Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977 Grasið átti ekki við liðin Ármann - Þróttur N 3:0 ÁRMANN vann öruggan sigur á Þrótti N., er liðin áttust við á Laugardalsvellinum á laugardag. Greinilegt var að grasið átti ekki allskostar við liðin og úthaldið þvarr þvf fljótt, kom þetta ver niður á Þrótturum, sem áttu slak- an ieik. 1 marklausum fyrri hálfleik náðu Ármenningar undirtökun- um og áttu ágæt marktækifæri sem ekki tókst að nýta. T.d. komst Einar Guðnason einn innfyrir vörn Þróttar á 8. mín., en lélegt skot hans fór framhjá. Stuttu síð- ar átti Egill Steinþórsson ágætt skot í stöng, en ekki vildi knöttur- inn í netið. Um miðbik síðari hálfleiks kom fyrsta markið, úr vítaspyrnu sem Jón Hermannsson, bezti maður Ármanns, tók eftir að brotið hafði verið á Viggó Sigurðssyni. Við markið var sem Þróttarar gæfust upp og örfáum mínútum siðar skoraði Viggó af stuttu færi í autt markið eftir slæm mistök í vörn Þróttar. Síðasta mark leiksins skoraði Sveinn Guðnason eftir að venjulegum leiktíma var lokið og kom það mark einnig eftir varnar- mistök Þróttara. Það var auðséð í þessum leik að liðin eru óvön því að leika á grasi og þegar þreytan var komin yfir leikmennina í s.h. varð leikurinn allþófkenndur og leiðinlegur á að horfa. Leikinn dæmdi Grétar Norðfjörð og sýndi hann mark- verði Þróttar, Ágústi Þorbergs- syni, gula spjaldið fyrir að mót- mæla vítaspyrnudómnum. H.V.H. islandsmðtlö 2. delld Lítil tilþrif í Ármnenningar sækja að marki Þróttar N. Ljósm. Friðþjófur. norðangarra QvSBíltUr SlOUr IsfÍrðÍllOO REYNIR Árskógsströnd og um að markið væri gilt. En úr- V I I lAI^AUII I I II ^#| | l«l|J Þróttur frá Reykjavík gerðu jafn- skurður dómarans stóð en heima- » » REYNIR Árskógsströnd og Þróttur frá Reykjavík gerðu jafn- tefli 1 — 1 á grasvellinum á Ár- skógsströnd á laugardaginn. Þelta var slakur leikur og átti það eflaust sinn þátt í því, að norðan- garri var meðan leikurinn fór fram og mjög kalt f veðri. Reynismenn léku undan vindin- um í fyrri hálfleik og sóttu þá meira. Skoruðu þeir mark eftir 10 mínútur og var Björgvin Gunn- laugsson þar að verki með fallegu skoti af löngu færi. Á 45. minútu skoraði Magnús Jónatansson mark, sem dómarinn dæmdi af vegna meintrar hrindingar á markvörð, en línuvörðurinn, sem var í betri aðstöðu, gaf bendingu um að markið væri gilt. En úr skurður dómarans stóð en heima menn mótmæltu. í seinni halfleik sóttu Þróttar- arnir meira eins og vænta mátti en sköpuðu sér þó ekki umtals- verð tækifæri. Mark þeirra kom strax á 3. mínútu seinni halfleiks og skoraði Páll Ólafsson markið. Miðað við gang leiksins voru úr- slitin sanngjörn en ef eitthvað var voru Reynismenn sterkari i leikn- um. Beztu menn Reynis voru Eir- íkur markvörður og Björgvin Gunnlaugsson og Páll Ólafsson bar af hjá Þrótti. Dómari var Gísli Sigurðsson og tókst honum held- urillaupp. Sigb.G/SS. SANNGJORN urslit Reynir S - IB11:2 ÍSFIRÐINGAR hafa áttmisjöfnu gengi að fagna í 2. deild það sem af er íslandsmótinu en á laugar- daginn tókst þeim vel upp. Þá mættu ísfirðingar Reyni frá Sandgerði á Keflavíkurvelli og unnu ísfirðingar óvænt 2:1. ísfirðingarnir voru miklu betri í fyrri hálfleik, enda voru Reynis- menn þá alveg heillum horfnir, gátu ekki tekið innköst rétt hvað þá meira. ísfirðingar spiluðu ágætlega og sköpuðu sér mark- tækifæri en eina mark þeirra í fyrri hálfleik var þó hálfgert klúður. Markið kom á 17. mínútu. Örnólfur Oddsson skallaði að marki Reynis og virtist Reynir Óskarsson markvörður ætla að ná boltanum örugglega þegar hann skoppaði að markinu en öllum til undrunar missti hann boltann í netið. í seinni hálfleik sóttu Reynis- menn í sig veðrið, en þá hafði tveimur nýjum mönnum verið skipt inn á, og hresstu þeir mjög upp á liðið. Sóttu Reynismenn nú meira og var þetta jafnari og betri hálfleikur en sá fyrri. ísfirðing- arnir léku áfram góða knatt- spyrnu og á 52. mínútu skoraði Ómar Torfason gott mark fyrir þá og breytti stöðunni í 2:0. Mark- tækifæri héldu áfram að skapast við báða enda en það var