Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 39 Svíar unnu Dani 1-0 SVÍAR sigruðu Dani með einu marki gegn engu i landsleik i knattspyrnu sem fram fór i Málm- ey í fyrrakvöld. Skoraði Lennart Lie Larsson eina mark leiksins á 8. mínútu seinni hálfleiks, en þá tókst honuni að krækja knettin- um af dönsku leikmönnunum við vítateigslinu og skjóta góðu skoti sem Per Poulsen markvörður Dananna, átti ekki möguleika á að ná. Mjög góð frammistaða Poul- sens i markinu varð öðru fremur til þess að Sviarnir unnu ekki stærri sigur, þar sem þeir sóttu mun meira i leiknum og áttu fjöl- mörg hættuleg tækifæri. Sænska liðið sem lék í Málmey var að mestu skipað sömu leik- mönnum og léku hér á Laugar- dalsvellinum í sumar, en eins og eflaust flestir muna sigruðu Sviar einnig í þeim leik 1—0. I danska liðinu voru sex leik- menn sem leika með liðum í Hol- landi og Vestur-Þýzkalandi, en það kom tnjög á óvart og olli deil- um í Danmörku að hinn þekkti leikmaður með Borussia Mön- chengladbaeh, Allan Simonsen, var ekki valinn i liðið að þessu sinni. Lennart Lie Larsson sendir knöttinn f danska markið, framhjá Per Poulsen, markverði. KNAPP SÆMDUR GULLMERKIKSÍ - fer héðan hryggur í huga, sagði hann — ÞAÐ er skoðun mín aS islenzk knattspyrna eigi mikla möguleika. íslenzka landsliðið á möguleika á þvi a8 komast i úrslitakeppni Evrópu- bikarkeppninnar og jafnvel i úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar i framtiSinni, verði haldiS rátt á mál- um, sagSi Tony Knapp fyrrverandi landsliSsþjálfari i kveSjuhófi sem stjóm Knattspymusambands Islands efndi til i gær, en Tony Knapp er nú á fömm há8an, og mun i vetur taka til viS þjálfum norska 1. deildar liSsins Vikings. — Þa8 er „power" i islenzkri knattspyrnu, og hér eru ótaldir geysilega efnilegir knatt- spymumenn, sagSi Tony Knapp. sem einnig sagBist fara héSan hryggur i huga. Sér hefSi likaS vel a8 starfa á íslandi og hér hefSi hann eignazt marga vini, bæ8i knattspymumenn. forystumenn knattspyrnumála og ekki sizt i hópi knattspyrnuáhuga fólks. Ellert B. Schram flutti ávarp í kveSjusamsætinu og þakkaSi Tony Knapp vel unnin störf fyrir sam- bandiS. Tilkynnti Ellert a8 stjóm KSf hef8i ákveSiS a8 sæma Tony Knapp gullmerki sambandsins. stjórnar- menn i KSf færSu Knapp einnig fallega gjöf — útskorinn vindlastokk me8 silfurplötu en á hana var letraS nafn Tony Knapps. ártölin 1974 og 1976 og kveSjur frá stjómarmönn- umiKSf. Þegar Tony Knapp þakkaSi fyrir sig, kom fram i ræSu hans. a8 hann vonaSi a8 islenzk knattspyrna hefSi haft hag af störfum hans hér. — Sjálfur hef ég haft mikinn hag af þvi a8 starfa hér. sagSi Tony Knapp. LandsliSiS hefur meS frammistöSu sinni vakiS athygli á nafni minu og þa8 er því a8 þakka a8 mér hefur nú borizt tilboS frá Ii8i sem greiSir mér á tveimur árum hærri laun. en ég hefSi haft hjá KSf á sex árum, a8 óbreyttu. KORFUKNATTLEIKNUM sína. Þeir ollu þó nokkrum von- brigðum og virðast enn ekki vera komnir i góða æfingu. