Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 Aðalfundur íþróttakenn- ara f jallar um kjara- og menntamál AÐALFUNDUR Iþróttakennara- félajís Islands var haldinn fyrir nokkru o" saniþ.vkkti fundurinn m.a. nokkrar ályktanir um menntamál íþróttakennara svo ok um kjaramál. Telur aðalfundur IKFÍ brýna þörf á þvi aó itarleg athugun verói gerð á þvi hvernig nienntun iþróttakennara skuli hagað i næstu framtið og bendir um leið á að slík athugun ætti einnig að ná til menntunar íþröttaþjálfara og leiðbeinenda í íþróttum. Þá var samþykkt ályktun þess efnis að menntamálaráðuneytið stuðli að því aö íþróttakennurum gefist kostur á viðbótarnámi erlendis, t.d. með því að afla íþróttakenn- ururh styrkja erlendis frá. Um kjaramál var gerð sú álykt- un að ekki skuli heimilt íþrótta- kennurum aö taka að sér kennslu á íþróttanámskeiðum, sem bæjar- og sveitarfélög eða ríkið standa aö, fyrr en gengið hafi verið frá því milli ÍKFl og BSRB hvernig kaupgreiöslum skuli hagaö. Stofnþing í»roska- hjálpar haldið um næstu helgi STOFNÞING Landssamtakanna Þroskahjálp verður haldið í Kristalsal Hótel Loftleiða dagana 15. og 16. október n.k. en undir- búningsfundur að þessum lands- samtökum var haldinn í Reykja- vík í fvrraaust. Þingið hefst með setningarat- höfn laugardaginn 15. október kl. 10 fyrir hádegi, en eftir hádegi verða fluttir fyrirlestrar og verða flutt fjögur framsöguerindi: Bjarni Kristjánsson kennari ræð- ir um löggjöf fyrir þroskahefta, Tor Brandt frá Ósló ræðir um foreldranámskeið í Noregi, Mar- grét Margeirsdóttir ræðir um tengsl foreldra og stofnana og Magnús Magnússon ræóir um reglugerð um sérkennslu. Að loknum fyrirlestrum verða umræður og fyrirspurnum svar- að. Félagsmönnum og öðru áhuga- fólki um málefni þroskaheftra er boðin þátttaka, að því er segir í fréttatilkynningu frá Þroska- hjálp. — „Leiksoppur örlaganna...” Framhald af bls. 17 Erla hefði flúið af vettvangi og falið sig Hann talaði einnig um ákæruna á hendur henni fyrir eftirfarandi hlut- deild, og taldi hana ekki heldur koma til greina Hann bætti því jafnframt við, að hann teldi að ranglega hefði verið staðið að ákærunni Verjandi Erlu Bolladóttur rökstuddi siðan þá skoðun sina, að hún hefði fremur gerzt sek um að koma undan sakargögnum Meðákærðu hefðu ekki verið ákærðir sérstaklega fyrir flutning líksins upp í Rauðhóla og greftrun þess þar eins og hún Hann teldi ákvæðið varðandi undanskot sakargagna eiga betur við en greinina um ósæmilega meðferð á líki þegar litið væri á hvaða réttargæði ákvæðin ættu að vernda Hann gerði þá kröfu að Erla yrði sýknuð af þessum ákærulið, með vísan til þess, að hún hefði verið að bjarga unnusta sínum og barnsföður undan refsingu. Verkfæri annarra Varðandi ákæruna um rangar sakar- giftir ítrekaði verjandinn það. að Erla hefði verið leiksoppur örlaganna án sjáfstæðs vilja Undir lok ræðunnar gat hann þess að hún hefði hreint sakavottorð og að hún væri, eins og Sævar Ciesielski og Kristján Viðar, frá brotnu heimili og hefði ekki notið þar góðs atlætis eða uppeldis Sagði hann að taka bæri tillit til þess, ef til refsidóms kæmi Hann spurði jafnframt hvort 8 mánaða ein- angrun í gæzluvarðhaldi hefði ekki verið ærm refsing Á.J.R. - „Allan vafa um sekt sökunauts ber að skýra honumí hag” Framhald af bls. 17 að halda mætti yfirheyrslunum áfram Kvað Benedikt það út í hött að lög- reglumenn væru að semja svona við fanga um hluti, sem tilteknir væru í landslögum og væri það hans mat að skýrslur, sem teknar væru við lengri yfirheyrslur en 6 tima yfirheyrslur væru ekki marktækar Fleira tíndi verjandi til. Hann nefndi að á einum stað væri ritað í fyrstu persónu að einhver ,,ég” hefði tekið einn