Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNl 1977 35 Hrafnkell Guðgeirs- son — Minningarorð í dag er til moldar borinn Hrafnkell Guðgeirsson, Víði- grund 21, Kópavogi. Hann lést 19. júni síðastliðinn eftir stranga sjúkralegu. Hörð og óvænt kemur kveðju- stundin. Þó var okkur öllum löngu ljóst, sem til þekktu, að i þeim ójafna leik, sem einstætt likamsþrek og viljastyrkur hans háði við bráðan sjúkdóm, gætu úrslitin ekki orðið á annan veg. Hrafnkell var fæddur 20. júni 1928 á Hellissandi, en þar bjuggu foreldrar hans, Svava Einars- dóttir og Guðgeir Ögmundsson. Hann var yngstur sjö systkina. Um fermingaraldur fluttist Hrafnkell með foreldrum sinum frá átthögunum á Snæfellsnesi. Þá hóf hann að vinna að ýmsum störfum í Reykjavik og Keflavík unz hann nam rakaraiðn. Upp frá því vann hann nær óslitið að iðn sinni fyrst á Keflavíkurflugvelli, en árið 1967 setti hann upp eigin rakarastofu að Starmýri 2 hér í borg. Það var honum mjög að skapi að vera sjálfs sins húsbóndi, enda vann hann sér fljótlega upp stöðug viðskipti, sem sjá mátti á góðri afkomu f jölskyldu hans. Kynni okkar af Hrafnkeli hóf- ust, er hann og æskuvinkona okk- ar, Agnes Jóhannesdóttir hjúkr- unarkona, giftust og stofnuðu heimili að Skipholti 53. Okkur var fljótlega ljóst, að betri og traust- ari heimilisföður væri vart að finna. Ánægjulegt var að sjá, hve samhent þau hjónin voru að búa heimili sitt sem bezt. Mjög hlýlegt og gott samband var frá fyrstu kynnum Hrafnkels og tengdafor- eldra hans. Þeim Agnesi og Hrafnkeli varð þriggja dætra auðið. Þær eru: Helena Kristbjörg fædd 1963, Jóhanna fædd 1966 og Svava litla fædd 1972. Frá fyrra hjónabandi átti Hrafnkell eina dóttur, sem búsett er i Danmörku. Það mun hafa verið Hrafnkeli mikill styrkur, er í ljós kom hve alvarleg veikindi hans voru, hversu vel hann hafði búið að fjölskyldu sinni, en hún hafði flutzt í nýbyggt einbýlishús að Víðigrund 21, Kópavogi. Húsinu höfðu þau hjónin komið upp á ótrúlega skömmum tima, enda lagði húsbóndinn sig allan fram um að hraða byggingunni sem mest og vann sjálfur að húsinu hverja stund, sem hann átti af- lögu. Hafði kunningjunum þótt hann óhóflega bjartsýnn i byrjun að takast mætti að koma húsinu upp á svo skömmum tima, sem hann ætlaði sér, afsannaði hann það svo rækilega, að ekki fór milli mála að áætlun hans hafði verið vel yfirveguð og stóðst algerlega. Björt virtist framtíðin. í gamni og alvöru voru gerðar áætlanir um ferðalög og annað til tilbreyt- ingar fyrir fjölskylduna. Um- hyggja Hrafnkels fyrir velferð heimilisins og uppeldi dætranna átti hug hans allan. Skjótt skipast veður i lofti, — og stutt naut fjölskyldan samver- unnar á nýja fallega heimilinu. í janúar síðastliðnum veiktist Hrafnkell. í fyrstu virtust veik- indi hans ekki alvarleg, en brátt kom annað i ljós. Svo hart lék sjúkdómurinn hann, að fljótlega var tvisýnt um líf hans. Övægin er sú staðreynd, að Hrafnkell skuli nú á miðjum aldri hverfa yfir móðuna miklu, og mikill er missir ástvina hans. Við minnumst margra ánægju- stunda á heimili þeirra hjóna og okkar heimilum. Var