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleik en minna var um góðan körfubolta. Ofan á þetta bættist að leikmenn brutu gróflega hver á öðrum og dómarar leiks- ins höfðu ekki nægilega góð tök á honum. KR-ingar náðu strax forystunni og héldu henni til loka leiksins. I fyrstu leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að kafsigla Armenninga því að þeir náðu 16 stiga forystu um miðjan fyrri hálfleik og höfðu 14 stig yfir í hálfleik. Armenn- ingar komu hins vegar tviefldir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 8 stig, en eftir það virtust þeir búnir með úthaldið og KR-ingar juku for- skot sitt aftur smátt og smátt. Um miðjan seinni hálfleik var aftur orðinn 14 stiga munur en leiknum lauk með 19 stiga sigri KR-inga, 92:73. Andrew Piazza skoraði mest fyrir KR, en skotanýting hans var afleit i þessum leik. Hann bætti það þó mikið upp i vörn- inni og hélt Mike Wood í skefj- um. Þá voru Einar Bollason, Bjarni Jóhannesson og Kol- beinn Pálsson nokkuð góðir, auk Gunnars Jóakimssonar, sem átti skínandi leik í fyrri hálfleik. Stig KR skoruðu: Piazza 27, Einar 13, Bjarni 12, Kolbeinn 10 stig, en aðrir minna. Armenningar hafa orðið fyrir miklum áföllum nú í haust og bar allur leikur liðsins greini- Ieg merki þess. Vörnin var oft á tiðum galopin og völsuðu KR- ingar þar um að vild. Mike Wood hefur þvi nóg að starfa hjá þeim. Wood var Armenn- inga friskastur, en Birgir örn Birgis og Atli Arason áttu einn- ig góða spretti. Stig Armanns skoruðu: Wood 22, Birgir 16, Atli 10, en aðrir minna. G.G. Þessi mynd var tekin í kveðjuhófi KSf-stjórnarinnar í gærkvöidi. Ellert B. Sehram formaður KSI þakkar Tony Knapp vel unnin störf í þágu landsliðs- ins, en Tony stendur á milli þeirra Jens Sumarliðasonar og Árna Þorgrfms- sonar, landsliðsnefndarmanna, en með þeim þremenningunum hefur jafnan verið mjög gott samstarf. TONY KNAPP Nú þegar Tony Knapp hættir störfum hjá KSl er lokið sér- sta-ðu og viðhurðaríku tímahili í knattspyrnusögu okkar. Þar fara saman óva>nt og oft glæsi- leg úrslit, meiri og almennari áhugi á landsleikjum en oftast áður, og umdeildur en eflir- minnilegur persónuleiki. Aður en Knapp var ráðinn þjálfari hafði gengið á ýmsu með landsliðsþjálfara. Menn höfðu verið ráðnir til að annast einstaka kappleiki. sjaidnast sömu mennirnir frá einu ári til annars, stundum enginn. IIpp- skeran og frammistaðan hafði verið misjöfn og enginn FIFA- landsleikur hafði unnist frá 1970, eða I þrjú ár. Segja má, að það hafi verið tilviljun, að Knapp réðst til starfa hjá KSl. Eftir að ýmsir tslendingar höfðu færst undan samstarfí um landsliðsmál I byrjun árs 1974. beindist at- hyglin að þeim erlendu þjálfur- um, sem félögin voru þá að ráða til sfn. Þar var þó ekki margra kosta völ. Augljósir erfiðleikar voru á þvi að eiga samstarf við þjálfara félaga ut- an Reykjavlkursvæðisins og sum R.víkurfélaganna voru ekki til viðtals um að lána stna menn. KR Ijáði hins vegar máls á því, en þangað hafði Tony Knapp verið ráðinn. Maðurinn bauð af sér góðan þokka og hafði góð meðmæli. Strax á fyrsta árinu. 1974. gerðum við jafntefli vió Finna og náðum óvænt jafntefli gegn A-Þjóðverjum í Magdehurg. Vorið eftir sigruðum við sömu þjóð hér heima. og er það sennilega einn stærsti og sæt- asti sigur, sem islenzka lands- liðið hefur unnið. Keppnisferð- in um haustið 1973 til Frakklands, Belgiu og Sovét- rfkjanna var rós í hnappagatið, og 1976 sigruðum við í fyrsta skiptið landsleik á erlendri grund — 1:0 gegn Norðmönn- um f Oslö. I ár sigruðum við ha-ði Norður-lra og Norðmenn á heimavelli. Er þá ótalinn sig- V ______________ klæddur. Og hann (og KSI) hefur notið