sakbornmga til yfirheyrslu en skýrsla þessi væri siðan ekkert nánai merkt Þá væri þess einnig getið að Erla Bolladóttir hefði verið yfirheyrð og henni hefði verið tjáð að það sem fór milli hennar og lögreglumannsins væri trúnaðarmál Við þetta gerði verjand- inn athugasemdir Á einum stað væri lýst yfirheyrsluaðferðum yfir Kristjáni Viðari og líkti verjandinn þessu við Indíánaaðferðina án þess að skýra það nánar, en þessi athugasemd verjandans vakti hlátur Kristjáns Viðars í fyrsta og eina skiptið í þessum réttar- höldum Var verjandinn óánægður með margt í rannsókninni og frágangi skjala MálsmeSferðin gölluð Verjandinn tók fyrst fyrir handtöku Guðjóns 12 nóvember 1976 Hand- takan var framkvæmd samkvæmt fyrir- mælum Karls Schutz og Arnar Höskuldssonar, en engin handtökuúr- skurður lá þá fyrir Þetta var á virkum degi og fékk dómarinn ekki upplýsing- ar um handtökuna fyrr en um kl 19 00 en handtakan fór fram um morguninn Hefðu þar því einnig verið brotin ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og laga um meðferð opinberra mála um afdráttarlausa fyrirtöku mála hand- tekins manns hjá dómara Þegar gæzluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar var ekki tekin bein afstaða til þessa tilviks, en sam- þykki sakbornings fyrir handtökunni hefði verið fyrir hendi Verjandinn sagði ennfremur, að það hefði komið illa við skjólstæðing sinn, að dómaraskipti urðu fljótlega i málum hans Minnisleysi Guðjóns Verjandinn mótmælti síðan því sem fram kom í sóknarræðu vararíkissak- sóknara um að Guðjón hefði við rannsókn málsins verið mjög ósam- vinnuþýður, verið með útúrsnúninga og borið fyrir sig minnisleysi. Veturinn 1974—1975 hefði Guðjón verið mjög þunglyndur og ekki verið með sjálfum sér, eins og hann hafði skýrt frá við yfirheyrslur Hefði það m a verið vegna þess, að faðir hans lézt á þeim tíma og dóttir hans varð fyrir slysi. Keflavikurferðin hefði öll verið í þoku. Hún hefði smám saman rifjazt upp fyrir honum, en hann aldrei viljað fullyrða neitt' nema það sem hann væri viss um að hefði gerzt Hann minnist einhvers úr ferðinni til Keflavikur, og að þar hefði einhver vitleysa komið fyrir. Á heimleiðinni til Reykjavíkur hefði Sævar sagt við sig, að nú væri hann samsekur um morð, og síðan man hann seinast eftir sér heima í skýrslu sem tekin var af Guðjóni 29 nóvember skýrir hann frá því að hann hefði heyrt á tal Sævars Ciesielski og Erlu Bolladóttur þar sem þau ræddu um Geirfinnsmálið, og þá hefði Erla sagt, að hann (Guðjón) væri búinn að gleyma þessu öllu. Er einhver aðili að málinu enn óþekktur? Hann hefur ennfremur sagt við yfir- heyrslur að honum finnist vanta ein- hvern mann ( málið Eitt sinn hefði hann, þegar hann var i fylgd með Erlu og Sævari, séð þau tala við mann í Ijósum leðurjakka, sem hann sjálfur þekkti ekki Og þennan mann segist hann hafa séð siðan í bíl með Erlu við sælgætisverzlun í Reykjavík, en þess- um framburði hefur Erla neitað Verjandinn sagði. að þetta sýndi, að ekki væru öll kurl komin til grafar í þessu voðalega máli Bílstjórinn á sendibifreiðinni Verjandinn tók það fyrir að sendi- ferðabílstjórinn sem sakborningarnir segja hafa venð á vettvangi, hefði í fyrstu yfirheyrslu 13 desember 197.6 sagt, að hann hefði aldrei komið í Dráttarbrautina i Keflavik. í skýrslu sem tekin var af þessum manni daginn eftir breytti hann aftur þeim framburði sínum í yfirheyrslu 21 maí 1977 kveður hann sig hafa heyrt mannamál og rifrildi i dráttarbrautinni og telur sig þar hafa þekkt Sævar og Kristján Viðar, en að hann hefði ekki beinlinis séð átök þar En framburður Kristjáns er á þá lund, að bilstjórinn hafi verið sofandi er hann kom að honum i sendibifreiðinni