Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 MERKUR áfangi náðist laugardaginn 2. júlí síð- astliðinn í sögu fslenzkra flugmála, en þann dag var farið fyrsta áætlunar- flug Flugleiða h.f. milli tslands og Parísar. Hefur þar með verið bætt úr því sambandsleysi, sem ver- ið hefur milli tslands og Frakklands, og væntan- lega munu samskipti þjóðanna taka mikinn f jörkipp f náinni fram- tfð. Það tekur nú aðeins 3 stundir að ferðast milli tslands og Parísar og ferðamátinn gæti ekki verið þægilegri. Nú þegar er mikill áhugi á Islandsferðum í Frakklandi og i fyrsta fluginu frá Paris til Islands var þota F.l. þéttskipuð og 7 manns á biðlista. En nú i sumar, og væntanlega einnig næsta sumar, verða þessar áætl- unarferðir Flugleiða í tvo mán- uði. Það fer eftir reynslunni hvernig áframhaldandi áætlun- arflugi verður háttað. Forstöðumaður skrifstofu Flugleiða í Paris, Gérard Alant, hefur tjáð Morgunblaðinu, að mikill áhugi sé meðal Frakka á Islandsferðum og í sumar eru mjög margir bókaðir i ferðirn- ar. Aiant kvað marga Frakka hafa haft áhuga á Islandi frá fornu fari, en til viðbótar því kæmi sú staðreynd, að fjöl- margir þeirra vildu heimsækja nýjar slóðir, væru orðnir leiðir á ferðum til sólarlanda Miðjarð- arhafsins og til annarra ná- grannalanda. Hann kvaðst sannfærður um, að mikill mark- aður væri í Frakklandi fyrir Islandsferðir og hann kvaðst einnig vonast til að Islendingar hefðu áhuga á ferðast til Frakk- lands. Gérard Alant tók fram, að áætlunarflugið milli Parísar og íslands væri ekki i sambandi við Bandaríkjaflug Flugleiða. Franskir Amerikufarar Flug- leiða yrðu áfram að fara til Luxemburgar til að ná áætlun- arvélum þar, enda hefðu frönsk flugmálayfirvöld sett um það skilyrði, að hin nýja áætlunar- leið milli Parísar og tslands yrði ekki i tengslum við Banda- ríkjaflug Flugleiða. ið upp á kampavin og snittur til hátiðabrigða og var annar við- urgjörningur eftir því. Eftir að- eins þriggja tima þægilegt flug var lent á Orly-flugvelli. Þar tóku á móti gestunum sendiherra Islands i Frakk- landi, Einar Benediktsson, for- stöðumaður Flugleiðaskrifstof- unnar, Gérard Alant, yfirmað- ur austursölusvæðis Flugleiða, Davíð Vilhjálmsson, og deildar- stjóri Islandssöludeildar Gunn- ar Wendler Jóhannsson, báðir með aðsetur i Frankfurt, svo og fleiri Flugleiðamenn. Yfirmaður Orly-flugvallar, Georges Roy, tók á móti hópn- um. Lýsti hann ánægju sinni yfir því að áætlunarflug væri hafið milli landanna. Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra flutti einnig ávarp og óskaði Flugleiðamönnum til hamingju með þennan áfanga, sem hann kvaðst óska að yrði til að auka samskipti þjóðanna. Næstu tvo daga buðu Flug- leiðir gestum sinum i skoðunar- ferðir um nágrenni Parísar, svo og um borgina sjálfa. Einar Benediktsson, sendiherra, hafði boð inni i ibúð sinni við Avenue Foch og voru þar m.a. saman komnir ýmsir Islending- ar, búsettir i París, og franskir flugmálamenn og blaðamenn. Parisarferðir Flugleiða verða i tæpa tvo mánuði i sumar. Síð- asta ferðin er 27. ágúst og verð- ur flogið á laugardögum. Skrif- stofa Flugleiða i Paris er að 32, Rue de Quatre-Septembre. A skrifstofunni starfa nú 19 manns undir stjórn Gérard Alant, þar á meðal tvær stúlk- ur, Eyja Asgrímsdóttir Mancini og Guðlaug Gunnlaugsdóttir Meslier. Áhöfn Gullfaxa í fyrstu Par- ísarferðinni var skipuð Jóhann- esi R. Snorrásyni, yfirflug- stjóra, Gunnari H. Guðjónssyni, aðstoðarflugstjóra, Oddi Páls- syni, flugvélstjóra, Jóni R. Steindórssyni, eftirlitsflug- stjóra, Kristínu Snæhólm, yfir- flugfreyju, Rúnu Bínu Sig- tryggsdóttur, 1. flugfreyju, Ólöfu Jónsdóttur, flugfreyju, Elisabetu Hákonardóttur, flug- freyju, og Ingunni Thorarens- en, flugfreyju. —bjð. Yfirmaður Orly-flugvallar, George Roy (t.h.), ræðir við Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, og frú, Blynjólf Ingólfsson, ráðu- neytisstjóra, og Einar Benediktsson, sendiherra. Ahöfn Gullfaxa, við komuna til Orly-flugvallar, ásamt Gérard Alant, forstöumanni Flugleiðaskrifstofunnar í Parfs. Gérard Alant f skrifstofu sinni ásamt samgönguráðherra og for- stjórum Flugleiða, Sigurði Helgasyni og Alfreð Elfassyni. FYRSTA FLUGIÐ Fyrsta áætlunarflugið var farið frá Keflavik kl. 3 siðdegis með Gullfaxa Flugfélags Is- lands. Jóhannes R. Snorrason, yfirflugstjóri, var við stjórn. Farþegar voru milli 70—80, þar á meðal nokkrir boðsgestir, Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, franski sendi- herrann í Reykjavík, J.P. de Latour Jean, Brynjólfur Ing- ólfsson, ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytis, Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri ut- anríkisráðuneytis, Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, svo og eiginkonur þeirra. Nokkrir blaðamenn voru með í ferðinni, svo og tveir forstjórar Flugleiða, Alfreð Eliasson og Sigurður Helgason og frú. A leiðinni var farþegum boð- Kapmavfni skenkt I glösin f fyrstu Parfsarferðinni. Elfsabet Hákonardóttir og ólöf Jónsdóttir <t.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.