Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 Þorbjörn Guðmundsson átti mjög góðan leik með Valsliðinu og skoraði 9 mörk Valsmenn sluppu með skrekkinn gegn Haukum VALSMENN sluppu með skrekk- inn f leik sfnum f 1. deildinni gegn Haukum f fyrrakvöld, úrslit leiksins urðu 20:19, Valsmönnum f vil, eftir að þeir höfðu leitt með fjórum mörkum, 13:9 f leikhléi. Ekki þannig að Valsliðið hafi ekki verið betra liðið í leiknum, það voru þeir óumdeilanlega. Hins vegar átti iiðið tvo afleita kafla f seinni hálfleiknum og munaði minnstu að Valsmönnum tækist að klúðra þessum leik niður í jafntefli eða tap. Með þessum ósigri eru mögu- leikar Haukanna í rauninni fyrir bí í 1. deildinni, en Valsmenn og Víkingar eru samsíða á toppi deildarinnar. Eru þessi tvö lið sigurstranglegust í 1. deildinni, en ef eitthvað er þá eiga Vals- menn léttari leiki eftir. Það var miðlungshandbolti sem leikinn var i Firðinum í fyrra- kvöld. Siðast var jafnt í fyrri hálf- Reykjavíkurmótið að hefjast Reykjavíkurmeistaramótið í knattspyrnu mun hefjast laugar- daginn 2. apríl n.k. með leik Vals og Víkings i meistaraflokki karla, en síðan mun hver-leikurinn reka annan og er ætlunin að keppni í meistaraflokki verði lokið þegar íslandsmótið hefst. I fyrra var tekin upp sú ný- breytni að veita verðlaunastig, ef lið skoraði þrjú mörk eða fleiri í leik, og er ákveðið að halda því áfram að þessu sinni. Þá verður einnig tekin upp sú nýbreytni í Reykjavíkurmótinu að þessu sinni að í öllum flokkum verður leyfilegt að skipta inná fjórum leikmönnum, allan leiktím:nn. Valur - Fram í kvöld fer fram á Melavellin- um leikur í meistarakeppni Knattspyrnusambands íslands. Eigast þar við lið Vals og Fram, en sem kunnugt er urðu þessi lið í 1. og 2. sæti í islandsmótinu í fyrra, og verður því fróðlegt að sjá hvernig slag þeirra að þessu sinni lyktar. Leikurinn hefst kl. 20.00 í kvöld. leiknum 4:4, en eftir það tók Vals- liðið forystuna og leiddi með heil-' um fjórum mörkum í hálfleik. i seinni hálfleiknum komu Haukarnir grimmir til leiks og skoruðu sex mörk gegn einu á fyrstu mínútum hálfleiksins, þannig að staðan breyttist í 15:14 fyrir þá. Þá keyrðu Valsmenn hraðann skemmtiiega upp og náðu nú sínum bezta kafla í leikn- um, bæði i vörn og sókn. Á sama tíma gekk allt á afturfótunum hjá Haukunum og staðan var orðin 20:16, þegar þeir fundu sig aftur. Skoruðu Haukarnir þrjú síðustu mörk leiksins og höfðu boltann síðustu 45 sekúndur leiksins. Þær dugðu þeim þó ekki til að skora og Valsliðið vann því 20:19, en leikmönnum liðsins er eigi að síður skynsamlegast að athuga sinn gang. Ef þeir standa sig ekki út heilan leik, vinna þeir ekki hina mikilvægu leiki, sem liðið á eftir. Liðin í 1. deildinni eru það jöfn að ekki er óhætt að slaka á gegn þeim. Bezti maður Valsliðsins í þessum leik var Þorbjörn Guðmundsson, hann var i sér- flokki Valsmanna í leiknum. Jón Pétur gerði margt gott í leiknum — sömuleiðis nafni hans Karls- son, sem