ekki fyrr en tvær minútur voru eftir af leiknum að Reynismenn skoruðu sitt eina mark. Var Ómar Björns- son þar að verki. Framlínan var betri hluti ís- firzka liðsins. Er hún skipuð frískum og góðum strákum. í heild virðast ísfirðingar hafa á að skipa góðu liði. Hjá Reyni var það vörnin, sem var betri hluti liósins en framlínan ætti að braggast með tilkomu nýrra manna, sem eru annaðhvort að koma inn eftir meiðsli eða nýbúnir i námi. —JJ/SS. Haukar - Völsungur 1:1 Haukar og Vöisungur gerðu jafn- tefii f daufum leik f Kapiakrika á laugardag. Leikurinn, sem hófst klukkustund á eftir áætlun vegna Þ< 'ss að flugvél Völsunganna var á eftir áætlun, var ákaflega slakur jafna metin. Markið skoraði Sig- urður eftir að markvörður Völs- ungs hafði misst boltann frá sér eftir langskot. Jafntefli varð þvi 1—1, og voru það sanngjörn úrslit í þessum slaka leik. Dómari leiksins var Arnþór Óskarsson og sýndi hann tveim leikmönnum gula spjaldið, þeim Birni Svavarssyni i Haukum og Sigurkarli Aðalsteinssyni í Völsungi. H.V.H. -S Llð vlkunnar Diðrik Ölafsson Víkingi Janus Guðlaugss FH Jón Gunnlaugss ÍA Einar Þórhallss Breiðabliki Magnús Þorvaldss Víkingi Gísli Torfason ÍBK Ingi Björn Albertsson Val Valþór Sigþórsson ÍBV Kristinn Björnsson ÍA V Guðmundur Þorbjörnsson Val Hálfdán Örlygsson KR Völsungar skora mark sitt. og það var fátt sem gladdi augu þeirra sem lögðu leið sfna á þenn- an leik. Völsungar léku undan vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þeir eina mark hálfleiksins, þar var að verki Sigurkarl Aðalsteinsson sem skoraði beint úr hornspyrnu. Lítið var um marktækifæri í f.h., leikurinn var þófkenndur og fór að mestu leyti fram á miðjunni. Það sama var uppi á teningnum i s.h., miðjuþóf, þó voru Haukarn- ir heldur sterkari og tókst þá að Breiðablik: Ólafur Hákonarson 2 Gunnlaugur Helgason 2 Bjarni Bjarnason 3 Valdimar Valdimarsson 2 Einar Þórhallsson 3 Sigurjón Randversson 3 Jón Orri Guðmundsson 2 Þór Hreiðarsson 2 Hinrik Þórhallsson 2 Ólafur Friðriksson 2 Ileiðar Breiðfjörð 2 Vignir Baldursson (vm) 2 Frani: Árni Stefánsson 2 Símon Kristjánsson 2 Rafn Rafnsson 2 Ágúst Guðmundsson 1 Jón Pétursson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Eggert Steingrímsson 1 Kristinn Jörundsson 2 Sumarliði Guðbjartsson 2 Ásgeir Elfasson 1 Rúnar Gíslason 2 Gunnar Guðmundsson( vm) 2 Gústaf Björnsson(vm) 1 Dómari: Rafn Hjaltalfn 2 IA: Jón Þorbjörnsson 3 Björ Lárusson 1 Guðjón Þórðarson 2 Jóhannes Guðjónsson 3 Jón Gunnlaugsson 3 Hörður Jóhannesson 1 Karl Þórðarson 2 Jón Alfreðsson 2 Pétur Pétursson 3 Kristinn Björnsson 2 Árni Sveinsson 1 Víkingur: Diðrik Ólafsson 3 Ragnar Gfslason 2 Magnús Þorvaldsson 3 Eiríkur Þorsteinsson 2 Kári Kaaber 1 Helgi Helgason 3 Róbert Agnarsson 2 Gunnar Örn Kristjáns. 1 Viðar Elfasson 1 Jóhannes Bárðarson 1 Óskar Tómasson 3 Theodór Magnússon (VM) 1 Dómari: Arnar Einarsson 4 KR Ilalldór Pálsson 2 Sigurður Indriðason 2 Stefán Sigur'ðsson 2 Ottó Guðmundsson 2 Börkur Yngvason 3 Örn Óskarsson 2 Hálfdan Örlygsson 4 Haukur Ottesen 2 Vilhelm Fredriksen 2 Guðmundur Yngvason ^ 2 Örn Guðmundsson 2 Magnús Jónsson (vm) 1 Þór: Ragnar Þorvaldsson 1 Oddur Óskarsson 1 Óskar Gunnarsson 1 Sævar Jónatansson 2 Helgi Örlygsson 1 Pétur Sigurðsson 1 Einar Sveinbjörnsson 2 Aðalsteinn Sigurgeirsson 2 Sigþór Ómarsson 2 Jón Lárusson 1 Árni Gunnarsson 2 Guðmundur Skarphéðinsson (vm) 2 Baldvin Harðarson (vm) 1 Dómari: Magnús V. Pétursson 3 IBK: Þorsteinn Bjarnason 2 Guðjón Þórhallsson 2 Óskar Færseth 2 Gfsli Grétarsson 2 Gisli Torfason 3 Sigurður Björgvinsson 3 Einar Á. Ólafsson 2 Hilmar Hjálmarsson 2 Ómar Ingvarsson 2 Rúnar Georgsson 2 Þórður Karlsson 2 Marinó Einarsson (vm) 1 Kári Gunnlaugsson(vm) 1 ÍBV: Páll Pálmason 2 Ólafur Sigurvinsson 2 Einar Friðþjófss. 2 Magnús Þorsteinsson 2 Friðfinnur Finnbogason 2 Snorri Rútss. 2 Valþór Sigþórsson 3 Óskar Valtýsson 3 Sveinn Sveinsson 2 Tómas Pálsson 2 Karl Sveinsson 2 Þórður Hallgrímsson (vm) 1 Dómari: Guðmundur Haraldsson 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.