Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 13
] MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKT0BER 1977 13 |H ■ II ■■■■ tJnisjón Erna Ragnarsdóttir A ARUNUM fram til 1985 er áætlað að byggðar verði um 20-25.000 íbúðir á landinu öllu. Þar að auki koma allar aðrar framkvæmdir sem hafa bein áhrif á umhverfi okkar, svo sem allt atvinnu -og þjónustu- húsnæði, iðjuver, raforkuver, hafnir, vegakerfi og þess háttar. Ætla má að sá kostn- aður sem varið verður til íbúðabygginga eingöngu á þessu timabili nemi um 200 milljörðum króna. 1 þessum húsum eiga eftir að lifa, þegar þar að kemur, um 60—70.000 manns. Arkitektar tilheyra þeirri stétt manna, sem hafa það hlutverk með hönrium að gera tillögur að og skipuleggja um- hverfi fólks, frá smáhlutum og húsgögnum til húsa, heilla bæja og mannvirkja í landslag- inu, með það markmið að full- nægja öllum þörfum meðborg- arans þar að lútandi. Allt um- hverfi okkar hefur mikil áhrif á félagslegt, andlegt og likam- legt ástand okkar. Lög og reglugerðir í bygging- ariðnaðinum tryggja að nokkr- um fjármálalegum og tækni- legum kröfum til þeirra fram- kvæmda sem á að hefja sé full- nægt, svo sem stærðarmörkum ibúðahúsnæðis vegna lána frá húsnæðismálastofnun ríkisins, reglugerðum um varnarráð- stafanir végna brunahættu og þess háttar. 1 skipulagsskilmál- um er algengt að gerð séu greinargóð skil á þörfum bils- ins (Tvöfaldur bílskúr, 6x6 metrar að innanmáli með góðri bón- og þvottaaðstöðu framan við o.s.frv.), en alls ekki minnst á velferð þess fólks sem á að byggja og búa í hús- inu. Við umhverfi skilst allt það umhverfi sem maðurinn lifir við og hrærist í, bæði félags- lega séð og það sem áþreifan- legt er. Manneskjulegt um- hverfi er það umhverfi þar sem manneskjunni liður vel, þar sem hún þrifst og dafnar, bæði einstaklingur og hópur. Þessum manneskjulegu gæð- um er i allt of fáum tilfellum fullnægt. Það er álit mitt að ekki sé hægt að tryggja öllum þessi gæði, bæði í gömlum hverfum og nýjum, með lögum og reglu- gerðum. Sérstaklega vegna stirðleika laganna, vegna þess hve lítil áhrif þau hefðu i þeim hverfum sem þegar eru byggð og ekki sist vegna tilhneiging- ar fólks til þess að sniðganga þau lög og þær reglugerðir sem það skilur ekki forsend- urnar fyrir. Besta og nærtækasta leiðin til að bæta umhverfið er að gera neytandann, sem erum við öll, meðvitaðan um ástand og möguleika umhverfis sins, arkitektúrsins. Þannig að hann geti gert meiri kröfur, og þá með einhverjum rökstuðn- ingi til arkitekta, skipulags- Allar þessar listgreinar hafa þann kost að þær eru umflýj- anlegar. Ef mann langar ekki að lesa bók, þá les maður ekki bók. Ef mann langar ekki á hljómleika, nú, þá fer maður ekki á neina hljómleika og svo framvegis. En arkitektúrinn er algerlega óumflýjanlegur. Ekki er hægt að lesa bók öðru- vísi en að upplifa arkitektúr- inn. Bæði vegna þess umhverf- is sem maður situr og les bók- ina í og að öllum líkindum kemur arkitektúrinn að veru- legu leyti fyrir í efni bókarinn- ar Ekki er hægt að fara á hljómleika án þess að upplifa arkitektúrinn þar sem hljóm- Hilmar Mr Björnsson er fæddur f Reykjavfk 1945. Hann tók sveinspróf I húsasmfði 1967 og lauk prófi f byggingarlist frá Konung- legu Akademfunni f Kaupamnnahöfn 1974. Hann hefur sfðan unnið við húsa- teiknin^ar og skipulag. Umhverfið og neytandinn eftir Hilmar Þór Björnsson arkitekt Þrátt fyrir óumflýjanleika arkitektúrsins og i þeirra gifurlegu fjárhæda sem ti/ hans er varid, er okkur ekki kennt ad gera kröfur til hans, ekki kennt aó ski/ja hann og ekki kennt ad hagnýta okkur möguleika hans. fræðinga og ekki síst til stjórn- málamanna og framkvæmda- aðila. Þrátt fyrir að arkitektúr sé óumflýjanlegust allra list- greina og mestum fjármunum i hann varið, þá er ekki í skóla- kerfinu gefinn gaumur þar að. Þúsundum stunda er varið á hverju ári í kennslu f greinum tengdum hinum fögru listum, svo sem bókmenntum, tónlist, Ieiklist og mynd- og hand- mennt. Allt er þetta gert til þess að auðga andann og auð- velda mönnum að kunna að skilja og meta þessar list- greinar. leikarnir fara fram. Maður er neyddur til að taka afstöðu til arkitektúrsins alls staðar og á hverjum einasta degi. Þrátt fyrir þennan óumflýj- anleika arkitektúrsins og þeirrar gffurlegu fjárhæðar sem til hans er varið, er okkur ekki kennt að gera kröfur til hans, ekki kennt að skilja hann og ekki kennt að hagnýta okkur möguleika hans. Kennsla i byggingarsögu okkar fslendinga mundi auka skilning á endurhæfingu gam- alla