Verjandinn spurði síðan hvort trúa ætti þessum manni, hann væri ekki ákærður i þessu máli, en hann hefði að því er virtist verið kominn i Dráttar- brautina á undan sakborningunum. ViSurkenning Guðjóns Verjandinn sagði að lagt hefði verið fram skjal með viðurkenningu Guðjóns um samsekt hans með hinum sakborn- ingunum. Þetta skjal hefði ekki verið ætlað sem dómskjal, heldur sem hjálp- argagn við skýrslugerð Sagði verjandinn, að af þessari viðurkenningu Guðjóns mætti ráða, að Guðjón gerði sér grein fyrir því, að hann hefði farið til Keflavikur, verið þar viðstaddur dauða Geirfinns og því samsekur hinum sakborningunum. Síðar í varnarræðunni tók verjand- inn það fram, að skilyrði þess að dæma mann samkvæmt 211 gr. hegningarlaganna væri ásetningur um manndráp Það, sem hugsanlega hefði gerzt i Dráttarbrautinni, hefði verið slys. Enginn sakbornmganna hefði farið þangað með þeim ásetningi að myrða Geirfinn Það væri ekki hægt að staðhæfa að slikur ásetningur hefði vaknað eftir að átökin byrjuðu, eins og vararíkissaksóknari hefði gert í ræðu sinni Verjandinn sagði ennfremur. að það hefði hvergi komið fram að Guðjón hefði tekið þátt í þeim átökum sem leiddu Geirfinn til bana Frásagnirnar óöruggar Framburður allra sakborninganna væri í miklu ósamræmi hver við ann- an Verjandinn tók fyrir mikla lyfja- og áfengisneyzlu Kristjáns Viðars á þess- um tíma, hann hefði verið mjög sljór og af þeim sökum væri vart hægt að byggja á frásögnum hans um þá at- burði sem gerast áttu i Dráttarbraut- inni Hann tók einnig fyrir aðrar skýrsl- ur sakborninganna og samprófanir, sviðsetningu atburðanna í Dráttar- brautinni og ósamræmið á milli þeirra um allar aðstæður þar Hann benti ennfremur á hæstaréttardóm frá 1969 þar sem ósamræmi i framburði vitna leiddi m a. til sýknu. Skjöl týnd Verjandinn deildi mjög á frágang bókana ýmissa skýrslna sakborning- anna, þar sem ýmist vantaði upphafið eða endinn. undirskriftir og staðfest- ingar Hann nefndi fleira, sem honum þótti áfátt um málsferð við rannsókn málsins. m a það að skjöl hefðu týnzt, og að við prófanir á tímalengd þeirri, sem það hefði getað tekið sakborning- ana að ferðast til Keflavikur, hefði ekki verið tekið tillit til allra þátta varðandi aðstæður sakborninganna. eins og til farkosts þeirra o fl Verjandinn tók fram, að þessi atriði breyttu þó ekki því, að þeir hefðu átt þátt í hvarfi Geirfinns Einarssonar, en það kæmi r veg fyrir, að það hefðu verið þeir, sem hringdu i Geirfinn, áður en hann fór að heiman í seinna skiptið þetta kvöld Verjandinn tiltók fleira, sem honum þótti miður við rannsókn málsins, eins og það hve lítið hefði verið fært til bókar um sjálfstæðar frásagnir sak- borninganna hvers fyrir sig, bæði spurningar rannsóknarmanna og svör sakborninganna við þeim Refsingin — vafa ber að skýra sakborningi í hag Undir lok ræðunnar talaði verjand- inn um heimfærslu háttsemi skjólstæð- ings sins til refsiákvæða, og tilnefndi þar bæði manndráp af gáleysi og 221 gr hegningarlaganna um að láta fyrir- farast að koma manm til hjálpar. sem staddur er í lifsháska Hann itrekaði það að engin sönnun væri fyrir þvi í þessu máli, að skjólstæðingur sinn hefði átt þátt í átökum sakborninganna og Geirfinns Síðan nefndi hann ástæður til lækkunar refsingu, ef Guð- jóni yrði dæmd refsing í málinu í lok ræðu sinnar vitnaði hann i lagaákvæði, þar sem þess er getið, að skynsamlegan vafa um sekt sökunauts ber að meta honum í hag —SS/Á.J.R. — Biko Framhald af bls. 19 tölum viö sex lækna, sem skoöuöu Biko í sömu viku og hann lézt. Læknarnir vildu ekki segja skoð- un sína á því hvort heilaskemmd- ir Bikos hefðu stafað af ofbeldis- aðgeröum. Þá heldur blaðið þvi fram að