þá oft brugðið á lettara hjal. Hrafnkell var ekki allra maður eins og það er stundum nefnt, en í vinahópi var hann glettinn og spaugsamur. Gerði þá oft góðlátlegt grin að yfirborðsmennsku og snobbi — slikt var honum sízt að skapi. Hann vildi vera sjálfum sér nógur, var hjálpsamur og greið- vikinn væri til hans leitað, en kaus að leysa sjálfur öll sin vandamál. Gerði einhver honum þó ekki væri nema minnsta og sjálfsagðasta greiða, endurgalt hann margfalt. Þó nú hafi dregið slíkt sortaský fyrir sólu fjölskyldunnar að Víði- grund sem fráfall heimilisföður- ins er, vitum við sem fylgzt höfum með kjarki og dugnaði Agnesar þennan þungbæra tima, sem hún hefur setið við sjúkrabeð manns síns, að þar er engin uppgjöf. Hún hefur tekið af stillingu og æðru- leysi óviðráðanlegam örlögum, vitandi það, að slíkt hefði verið hinum látna bezt að skapi. Er við nú um sólstöður kveðjum Hrafnkel hinztu kveðju, þökkum við vináttu og ánægjustundir all- ar. Yfir minningu hans, verður ávallt í hugam okkar hlý birta sólmánaðar. Agnesi og dætrunum, Krist- björgu og tengdaforeldrum hans á isafirði flytjum við einlægar samúðarkverjur, svo og systkin- um hans og vandamönnum öllum. Blessuð sé minning hans. Rósa, Vigdis og Finnbogi. Hrafnkell vinur okkar er allur, sem kom þó engum á óvart vegna veikinda hans síðustu mánuðina. Hann var fæddur á Hellissandi 20.06. 1928 og andaðist 19. þessa mánaðar, daginn fyrir 49. af- mælisdaginn. Hann var sonur hjónanna Svövu Einarsdóttur og Guðgeirs Ögmundssonar, yngstur 7 systkina. Hermína Gísladóttir frá Bíldudal-Minning Fædd ll.nóv. 1904. Dáin 31. marz 1977. Hinn 12. april var jarðsett frá Háteigskirkju hin mæta kona, Hermína Gísladóttir, til heimilis að Barmahlið 37. Lést hún á Landakotsspítala eftir löng og erfið veikindi, hinn 31. marz. Hermína var fædd og uppalin á Bíldudal, dóttir hjónanna Jóhönnu Ólafsdóttur og Gísla Jónssonar sjómanns, og var hún elst af 6 börnum þeirra hjóna. í þá tið urðu unglingar að vinna hörðum höndum, og ekki hvað síst ef um elsta systkinið var að ræða, og börnin mörg. Hermína vandist því frá blautu barnsbeini að vinna. Eljusemi var henni í blóð borin eins og ævi- verkin hennar báru með sér. Vann hún öll algeng störf þar til hún giftist 17. janúar 1926, Ólafi Jóni Jóhannessyni. Stund- aði Ólafur Jón sjósókn og var for- maður á bátum frá Bíldudal þar til þau flytjast til Reykjavikur 1948. Lést Ólafur af slysförum árið 1950. Á fyrri hluta þessarar aldar, var það ekki alltítt að ungar hús- mæður utan af landi færu til Reykjavíkur til náms. Því var það mikill dugnaður hjá Hermínu að fara suður i ljós- mæðraskólann, frá eiginmanni og heimili. Lauk Hermina prófi frá skólan- um árió 1934, og fer þá vestur til Bildudals, ráðin sem ljósmóðir og starfar þar þau ár á meðan hún bjó á Bíldudal. Starfaði Hermina meira og minna sem ljósmóðir, eftir að hún fluttist til Reykjavikur, eða á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hermína var farsæl og virt i starfi og voru þau orðin mörg Ijósubörnin hennar. Árið 1954 varð breyting á hög- um Hermínu, þá giftist