húsa og bæjarhluta. Við mundum skilja stað þeirra i umhverfinu og viðkvæmni þeirra fyrir kröfum tímans. Menn hugsuðu sig betur um áður en eídri mannvirki yrðu látin víkja fyrir nýbyggingum og nýbyggingar yrðu reistar af meiri tiliitssemi við það um- hverfi sem fyrir er. Kennsla i félagslegu hliðum umhverfisins mundi til dæmis auka skilning okkar á þörf þess fólks, sem alið hefur allan sinn aldur i ákveðnum borgar- hluta, til að fá möguleíka á þvi að njóta ellinnar i sínu gamla hverfi. En verða ekki neyddur veg allrar veraldar í algerlega ókunnugt hverfi, eins og úr Bústaðahverfi suður i Hafnar- fjörð. Við létum það ekki við- gangast að fólk væri flutt úr sinum heimahaga frá öllum vinum og kunningjum úr einu bæjarfélaginu i annað. Nýir straumar í ibúðaform- um yrðu kynntir i kennslunni og mundu þannig ná til neyt- andans fyrr. Slík kennsla gæti hafa haft í för með sér að íbúð- arblokkum í úthverfum hefði stórfækkað á undanförnum árum. Þær ættu ekki að eiga sér stað í þorpum úti á landi. 1 staðinn hefði átt að koma-svo- kölluð „lág þétt“ byggð þar sem blokkaribúðin er tekin og lögð niður á jörðina. Þetta ibúðaform hefur verið mjög rikjandi í nágrannalöndunum á undanförnum árum en þekk- ist ekki hér á landi vegna þess að fólk veit ekki að þessi mögu- leiki er til. Vegna þess hvað neytandinn er illa upplýstur um umhverfi sitt á hann i miklum erfiðleikum með að mynda sér skoðun og koma henni þannig frá sér að hún sé skiljanleg. Ef kennsla í umhverfismál- um hefði farið fram á undan- förnum árum væri ákvörðun- artakan um umhverfi okkar lýðræðislegri en nú er. Neyt- andinn ætti auðveldara með að taka afstöðu til umhverfisins og tækist betur að koma óskum sinum á framfæri til arkitekta, skipulagsfræðinga og stjórn- málamanna. Þannig að öllum þessum aðilum tækist betur að fullnægja kröfum hans. Góður árangur í umhverfis- málum næst fyrst þegar neyt- andinn er orðinn verulega meðvitaður um umhverfi sitt, og orðinn umhverfislega sinn- aður. Alveg á sama hátt og góður árangur hefur náðst hér á landi i bókmenntum vegna þess hversu bókmenntalega sinnaður neytandinn er. Hínn góði árangur i bókmenntum náðist vegna þess meðal ann- ars að islendingar nenna ekki að lesa lélegar bækur, þeir hafa úr svo miklu góðu að velja, sem aftur hvetur rithöf- undana til dáða, til að skrifa enn betri bækur. Þannig hvetja lesandinn og rithöfund- urinn hvor annan, þangað til góðum árangri er náð eftir alda raðir. Við verðum að gera neytand- ann meira umhverfislega sinn- aðan og hefja sem allra fyrst undirbúning að kennslu i byggingarsögu, húsagerð og skipulagi, sem skyldunáms- greinum á grunnskólastiginu. Ekki til að mennta sérfræð- inga, heldur til að eignast kröfuharðari neytendur. STJORNMALASKOLI Q Stjórnmálaskólinn hefur verið haldinn fimm undanfarin ár. Er það samdóma álit allra er til þekkja, að skólahaldið hafi orðið þátttakendum til mikils gagns og ánægju. 0 Megintilgangur skólans er, að veita þátttakendum grundvallarþekk- ingu á sem flestum sviðum þjóðlífsins svo og að gera þeim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulega og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Guðni Jónsson Friðrik Sophusson Markús Örn Antonsson Jón G Zöega og Pétur Sveinbjarnarson Indriði G Þorsteinsson Þorsteinn Pálsson GunnarG Schram Sigurður Líndal Gunnar Thoroddsen Baldvin Tryggvason Ellert B Schram Jón St Gunnlaugsson Hannes H Gissurarson Björn Bjarnason Ólafur G Einarsson Birgir I Gunnarsson og Lárus Jónsson Björn Þórhallsson og Baldur Guðlaugsson Jónas Haralz Þjálfun i ræðumennsku Fundarsköp o.fl Þáttur fjölmiðla i stjórnmálabaráttunm Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja Hvernig á að skrifa greinar? Um útgáfu blaða Helztu atriði islenzkrar stjórnskipunar Islenzk stjórnmálasaga Um sjálfstæðisstefnuna Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálabaráttan og stefnumörkin Kjördæmaskipulag og kosningareglur Marxismi og mennmg Utanrikismál Sveitarstjórnarmál Framkvæmd byggðastefnu Verkalýðsmál (Hringborðsumræður) Efnahagsmál Kynnisferðir o þ h Skólinn verður heildagsskóli meðan hann stendur yfir, frá kl. 9.00—18.00 með matar- og kaffihléum. Skólahaldið fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavik Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins i sima 82900 eða 82963, svo ennfremur við Skafta Harðarson. simi 25366. Þátttaka verður að takmarka við 30 manns. SJALFSTÆÐISFLOKKSINS 17. — 22. október 1977 Skólanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.