skömmu fyrir andlátið hefði ekk' ert bent til þess að hungurverk- fall væri farið að setja mark sitt á Biko, en yfirvöld i Suður-Afríku hafa haidið þvi fram að vikuna áður en hann dó hefði hann neit- að að borða. — „Sævar hefur fjarvistar- sannanir...,, Framhald af bls. 16 hann síðan mál þetta Kvað hann Erlu Bolladóttur hafa átt upptökin eins og fyrri daginn Hún hefði fyrst nefnt nöfn þeirra manna, sem talað væri um að hefðu ranglega verið leiddir inn i málið og ekki hefði liðið langur tími þar til hinir hefðu tekið undir framburð Erlu Þannig væri það i öllu þessu máli, um leið og einn segði eitthvað tæku hinir óðar undir það alveg eins og sakborn- ingarnir hefðu verið leiddir i yfirheyrsl- unum af lögreglumönnunum Ein- hverra hluta vegna hefðu þessir fjórir menn verið teknir út úr af ótalmörgum mönnum, sem Erla hefði nefnt, sem viðstadda i fjörunni i Keflavik, svo sem kaupsýslumenn í Reykjavík, ráðherra og fósturföður Sævars Líklega væri það vegna þess að i sambandi við rannsóknina í Keflavik á sinum tíma hefði skotið upp kviksögum um Klúbb- mennina, kviksögum, sem erfitt var að kveða niður og við seinni rannsókn hafi lögreglumenn verið opnari fyrir þessum möguleika en öðrum. Á þess- um tima, i janúar 1976, hefði verið orðið svo mikið umstang i kringum þetta mál, stöðugar yfirheyrslur og aukin gæzla i fangelsinu i Síðumúla að Sævar hefði alveg verið orðinn ruglað- ur Hann hefði því tekið undir fram- burð Erlu og þannig hefði það ef til vill þróast að þetta hefðu verið samræmd- ar aðgerðir en Jón kvaðst ekki i nokkr- um vafa um að það hefði ekki verið svo i upphafi SÉR ERLA OFSJÓNIR? Jón Oddsson sagði að i þessu sam- bandi þyrfti að hafa i huga niðurstöðu geðrannsóknar um það að Erla ætti það til að sjá ofsjónir Hún sæi jafnvel fólk i samræðum og þegar hún ætlaði að blanda sér í umræðurnar hyrfi fólk- ið Hefði fyrst borið á þessu hjá Erlu þegar hún var að fara i sveit norður á Strandir 10 ára gömul. Kvað Jón margt fólk hafa borið um það vitni að Erla hefði óvenju frjótt imyndunarafl og væri oft erfitt að meta hvort hún væri að fara með satt mál eða hugar- burð í framhaldi af gagnrýni á rannsókn Geirfinnsmálsins sagði Jón að Sævari hefðu verið lögð orð í munn í skýrsl- um, af lögreglumönnunum sem önn- uðust rannsóknina Mörg mistök hefðu verið gerð við rannsóknina, til dæmis þau að úrskurða mann nokkurn i gæzluvarðhald um tíma, sem hefði gefið sig fram og lýst sig viðriðinn málið Var maðurinn búinn að telja sér trú um að hann væri flæktur í málið, að sögn Jóns, en siðar kom í Ijós að þetta var drykkjuraus Samt hefði hann verið úrskurðaður i gæzluvarðhald Hann sagði að mörg mistök mætti fremur rekja til slæms aðbúnaðar i fangelsinu en lögreglumannanna sjálfra Þá gagnrýndi Jón ummæli rannsóknarmanna og forystumanna dómsmála í blöðum eftir að talið var að rannsókn væri lokið, þar sem menn hefðu setzt í dómarasæti án þess að það væri þeirra hlutverk. Þannig hefði t d dómsmálaráðherrann Ólafur Jóhannesson sagt í Morgunblaðinu að martröð væri af þjóðinni létt og það hefði vissulega verið slæmt ef mál þetta hefði ekki upplýstst. Jón Oddsson taldi að refsilækkunar- sjónarmið ættu að ráða ef svo óliklega vildi til að Sævar yrði dæmdur sekur af ákærum um rangar sakargiftir SÆVAR SAGÐI AÐ ERLA GÆTI LAMIÐ SIG Að siðustu ræddi verjandinn nokkuð um Sævar sjálfan og leitaðist við að sýna fram á að hann væri ekki höfuð- paurinn í þeim hópi, sem hann um- gekkst Þvert á móti hefði hann verið undir áhrifum annarra, svo sem Erlu og einmg Guðjóns, sem var gamall kennari hans en Jón taldi að vinátta Sævars og Guðjóns hefði breytt mjög lífi Sævars, hann hefði farið að um- gangast eldra og betur