Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JULI 1978 5 Ráðherrar þing- uðu að Hvanneyri FUNDUR norrænu samvinnu- ncfndarinnar um landbúnaðar mál var haldinn í Bændaskólan- um að Hvanneyri 6. júlí s.l. Landbúnaðarráðherrar Noregs, Svíþjóðar og íslands sátu fund- inn, en auk þeirra mættu til fundarins fulltrúar iandbúnaðar- ráðuneyta Norðurlanda ásamt ýmsum fulltrúum stofnana landbúnaðarins. Á fundinum var gerð grein fyrir stöðu landbúnaðarins í hverju landi fyrir sig, svo og innflutningi og útflutningi landbúnaðarvara. Gerð var grein fyrir starfsemi alþjóðastofnana, er snerta land- búnað Norðurlandaþjóðanna. Föstudaginn 7. júlí heimsóttu fundarmenn tvo bændur í Borgar- firði og skoðuðu býli þeirra og búskap. Ekið var um Húsafell og Kaldadal og Þingvellir skoðaðir undir leiðsögn þjóðgarðsvarðar. Næsti fundur norrænu sam- vinnunefndarinnar verður haldinn í Danmörku í janúar 1979. (Fréttatilkynning). Heildaraf linn fyrstu 6 mán. held- ur minni en í fyrra HEILDARAFLINN fyrri hluta þessa árs varð alls 782,010 lestir samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands en varð ails 857,984 lestir í fyrra og stafar þessi munur að langmestu leyti af lakari ioðnuvertíð f ár, þar scm nú vantaði um 80 þúsund tonn upp á miðað við hcildaraflann á loðnuvertíðinni í fyrra. Heildar- botnfiskaflinn fyrra helming þessara tveggja ára er hins vegar svipaður eða 276,464 lestir nú á móti 284,916 lestum í fyrra. Heildaraflinn í ár skiptist þann- ig að bátaaflinn fyrstu sex mánuð- ina varð samtals 149,413 lestir miðað við 158,056 lestir á sama tíma 1977, og togaraaflinn varð nú 127,051 lestir á móti 126,861 lest í fyrra. Bátar lönduðu alls 92,588 lestum í verstöðvum á svæðinu Vestmannaeyjar-Stykkishólmur og togarar 51,320 lestum. Á Vestfhörðum lönduðu bátar á þessu tímabili 20,124 lestum og togarar 23,576 lestum, á Norður- landi lönduðu bátar 15,559 lestum og togarar 31,809 lestir, á Aust- fjörðum lönduðu bátarnir 19,269 lestum og togararnir 17,426 lestum en erlendis lönduðu bátar 1873 lestum og togarar 2920 lestum. Loðnuaflinn fyrstu sex mánuð- ina í ár varð samtals 468,425 lestir en 553,026 lestir í fyrra á sama tíma, rækjuaflinn var nú alls 4641 lest á móti 4239 í fyrra, humarafl- inn 1988 lestir nú en en 1966 lestir í fyrra, hörpudisksafli var núna 3575 lestir en í fyrra 1646 lestir, kolmunnaafli var núna 7656 lestir en 5228 lestir í fyrra og annar afli, svo sem spærlingur, var núna 20,108 lestir en 6954 lestir í fyrra. Aflabrögð í júnímánuði einum voru svipuð og í sama mánuði í fyrra, botnfiskaflinn nú var. t.d. 41,122 lestir á móti 39,415 lestum í fyrra og heildaraflinn 44,867 lestir á móti 46,538 lestum í fyrra. Allharður árekstur varð á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar fyrrihluta dags í gær. Þar rákust á fólksbíll og sendiferðabifreið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefnda valt á hliðina. Ekki urðu þó slys á fólki í þessum árekstri. Ljósm. Óskar Sæm. Jónas Kristjánsson Fyrirlestur í Norræna húsinu JÓNAS Kristjánsson, prófessor, flytur fyrirlestur í, kvöld klukkan 20.30 í Norræna húsinu. Fyrir- lesturin fjallar um handrit Is- lendingasagnanna og útskýrir Jónas fyrirlesturinn með skugga- myndum. Á eftir fyrirlestrinum eða klukkan 22.00 verður sýnd kvik- myndin „Heyrið vella á heiðum hveri“, en sú mynd fjallar um íslenzka hveri. Verðlaun fyrir bílasprautun Blaðaúrklippan hér fyrir ofan barst Mbl. nýlega frá Ástralíu. Þar segir frá ungum Islendingi, Friðriki Hjaltasyni að nafni, sem nýlega vann til verðlauna í iðnskóla í Sydney. Verðlaunin hlaut Friðrik fyrir bilasprautun, en hann hefur fengizt við að mála frá sjö ára aldri, þótt að sennilega hafi Friðrik ekki verið farinn að sprauta bifreiðar þá. Verðlaun fyrir upp- lýsingar um bókastuld PÉTUR Pétursson, heildsali, hefur heitið hverjum þeim 50 þúsund krónum er komið getur lög- reglunni á spor innbrotsþjófa er brutust inn í heildverzlun hans að Suðurgötu 14 aðfararnótt. 19. júní sl. Þaðan hvarf m.a. állt hæsta- réttardómasafn Péturs og Ritsafn Einars Ben. auk fleira en Pétri þykir sárast að hafa misst bækurnar og sérstaklega dóma- safnið. Amnesty: 130 ekki 30 I þýddri Observergrein í Mbl. i gær um Amnesty International stendur 'að á Lundúnaskrifstofu samtakanna vinni 30 manns. Prentvilla hlýtur að hafa orðið í textanum í hinu brezka blaði, því Mbl. hefur verið upplýst um að á skrifstofunni vinni 130 manns. tökum við upp nýjar vörur m.a □ Mittisjakka Stutterma 09’ langerma □ Skyrtur herra og dömu. □ Rifflaðar flauelsbuxur herra og dömu. □ Kakhi herra- ög dömubuxur. □ Pils — Kjólar *— Bolir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.