Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 t Ástkær sonur bkkar og bróðir SIGURÐUR ÖRN GUNNARSSON, lést í Borgarspítalanum 18 þ m Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Erla Kristjánsdóttir, Gunnar Dúi Júlíusson t Faðir okkar SIOURBJÖRN JÓSEFSSON, andaðist í sjúkrahúsi Keflavikur mánudaginn 1 7 október Börnin. t Eiginkona mín GUORÚN OLGA THORARENSEN, andaðist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 1 8 október Hinrik Thorarensen. t Faðir okkar JÓN KR. BJÖRNSSON, útgerðarmaður, frá Ólafsfirði, lézt að Kristneshæli þriðjudaginn 1 8 október Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir VIGDÍS GUOMUNDSDÓTTIR frá Hólmavík, andaðist í sjúkrahúsi Hólmavikur föstudaginn 14 október Jarðarförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 22 október kl 3 Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á sjúkrahús Hólmavík- ur og Hólmavíkurkirkju Börn og tengdabörn. t Jarðarför dóttur minnar, systur okkar og mágkonu. ELÍNAR MATTHÍASDÓTTUR HeiSargerSi 28, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21 október kl. 15 Kristin H. Stefánsdóttir. Hulda Matthiasdóttir, Valdimar R. Halldórsson. Gunnar Matthiasson. Theódóra Ólafsdóttir. t Jarðarför JÓFRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR, er andaðist að heimili sínu Gunnlaugsstöðuim 16 þ rn , fer fram frá Siðumúlakirkju laugardaginn 22. október kl 2 e h Börn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar. sonur og bróðir, GUÐVARÐURJÓNSSON. Austurgötu 24. HafnarfirSi. verður jarðsunginn frá Þ|óðkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 21 október kl 14 00 Fyrir hönd ættmg/a, . ... Porbjorg GuOmundsdóttir og börn Jóna Gisladóttir t Maðurinn minn ÓLAFUR VETURLIOI ODDSSON bifreiðarstjóri, Jórufelli 12, Rvík. verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 20 október kl. 13:30 Blóm vinsamlegast afþökkuð Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna F h aðstandenda Sóley Halldórsdóttir. Halldóra Finnbjarnardótt- ir frá Hnífsdal — Minning Halldöra Finnbjörn.sdóttir fæddist að Hóli i Bolungarvík 6. júní 1885 og var því komin á þriðja árið yfir nírætt er hún lést þann 11 þessa mánaðar. Hún var dóttir Finnbjarnar Elíassonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttir. Finnbjörn var síðar útvegsbóndi og barnakennari að Görðum við Sæból í Aðalvik og siðar formanns í Hnífsdal. En Halldóra ólst upp að mestu hjá Þörkötlu Elíasdóttur föðursystur sinni og manni hennar Baldvin Þorsteinssyni bónda að Þverdal í Aðalvik. Hún var tvígift; fyrri maður hennar var Kristján Egilsson sjó- maður Arnfirðingur að ætt. Þau eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni, tvær dætur þeirra dóu í sömu vikunni, eftir timatalinu hefur það efalaust verið spánska veikin svokallaða. Þriðja dóttirin, Kristin hefur verið sjúklingur undanfarin ár. Synir hennar með + Móðir okkar og amma GUÐRÚN AÐALHEIÐUR SVEINSDÓTTIR Garðastræti 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkrikjunni Reykjavik, föstudaginn 21 október Ragnar Þórðarson Ruth G. Barker Margrét Guðmundsdóttir GuSmundur Ragnar Barker Guðrún Ruth Viðars Skúli Bruce Barker Sigurður Garðarson, Sigrún Cora Barker. t Faðir okkar SIGUROUR GESTSSON fyrrum bóndi i Hvammi i Skaftártungu verður jarðsunginn frá Grafarkirkju laugardaginn 22 október kl 2 e h Börn hins látna. t Útför eiginkonu minnar og móður. HALLVEIGAR K. JÓNSDÓTTUR. Ijósmóður. Njálsgötu 59. verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 21 október kl 1 3 30 Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið i Rvk Minningarkost þessi fást i Lyfjabúðinni Iðunn, Vesturbæjarapóteki, Ingólfsapóteki. Kópavogsapóteki. Hafnar- fjarðarapóteki og Blindraféiaginu. Hamrahlið 17 Theodór Danielsson, Lára Maria Theodórsdóttir. