Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 16
124. tbl. — Föstudagur 4. júní 1965 — 49. árg. Þessi mynd var tekin á fyrra kvöldi fegurðarsam- keppninnar á Hótel Sögu. Stúlkumar á myndinni kom- ust í úrslit, og era f. v. _ Bára Magnúsdóttir, Jóhanna Ó. Sig- fúsdóttir, Sigrún Vigmisdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, og Herta Ámadóttir. f kvöld verður feg urðardrottningin kjörin. (Tímamynd GE). LENDA UTVEGSBANKA- MENN í „STEININUM 7 GEYMSLUHUS EYÐI- LEGGST í ELDSVODA veit að eins er með öll hin, þykist ekki hafa stofnað til neinna skulda við réttvísina, þó ég ásamt félagssystkinum mínum hafi í nauðvörn gripið til þess eina ráðs, sem við áttum, til að undirstrika rétt okkar til mannréttinda, til jafns við önnur félög, sem þessi réttindi hafa. — Starfsmennirnir standa veg sameinaðir í þessu máli? al- — Já, í Félagstíðindum starfs- mannafélagsins, sem nú eru í und. irbúningi, sem við munum allra næstu daga senda blöðunum, birt ist allharðorð samþykkt um þetta mál, sem samþykkt var einróma á félagsfundi 10. maí. Það má í rauninni segja, að við séum að einu leyti í .skuld við réttvísina, því að gerðir hennar hafa orðið Framhald á l4. síðu. EJ-Reykjavík, fimmtudag. Nú er runninn út sá frestur, sem stjótrn Starfsmannafélags Út- vegsbankans fékk til þess að greiða fjársektir þær, sem þeir voru dæmdir í 5. maí s.l. Blaðið náði í dag tali af Sigurði Gutt- ormssyni, formanni starfsmanna- félagsins, og sagði hann, að hann og samstarfsmenn hans teldu sig ekki í neinnli skuld við réttvísina, og hefðu þeir því ekki greitt fjár- sektirnar. — Þið eruð harðir, Sigurður. — Við höfum nú í meira en 30 ár reynt að fara fram með bænum og tilmælum, treysta á drengskap og sanngirni forráðamannan’na, þegar um stöðuveitingar hefur verið að ræða, en til þessa án árangurs. Og loksins, þegar við sáum ekkert annað ráð til þess að bjarga félagssamtökum okkar frá tortímingu en að sitja heima í mótmælaskyni, er enn á ný var að okkur vegið, þá þykist réttvísin eiga fébætur af okkur að heimta fyrir vikið. BGÞ—Reykjavík, fimmtudag. i inn hér á landi og er nú veiði haf — Ég fyrir mitt leyti, og ég Hinn 20. matf hófst laxveiðitím | in í nokkrum ám, en aðalveiðitím HH-Raufarhöfn, fimmtudag. Allmikill brani varð hér í morgun. Um sexleytið í morgun kom upp eldur í gamla frystihús inu hér, sem gengur undir nafn inu Jökull. Hús þetta er eign kaupfélagsins, en er nú notað undir geymslu. Slökkviliðinu hér tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en húsið er tal ið ónýtt og talsverðar skemmdir urðu á vöram, sem geymdar voru í húsinu, aðallega fyrir einstakl- inga. Menn sem voru að fara á sjó í morgun, urðu varir við það að eldur var í þaki húsins. Gerðu þeir slökkviliðinu þegar viðvart og kom það strax á vettvang með nýjan slökkviliðisbíl og er þettta fyrsta prófraun hans. Eldurinn var í risi hússins en yfir geymsluhæðinni var timbur loft með tróði og þótt eldur næði ekki niður í geymsluklefana í öðrum enda hússins og eyðilagðist Framhald á 15. síðu. Bauð hann 70 á klst? EJ-Reykjavík, fimmtudag. Atvinnurekendur hafa hingað- til ekkert komið til móts við verkalýðsstéttirnar í sambandi við kröfur þeirra um kauphækkun, en samtímis bjóða þeir hærri yfir- borganir en áður hafa