Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 30. JUNl 1977 --------------------5tr------------- Vladimir Jakúb; Gamall og gróinn áhugi Fundur liðs Hrúts og (Jlfs með liði Atla f Eyrarsundi. í einni af greinum minum sagði ég nokkuð frá þeim mikla áhuga sem rlkir I Sovétrlkjunum á íslandi, Islenskum bókmenntum, náttúru, sögu og vanda- málum nútlmans. Þessi áhugi á okkar dögum er ekki til orðinn af tilviljun, hann á sér langa sögu að baki Frá fornu fari höfðu menn I Rússlandi áhuga á þessu litla fjarlæga landi sem þeir vissu ekki ýkja mikið um. í dag langar mig til að segja frá upphafi þess að menn tóku að leggja stund á Is- lensku og Islensk fræði I Rússlandi, frá þvl fólki sem fyrst varð til þess að opna rússneskum menntamönnum sýn til íslands. frá þeim gömlu hefðum sem rlkja I landi mlnu I sambandi við Is- lensk fræði. Það var á 17. öld sem áhugi á íslandi kviknaði fyrir alvöru I Rúss- landi, og var það I sambandi við svo- nefnt ..væringjamál" — þ.e hlutverk norrænna vtkinga og áhrif þeirra á fornrússneskt þjóðfélag. Á þessum tlma naut skáldskapur Osstans mikilla vinsælda i Rússlandi. og þá voru prentuð fyrstu ritin um sögu og menn- ingu íslands. Fyrsta bókin var „Inn- gangur að sögu Dana" eftir Mallais Þá komu einnig út þýðingar á Islenskum fornbókmenntum. Frægir rússneskir rithöfundar sklrskotuðu til norrænnar goðafræði I verkum slnum. Má þar t.d. benda á verk eins vinsælasta höfundar- ins I lok 18. aldar. Gavrlls Djersjavins ..Bústaður gyðjunnar Friggjar" ofl. Þetta er einmitt sá Dersjavin sem skömmu fyrir dauða sinn hlustaði hug- fanginn á unglinginn Alexander Púskln lesa Ijóð sln I menntaskólanum I Tsar- skoje sélo. Um hann skrifaði Púskln slðar: „Gamli Dersjavin tók eftir okkur og blessaði okkar um leið og hann fór I gröfina". Yfirleitt má segja að forntslenskar bókmenntir hafi verið skoðaðar sem hluti af „samnorrænum arfi" og jafnan settar I samband við sögu Norðurlanda sem heildar Heimildir um island komu fyrst og fremst frá dönskum höfund- um. sem hafði að sjálfsögðu sln áhrif á þær hugmyndir sem menn gerðu sér um ísland í fyrstu þýðingunum gætti einnig áhrifa frá hugmyndum þeirra tlma um hlutverk norrænna manna I sögu Rússlands og stofnun Rússarlkis. Reyndar er það mjög verðugt verkefni að kynna sér hvernig áhrifum nor- rænna manna á fornrússneskt þjóðfél- ag var háttað og hvernig fjatlað er um þau I vlsindum samtlmans I Ijósi þeirra upplýsinga sem nú eru fyrir hendi. einkum fornleifafræðilegra. En það væri efni I aðra grein Áhugi á íslandi og Islenskum bók- menntum vakti fljótt áhuga á Islenzkri tungu Fyrsti vlsindamaðurinn sem stundaði Islenskunám af alvöru var L.l Bakmeister (1730—1806) Árið 1 773 byrjaði hann að safna þýðingum á biblluköflum og setningum úr talmáli á hinum ýmsu tungumálum. Hann taldi að sllkur samanburður gæti sýnt fram á skyldleika fjarlægra tungumála Þá vissu menn ekki það sem við vitum núna, enda var skoðunin á 18. öld sú að öll mál væru komin af sama stofni og að verkefni samanburðarmálfræði væri einmitt fólgið I að sanna þetta. Að sjálfsögðu kunni Bakmeister ekki öll tungumál heims en þeir sem kunnu sendu honum þýðingar. Vitað er að Islensku þýðinguna gerði úr þýsku Ás- mundur Einarsson ísfrón Þýðingin var mjög nákvæm, og ísfrón lét sjálfsævi- sögu slna fylgja með Þar segist hann vera fæddur á íslandi en búsettur I Kaupmannahöfn frá tvltugsaldri. Næstur á eftir Bakmeister fékk sá frægi ferðalangur og náttúruvlsinda- maður P.S. Pallas (1741 — 