Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 146. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pertini sór embættiseið sinn í gær □---------------- □ Sjá grein á bls. 16 G --------------- Q Rómaborg 9. júlí. AP. Reuter. SANDRO Pertini, eiztur manna sem Ke>int hafa embætti forseta á Ítaiíu, sór embættiseið sinn á sunnudag og í ræðu sem hann hélt að þeirri athöfn lokinni hvatti hann til að sýnd yrði fullkomin einbeitni og festa í baráttunni við hryðjuverka- menn. Hann sagði að hver borgari yrði að vera reiðubúinn að verja sig gegn þeim sem ógnuðu frelsi hans og friði og ofbeldi væri ekki fært að þola. Italir yrðu nú að taka á honum stóra sínum og hreinsa til. Mál Pertinis fékk hinar ágætustu undirtektir og þeir einu, sem ekki tóku undir lófaklapp við ræðu hans, voru fulltrúar nýfasista á þinginu. í ræðu sinni fór Pertini einnig lofsamlegum orðum um fyrir- rennara sína í embætti, þar á meðal Leone sem sagði af sér á dögunum. Ida Milgrom. móðir Anatoly Shcharanskys, les hér upp yfirlýsingu úti fyrir dómhúsinu í Moskvu, þar sem réttarhöldin yfir syni hennar hófust í gær. Henni var meinað að hlusta á málflutning og sagðist hún mótmæla málsmeðferðinni og sagði að ákæran væri tilbúningur og grunduð á ofsóknum. Pamplona á Spáni: Allt logaði í óeirðum í gær Pamplona. Spáni 10. júlí Rcuter — AP. GÖTUBARDAGAR og óeirðir blossuðu upp að nýju milli sérþjálfaðra lögreglusveita og mótmælahópa í spænsku borginni Pamplona. Hófust átökin eftir útför ungs vinstrimanns sem var skotinn til bana á árlegri nautaatshátíð Pamplona á sunnudag og brutust þá út hinir ferlegustu bardagar. Nokkur þúsund syrgjenda höfðu gengið þegjandi frá kirkjugarðin- um og að staðnum þar sem maðurinn, Germano Rodrigues, var skotinn á laugardag. Eftir að hafa sungið söng frá Baskahéruð- unum og Internationalinn, báðu þeir sem höfðu skipulagt gönguna, viðstadda að fara með friði heim. Hófu þá nokkrir upp hróp og kölluðu lögregluna morðingja. Brátt logaði allt í óeirðum og breiddust þær eins og eldur í sinu út um borgina. Ekki var ljóst hver skaut Rodrigues sem var félagi í Trotskysamtökum alþjóðakomm- únistahreyfingarinnar. Lögreglan hafði fyrr á laugardag beitt vopnum þegar í brýnu sló á áhorfendapöllunum milli vinstri- sinnaðra andófsmanna Baska og annarra áhorfenda. Vegna andláts Rodrigues var búðum lokað í Framhald á bls. 26 Shcharansky á dauðadóm yfir höfði sér: m „Akæran á hendur mér fráleit ég finn enga sök hjá mér” Moskva 10. júlí AP — Reuter „ÉG VIÐURKENNI ekki sekt mína og lít svo á að ákæran á hendur mér sé fáránleg.“ sagði andóísmaðurinn Anatoly Shchar- ansky er réttarhöldin yfir honum hófust í dag, en hann á yfir höfði sér dauðadóm verði hann sekur Friðsamleg bylt- ing í Máritaníu París, Kjartoun 10. júlí. Reuter — AP ÍIERINN í Afríkuríkinu Máritan- i'u steypti af stóli í dag forseta landsins Moktar Ould Daddad. Af fréttaskeytum virðist mega marka að engar blóðsúthellingar hafi orðið og friður ríki. Hinir nýju valdhafar hafa heitið þvf að mynda nýja stjórn mjög fljótlega til að stýra hinu stóra og stríðshrjáða