Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1977 + Jarðarför bróður míns. ÞÓROAR SVEINBJORNSSONAR, sem lézt 16. júní fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. júlí kl. 10 30 Stella Wolf. + Systir okkar og móðursystir mín geirþrúður sigurðardóttir. Norðurbrún 1 andaðist t Landspttalanum 28. júni Fyrir hönd vandamanna GuSbjörg SigurSardóttir. Jón SigurSsson Þorgeir Halldórsson. t Eiginmaður minn. faðir okkar. afi og langafi. GUNNAR EMILSSON, vólsmiSur, Tjarnargötu 28, Kaflavlk. andaðist I Sjúkrahúsi Keflavtkur 29 júnt Þóra Carlsdóttir. Ema Gunnarsdóttir. Ólafur Þo. raldsson, Jane Petra Gunnarsdðttir. Jón Þorvaldsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn. faðir okkar tengdafaðir og afi. EYJÓLFUR EYJÓLFSSON, vélstjóri. ASalgötu 14, Keflavlk, andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur 29. júnt. Sigurbjörg DavtSsdóttir, Erla Eyjólfsdóttir. Magnús Hannesson. Hafsteinn Eyjólfsson, Sigrún Kristjánsdóttir. Bragi Eyjólfsson. EUsabet Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, JÓFRÍÐAR RÓSU JÓNSDÓTTUR. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Jón Valgeir GuSmundsson. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinsemd við útför GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR frð Eyri Hvammstanga. sem lést 5. júnt s.l. Sérstakar þakkir færum við Verkalýðsfélaginu Hvöt. sem sá um útförina og sýndi þannig virðingu við hinn látna. Vandamenn. t Þökkum samúð viðandlát og jarðarför mcður okkar ÓLAFAR EINARSDÓTTUR. Fyrir hönd ættingja Margrét Olsen. Rakarastofan Starmýri 2 Lokað í dag frá kl. 12 vegna jarðarfarar Hrafnkels Guðgeirssonar, hárskera. Úlfar Jensson, hárskerameistari Rakarastofur verða lokaðar vegna jarðarfarar HRAFNKELS GUÐGEIRSSONAR, í dag fimmtudaginn 30. júní milli kl. 1 3 — 1 5. Meistarafélag hárskera. _ S' OddurE. Olafsson — Minningarorð Fæddur 17. marz 1905. Dáinn 16. júnl 1977. I dag er kvaddur hinttu kveðju Oddur Erik Ölafsson, fyrrverandi verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Oddur fæddist 17. marz 1905 að Staðarhóli f Dölum. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Birgitta Gísladóttir (bónda og dannebrogsmanns Oddssonar á Lokinhömrum í Arnarfirði) og séra Ólafur Ólafsson (Pálssonar dómkirkjuprests i Reykjavik og siðar að Melstað í Miðfirði) og var Oddur næst yngstur af 8 börnum þeirra hjóna. Þegar Oddur var 2 ára gamall andaðist faðir hans og þar eð móðir hans átti við mikil veikindi að striða um svipað leyti, fór Oddur í fóstur til hjónanna Ólafar Hannesdóttur og Jóns Fel- ixsonar, sem bjuggu i Selsgarði á Álftanesi. Ólst Oddur þar upp í góðri umhyggju þessara ágætu hjóna. Þess má geta að Ólöf, sem náði 100 ára aldri, dvaldi sín sfð- ustu æviár á heimili Odds og konu hans Guðnýjar og naut þar góðrar aðhlynningar og umhyggju þeirra. Hinn 16. mai 1931 gekk Oddur að eiga eftirlifandi eiginikonu sina og frændkonu Guðnýju Mar- en Oddsdóttur (Kristjánssonar frá Lokinhömrum og konu hans Kristjönu Pétursdóttur frá Bala á Kjalarnesi). Voru þau hjónin mjög samrýnd og samhent og var hjónaband þeirra sérstaklega ástúðlegt og farsælt. Þau hjónin eignuðust 3 mannvænleg börn, sem öll eru á lifi, en þau eru Sigríður, Magnús og Ólöf Jóna. Barnabörnin eru 5. Oddur ogGuðný reistu sér hús i Skerjafirði, en þegar Reykja- víkurflugvöllur var stækkaður voru margar lóðir þar teknar und- ir flugbrautir og þar á meðal þeirra. Þá hófust þau handa að nýju og byggðu sér hús við Hraunteig þar sem þau bjuggu æ siðan. Á yngri árum stundaði Oddur ýmiss konar störf bæði til sjós og lands svo sem algengt var á þeim' tima. En árið 1931 réðst hann