1811) áhuga á Islensku. Hann fékk áhuga á málum fyrst og fremst vegna þess að Katrin II. sem sat á keisarastóli frá 1 762—1 796 og hafði mikinn áhuga á hugvlsindum og menningarsam- böndum rússneska aðalsins viðVestur- lönd. ákvaðað láta gefa út samanburð- arorðabók allra þekktra tungumála heims. Hún var einnig þeirrar skoðun- ar að með þessu gæti hún sýnt fram á sameiginlegan uppruna allra mála Katrln fór m.a.s. sjálf að safna þýð- ingum á einstökum orðum á mörg mál Evrópu og Astu. Að vlsu hafði Bak- meister þegar viðað að sér mun fróð- legra efni, en hún fól honum samt ekki að sjá um útgáfu orðabókarinnar. Talið er að þessi hégómagjarna drottning hafi viljað sjá frægt nafn á titilblaði bókarinnar og þvl hafi hún skipað Pallas I stöðu ritstjórans Orðabókin var að koma út I nær fimm ár, frá 1 786 til 1 789. Uppbygg- ing hans minnir á þá miklu lista sem Katrln samdi sjálf. Þar er að finna 285 orð. þýdd á 200 tungumál Pallas studdist við nokkuð af efni frá Bak- meister, en samt var Islenski listinn algjörlega saminn upp á nýtt. Þvl mið- ur vitum við ekki hver þýddi hann eða úr hvaða máli. í papplrum Pallas hafa varðveist fimm blöð með Islenskum texta, þótt upphaflega hafi þau verið fleiri. Ein- hver hefur farið yfir þennan texta og aukið við hann og leiðrétt, þ ám hefur hann bætt við mörgum samheitum Við vitum hver það gerði Sennilega heur ekki verið tæknilega mögulegt I lok 18 aldar að prenta Islneskt letur I Rússlandi. og reyndar er rússneskt letur á öllum 200 þýðingun- um. í skjalasafninu er að finna bæði upphaflega textann og leiðréttu útgáf- una. Við sjáum að sumar villurnar eru leiðréttar. en flestar urðu þó eftir. Þar að auki bætti sá sem „leiðrétti" mörg- um röngum þýðingum frá eigin brjósti á listann. Nokkur orð I orðabók Pallas eru ekki Itk Islensku, heldur öllu fremur dönsku. sænsku eða jafnvel þýsku Mörg málfræðiform eru röng. Hug- myndin var sú að Pallas birti framburð orðanna eins og hann gerðist á íslandi á 18 öld. en hann gerði ekki greinar- mun á hljómi orðanna og rithætti þeirra. þannig að útkoman varð sú að rithátturinn var með en framburðurinn ekki. Svona þung voru fyrstu spor Is- lenskra fræða I Rússlandi Samt er óhætt að segja að I lok 1 8. aldar hafi þekking á Islensku máli verið til staðar I Rússlandi og rússneskum vlsinda- mönnum kunnugt um málfræðirann- sóknir samtimans I Evrópu Þrátt fyrir alla galla Pallas-orðabókarinnar meg- um við ekki gleyma að Islenski kaflinn I henni er til þessa dags eina rússnesk- Islenska orðabókin sem til er. og það er tvlmælalaust fróðlegt að kynna sér hann I sambandi við sögu norrænna fræða I Rússlandi. í byrjun nltjándu aldar. eða nánar tiltekiðá þriðja áratugnum, verða mikl- ar framfarir hvað snertir áhuga rúss- neskra menntamanna á íslandi, bók- menntum og tungu. Þessi áhugi verður fyrst og fremst útskýrður með söguleg- um rökum Eftir strlðið við Napóleon 1812 varð mikill uppgangur I rúss- nesku þjóðfélagi. sem náði hátindi með uppreisn framfarasinnaðra herfor- ingja gegn harðstjórn keisarans. þ.e. uppreisn hinna svokölluðu Dekabrista. Allsstaðar vaknar áhugi á sögu rúss- nesku þjóðarinnar og þar af leiðir einn- ig áhuga á sögu annarra þjóða ísland, með sinum frábæru bók- menntum, varð fróðlegt dæmi I augum rússneskra menntamanna og þeir gátu ekki látið hjá Hða að kynna sér það nánar Tlmarit á borð við „Keppinautur upplýsingar og góðverka" kynntu les- endum slnum fslenskar bókmenntir Á þessum tlma heimsótti hinn frægi Islenskufræðingur. daninn