Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 41 0 Bankaveldið Þá fer hér á eftir saga manns er greinir frá viðskiptum sínum við banka í Reykjavík og kemur fram i bréfi hans að ekki er að hans mati þægilegt að nota ávísanir: „Ég hef unnið hjá því opinberá í allmörg ár. Fyrstu árin sem ég vann þar var mér greitt kaupið með peningum, en svo gerist það einn góðan veðurdag að i staðinn fyrir peninga er mér sent ávísana- hefti ásamt launaseðlinum. Sem sagt, búið var að opna ávisana- reikning á mínu nafni að mér forspurðum. Maður var ekkert að nöldra yfir slíku, ég hélt lika að þetta væri ákaflega þægilegt. Fyrst i stað tók ég kaupið allt út með einni ávísun, en svo fór ég að færa mig upp á skaftið I ávisana- notkuninni eins og margir aðrir, og hætti að taka kaupið út allt í einu en gaf út smáávisanir fyrir hinu og þessu. Komu aldrei nein mistök fyrir hjá meir i þessum efnum, yfirdráttur eða þess hátt- ar. Svo gerðist það einn dag að ég ruglast á mánaðardögum og tók Þessir hringdu . . . 0 Óábyrg kröfupólitík Herdis Hermóðsdóttir lét eftirfarandi frá sér heyra um óábyrga kröfupólitik, eins og hún orðaði það I tilefni af deilu B.S.R.B: „Hvar er sómi íslands, sverð þess og skjöldur i dag? Hans mun sízt að leita hjá ríkisins starfandi mönnum, þar syngja þeir hæst um of slæman eigin hag, þótt alls konar fríðinda njóti hjá vinnandi mönnum. Þeir bera sig illa og blása sifellt i kaun og berjast að jötunni, hvar þeim sé ætlaður staður og heimta enn stærri hlut en aðrir I laun. En hver á að borga? Hinn vinnandi erfiðis- maður." EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU kaupið mitt út rétt fyrir lokun, 1 eða kl. 18:30 siðasta dag mánað- arins. En það opinbera borgar inn á reikninginn 1. dag hvers mánað- ar. Það var ekki að sökum að spyrja, eftir um það bil vikutima fæ ég bréf frá Austurbæjarútibúi Landsbankans þar sem mér er gefið að sök að hafa gefið út inni- stæðulausa ávísun. Mér var gert að greiða 725 kr. I innheimtu- kostnað og dráttarvexti, sem voru 2.929.— af 97.644 kr. kaupi. Ég fór í bankayfirvöldin til að fá eitthvað af þessu fellt niður á 1 n forsendum að þetta væri i skiptið sem þetta hefði kom- •ir, en því var ekki haggað. Ég ákvað þvi að segja upp ávísanareikningnum ásamt fleiri á okkar heimili. Nú fáum við kaupið greitt i peningum og borg- um allt með peningum sem við þurfum að kaupa. Okkar reynsla er sú að þetta er allt annað lif, nú erum við frjáls og ekki bundin neinum banka. Ég skora því á alla sem eru að þvælast með ávísanir að fleygja þeim út í hafsauga og vera þar með frjálsir og óháðir bönkum. J.Þ.“ Svo mörg voru þau orð og engu er við þau að bæta, nema kannski þvi, að ávísanaviðskipti eru orðin svo almenn að menn hætta ekki við þau á einni nóttu, enda þykir mörgum hagræði að notkun ávís- ana meðan farið er eftir settum reglum. % Dagatal bankanna „Mig langar aðeins til að spyrjast fyrir um það hjá ein- hverjum bankafróðum manni hvort dagatal bankanna sé eitt- hvert annað en okkar almúga- fólksins. Þegar komið er i banka- útibú i síðari afgreiðslutíma þess, oft kl. 17—18:30, þá er allt i einu kominn næsti dagur á'eftir á stimpli gjaldkerans. Er þá ekki gert upp í viðkomandi banka fyrr en daginn eftir og þar með búið að færa greiðslur, sem inntar eru af hendi ákveðinn dag, aftur um einndag? Hér þætti mjög gaman að heyra skýringar bankanna á þessu atriði. V'iðskiptavinur.“ Ekki getur Velvakandi tjáð sig i þessu máli, en svör er velkomið aó birta ef þau fást. 0 Melissa í útvarpinu Páfl: — Ég vildi aðeins nefna i sambandi við Melissu-þáttinn, sem nú er verið að sýna í sjón- varpinu, að hann hefur að ég held ekki verið þar á dagskrá fyrr, heldur sem framhaldsleikrit í út- varpinu. Ég man eftir þessum þáttum fyrir nokkrum árum, sem framhaldsleikriti á fimmtudags- kvöldum og á mínu heimili var mikið hlustað og allir fylgdust með af áhuga og i spenningi. Það rifjast upp fyrir mér þessar per- sónur allar og ég held að það sé ekki rétt að þetta hafi áður verið á dagskrá í sjónvarpi undir öðru nafni eða með öðrum leikurum. M. Benz280 S Til sölu er nýinnfluttur M Benz 280 S árgerð 1974. með sjálfskiptingu, vökvastýri, stereo kassettutæki, nýjum hjólbörðum ofl Ekinn aðeins 54 þús. km. Til sýnis kl. 2—6. að Síðumúla 33. matar Dilkakjöt á gamla verðinu 1/1 Dilkar niðursagað 1 . flokks ................... 636 - kr kg Uangikjötslæri .......................... 990 - kr. kg Hangikjötsframpartar .................... 788 - kr. kg Úrb hangilæri ......................... 1 790. - kr. kg Úrb. hangiframpartar ................... 1390 - kr. kg Reykt folaldakjöt ....................... 685,- kr. kg Saltað hrossakjöt ....................... 485 — kr kg Nýr svartfugl ........................... 200 - kr. st Af nýslátruðu: Lambahjörtu ............... 708 - kr. kg Af nýslátruðu: Lambanýru ................. 708 — kr. kg Af nýslátruðu: Lambalifur ............... 1028 — kr. kg Ærhakk aðeins ........................... 550 - kr kg Saltkjötshakk 685 - kr. kg Kindahakk ............................... 685 - kr kg Svínahakk 990 - kr kg Ódýru sviðin ............................. 380,- kr kg ATH: 26 tegundir af áleggspylsum Sviðasulta — Svina- sulta — Lundabaggi — Hrútspungar — Slátur — 5 slátur í kassa frá einu besta sláturhúsi landsins (Borgarfirði) 6.600 - kassinn. 4 slátur í kassa frá Sláturhúsi Skagfirðinga Sauðár- króki 5.280. — Nautalifur ............................. 300.— kr. kg. 10 stk. kjúklingar ..................... 990,— kr. kg. v. Skráð verð Okkar verð pr.kg. pr.kg Nautahakk 1553,- 1090 — Nautahakk 1 0 kg 1553,- 990. — Nautagrillsteik 948 - 840 — Nautabógsteik 948 - 840. — Nautasnitchel ... 3155 - 2350. — Nautagullach 2428 - 1990 — Nautaróast-beef ... 2580 - 2100. — Nautafillet-mörbráð 3398 - 2700 Nauta T-bone 1564,- 1290 — Nautatungur saltaðar 1450 - 990. '/2 nautaskrokkar Tilbúið í frystikistuna, úrbeinað. pakkað og merkt. kr 847 — pr. kg. 1 . gæðaflokkur. OPIÐ FÖSTUDAG TIL KL. 7,00 OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 12,00 GS=ЮTTOíaatÐ@TJ®{®DR!] Laugaleek 2. REYKJAVIK, simi 3 5o2o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.