hún aftur, Einari Eyjólfi Sigmundssyni, starfsmanni i alþingi, miklum gæða og drengskaparmanni. Hann reyndist henni sérstakur í löngum og erfiðum veikindum. Hún gekk í móðurstað Þorsteini, ungum syni Einars, sem nú er togaraskipstjóri. Auk Lifsbaráttan byrjaði snemma. Hann missti móður sína ungur og vann hann við það sem til féll, bæði til sjós og lands. Seinna nam hann rakaraiðn og starfaði mörg ár á Keflavíkurflug- velli, en flutti svo til borgarinnar og opnaði sína eigin stofu. Okkar fundum baf fyrst saman er hann kvæntist vinkonu minni, Agnesi Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðingi, árið 1964 og á þau kynni hefur aldrei borið skugga. Hans græskulausa kímni, sam- fara hjálpsemi, góðvild og ríkri réttlætiskennd, gerði honum auð- velt að umgangast aðra. Lif hans allt snerist um það eitt að búa í haginn fyrir konuna og börnin. Dæturnar urðu þrjár, og fyrir tæpum tveimur árum fluttu þau i fallegt einbýlishús í Kópavogi, og þar sem annars staðar áttum við margar gleðistundir saman. Við hjónin flytjum Agnesi, dætrum, tengdaforeldrum og systkinum hans innilegar sam- úðarkveðjur, en minningin um mætan mann er gott veganesti fram á veginn. Honum sjálfum þökkum við góða vináttu liðinna ára og biðjum honum guðsbless- unar I nýjum heimi. Gróa Ingimundardóttir Mér er í fersku minni, þegar sá, sem hér er kvaddur hinstu kveðju, var borinn í þennan heim. Gróandinn var I hámarki, Snæ- fellsnesið var tætt litríku lífi og skartaói sinu fegursta með marg- brotnu landslagi, háum hrikaleg- um fjallgarði, en fegurst þeirra f jalla er Snæfellsjökull. Enn hefur sumarið gengið I garð samkvæmt timaröð árstíða með boð um kveðjustund um föð- ur og bróður. Samhliða þvi kemur hlý sumarsólin á ný og dreifir varmarikum geislum sinum yfir gróandann og mannlífið. Raddir vorsins, söngur vorfugla lýsa með þess ól hún upp frá unga aldri Alfreð Eymundsson sem er raf- virkjameistari. Hermína var höfðingi heim að sækja, og bar heimili hennar vitni um það, að þar fór saman hugur og hönd. Oft var glatt á hjalla þegar tekinn var slagur, og margs að minnast nú er leiðir skilja. Við hjónin þökkum alla þína vinsemd i gegnum árin, um leið og við sendum eiginmanni, fóstur- sonum og öðrum ættingjum hug- heilar samúðarkveðjur. Gunnar Br. Þórarinsson. fögnuði gleði og lofgjörð til skap- arans yfir komu vorsins sem fyll- ingu lifsins. Gleði manna vegna komu sumarins hefur löngum verið á hverjum tíma boðiberi þess sem gefur fyrirheit um bjartar vonir á lifsgöngunni, þá ekki sist vonir þeirra sem veikindi þjá og dauð- ans dyr á næsta leiti. Það er mörg- um kærkomnir sólargeislar sem skina inn um glugga sjúkrahús- anna. Innan þeirra veggja eru einnig margar mjúkar hjálpar- hendur, sem vilja likn þeim særðu og þjáðu þó oft fáist ekki við ráðið af mannahöndum þegar leysing tilverunnar hefur knúið dyra. Forgrunnur lifsins er náðin, náðin fyrir þvi að hafa verið til og fengið tækifæeri til að ganga göt- una fram eftir veg, vinna að lifs- hamingju fjölskyldu sinnar og samferðamanna. Þannig var innri maður hans sem hér er kvaddur. Hrafnkell