Rasmus Rask, Pétursborg og hafði heimsókn hans mikil áhrif á áróðurinn fyrir forn- Islenskum bókmenntum I Rússlandi. i blöðum og tlmaritum. bæði I Péturs- borg og öðrum borgum Rússlands, voru á þessum árum prentaðar ýmiss- konar upplýsingar um Islenskar bók- menntir og menningu Sennilega hefur tlmaritið „Moskofskl telegraf" haft þar mest áhrif Fyrsti þýðandinn sem þýddi fslenskar bókmenntir af frummálinu var 0. I. Senkofskl. Sérstaka athygli vakti þýðing hans á Egilssögu sem út kom árið 1 834 Nauðsynlegt var að gefa út einhvers- konar leiðarvlsi um Islenskt mál, og árið 1849 gaf S.D. Sabinin út bókina „íslensk málfræði" Til grundvallar not- aði hann rit Rasmusar Rask, sem hann kynnti sér gaumgæfilega og endur- samdi. Vert er að nefna enn eitt nafn: J.K.Grot Hann var mikill áhugamaður um Islenskar bókmenntir og það var einmitt I ritum hans, sem grundvöllur var lagður að vlsindalegum könnunum á fornlslenskum bókmenntum Á seinni hluta nltjándu aldar voru þessar kannanir orðnar bæði vlsindalegar og kerfisbundnar Frægir vlsindamenn á borð við F.l Búsaljef. A N Veselofskl ofl. skrifuðu um þessi vísindi Þetta er I stuttu máli sagan af upp- hafi Islenskra fræða I Rússlandi Það fólk sem hér hefur verið minnst á vakti áhuga rússneskra menntamanna á ykk- ar fjarlæga en heillandi landi. Þau fræ sem þeir sáðu féllu I góðan jarðveg Allt frá þeirra dögum hafa sérfræðingar á ýmsum sviðum lagt stund á málefni íslands í fyrstu naut að sjálfsögðu aðeins þröngur hópur menntamanna góðs af þessum fræðum Það var ekki fyrr en með sigri Októ- berbyltingarinnar sem íslensk fræði fóru að þróast af verulegu fjöri I Sovét- rikjunum. Ráðstefnur eru haldnar um málefni Norðurlanda á þriggja ára fresti og taka þátt I þeim allt upp I 300 fræðimenn frá ýmsum borgum Sovét- rlkjanna. auk erlendra gesta. Á þessum ráðstefnum skipar ísland heiðurssess eins og ég hef minnst á áður I einni af greinum mlnum, og þeir fyrirlestrar sem þar hafa verið haldnir um Islensk málefni skipta tugum. Svo ekki sé talað um útgáfu á bókum islenskra höfunda, en eintakafjöldi þeirra er löngu kominn upp fyrir tvær milljónir Samtals hafa verið gefnar út 50 bækur á átta tungu- málum sovétþjóða Að sjálfsögðu stafar þessi gtfurlegi vöxtur Islenskra fræða I Sovétríkjun- um. útgáfa Islenskra bóka. fjöldi fyrir- lestra og vlsindarita um island. af þeim glfurlega uppgangi sem orðið hefur I menningarllfi allra þjóða Rússlands sem árangur a' Októberbyltingunni. almennri skólaskyldu og þekkingar- þorsta Aðeins með samanburði á Rússlandi fyrri tlma og Sovétrikjum nútimans getur islenskur lesandi gert sér grein fyrir þeim mikla áhuga á ættjörð hans sem fyrir • hendi er I SSSR Árið 1913 komu aðeins tvö eíntök af dagblöðum og 62 bækur á hverja 1 00 Ibúa í Sovétríkjunum eru gefin út 8,5 þúsund blöð og 4000 tlmarit. Samanlagt upplag þeirra er 300 milljónireintaka. Fjórða hver bók sem út kemur I heiminum er sovésk Gefnar eru út bækurá 89 þjóðtungum Sovétrlkjanna og 56 erlendum málum 120 lönd. þ.á .m ísland, kaupa sovéskar bækur Ég hygg að Islendingar, sem gefa út fleiri bækur á Ibúa en nokkur önnur þjóð I Vestur-Evrópu. eigi auðvelt með Framhald á bls. 33 Þjóstólfur drepur Þorvald Ósvffursson. Fyrir ferðalagið Tjöld og tjaldþekjur Svefnpokar mjög vandaðir, margar gerðir Feröagrill gríttkol og grilláhöld Picnic töskur Margar stæröir .....^ Gassuðuáhöld alls konar Vindsængur Einnig ferðafatnaður í miklu úrvali GEís 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.