og út- lendingar njóta á íslandi? Hversu miklu betri væru lifskjör hér á landi i dag. ef svo hefði verið? Siðan ræddi Davið Sch Thorsteins- son um það að aukning framleiðslu væri eina raunhæfa leiðin til raunhæfra kjarabóta Þakkaði hann skilnmg og drengilegan stuðning samtaka iðn- verkafólks i þeirri baráttu, sem háð hefði verið fyrir bættum starfsskil yrðum iðnaðarins „Ég fullyrði að engin deila stendur um það milli atvinnurekenda og laun- þega að lifskjör þurfa að batna á íslandi Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa því yfir, að islenzkir iðnrekendur eru reiðubúnir að greiða starfsfólki sinu verulega hærri laun, ef iðnaðinum verða búin sömu starfsskilyrði og keppmautar hans búa við Síðan ræddi Davið um tollamál og að þörf væri á lengri aðlögunartima að friverzlun. lengri tima en 10 ár. til að „taka upp gjörbreytt búskaparlag á Islandi' og vitnaði til orða alþingis- manns árið 1970 Að lokum lagði Davið áherzlu á að það sem iðnaðurinn færi fram á væri ekki sérréttindi heldur að fá að njóta sömu starfsskilyrða og Framhald á bls. 19 mm. ill*tlfiSlli|*Spllgg ?V.»«*1- vsf‘ vV; V'í:-•.■ 1 jf- f 1 msmmmWlá •#. . 1 •iíX'X&SÍ wm :•; .-ív-í'íi I V ••• ■■■; . mmMm M mmmm llttSÍIÉf Steion: uer §ll§«i ::v' v'VVv'v-cn . ,r J BMÍtlÍWl itBBSÉ^Íál V’:, $ iillllflfl mtém0m mé'-mSæmm íjíííiVv ^vtnorgrtana i ratnao sem oenour v 2ðá'Pi íteÉ'í'ifjis our oq vet sr fji • tfífi Kttef.vi Vtfír '.TWZL ir persónu. Æmia&é mmmésmk 11» MlMfæ &&&%&?}ísiiSísiS ÍÝ-VÍÍ'C '&fifi&i)* -.v.'5 - ; rSx-íéí mmmmmmmm im. mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.