Guðgeirsson, hár- skerameistari, var Snæfellingur að ætt og uppruna. Hann var fæddur á Hellissandi þann 20. júni 1928. Foreldrar Svava Einarsdóttir og Guðgeir Ög- mundsson, húsasmiðameistari vestur þar. Þau hjón eru latin fyrir allmörgum árum. Börn þeirra voru átta talsins, eitt þeirra dóttir, lézt fjórtán ára fyrir fjölda árum. Hrafnkell var yngst- ur systkina sinna, en hann lézt á Landspitalanum þann 19. júni sl. eftir um 5 mánaða erfiða sjúk- dómslegu. Hrafnkell var af þekktum ætt- um, einkum í móðurætt. Að henni stóðu þjóðkunnir menn i ýmsum þjóðfélagsgreinum. Hún var dótt- ir Einars Þorkelssonar, rithöf- undar og skrifstofustjóra Alþing- is á sinum tima, en hér verður ekki rakin frekari ættartala. Á bernskuárum Hrafnkels á Hellissandi var lifið með gjörólík- um hætti miðandi við það sem við þekkjum í dag. Þá voru börnin glöð fyrir brauðsneið, ef til var, og brauðmolum ekki kastað. Lifs- baráttan var hörð, það var mikl- um erfiðleikum bundið að afla fanga til framfæris á þeim miklu krepputímum sem þá voru. En þrátt fyrir þrenging þess tíma var bernskunni sungið lof fyrir tilvist sína, þvi i gegnum erfiðleikana var það hinni gullni þráður, kær- leikur og fyrirbænir foreldra, sem hafður var að leiðarljósi, þeg- ar út i lífið var farið. Móðir Hrafnkels lézt þegar hann var 14 ára, en hún átti við heilsuleysi að striða um 3ja ára skeið. Hún lézt á góðum aldri. Vegna langvarandi veikinda móðurinnar fluttist faðir okkar búferlum til Reykjavíkur á sinum tíma með yngstu börnin. Mjög snemma var það hlutskipti Hrafn- kels að bjarga sér sjálfur, það kom sér vel að sjálfsbjargarvið- leitnin var honum meðfæddur eiginleiki, sem var honum drjúgt veganesti. Um tvítugsárin gerist Hrafnkell iðnnemi i hárskeraiðn hjá undir- rituðum og öðlast hann að námi loknu lögleg réttindi í iðninni sem hann gerði á lifsstarfi. Um nokkurra ára skeið vann Hrafn- kell í iðninni á Keflavíkurflug- velli, fyrst hjá hernum, siðar á eigin vegum í samvinnu við aðra. Fyrir 10 árum setti hann á stofn stofu, rakarastofu, Starmýri 2, hér i bæ, sem hann rak til siðustu vinnustundar. Hann átti heima í Reykjavík um 33 ára skeið. Hrafnkell var giftur Agnesi Jóhannesdóttur, hjúkrunarkonu. Þeim varð þriggja dætra auðið, elzta dóttirin fermdist nú I vor. Fyrir tæpum tveimur árum flutt- ist þau hjón I nýtt hús I Kópavogi. Hrafnkell hafði byggt þar ein- býlishús, sem hann lagði mikla áherzlu á að ljúka, án þess að það væri tengt veikindum hans svo vitað sé. Hann lauk byggingunni haustið 1975. Allt var þar fágað og prýtt, sem var honum mikið ánægjuefni. Hann vann sjálfur við húsið eftir þvi sem við var komið frá föstu starfi. Þau hjón stóðu einhuga að þessari fram- kvæmd, sem og öllu þvi sem laut að farsæld og heill fjölskyldunn- ar. Líf Hrafnkels átti sinn tilgang, hann skilur ekki eftir spor i sandi sem fýkur yfir, heldur þann minnisvarða sem heimili hans ber vitni um. Við lyftum huga vorum til hæða, biðjum um birtu og blessun fjölskyldu hans til handa óg tengdafólki sem var honum svo kært. Að lokum er kvaddur kær bróðir, honum þökkuð