samstarfs s.l. tvö ár þeirra Jens Sumarliðasonar og Arna Þorgrímssonar, sem af sérstakri lipurð og séntil- mennsku hafa siglt fram hjá öllum hoðum. Ég þykist tala af nokkurri reynslu, þegar ég fullyrði að Tony Knapp er prýðilegur þjálfari. Kostir hans liggja i góðri skipulagsgáfu, hann er glöggur að átta sig á gangi ieiks og þeim veilum sem fram koma. Hvatningar hans fvrir leiki hafa hitt i mark, og leik- menn hafa virt hann. bæði sem þjálfara og mann. Það er ekki Iftils virði. Ég hef oft heyrt að Knapp hafi eingöngu leikið varnar- leik. Það er rétt, að stillt er upp með þétta vörn á útivelii gegn sterkustu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Hver mundi ekki gera það? A.m.k. hef ég ekki áhuga á þjálfara. sem sýndi þá glópsku að tefla öllu til sóknar f slfkum leikjum. Hitt er annað, að ensk knatt- spyrna er ekki hátt skrifuö um þessar mundir, og ljóst er. að að mörgu leyti væri æskilegt fyrir okkur tslendinga að Ifta til fleiri átta þegar leitað er eftir þjálfurum eða ferskum hugmyndum i knattspyrnu- þjálfun og leikskipulagi. En þar er ekki við Knapp að sakast. Hann hefur gefið okkur það sem hann hefur getað og kunnað. tslenzk knattspvrna hefur m.a. fyrir hans tilverkn- að öðlast nokkra reisn og virð- ingu. Fyrir það á hann þakkir skildar. Kapitula er lokið þegar hann hverfur frá störfum. Um leið hefst nýr kafli, sem ég vona að verði engu lakari. Arið 1974 settum við okkur það mark að endurverkja áhuga áhorfenda og leikmanna á islenzka landsliðinu. Það hefur tekist. Næsti áfangi er að bæta knattspyrnuna. Við höf- um lagt grunn. sem unnt er að byggja á. ur gegn Luxembourg, jafntefli gegn Norðmönnum og Frökk- um, og ága*t frammistaða i mörgum öðrum leikjum. Aðsókn að heimaleikjum ís- lenzka landsliðsins hefur marg- faldast og er nú að jafnaði 8—10 þúsund manns. Blert B. Schram Enginn heldur þvf fram, að þessi árangur sé Tony Knapp einum að þakka. Þar kemur fleira til. Ég skal fvrstur manna játa, að sú knattspyrna. sem fsienzka landsliðið hefur sýnt oft á tfð- um, fengi ekki fegurðarverð- laun. Sigrarnir hafa ekki alltaf verið verðskuldaðir miðað við gang leikja eða marktækifæri. En þeir eru athygtisverðir, ein- mitt af því að Ijóst er, að geta okkar liðs, mæld f leikni og kunnáttu, er alla jafna minni en : ndstæðinganna. Við höfum þvf þurft að treysta á skipulag, leikaðferðir og baráttu og f þeim efnum hefur Tony Knapp reynst okkur drjúgur. Samstarf við Tony Knapp hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Maðurinn getur verið frekur og sérhlffinn og stund- um hefur kastast f kekki þegar mætst hafa stáiin stinn. En hann er heiðarlegur og kemur til dyranna eins og hann er Tveir leikir í dag I DAG fara fram tveir leikir i mfl. karla i Reykjavikurmótinu í körfuknattleik. Fyrst eigast við ÍS og Fram og siðan ÍR og Armann. Stúdentar virðast sigurstranglegri í viðureign sinni við Fram, en ógerlegt er að spá um úrslit í síðari leiknum. Báðir leikirnir verða i Iþróttahúsi Hagaskólans og hefst si fyrri kl. 14, en sá sfðari um kl. 15.30. i Kastmót Armanns Armenningar efna til kastmóta á kastsvæðinu í Laugardal i dag og á morgun. Keppt verSur i kúluvarpi og kringlukasti karla og kvenna i bæði skiptin. Hefst keppni kl. 14.30 i dag, en kl. 14 á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.