Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 127. tbl. 64 árg. FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 2—3 þúsund póli- tískir fangar á Kúbu segir Fidel Castro New York — 9. júní — Reuter CASTRO, forseti Kúbu, sagði í dag f sjónvarpsviðtali, að tala pólitfskra fanga á Kúbu um þess- ar mundir væri á milli tvö og þrjú þúsund. 1 viðtalinu lvsti hann þvf jafnframt yfir, að öll rfki f Afrfku og jafnvel einnig f Amerfku yrðu sósfalistarfki f framtfðinni. Einn- ig staðhæfði Castro, að það hefði ekki verið fyrir tilstilli Sovét- stjórnarinnar, að Kúbumenn sendu 12 þúsund manna herlið til Angóla, og hefði ákvörðun um það ekki verið tekin f Havanna hefðu Suður-Afrfkanar tekið öll völd f landinu skömmu eftir að það fékk sjálfstæði frá Portúgal. Það var Barbara Walters, sem ræddi við Castro, og lét hún þau ummæli falla í formála að spjalli þeirra að Castro hefði tjáð sér að Kúbustjórn hefði hætt við brott- flutning kúbansks herliðs frá An- góla þegar Frakkar og Marokkó- menn sendu Zaireher liðstyrk í vor, og ætlaði hann nú að sjá hvernig málin þróuðust f Zaire áður en hann tæki ákvörðun um frekari brottflutning Kúbumanna frá Angóla. Ástæðuna fyrir þvi, að pólitisk- ir fangar væru í haldi á Kúbu kvað Castro m.a. það, að hætta væri á gagnbyltingu. Hann sagði að þegar áhrifa Bandaríkjanna hefði gætt meira á Kúbu en nú er hefðu pólitískir fangar farið yfir 15 þúsund, þannig að enn væru um 20 af hundraði i haldi. Þetta mun vera í fyrsta skipti í áratug, að Castro ræðir opinber- lega um tölu pólitiskra fanga á Kúbu. Um samskipti Kúbu og Banda- ríkjanna sagði Castro, að þau mundu vart batna að marki á Framhald á bls. 18 Peres hafnar boði um stiórnaraðild Tel Aviv 9. júní — Reuter. Verkamannaflokkurinn í ísrael hafnaði í dag boði Menachem Begins, leið- gota Likuds, um aðild að ríkisstjðrn á breiðum grundvelli undir forystu Likudflokksins. Shimon Peres, formaður Verka- mannaflokksins, sagði blaðamönnum eftir fund með Begin, að hann hefði hafnað boðinu vegna djúp- stæðs ágreinings flokk- anna um sambandið við Bandarfkin og samninga- viðræður við Arabaríkin. Samt sem áður voru Begin og Peres sammála um að almenn andstaða væri i ísrael við því, að palestínskt ríki yrði stofnað á vesturbakka Jórdanár, þar sem heitir Júdea og Samaría. Sfmamvnd AP. Elfsabetu Bretadrottningu afhentur blómvöndur af 100 ára gamalli konu f London f gær, en nú standa yfír hátfðarhöld f Bretlandi vegna silfurbrúðkaups hennar og Philips prins. Þetta var f annað sinn, sem gamla konan hitti drottningu sfna. 1 fyrra sinnið var hún 10 ára og sleit hún sig þá lausa frá föður sfnum þar sem þau stóðu f mannþröng og náði hún þá tali af Viktorfu drottningu. „Komið og náið í okkur” TALSMAÐUR hollenzka dðmsmálaráðuneytisins lét svo um mælt í gær- kvöldi, að ekki væri unnt að láta það viðgangast öllu lengur að gíslum Suður- Mólúkkanna væri haldið f lestinni. Lfðan þeirra færi stöðugt versnandi, og yrði að sjá til þess að harm- leiknum lyki sem fyrst. Samningaviðræður við umsátursmennina áttu sér stað í dag, en árangur varð enginn, að því er næst verður komizt. í gær hafði einum gislanna tekizt að smygla bréfmiða úr lest- inni og á honum stóð: „Komið og náið í okkur.“ Þeir voru einnig sammála um, að óhugsandi væri að leyfa PLO þátttöku í friðarviðræðunum í Genf og að ekki kæmi til greina að taka aftur upp þau landamæri er giltu fyrir stríðið 1967. Peres sagði, að Verkamanna- flokkurinn ætlaði sér hlutverk sem stjórnarandstöðuflokkur og að hann gegndi því hlutverki með sanngirni. Tyrkneski sendiherrann f Vatfkaninu, Karim Taha, lézt á sjúkra- húsi eftir að hann varð fyrir skotárás f dag. Telur lögreglan, að leynisamtök Armena hafi staðið að baki tdræðinu. 