til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, fyrst við almenna verka- mannavinnu en síðar við verk- stjórn. Hjá Rafmagnsveitunni starfaði Oddur æ síðan eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir um áramótin 1975—76. En hann hafði þá í nokkur ár haft skerta starfsgetu vegna þess sjúk- dóms er nú varð honum að aldur- tila. Starfsvettvangur Odds var í stöðvum Rafmagnsveitunnar við Elliðaár og hafði hann þar á hendi verkstjórn við margvísleg- ar framkvæmdir. Ótöld eru spor hans meðfram Elliðaánum og munu fáir hafa þekkt þær ár bet- ur en hann. Fyrr á árum fór Odd- ur einnig oft á vegum Rafveitunn- ar austur að Sogsfossum og ann- aðist ýmsar framkvæmdir þar. Samhliða störfum sínum hjá Rafmagnsveitunni rak Oddur um langt árabil steinasteypu og voru þar m.a. steyptar allar þær hlífar sem lagðar voru yfír jarðstrengi Rafmagnsveitunnar i fjölda mörg ár. I því starfi naut hann góðs stuðnings Guðnýjar konu sinnar. Þrátt fyrir langan vinnudag gaf Oddur sér tíma til lesturs góðra bóka og var fróður vel um marga hluti. Þau hjónin höfóu yndi af ferðalögum, ferðuðust talsvert um landið og tóku vel eftir öllu þvi er fyrir augu bar. Þó var það skáklistin sem Odd- ur hafði hvað mestan áhuga á og taflið var oftast innan seilingar. Hann tefldi oft við kunningja sína hér áður, fylgdist vel með skák- keppnum og mótum og var þar oft áhugasamur áhorfandi. Ekki voru barnabörnin ýkja hávaxin, þegar áhugi þeirra á taflinu vaknaði. Þau reyndu að læra mannganginn og fljótlega var hægt að tefla við afa eða þá ömmu á Hraunteig. Oddur, tengdafaðir minn, var hlýr og þægilegur í viðmóti, hann gat verið glettinn i tilsvörum og eins ákveðinn og fastur fyrir ef þvf var að skipta. öll framkoma hans bar vott um góðan og vand- aðan dreng og störf sin rækti hann af trúmennsku, dugnaði og skyldurækni. Nú síðustu árin mótaðist líf Odds talsvert af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða, þó að hann þyrfti ekki að liggja mikið rúriifastur. Því hlutskipti tók hann með sannri karlmennsku og æðruleysi sem hans var von og vísa. Guðný, tengdamóðir mín annaðist hann líka af þeirri ein- stöku alúð og umhyggjusemi, sem henni er lagið. Saman stóðu þau og saman voru þau þar til yfir lauk. Fimmtudaginn 16. júní s.l. þeg- ar Oddur sat við kvöldverðarborð- ið varð hann mjög veikur, var fluttur í skyndi á sjúkrahús en andaðist sjmmmu eftir að komið var þangað. Tengdamóður minni svo og mágkonum og fjölskyldum þeirra flyt ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Odds Eriks Ólafssonar. „Far þú f friði. FriðurGus þig blcssi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Svandls Pétursdóttir. Með Oddi Olafssyni er fallinn frá einn allra besti vinur minn, að öllum öðrum vinum mínum og velunnurum ólöstuðum. Á lífs- leiðinni urðum við samtíma og saman starfandi hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur f hart nær 50 ár. Oddur réðst til R.R. árið 1931 og ég útskrifaðist úr vélskóla ís- lands sama ár og réð mig þá strax — Hvítasunna Framhald af bls. 17 og anda hans algerlega á hönd. Ekki má á milli sjá, hvorir bregð- ast Kristi ver i þessu efni, þeir sem kenndir eru við bókstafstrú eða hinir, sem telja sig frjáls- lynda. Ekki er þetta sagt f þvi skyni að meiða neinn, heldur til þess að vekja menn til vitundar um raunalegt ástand, sem stafar af því að boðskapur hvítasunnu hefur ekki náð til hjartans. Við skulum gera okkur grein fyrir, að forsenda þess, að menn lifi undur hvftasunnu f sjálfum sér, er hreinleiki hjartans og fátækt f anda. Það opinberast fremur smælingjum Guðs en hyggindamönnum heimsins. Hvort guðfræði og heimspeki auki á Ifkur skal ósagt látið, en vfst er, að hjartalagið ræður