Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 130. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Belgrad- ráðstefn- an hafin Belgrad, 14. júní. Reuter. ÖRYGGISMÁLARÁÐSTEFNA 35 vesturlandaþjóða og komm- únistarfkja hefst f Belgrad f dag, miðvikudag, en undan- farna daga hafa fulltrúar þjóð- anna setið á fundi til að reyna að samræma stefnumál sfn. Talið er að mikill ágrein- ingur kunni að koma upp á ráðstefnunni um mannrétt- indamál. Verkefni ráðstefn- unnar er að skoða þann árangur eða skort á árangri á öllum sviðum „détente" frá Helsinkiráðstefnunni 1975. Heimildir meðal þátttökuþjóða hermdu f dag að fulltrúar vildu reyna að forðast beinar deilur, sem gætu eyðilagt ráðstefnuna. Margir hafa áhyggjur af yfir- lýsingum Carters Bandarfkja- forseta um mannréttindamál, en hann lýsti því yfir f gær- kvöldi að hann myndi halda áfram baráttu sinni fyrir mannréttindum f heiminum öllum, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda f Moskvu um að þessi stefna gæti eyðilagt „détente“. Framhald á bls. 18 Kosið á Spáni í dag sjá grein bls. 17 □ — □ — Madrid, 14. jdnf. AP. BtJIZT er við yfir 80% kjörsókn í kosningunum á Spáni f dag, en þær eru hinar fyrstu, sem fram fara f landinu f 41 ár. Niðurstöður Gallup-könnunar. sem birtar voru um það leyti, sem kosningabarátt- unni var að ljúka, benda til þess að flokkur jafnaðarmanna (PSOE) fái 3.3% meira fylgi en flokkur Suarez forsætisráðherra, en könnun Informaciones sem er óháð blað, bendir hins vegar til að flokkur hans fái 2% meira en jafnaðarmenn. Aðeins þrjú þeirra 50 fiskiskipa, sem sigldu upp eftir Tamesá til að mótmæla stefnu Efnahagsbanda- lagsins f fiskveiðimálum, komust á ákvörðunarstað, sem var fyrir framan þinghúsið. Eftir stormasama nótt var mikill öldugangur á fljótinu og vatnsborð hátt, þannig að margsinnis lá við að möstur togaranna rækjust upp undir brýrnar. Urðu flestir þvf að snúa við á miðri leið, en þrfr komust á leiðarenda. Myndin var tekin er Boston Blenheim frá Fleetwood og Suffolk Conquest frá Lowestoft sigldu undir Tower Bridge. (AP-simamynd). Indland: Janata vinnur stórsigur í fyHdsþingkosningunum Nýju Delhi, 14. júní. Reuter. JANATA-flokkurinn vann mik- inn kosningasigur f fylkisþing- kosningunum f norðurhluta landsins, og þegar endanleg úrslit lágu fyrir um 492 þingsæti af 2.298 hafði Janataflokkurinn og stuðningsflokkar hans fengið 407 sæti, en Kongressflokkurinn að- eins 63. Kosningatölur úr lang- flestum fylkjum sýna ótvfrætt að kjósendur hafa í annað skiptið á þremur mánuðum hafnað Kongressflokknum mjög eindreg- ið og ftrekað þannig andúð sfna á stjórnarháttum flokksins undir forsæti Indiru Gandhi. Þegar er ljóst, að Janata- flokkurinn og stuðningsflokkar hans hafa fengið hreinan meiri- hluta i Rajastan og Punjab, en á báðum stöðum hafði Kongress- flokkurinn hreinan meirihluta þegar þingrof fór fram fyrir tveimur mánuðum. Ljóst er, að Janata mun fá meirihluta í Himachal Pradesh, Madhya Pradesh, Orissa og Haryana, svo og í Delhi, auk þess sem flokkur- inn virðist ætla að halda fylgi sínu í Vestur-Bengal, þar sem kommúnistum hafði verið spáð sigri. Tamil Nadu er eina fylkið á Suður-Indlandi, þar sem kosning- ar fara fram að þessu sinni. Þar hafði Anna-DMK flokurinn feng- ið sex sæti af sjö, sem úrslit lágu fyrir um í kvöld. í marzkosning- unum hlaut Janata-flokkurinn lít- ið fylgi, og virðist sú saga ætla að endurtaka sig nú. Enn liggja marktækar tölur ekki fyrir i hinu fjölmenna ríki Bihar, en þegar fyrstu tölur bárust hafði Kongress-flokkurinn fengið tvö þingsæti og Janata-flokkurinn eitt. í kosningunum í marz vann Janata yfirburðasigur í Bihar. Niðurstöður skoðanakannana benda flestar til þess ’að jafnaðar- menn og kommúnistar hafi unnið á siðustu daga, og er spáð að samanlagt fylgi vinstri flokkann verði um 44%. Viðast hvar í landinu var allt með kyrrum kjörum i dag eftir harða kosningabaráttu undan- farnar vikur. Búizt er við að kosn- ingaúrslit liggi fyrir snemma á fimmtudagsmorgun. Króatar tóku gísla en gáfust fljótt upp New York, 14. júni. — Reuter. ÞRÍR Króatar, sem ruddust vopn- aðir inn f skrifstofu júgóslavnesku sendinefndarinn- ar hjá Sameinuðu þjóðunum f New York f kvöld, gáfust upp eftir að hafa haldið konu í gfsl- ingu f tvær klukkustundir og sært annan starfsmann skotsári. Skilyrði Króatanna fyrir þvi að gfslunum yrði sleppt var að Júgó- slavar veiti Króötum sjálfstæði, og birtu þeir þá kröfu sína á mið- um, sem þeir dreifðu út um glugga á skrifstofu