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG MAGNÚSDÓTTIR, fyrrum. húsfreyja i Hvammi i Dölum, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21 okt kl 1 30 Magnús Sturlaugsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Haraldur M. Magnússon, Ásta S. Magnúsdóttir, Ragnar Magnússon, Knútur Skeggjason, Brynhildur Skeggjadóttir, tengdabörn, börn og barnaborn t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRUNAR VIGFÚSDÓTTUR frá Rofabæ. Vandamenn. t Þökkum inrulega sýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar BJÓRGVINS ÓLAFSSONAR, Lynghaga 13. Fyrir hönd ættingja og vina Guðrún Gísladóttir, Þóra Ása Guðjohnsen. t Alúðarþakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eíginmanns míns og föður okkar. TORFA GUOBJARTSSONAR, yfirflugvirkja, Faxatúni 7, Garðakaupstað. Sérstakar þakkir viljum við færa Flugvirkjafélagi Islands og starfsmönn- um Landhelgisgæzlunnar Ingibjörg Halldórsdóttir, Guðbjartur Torfason, Ásbjörn Torfason. Kristjáni eru: Baldvin Þ. hjá sam- vinnutryggingum og Elías bygg- ingarmeistari. Kristján drukkn- aði í róðri frá Hnífsdal 1918. Gott fólk ól drengina upp, en Kristín var hjá móður sinni. Siðar giftist Halldóra Þorvaldi Magnússyni bróður undirritaðrar, hann var þá á smábátum í Hnifs- dal, en siðar varð hann togara- maður, bátsmaður sem kallað var. Hann var mikill að vallarsýn og hraustur mjög, ekki fyrir að hafa vistaskipti um of. Ég veit að hann var samfleytt á einum togaranum frá ísafirði i seytján ár. Þau eignuðust tvo yndislega syni: Finnbjörn skrifstofustjóra hjá Loftleiðum og Ásgeir málara- meistara. Allir eru synirnir kvæntir og voru tengdadæturnar hinar elskulegustu við hana og góðar mæður, barnabörnin eru um fjórtán talsins, einnig er stór hópur barnabarna, þetta er allt hið mannvænlegasta fólk. Ég kynntist mágkonu minni 1920, þá fimm ára gömul, og man ég það sem það hefði gerst í gær, er ég gekk upp þrönga stigann í Gamla skólanum eins og húsið var' þá kallað, tvær fjölskyldur bjuggu þar sín i hvorum enda hússins og þekkti ég sambýlis- hjón þeirra alla tið,-þau Margréti og Hafliða. En tildrög þess að ég fékk nætu- gistingu hjá bróður mínum og mágkonu voru þau að móðir mín var að ala son. Siðar var mér sagt að þessi stóri bróðir minn og Dóra eins og við kölluðum hana hefðu svo gjarnan viljað taka mig að fullu, en á þeim aldri vill maður víst helst vera hjá mömmu þó fátæktin væri mikil. Þegar þau fluttust til ísafjarðar bjuggu þau að Felli, stóru og skrautlegur húsi i Aðalstrætinu. Finnbjörn bróðir hennar átti það hús. Þar var oft gestkvæmt sem og alls staðar sem Dóra var. Ungir sem aldnir vour velkomnir, enda hagur batnandi og sennilega oft „trekt“ upp á könnunni eins og þá var sagt. En ég ætlaði nú reyndar að hafa þetta sem allra styst. Til Reykja- víkur flytjast þau um 1943 (en mig getur rangminnt um tím- ann), á Vesturgötuna. Fljótlega keyptu þau eigið húsnæði og voru í til þess dags er þau voru til- neydd að flytjast er Dóra missti sjónina. Þau voru fyrstu hjónin er fluttust í raðhúsin er Dvalar- heimili aldraðra sjómanna lét reisa við Jökulgrunn, svokallaða hjónabústaði, þar eru yndislegar íbúðir. Ég man að bróður mínum fannst þrengjast mikið um sig enda stór i sjón og lund, og góð hjón fylgjast að í bliðu og stríðu og það gerðu þau svo sannarlega. Er bróðir minn lést fyrir rúmu ári svignaði hún sem reyr í vindi. Það er sem henni fyndist þetta tryggðarrof, „hann sem var svo miklu yngri en ég“. En dauðinen gerir ekki boð á undan sér, hann tekur unga sem aldna þegar hans tími er kominn. Þessi fimmtíu og sjö ár sem við Dóra höfum verið tengdar höfaeinnigvið góða in- konur og veit ég ekki annað en að öllum sem kynntust henni þætti vænt um hana. Eg þakka henni vinarstundir og bið algóðan guð að fylgja henni ýfir ströndina til viná og ættingja. Hafi hún þökk fyrir allt. Heiða. í dag fer fram frá Dómkirkj- unni jarðarför frænku minnar Halldóru, sem lést á Dvalar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.