mestu. Fyribrigði þetta hefur komið yfir marga allt fram á þennan dag. Fremstur í flokki þeirra, sem komu á eftir þeim ellefu, var Páll postuli. Hinir eru fjölmargir, stórir og smáir, allt fram á okkar tfma. Nöfn þeirra þarf ekki að nefna. Andinn gerir þá alla að einum. Úlfur Ragnarsson. til stöðvarinnar og má því segja að starfsárin séu orðin mörg. í up.phafi starfstimabilsins vorum við Oddur ekkert saman, þvf hann vann verkamannavinnu úti við, en ég að vélgæslu inni í stöð. En síðar gerðist Oddur verkstjóri og varð þá sú breyting á, að starfið sameinaði okkur meira en áður og urðum við þá vel kunnugir. En er ég var ráðinn stöðvarstjóri, fyrir rúmum 15 árum, knýttust við þeim vináttuböndum sem urðu æ fastari fram til þess siðasta. Ég trúi því að við höfum átt ýmislegt sameiginlegt og fyrir það hafi vin- átta okkar verið svo hlý, sem raun bar vitni, en ég veit að ég á hon- um svo mikið að þakka að mig brestur orð til að lýsa því. Þessi 15 s.l. ár urðum við svo sameinað- ir í starfinu, en þar naut ég hans miklu reynslu er hann með inni- leik miðlaði mér. Ef ég ætti að fara að lýsa Oddi með einu orði, þá myndi ég nota orðið „trú- mennska". Hann var svo vand- virkur i trúmennsku sinni, að mér þótti i fyrstu nóg um, en þegar þe^si göfugi eiginleiki kom per- sónulega fram við mig, sem átti sér oft stað, þá yljaði það mér um hjartarætur og ég fann hvern vin ég átti. Ég mun aldrei gleyma þessu og minnast með þakklæti. Ég mun heldur ekki gleyma mörg- um þeim góðu stundum, er við áttum saman við árvörsluna I fögru veðri við Elliðavatn eða þegar hann var að sýna mér fall- ega árbakka Elliðaánna og ýmsa fallega staéi meðfram Elliðaán- um. Þar opnuðust augu mín fyrir ýmsu sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Stundum ræddum við um menn og málefni, svona eins og gengur, en þar var ekki komið að tómum kofanum hjá Oddi, þvi hann var stálminnugur og mjög mikið lesinn. Ég naut þess því að vera einn með honum og ræða við hann um ýmis málefni og hlusta á hans fasta frásagnarstíl og oft meitlaðar setningar. Þess skal og getið að undir verkstjórn Odds voru margir ungir Reykvíkingar, sem orðiö hafa þekktir embættis- og fyrirmenn í lífi sínu. Þó ekki séu nefnd nein nöfn, þá eru þeir fjölmargir, sem minnast samveru sinnar undir handleiöslu Odds, en hún einkenndist af reglusemi og vandvirkni í hvívetna og munu margir hafa lært nokkuð af. Sama árið sem Oddur hóf starf sitt hjá R.R. giftist hann eftirlif- andi konu sinni Guðnýju Odds- dóttur, eignuðust þau þrjú elsku- leg og mannvænleg börn, þau eru: Sigríður, Magnús og Ólöf. Eftir kynnum minum af heimili þeirra, var mikil hlýja og ástúð ríkjandi milli foreldra og barna. Ég vil að lokum þakka liðnar samverustundir um leið og ég og aðrir samstarfsmenn hans vottum eftirlifandi aðstandendum hans dýpstu samúð. Jón Ásgeirsson. Kristján Har- aldsson formað- ur Múrara- sambandsins MÚRARASAMBAND íslands hélt 3. þing sitt 4. og 5. júni s.l. f Reykjavík. Aðalmál þingsins voru: 1. Kjara- og atvinnumál og var meöfylgjandi ályktun þar að lút- andi samþykkt. 2. Fræðslumál og var kjörin milliþinganefnd til þess að fjalla um þau. 3. Jafnframt var samþykkt með- fylgjandi ályktun vegna af- greiðslu síðasta Aj,S.Í. þings á að- ildarumsókn Múrarasambands íslands. Miðstjórn Múrarasambands íslands skipa nú eftirtaidir menn: Formaður, Krisján E. Haralds- son, Kópavogi. Varaformaður, Ólafur Jóhannesson, Keflavlk. Ritari, Jón Guðnason, Reykjavík. Gjaldkeri, Helgi Steinar K:rls- son, Reykjavik. Meðstjórnendur, Július Björgvinsson, Akureyri, Engilbert Guðjónsson, Akranesi, Magnús Sveinbjörnsson Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.