Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 Y. B. Chavan leiðtogi Kongressflokksins: Sanngjarn og góður maður sem getur verið harður í hom að taka YESH WANTRAO Balwantrao Chavan, sem nú hefur tekið við formennsku Kongressflokksins af Indíru Gandhí, er einn af reynd- ustu og virtustu þingmönnum flokksins og var eins og hinn nýi forsætisráðherra, Morarji Desai, á sínum tíma talinn ifklegur eftirmaður Nehrús. Hann er 62 ára að aldri og nýtur mikilla vin- sælda meðal flokkshræðra sinna svo og fjölmargra Indverja. Það vakti athygli hve jákvæður og virðulegur hann var er hann viðurkenndi ósigur flokks síns f kosningunum og lofaði þvf að Kongressflokkurinn myndi verða ábyrgur stjórnarandstöðuflokk- ur. Chavan á rætur sfnar djúpt í jarðvegi og þjóðarsál Indlands. Hann er bóndasonur og hóf stjórnmálaferil sinn sem óbreytt- ur liðsmaður í þjóðfrelsishreyf- ingunni og þrátt fyrir óvenju skjótan frama (árið 1946 var hann aðeins undirtylla í einu ráðuneyti Bombayfylkis) hefur hann ávallt verið í nánum tengsl- um við fólkið i landinu. Chavan er að því leyti ólikur öðrum leiðtogum Kongressflokks- ins að hann hefur ekki mótast af Ashram-hugsjónum Mahatmas Gandhís. Þó að hann lenti í fang- elsi eftir átökin við Breta 1932, yar hann aðeins 16 ára skólapiltur á þeim tima, og áður en hann var fangelsaður á stríðsárunum fyrir baráttu gegn Bretum, hafði hann komist undir áhrifavald M.N. Roys, sem stofnaði kommúnista- flokk Indlands og var ætíð mjög evrópskur í hugsunarhætti, jafn- vel eftir að hann sagði skilið vi hugmyndir kommúnismans. Ro hafði djúptæk og varanleg áhrif Chavan. Hann hefur ástriðu hugmyndum og veit fáa hlu skemmtilegri en að blaða i ból um. Hann er lítill, gildvaxinn o herðabreiður, ákaflega rólegur o brosmildur en getur þó veri mjög harður í horn að taka ef þeí gerist þörf. Það var af þeii ástæðum að Nehrú gerði hann a varnarmálaráðherra 196 skömmu eftir innrás Kinverja Indland. Þá var skrifað ui Chavan „Það sem mestu má skiptir fyrir Chavan í embæt varnarmálaráðherra er sú stai reynd að hann lifir ekki og hefu sennilega aldrei lifað í þ\ „óraunhæfa andrúmslofti", sei Nehrú talaði um í sambandi vi Rit um löndin í Norður- Atlants- hafinu NÝLEGA er komin út bók- in „North Atlantic 77“ og fjallar hún um Grænland, ísland og Færeyjar. Útgef- andi bókarinnar er Anders Nyborg í Danmörku, en rit- stjóri bókarinnar er Brigitte Nösted. Er þetta í 16. skipti, sem fjallað er um ísland í þessari bók, 11. skipti um Færeyjar og 7. skipti um Grænland. Hefst íslenzki kafli bókarinn- ar á grein eftir Geir Hallgríms- son forsætisráðherra um Island nútímans, Kristján Davíðsson ritar grein, er nefnist „Andlit og litir“, Sveinn Sæmundsson skrifar grein er hann nefnir „ísland færist stöðugt nær“, Finnur Guðmundsson skrifar um fugla islands, fjallað er um sjávarútveg á íslandi, kort er af landinu og fleira mætti nefna í íslenzka kaflanum. Bókin er gefin út á ensku, þýzku og dönsku og er dreift mjög víða. vandrœðum með þakið? ‘é fair þer A/þak, og veroir öruggur og áhyggjulaus húseigandi Innbrenndir fallegir litir, seltuvario, og hrindir fra sér óhreinindum. Þolir vel íslenska veðráttu. A/Þak nýtur sín vel, bæði á gömlum og nýjum húsum. Hafið samband eða sendið teikningar. Við gefum allar nánari upplýsingar um efnisþörf og verð, ef óskað er. FULLKOMIÐ KERFI..TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SÍMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRI: HEIMASÍMl 71400. Morarji Desai, forsætisráðherra Indlands; i Osveigjanlegur og ósam- vinnuþýður maður, sem aldrei skiptir um skoðun Morarji Desai, nýkjörinn for- sætisráðherra Indlands, er 81 árs að aldri og því ekki ófyrirsynju að margir furða sig á því að svo gamall maður skuli valinn í valdamesta embætti landsins þeg- ar vitað er, að erfiðir og viðkvæm- ir tímar eru framundan. Desai er þó enginn aukvisi þrátt fyrir háan aldur, hann er við góða heilsu og andlega ungur að því er stjórnmálafréttaritarar í Ind- landi segja. Segja má, að hann hafi helgað mestan hluta ævi sinnar þátttöku í stjórnmálum, m.a. gegnt ráðherraembætti í 20 ár og hann hefur alltaf dreymt um að verða forsætisráðherra. Eftir kosningarnar 1967 bauð hann sig fram gegn Indíru Gandhí sem forsætisráðherra, en skipti um skoðun daginn eftir og lýsti yfir stuðningi sínum við hana. Morarji átti alla tíð andstöðu að mæta innan Kongressflokksins. Hann var talinn ósveigjanlegur i stjórnmálum, ráðríkur og aftur- haldssamur og því kom það mjög á óvart