Vestur-Afríkulandi Tilkynning var send um útvarp Máritaníu til íbúanna sem eru um 1.6 milljónir og sagði þar að forsetinn Daddad, sem er 53ja ára, hefði verið handtekinn fyrir dögun Amin angrar ferðamenn Nairobi 10. júlí — Rcutcr. IIÓPUR franskra ferðamanna. sem fór í ógáti yfir landamæri Kenya til Úganda í dag. var handtekinn og stóðu yfirheyrslur síðan í æðilangan tíma. Ferðagjaldeyrir, sem fólkið var mcð. var einnig tekinn af því. Að þessu stóðu hermenn Idi Amins og voru þeir sagðir hafa sýnt hinn mesta hrottaskap og miðað stiiðgut bvssum á fólkið, að því er virtist mest að gamni si'nu. og allt hefði farið fram með friði og spekt. Máritanía er námaauð- Framhald á bls. 26 fundinn um landráð eins og áka'ran hljóðar upp á. Alexandcr Ginzburg lýsti sig og saklausan af þeim áburði sem hann er horinn. þ.e. andsóvézkri undir- róðursstarfsemi. við upphaf rétt- arhalda vfir honum sem einnig hófust í dag. Kéttarhöldin vfir Shcharansky eru í Moskvu en yfir Ginzburg í Kaluga sem er 100 km frá Moskvu. Ginzburg á yfir höfði sér fimm ára íangelsi og fimm ára útlegð í Síberíu ef hann verður dæmdur. Bróðir Shcharansky, en eftir honum er tilvitnunin í upphafi fréttarinnar höfð, sagði við frétta- menn í kvöld að hann óttaðist að bróðir hans myndi verða dæmdur Alexander Ginzburg með ungum syni sínuim" til dauða. Hann sagði að Shchar- ansky hefði sjálfur varið mál sitt eftir að hafa neitað því að rikisskipaður „verjandi“ hefði málið með höndum. Hefði Shchar- ansky talað í klukkutíma og meðal annars sagt, að hann teldi sig aldrei hafa gert annað en það sem rétt er og hann hefði neitað að ræða framburð vitna gegn honum nema því aðeins að réttarhöldin yrðu höfð opin fyrir stuðnings- mönnum hans og vestrænum fréttamönnum en þeim var bann- aður aðgangur að réttarsalnum. Bróðir Shcharanskys, Leonid, var eini ættingi sakbornings sem fékk að vera við i dag en aftur á móti var tilkynnt á fréttamannafundi Framhald á bls. 26 Hvarvetna eru réttarhöldin fordæmd: „Líf og frelsi saklauss manns eru ekki innanríkismál neins lands” sagði Begin um réttarhöldin yfir Shcharansky London, Washington, New York, Jerúsalem 10. júlí *— AP- Reuter IIVARVETNA frá hinum vest- ra'na heimi hárust hávær mótmæli og forda'ming á réttarhöldunum sem hófust í dag yfir þeim Shcharansky og Ginzburg. Carter Bandaríkja- forseti sagði að réttarhöldin sýndu veikleikamerki Sovét- ríkjanna og va'ru alvarleg Hópur fólks úti fvrir dómshúsinu þar sem réttarhöldin yfir Shcharansky hófust í gær. kúgun sem hlyti að hafa mikil áhrif á samvizku alls heimsins. Talsmaður Bandarfkjaforseta sagði að réttarhöldin myndu þó verða til að vekja enn meiri ákefð á mannréttindamálum frekar en að slæva áhuga á þeim og þau myndu ekki verða til að stöðva forsetann í bar- áttu hans fyrir mannréttindum. Talsmaðurinn sagði. að forsetinn fylgdist glöggt með öllum þeim fréttum sem hægt va'ri að afla af réttarhöldunum og mvndi íhuga hvaða hreyt- ingar kynnu óhjákvæmilega að fylgja í kjölfar þeirra. í kvöld sendi franski Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.