1 marzmánuði s.f. barst sendiherranum hótun um að ónafngreindum manni af tyrknesku þjóðerni yrði komið fyrir kattarnef ef Armenum, sem sætu f fangelsi f Tyrklandi af pólitfskum ástæðum, yrði ekki sleppt innan tveggja mánaða. Hafði sendiherranum verið fenginn öryggis- vörður vegna hótunarinnar, en þeirri gæzlu var nýlega hætt. Byssumaðurinn komst undan. A myndinni sést hvar verið er að fara með sendiherrann f skurðstofu til að fjarlægja byssukúluna. (AP- sfmamynd) Samveldisrádstefnan: Amin fordæmdur gert feimnismál fyrir afrfskar sendinefndir". Sjálfur er Amin ekki í London og segir Ugandaútvarpið nú að hann hafi aldrei farið frá Uganda. Áður hafði útvarpið skýrt frá því að Amin væri kominn til London. Brezkir embættismenn hafa sagt í einkaviðræðum að Amin yrði ekki hleypt inn í landið ef hann birtist. Ugandamálið hefur sett mestan svip á ráðstefnu samveldisland- anna en önnur mál sem til um- ræðu voru i dag voru Kýpur. Makarios erkibiskup sagði, að friði væri hætta búin á Kýpur og að í raun hefði ekkert miðað í friðarátt síðan á síðustu sam- veldisráðstefnu fyrir tveimur árum. Hvatti hann nýja stjórn í Tyrklandi til að vinna að friðsam- legri lausn Kýpurdeilunnar. London 9. júní — AP. IDI AMIN, forseti Uganda, varð fyrir harðri gagnrýni í dag á sam- veldisráðstefnunni, þegar Michael Manley, forsætisráð- herra Jamaica. kallaði kúgunina f Uganda „smánarblett á mannkyn- inu“. Hvatti hann samveldislönd- in til að leggja málamiðlunar- stefnu á hilluna og fordæma harð- st jórn hvar sem hún væri á meðal þeirra. Manley sagði að fregnir um fjöldamorð og gróf brot á mann- réttindum hefðu nú verið stað- festar og ásakaði hann Amin um að hafa látið myrða allt að 100.000 manns eftir að hann komst til valda 1971. Kvað hann athafnir Amins jaðra við þjóðarmorð. Fleiri leiðtogar samveldislanda hafa gagnrýnt Amin, þar að meðal Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, sem kallaði Amin nýjan Hitler og sagði hann vera skömm ekki aðeins fyrir Afríku heldur allan heiminn. Hvatti hann til þess að fundur Afrikuríkja yrði haldinn, þar sem reynt yrði að komast að niðurstöðu um Ugandavandamálið. Flestir aðrir leiðtogar Afríku- ríkja hafa reynt að koma sér hjá því að ræða Ugandamálið og Dawda Jawara, forseti Gambíu, sagði að Ugandamálið væri „hálf- Flúði af togara áN-íshafi Ósló 9. júní — Reuter. SOVÉZKUR sjómaður stakk sér í Norður-íshafið af sovézk- um togara f dag og tókst þann- ig að komast til Noregs sem pólitfskur flóttamaður, að sögn lögreglunnar f Hammer- fest. Sjómaðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, í stakk sér til sunds á meðan J norska eftirlitsskipið Nornen 1 var að kanna veiðar togarans um 100 sjómílur norður af Nordkap. Léttabátur frá Norn- inni náði manninum upp úr sjónum og flutti hann til Hammerfest þar sem hann óskaði eftir póiitfsku hæli. Sovézki ræðismaðurinn f Ósló fór sfðan f utanrfkisráðuneytið og sagði, að maðurinn hefði fallið fyrir borð, en talsmaður ráðuneytisins sagði, að hann hefði ekki óskað eftir þvf að sjómanninum yrði skilað Verkfall hjáRitzau Kaupmannahöfn —9. júnl — NTB FRÉTTAMENN á dönsku fréttastofunni Ritzau lögðu niður vinnu á miðvikudags- kvöld til að mótmæla þvf að þar hafði tekið til starfa frétta- maður, sem hvorki hafði menntun né reynslu f frétta- mennsku. Þetta er f fyrsta sinn f 111 ára sögu Ritzau- fréttastofunnar, að þar verður verkfall. Fyrir helgi samþykktu starfsmenn fréttastofunnar ályktun þar sem ráðningin var fordæmd og bundust sam- tökum um að fá umræddura starfsmanni engin verkefni. Bent A. Koch, yfirmaður fréttastofunnar, hefur gert starfsliði sínu grein fyrir því, að hann hafi ekki f hyggju að láta undan þrýstingnum og segja hinum nýja fréttamanni upp störfum; yrði litið á vinnustöðvunina sem ólöglega lyki henni ekki innan tiltekins tfma. Færhæli íSvíþjód Stokkhólmi 9. júní — NTB SÆNSKA stjórnin ákvað f dag að leyfa sovézkum borgara, sem rændi flugvél f innan- landsflugi í Sovétrfkjunum og lét hana lenda f Stokkhólmi, að vera um kyrrt f Svfþjóð. Sænska lögreglan mun senda frá sér kæru á hendur honum ekki seinna en 17. júnf. Maður- inn, sem er 37 ára gamall, ósk- aði eftir pólitfsku hæli f Svf- þjóð en sovézk yfirvöld vildu fá hann framseldan. Baskar úr fang- elsiíútlegd Madrid, 9. júnf. Reuter. Spánska stjórnin sendi í dag níu Baska sem verið hafa póli- tiskir fangar, i útlegð til þess að reyna að tryggja kyrrð i löndum Baska fram að þing- kosningunum 15. júní. Baskarnir voru fluttir með flugvél spánska flughersins til Austurríkis, Danmerkur og Noregs. Tveir valdamestu leiðtogar þjóðernishreyfingar Baska, Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.