Tíminn - 11.06.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNAR,MANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 18888 16688 HANDBÓK HB Kiukkan 3 síSdegis í gær hættu verkamenn viS höfnina vlnnu þann daginn, og voru myndlrnar teknar vlS þaS tæklfæri. Til vinstri sjást nokkrir verkamenn á leiS Or vinn- unni, en tM hægri sést yfir hluta af höfninni eftir aS verkamennlrnir höfSu lagt niður vinnu, og er þar enginn verkamaSur sjáanlegur og umsvifum dagsins iokið. Hafnarverkamenn hófu gær Hafnarverkamenn ganga niSur landgöngubrúna á Gullfossi um þrjúleytið í gær. EJ-BÞG-Reykjavík, fimmtud. Hafnarverkamenn í Reykja- vík, bæði á hafnarbakkanum, I pakkhúsunum og á bílum og krönum, hættu vinnu í dag klukkan 15. Var algjör sam- staða meðal hafnarverkamanna um þetta, og klukkan þrjú höfðu þeir yfirgefið skip- in og pakkhúsin og lagt krön- unum. Munu um 800—900 menn hafa lagt niður viunu, en þeir ætla að mæta aftur í vinnu á morgun. Er þetta gert til'þess að mótmæla því, hversu tregir atvinnurekendur eru að semja við Dagsbrún. Hafnar- verkamenn telja sig ekki bundna af neinum samingum, og ætla því að ráða vinnutíma sínum sjálfir. Má því búast við ýmsum aðgerðum hafnarverka- manna á næstunni, ef ekki næst samkomulag um nýja kjarasamninga hér I Reykjavík. Fregnin um það, að hafnar- verkamenn ætluðu að hætta aö vinna í dag kl. 15 barst fljótt út um bæinn, og voru því blaðamenn og ýmsir aðrir komnir niður á höfn skömmu eftir hálf þrjú til þess að fylgj- ast með þróun mála. Þegar klukkan nálgaðist þrjú fóru hafnarverkamenn að yfirgefa skipin, en meðal skipanna voru Gullfoss og Selfoss. Brátt streymdu verkamennirnir út á hafnarbakkann þar til enginn verkamaður var eftir um borð í skipunum. Gekk þetta allt saman friðsamlega fyrir sig og ríkti einhugur meðal verka- mannanna. Verkamennirnir söfnuðust saman í hópa á hafnarbakkan- um fyrir utan pakkhúsin, og í einum hópnum hittu blaða- menn TÍMANS Guðmund J. Guðmundsson, varaformann Dagsbrúnar, og spurðu hann um aðdraganda málsins. — Sem stendur hafa hafn- arverkamenn enga samninga — sagði Guðmundur. — Áður hefur því oftast verið lýst yfir, að gömlu samningarnir giltu áfram þar til nýir samningar hefðu verið gerðir, en það '.ef- ur ekki verið gert núna, heldur einmitt hið gagnstæða, að Dags brún hefur lýst yfir að þeir gildi ekki áfram og eru hafnar- verkamenn því ekki bundnir neinum samningum. Hafnar- verkamenn hafa því tekið sig saman og ákveðið að hafa sína’ hentusemi um vinnutíma, þar sem þeir eru ekki bundnir tað neinn ákveðinn vinnutíma. — Má þá búast við, að slík niðurlagning vinnu verði end- urtekin? . — Það get ég ekkert sagt um, en á öllu er von — sagði Guðmundur. Blaðamenn TÍMANS gengu á milli hafnarverkamannanna á hafnarbakkanum og röbbuðu við þá um ástandið. Voru þeir einhuga og ákveðnir. — Þetta er bölvaður þræl- dómur fyrir ekkert kaup — sagði einn þeirra. — Hér þræl- um við í 12—14 tíma á sólar- hring. Og svo fer helmingurinn af þessu í útsvör og önnur op- Framhald i. I4. síðu. Haldlð heim á leíð. Auglýsaþeir 8% hækkun og 44 stuada vinnuviku? ’EK5fSf3!œœieJVUæuæní EJ-Reykjavík, fimmtudag. Eins og TÍMINN skýrði frá í dag, hafa fimm verkalýðs- félög á Austfjörðum ákveðið að hafna samkomulagi þvi um nýja kjarasamninga, sem verkalýðsfélögin fyrir norðan hafa skrifað undir ásamt félög- unum á Eskifirði og Reyðar- firði. Á Egilsstaðafundinum í gær gerðu formenn þessara fimm félaga. og aðrir fulltrúar frá þeim, með sér samkomu lag, sem þeir ætla að ieggja fyrir félagsfundi sína. og hef- ur blaðið fengið pær upplýs- ingar. að aðalatriðin í þessu samknmulagi séu 44 stunda vinnuvika án skerðingar á dag. vinnutekjum og 8% beina kauphækkun. Blaðið fékk í dag staðfest- ingu á þessum aðalatriðum og einnig á því, að það sé ætlun þeirra, sem að þessu samkomu lagi félaganna eystra. standa, að leggja til á félagsfundun- um, að hinir nýju taxtar, sem reiknaðir eru út á grundvelli þessa samkomulags. verði síð- an auglýstir og eftir þeim unnið, en ekki leitað eftii frek ari viðræðum við atvinnurek- endur um þá Ef af þessu verð- ur, þá munu umrædd félög vera samnmgslaus áfram, en vinna samkvæmt auglýstum taxta. Þau fimm félög, sem að þessu samkomulagi standa, eru frá Neskaupstað, Vopnafirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík, en hugsanlegt er, að þetta samkomulag verði borið undir fleiri félög fyrir austan, t.d. félagið á Djúpa- vogi. Ætlunin er, að halda fé- lagsfundi i umræddum félög- um samtímis þ.e. á laugar- dagskvöldið n.k. Miðað við samkomulag það. sem norðanmenn gerðu á dög- unum, fara a- =tanmenn fram á helmingi hærri kauphækkun og styttingu vinnutímans um fjóra tima, en ekki þrjá, eins og hjá norðanmönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.