tekinn var úr umferð allan seinni hálfleikinn. Sagt hefur verið að Valsliðið hafi mikla breidd og það sé aðall liðsins, e.t.v. er nokkuð til i þessu en án Jóns Péturs, Jóns Karls- sonar og Þorbjörns Guðmunds- sonar væri liðið ekki sterkt. Af Haukunum komust þeir einna bezt frá leiknum Þorlákur markvörður, sem varði mjög vel á kafla í seinni hálfleiknum og Ingimar Haraldsson, sem er að ná sínum fyrri styrkleika. Hörður Sigmarsson fékk lítiö næði til að athafna sig í leiknum og var að- eins svipur hjá sjón. Rétt er einnig að nefna öryggi Ólafs Ólafssonar í vítaköstunum og góðan þátt Guðmundar Haraldssonar undir lok leiks- ins. —áij 1 ( STIÍTTU MÁLI ÍSI.ANDSMÓTIÐ 1. DEll.D. íþrollahúsið 35. 13:13 Ingimar f Hafnarfirði 23. marz 37. Þorbjörn 14:13 VALUR — HAUKAR 20:19 (13:9) 38. 14:14 Elfas GANGUR LEIKSINS: 39. 14:15 Elfas Mín Valur Staðan Haukar 42. Þorbjörn (v) 15:15 1. Jón P. 1:0 47. Jón K. 16:15 2. Þorbjörn 2:0 47. Bjarni 17:15 4. 2:1 Hörður 51. Þorbjörn 18:15 4. 2:2 Hörður 53. Jón P. 19:15 6. Stefán 3:2 54. 19:16 (iuðmundur 7. 3:3 Sigurgeir 54. Jón P. 20:16 8. Jón P. 4:3 55. 20:17 Guðmundur 11. 4:4 Ingimar 56. 20:18 Guðmundur 12. Jón K. 5:4 58. 20:19 Sigurgeir 13. Þorbjörn 6:4 MÖRK HAUKA: Olafur Olafsson 4. 14. Þorbjörn 7:4 Ilörður Sigmarsson 3, Guðmundur 1 15. 7:5 Hörður Haraldsson 3, Ingimar Haraldsson 3. 1 17. Jón K. 8:5 Sigurgeir Marteinsson 2. Llías Jónasson 2. 1 19. 8:6 Ólafur (v) Þorgeir Haraldsson I, Jón Hauksson I. 21. 8:7 Jón II. MÖRK VALS: Þorbjörn (•uðmundsson 9. 1 22. Þorbjörn (v) 9:7 Jón Pétur Jónsson 4. Jón Karlsson 4. 1 23. 9:8 Olafur (v) Stefan (iunnarsson 2 . Bjarni Guömunds- 1 24. Þorbjörn 10:8 son 1. 1 27. Stefán 11:8 MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Jón Breið- 1 28. 11:9 Olafur (v) fjörð varði vílakasl frá Herði Sigmarssyni 1 29. Jón K. 12:9 í fyrri hálfleiknum. 30. Þorbjörn 13:9 BROTTVlSANIR AF LEIKYELLI: 1 LEIKHLÉ Gísli Blöndal I Ivær mfnútur. 31. 13:10 Þorgeir DOMAKAK: Karl Jóhannsson og 1 32. 13:11 Ingimar Hannes Þ. Sigurðsson da*mdu leikinn all- 1 34. 13:12 Olafur (v) vel. r \\\\ \ \\\w\\v \\ \s\\ss\ 1 Jazz- hliómleikar MONICA ZETTERLUND Lars Bagge píanó, Sture Akerberg bassi I NORRÆNA HÚSINU íkvöld kl 20.00 og 22 00 Miðar seldir við innganginn Pétur Ostlund, trommur KLUBBUR Ferða-og skemmti ktúbbur ungs fólks Lækjargötu 2. Rvík Sími 16400 - 12070 WWNNWVNNNN VVV 1. Grísaveizla Matarverð kr. 1 850. — 3. Ferðakynning. 3 Litkvikmyndasýning frá helztu ákvörðunarstöðum Sunnu í sumar. 4. Tizkusýning — Tízkusýningarfólk frá Tízkusýningar- samtökunum KARON, sýnir m a. baðfatatízkuna 1977. 5 Hinir óborganlegu Halli og Laddi skemmta 6 Dans. Aðgangur ókeypis aðeins rúllugjald. NjótiS ódýrrar og góSrar skemmtunar. MuniS alltaf fullt hjá Sunnu. í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNU FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AlJGLVSINíiA- SÍMINN FR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.