er Indíra gerði hann að varaforsætisráðherra 1967 og ótt- azt var, að ráðríki hans bæri ofur- liði frjálslynda stefnu forsætis- ráðherrans og stuðningsmanna hennar. Enda fór svo, að Indíra rak hann úr stjórninni tveimur árum síðar og lét fangelsa hann fyrstan manna i dögun 24. júní 1975, er hún lýsti yfir neyðar- ástandi i landinu. Desai fæddist árið 1896 í fylk- inu Gujurati. Faðir hans var fátækur skólakennari, sem framdi sjálfsmorð þremur dögum fyrir brúðkaup sonar síns, sem þá var 15 ára en brúður hans 11 ára. Þrátt fyrir föðurmissinn tókst Desai að brjótast til mennta og ljúka námi áður en hann gerðis starfsmaður ríkisins í Bombay Hann gerðist ungur ákafur læri sveinn Mahatma Gandhís og sa oft í fangelsi vegna skoðan sinna. Árið 1937 varð hann ráðherra Bombay-fylki en þegar Kongresí flokkurinn fór úr ríkisstjórn va hann fangelsaður á ný og sat fangelsi flest stríðsárin. 1946 va hann aftur orðinn ráóherra o þegar Bombay var lögð niður ser sérstakt fylki bauð Nehrú honur ráðherrasæti í rikisstjórninni Nýju-Delhí. Sagt er, að Morarj hafi talið sig sjálfsagðan eftii mann Nehrús og hafi raunar ger sér vonir um, að Nehrú væri sam sinnis. Afstaða Nehrús varð þ ekki Ijós fyrr en 1963 er hann ra Morarji úr stjórninni eftir a hann hafði verið ráðherra í 17 ái Morarji sat áfram á þingi en tó Samkomulagið neyðir James Callaghan til hægrisveiflu London, 24 marz Reuter — AP SAMKOMULAG James Callaghans, forsætisráðherra Bretlands, og David Steel, leið- toga Frjálslynda flokksins, til að forða stjórn Verkamannaflokksins frá falli mun draga stórlega úr getu stjórnarinnar til að koma í gegn róttækum lagafrumvörpum, t.d. t sambandi við þjóðnýtingar- áform og aukna þátttöku verka- manna í stjórnum stórra iðnfyrir- tækja. Samkomulagið við Frjáls- lynda flokkinn gildir til loka þessa þingtimabils i október nk. en talið er að ef vel tekst til kunni sam- komulagið að gilda þau tvö ár, sem eftir eru skv. lögum til næstu kosninga. Stjórnmálafréttaritarar segja að samkomulagið hafi í för með sér að Verkamannaflokkurinn neyðist til að sveigja verulega til hægri til að stefnumótunin uppfylli kröfur frjáls- lyndra Þetta hefur vakið mikla óánægju meðal þingmanna i vinstra armi Verkamannaflokksins og þeir greiddu samkomulaginu atkvæði með miklum semingi David Steel gaf ótvlrætt til kynna, að hann vildi að dregið yrði úr yfirráðum stjórnar- innar, að hún starfaði meira sem minnihlutastjórn, eins og hún í raun og veru sé, Talið er að ekkí verði mjög erfítt fyrir Callaghan að kyngja þessu, því að hann er sjálfur mjög hægfara og varkár og vill fara milli- veginn. Erfiðleikarnir fyrir hann verða í sambandi við vinstrimenn í þing- flokknum, sem eru um 1 00 og eitil- harðir I að fylgja eftir málum, sem James Callaghan miðað að auknum sósíalisma i Bret- landi Þeim er illa við málamiðlun og viðurkenna aldrei ósigur Samkomulagið er einstakt að mörgu leyti og frá stjórnarskrarlegu sjónarmiði mjög sérkennilegt Það hefur í för með sér mikla áhættu en einnig fjölmarga möguleika David Steel, sem kallar samkomulagið spennandi pólitíska tilraun eða sam- starfsvott segir, að almenningur muni fella sig mun betur við slika samvinnu en hinar yfirborðskenndu flokkadeilur, sem hafi tröllriðið brezkum stjórnmálum á undanförn- um árum. Hins vegar getur sllk samvinna orðið þrándur í götu í hinni erfiðu kjarasamningabaráttu, sem framundan er í Bretlandi. Lik- legt er að Verkamannaflokkurinn hafi tilhenigingu til að koma of langt til móts við verkalýðsfélögin að dómi frjálslyndra, en nokkurs óróa gætir nú meðal verkafólks eftir að David Steel haldið hefur verið aftur af þvi i þrjú ár Stjórnmálafréttaritarar segja að erfitt sé að spá um hve lengi vinstri- mennirnir i þingflokki Verkamanna- flokksins sitji á sér, þvi að þeir hafa alltaf verið andvigir samstarfi við frjálslynda af hugsjónalegum ástæð- um Hins vegar er Ijóst að flestir þeirra eru hræddir við að fara út i kosningar á þessu stigi málsins af ótta við að vinstrimenn muni falla fyrir íhaldsframbjóðendum i mörg- um kjördæmum, þar sem mjótt var á munum í síðustu kosningum. Með þessa vitneskju taldi Callaghan óhætt að gera þetta samkomulag við frjálslynda og það var rétt, sem hann sagði er hann kom út af fundi sínum með Steel i gær, að áður en kvöldinun lykí yrðu það ihaldsmenn, sem yrðu áhyggjufyllri en hann sjálf- ur hefði nokkru sinni verið eftir að Margreth Thatcher lagði fram van- trauststillögu sina á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.