sendinefndar- innar. Starfsmaðurinn, sem var varð fyrir skotsárum, er bifreiðar- stjóri og öryggisvörður júgóslav- nesku sendinefndarinnar. í september rændu króatískir þjóðernissinnar bandariskri far- þegaþotu og náðu þar 51 gisl á sitt vald. Þotan hafði meðal annars viðkomu i Keflavik, en flug- ræningjarnir gáfust upp í París. Áður en flugræningjarnir gáfust upp sprakk sprengja, sem banda- menn þeirra höfðu komið fyrir í farangursgeymslu á járnbraut- arstöð, og lét þá lögreglumaður lífið. Pakistan: Nýjar kosning- ar á árinu Rawalpindi, 14. júní. Router. STJÓRN Sulfikar Ali Bhuttos og stjórnarandstaðan f Pakistan hafa sætzt á að efnt verði til nýrra þingkosninga f landinu fyrir árs- lok. Þessi niðurstaða var tilkynnt af hálfu beggja aðila í dag, en á morgun mun Þjóðarbandalagið, sem er kosningabandalag nfu stjórnarandstöðuflokka, gefa svar við tillögu stjórnarinnar um tfma- setningu kosninganna. Talsmað- ur stjórnarinnar sagði f kvöld, að Ifklega yrðu kosningarnar haldn- ar eftir Ramadhan-hátfð Múhammeðstrúarmanna, sem lýkur um miðjan september. Samkomulagið felur ekki f sér, að bráðabirgðastjórn taki við af stjórn Bhuttos og sitji þar til kosningar hafa farið fram, en Þjóðarhandalagið hafði krafizt þess f samningaviðræðunum, að slfk stjórn yrði mvnduð með aðild stjórnarandstöðunnar, ef kosn- ingar færu ekki fram fyrr en eftir miðjan ágúst. Með samkomulaginu er lokið þriggja mánaða stjórnmála- kreppu, sem hófst þegar stjórnar- andstaðan lýsti þvi yfir að loknum þingkosningum, að kosningatölur hefðu verið falsaðar i kjölfarið fylgdu viðtækar óeirðir um gjör- vallt landið, og kostuðu þær að minnsta kosti hálft fjórða hundr- að manna lífið. Áætlað er að efna- hagslegt tap vegna ófremdar- ástandsins hafi numið um hálfum milljarði Bandaríkjadala. Eftir að samningaviðræður hóf- ust fyrir hálfum mánuði lét stjórnin lausa um 13 þúsund póli- tiska fanga, aflétti herlögum, sem sett höfðu verið i helztu borgum og hætti ritskoðun. Fluglestin” yfir Atlantshaf: 63% lækkun á fargjaldi Washington. — 14 júnl Reuter — Ap CARTER Bandarlkjaforseti mælti með þvl F dag, að Laker flugfélagið brezka hæfi ferðir milli New York og Lundúna, en fargjöld félagsins verða hin lægstu sem um getur á þessari flugleið. Forsetinn mælti með þvl um leið að sama tilhögun yrði tekin upp é flugleiðum innan Bandarikjanna og skýrði fri þvl að hann hefði Itrekað stuðning sinn viðfrumvarp um loftferðaþjónustu af þvl tagi, sem hér um ræðir. en það liggur nú fyrir Bandarlkja- þingi. Tvö bandarlsk flugfélög, Pan American og Trans World Airwyas, hafa þear lýst þvl yfir, að þau muni fara að dæmi Laker-félagsins og bjóða fargjöld á sama verði I slðustu viku mælti flugráð Bandarikjanna með þvi að Laker- félagið fengi að hefja ferðir milli Lundúna og New York og yrði leyfi fyrst veitt til reynslu I eitt ár. Hin nýju fargjöld á þessari flugleið fram og til baka nema 236 Bandarikja- dölum Allur kostnaður við ónauð- synlega þjónustu verður afnuminn þar sem slik þjónusta verður ekki I boði, og farþegar geta ekki fest kaup á farmiðum eða látið taka frá sæti fyrr en sex klukkustundum áður en lagt er af stað Laker-félagið verður með breiðþotur af gerðinni DC-1 0 til flugsins Um áætlunarferðir verður að ræða, en bandarlska flugráðið mun að einhverju leyti setja reglur um hversu margar þær verði. svo og um farþegafjölda Laker-flugfélagið getur hafið ferðirnar með ..fluglestinni ', eins og þessi ferðalög eru nefnd, sextiu dögum eftir að það sækir formlega um leyfi til flugráðsins vestra. Lægstu fargjöld. sem nú er völ á á umræddri flugleið nema 380 dölum. en þá er um að ræða hóp- ferðir þar sem farmiðar eru keyptir með tveggja mánaða fyrirvara og gert er ráð fyrir 10 daga lágmarks- dvöl. Venjulegur farmiði báðar leiðtr með 14—21 dags dvöl kostar 631 dal, og sé miðað við það verð nemur lækkunin 63%. i yfirlýsingu Carters forseta um flugferðír þessar kemur meðal annars fram. að hann telur þær til mikilla hagsbóta fyrir almenning if Óvissa rikjandi, segja Flugleiðir „Það er nánast ómögulegt að segja til um það á þessu stigi hversu fiiikil áhrif þetta nýja fyrirkomulag á áætlunarflugi muni hafa á hið venju- lega áætlunarflug yfir Atlantshafið og fyrir Flugleiðir," sagði Örn Ó Johnsson, forstjóri Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, þegar borin var undir hann sú frétt að Carter Bandaríkjaforseti hefði ákveð ið að mæla með ..fluglestar" fyrirætlunum Lakerflugfélgsins Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.