þekkzt. Sem dæmi um það má nefna, að vinnu- veitandi einn úti á landi og framá maður í Vinnuveitendasamband- Framhald á l^. síðu. Taka sllungsveiði fram yfir laxveiði vegna verðs VarSsklpiS Þór kom inn til Reykjavíkur í dag meS vörpu þá er skipverjar fundu rétt inn- V dI (JC8II an viS landhelgislínu á þeim staS er eltingarleikurinn frægi viS Aldershot hófst á dögunum. Er Ijósmyndara Tímans bar aS í dag voru skoSunarmenn aS koma um borS, svo og fulltrúi saksóknara og verjandl skipstjóra Aldershot. Á myndinni sjást hinir dómkvöddu skoSunarmenn, sem eru fyrrverandi skip- stjórar, þeir Steindór Árnason og Karl Magnússon, mæla botnvörpuhlerana, en bak viS þá standa Bragi Stein- arsson, fulltrúí saksóknara, og Gísli ísleifsson, verjandi skipstjórans á Atdershot. Vírar þeir, sem fylgdu vörpunnt, voru undnir upp á spil Þórs og fer vart miili mála að þeir hafa verið höggnir sundur og sjást axarför á endunum. TÍMAMYND—GE. inn hefst þó ekki fyrr en upp úr i miðjum þessum mánuði. Af því tilefni hafði Tíminn samband við tvo laxveiðiáhugamenn og í sam- ] töium við þá kom fram, að veiði j horfur séu ekki lakari en ‘í fyrra,! mikið framboð á veiðileyfum og ásókn í silungsveiði, vegna þess, hve laxveiðileyfi eru gífurlega dýr. Bæri mikið á því, að menn sneru sér nú að silungsveiði, þar j sem laxveiðin væri nú ekki fyrir neina venjulega menn. Árnar væru hins vegar yfirleitt vatns Iitlar og ef ekki gerði aukna vætu tíð, gæti illa farið um laxveiðar. Albert Erlingsson í Veiðimann inum sagði, að nú væri míkið um ! að vera í verzlun sinni, menn sem óðast að undirbúa sig undir veið ! arnar og margir hugsuðu gott til hvítasunnunnar í þeim efnum. Að vísu væri veiðí ekki almennt byrjuð, Það væri ekki fyrr en upp úr 10. júní. Stjórnarmenn og aðrir ráðamenn í laxveiðifélögum væru yfirleitt fyrstir á vettvang og hefðu þeir verið að veiðum undanfaríð. Norðurá í Borgarfirði hefði þá sérstöðu, að þar væri nær alltaf öruggt með fisk 1. júní og gerði það fyrirstaðan við Laxá. Lax, sem þvældist í ánni færi yfirleitt ekki upp fyrir foss inn allan júnímánuð, en í fyrir stöðulausum ám, eins og t.d. Mið fia’-ðará, rynni fiskurinn bara í gegn. Iíins vegar væri silungsveiði í fullum gangi og færi allur fjöld inn af veíðmönnum í hana og sagð ist Albert hafa orðið áþreifanlega var við, að menn sneru sér í rík ari mæli að silungsveiðinní vegna kostnaðar við laxveiðína. Veiði í vötnum er sæmileg miðað við Framhald á lú síðu. Fólksekla við höfnina EJ-Reykjavík, fimmtudag. Það er orðið mjög vaxandi vandamál, hversu erfitt er að fá fólk til þess að vinna við höfn ina. Er útlitið nú þannig, að ein ungis er hægt að fá unglinga þar til vinnu, auk gamalla manna, sem unnið hafa þar lengi og eiga erf- itt með að fá önnur störf. Verka- menn, sem geta fengið vinnu ann ars staðar fást ekki í hafnar- vinnuna. Ætla má, að tvær ástæður séu einkum fyrir því, að svona er komið. Vinnutíminn við höfnina er geysilangur og eru menn orðn ir langþreyttir á þeim þrældómi. j Eins og kunnugt er, hafa hafnar- verkamenn ákveðið að vinna ekki á sunnudögum við höfnina, en fáir endast til þess að vinna 12 tíma eða lengur á dag til lengdar. Hitt er svo, að verkamenn fá flestir mun hærra kaup, ef þeir Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.