menntað fólk en áður og hjá því hefði hann kynnst fiknilyfjum Það væri alrangt að Erla væri handbendi Sævars. þvert á móti væri Sævar samkvæmt áliti geðlækna með mun lægri greindarvisitölu en Erla. Sævari hefði verið att út í ýmis- legt, t.d. að útvega fíkniefni, og hann hefði verið hæddur og niðurlægður af hinum Til dæmis hefði Erla talað mjög neikvætt um Sævar i skýrslu og það á persónulegan hátt, en Sævar hins vegar sýnt i sínum samtölum við geð- lækna, að hann bar umhyggju fyrir Erlu Þá hefði Guðjón látið mjög niðr- andi ummæli falla um Sævar. ummæli sem Jón Sigurðsson, núverandi rit- stjórnarfulltrúi Tímans og fyrrum fram- kvæmdastjóri Menntamálaráðs, hefði staðfest fyrir rétti, en hann var sam- starfsmaður Guðjóns hjá Menningar- sjóði Einnig hafði Jón það eftir Sævari, „að kona hans gæti lamið hann,” en Sævar er mjög litill maður vexti og grannur, 1,65 sm.á hæð og 50 kg að þyngd en Erla er 1,68 sm á hæð og 58 kg Þá nefndi Jón að Sævar hefði fengið versta meðferð í fangelsinu, i og með vegna ættarnafns- ins, sem væri óvanalegt pólskt ættar- nafn Eitt sinn hefði t.d. komið maður frá bandaríska sendiráðinu og bar hann lika pólskt ættarnefn Hefðu þá ýmsir tengt Sævar við erlendar Mafíur Jón lagði því næst málið i dóm enda varnarræðu hans hér með lokið -----------------SS. — Leið tólf Framhald af bls. 3. ast í hendur, ýmist rís söguper- sónan á hæstu tinda lífsánægjunn- ar eða hrapar niður i dýpstu gjár örvæntingarinnar, fangi sinna eig- in athafna eða athafnaleysis. Svo fara leikar að söguhetjan nær sér i konu, en það virðist ekki gefa lífi hans neinn tilgang þrátt fyrir að allt tengdafólkið reyni að koma honum i skilning um að lífs- ins sé að leita uppi í Breiðholti: grunnmúrað i steinstypu. Leið unga fólksins á að liggja í leið 12, Hlemmur-Fell. I augum hins unga manns er það hins vegar ekkert spennandi leið og með öllu til- gangslaus, en örlögin haga því svo að í leið 12 öðlast hann fyrst til- gang í lífinu — eða svo heldur hann. Sá tilgangur er holdi klædd- ur og af veikara kyninu. — Við stjórnvöl borgar Framhald af bls. 21 Opið og lýðræðislegt stjórnkerfi borgarinnar Sp.: Þú ert yngsti borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, Davfð; hvern veg kom stjórnkerfi borgarinnar þér fyrir sjónir. Sv.: Já, það er rétt. Ég var ung- ur kjörinn í borgarstjórn, þá enn við nám í háskóla. Stjórnkerfi borgarinnar kom mér á margan hátt skemmtilega á óvart. Ég tel það mun opnara og skilvirkara en ríkiskerfið. Það er mun au.ðveld- ara fyrir almenning, hvern ein- stakan borgara, að afla sér upp- lýsinga um einstaka þætti stjórn- kerfis borgarinnar og borgar- stofnana en ríkisins. Meiri skiln- ingur virðist ríkjandi hjá Reykja- víkurborg en í ríkískerfinu, að stjórnkerfið sé sameiginlegt þjón- ustukerfi fólksins, sem borgina byggir. Fulltrúar minnihluta sem meirihluta eiga sæti i öllum nefndum og ráðum (stjórnum borgarstofnana) og hafa því að- stöðu til að gagnrýna meðferð mála, meðan þau eru enn á undir- búningsstigi. Allt stjórnkerfið er opnara og lýðræðislégra en ella. Þetta lýðræðislega aðhald er tölu- verð trygging fyrir þvi að vel og rétt sé að málum staðið. Þá er Starfsvenja að kalla til skrafs og ráðagerða fulltrúa þeira aðila, sem hagsmuna hafa að gæta við ákvarðanatöku í stærri málum. Ég held að þessar staðreyndir séu þættir í því, að stjórn Revkja- víkurborgar hefur ætíð yfir sér ferskan blæ. Þá hefur þess jafnan verið gætt að kalla til unga menn og konur til pólitískrar forystu hjá borginni, sem tryggt hefur tengsl við yngri íbúa hennar og að andblær nýrra viðhorfa hefur ætíð verið þar til staðar. —sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.