samfylgd- in. Við vorum tengdir traustum böndum bæði í starfsgrein og lifi, frá fyrstu tið til kveðjustundar. Minning hans lifir frá anddyri jarðlifsstranda til lifs hinna björtu heimsins sala. Þótt holdid sofni vaknar ungur andi, til æðri starfs á nýrri þroskabraut. í rfki (íuðs á fögru Ijóssins landi. er lækning fengin sigruð jarðarþraut. (J.S.) Guðmundur Guðgeirsson. - Um lýðháskóla á Islandi Framhald af bls. 19 Þráfalldlega virðast mér þessi hin fornu orð gefa til kynna hug- sjónir lýðháskólahreyfingarinnar öðrum ummælum betur. Sá einn þekkir mennina og heim þeirra, sem viða fer eða öllu heldur víða skyggnist, leitar sér fróðleiks, hvar sem hann er að finna, veitir þeim fróðleik viðtöku og aðlagar hann eigin persónugerð eftir föngum. Hið síðast nefnda er mikilvægast. Fróðleiksöflun er litils verð ein saman. Hitt varðar mestu að vera þess umkomin að taka breyting ím, umskiptum, í samræmi við þá vitneskju, sem hlutaðeigandi aflar sér i hvern tíma. Slík umskipti fela það í sér, sem við í einu orði nefnum þroska. Sá þroski er markmið lýð- háskólans. Halldór Laxness talar spaug- samlega i viðtali, sem nýlega var endurflutt í sjónvarpi, um þann háska, sem löngum steðjar að mcnr.um og i því felst að ganga með steinbarn í maga. Hafi ég skilið skáldið rétt, felur hann í líkingu þessari þau meinlegu örlög að tileinka sér fastmótað viðhorf til stórra hluta og smárra af þvílíkri ákefð, að engu verður um þokað þaðan í frá. Ef til vill mætti ganga feti framar í gaman- seminni og segja, að þess konar steinbarn breyti þeim, er með það gengur, smám saman í stein, — hamradrang, alstirðnaðan frá hvirfli til ilja. Slíkri stöðnun fylgir vissulega einn kostur: Drangurinn haggast ekki á hverju sem gengur. Hann getur orðið næsta beinskeytt ögr- un við umhverfi sitt. Og sjálfur er hann að jafnaði tiltölulega óhult- ur, innbyrgður i meinloku sinni. En steintröllinu er æviniega áfátt í öðru, sem þyngra er á metum. Tröllið er líflaust, dautt, tekur engum umskiptum, þrosk- ast ekki framar. Þessi örlög vofa yfir okkur öll- um, á ýmsum aldri. Stundum virð- ast mér þau raunar ekki einungis vofa yfir, heldur er beinlínis sem enginn fái umflúið þau að fullu. Sjálfum eru mér þau á engan hátt ókunn. En oft brosi ég að því i kyrrþey, hvernig þau skoðanaskipti, er fram fara á lýðháskóla, megna að koma lifi i tröllin, knýja þau til endurskoðuna'', eyða steinbörn- unum og geta önnur afkvæmi ferskra viðhorfa. Skólahald, sem slík áhrif hefur, ætti að öðru jöfnu að vera mennskum mönn- um nytsamlegt. Þeir sem þess njóta, nemendur og kennarar jafnt, virðast líklegir til að geta forðazt stöðnun, ef þeir kæra sig um og eru fáanlegir til að taka umskiptum frá degi til dags I sam- ræmi við þær kröfur, sem lifið gerir til þeirra. Megi Skálholtsskóli um alla framtíð einkennast af þeim opnu skoðanaskiptum, er glæði með hverjum manni .yfirsýn og um- burðarlyndi, frjálshyggju og fjöl- skyggni. Ef svo fer, hefur lýðhá- skóli i raun eignazt fasta búsetu á íslandi um síðir. Skálholti, 23. mai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.