Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JULÍ 1978 Alexander GinzburK 1960. Árið 1964 var hann gripinn aftur og sakaður um að dreifa andsovéskum bókmenntum, en var engu að síður látinn laus aftur frá Lubyanka-fangelsinu í Moskvu eftir aðeins fjóra daga. Dagblað eitt í Moskvu birti þá bréf, undirritað af Ginzburg, þar sem veitzt var að „vestræn- um áróðursmönnum" fyrir að reyna að gera sér mat úr málsókninni á hendur honum. Ekki leið þó á löngu unz Ginzburg var handtekinn aftur. Var það árið 1967 fyrir bók- menntaleg afglöp ásamt þremur andófsmönnum öðrum. Féll dómur í máli hans 1968 og sætti hann fangelsisvist til ársins 1972 fyrir að gefa út „Hvítu bókina“ svokölluðu, „um Siny- avsky-Daniel rnálið". Svo er að sjá sem Irina Ginzburg, sem kennir útlend- ingum ensku við Moskvu- Ginzburg: Fangi er mitt ríkisfang Moskvu, 12. júlí. AP. ÞEGAR Alexander Ginzburg. gugginn maður og lasburða. var spurður um ríkisfang sitt fyrir rétti í Kaluga í vikunni, svaraði hann „zgk“, en það er fangabúðamál fyrir „fangi“. Andófsmaðurinn Níinzburg. sem er aðeins 41 árs að aldri og menn muna sem keikan og rauðhærðan íþróttamann og þjóðarmeistara í róðrarkcppni, hefur verið heilsulaus um sjö ára skeið af vöidum þrælkunar- vinnu og fangabúðavistar. Eiginkona hans, sem sá hann í upphafi rcttarhaldanna, komst svo að orði að hann va>ri „hálf-dauður“. Irina, eiginkona Ginzburgs, sagði fréttamönnum að maður hennar þjáðist af magasári og berklum og va>ri honum ókringt um gang og tal. Alexander Ginzburg hefur varið svo til öllum sínum tíma eftir að hann komst til fullorð- ins ára til andófsstarfsemi, en undan verður að telja tímabil, sem hann hefur setið í fangelsi. Hefur hann í rauninni ekki haft ákveðið starf með hendi síðan hann var tekinn höndum fyrst, þá nemandi í blaðamennsku við Moskvuháskóla. Hann á nú í vændum fimm ára fangelsisvist, fylgt eftir með fimm ára þrælkunarvinnu og síðan enn fimm árum í Síberíuútlegð verði hann dæmdur sekur um „and- sovéskan róg og áróður". Enda þótt Ginzburg sé af Gyðingum kominn í aðra ættina hefur hann aldrei litið á sjálfan sig sem Gyðing og aldrei farið fram á að fá að flytjast úr landi. Hafa störf hans frekar verið á vettvangi almennra mannrétt- inda en Gyðinga. Yfirlýsingar sakborningsins við upphaf réttarhaldanna sýna að hann hefur sætt sig við þau örlög sem sovésk yfirvöld hafa ætlað honum. Ginzburg fæddist 21. nóvem- ber 1936, sonur hagfræðings. Hann innritaðist í Moskvu- háskóla 17 ára að aldri og stóð þar meðal annars fyrir útgáfu tímarits er birti ólöglegan skáldskap. Var forsprakkinn handtekinn á síðasta ári sínu við skólann og dæmdur til t-veggja ára þrælkunarvinnu frá háskóla, hafi einnig sætt sig við úrskurðinn yfirvofandi og þau áhrif, er hann kemur til með að hafa á hennar ævi og störf. Þau hjónin eiga tvo syni, 3 og 5 ára að aldri, sem hafa stytt sér stundir við að teikna myndir sem bréf til föður síns síðan hann var handtekinn. Þar eð ekkert samband hefur verið leyft milli fjölskyldunnar og föðurins prýða þær nú veggi íbúðar þeirra í Moskvu. Þegar Ginzburg var síðast handtekinn 3. febrúar 1977 hafði hann verið frjáls ferða sinna í fimm ár. Á þeim tíma hafði hann verið skeleggur málsvari mannréttindabaráttu í Sovét- ríkjunum og einn ötulasti félagi Helsinki-hópsins frá stofnun hans 1976. Handtakan var liður í herferð yfirvalda gegn andófs- mönnum, sem telja verður að hafi skilað góðum árangri. Að minnsta kosti hefur ekki heyrst mikið af mótmælaaðgerðum í landinu síðan réttarhöld yfir Ginzburg hófust og margt virð- ist benda til að búið sé að þagga niður í starfsömustu félögum hans. Styrjaldarástand í Baskahéruðum Madrid 12. júlí. AP FRÉTTIR frá NorðurSpáni hermdu í dag að ástandið í Baskahéruðunum færi hríðversn- andi og að átök geisuðu nær allan sólarhringinn milli lögreglu- manna og andófsmanna. Tveir unglingar hafa beðið bana í átökum síðan á laugardag. Samkvæmt sumum heimildum er ástandið líkast því þegar borgarastyrjöld er á næstu grösum. „Við virðumst lifa á púðurtunnu sem getur sprungið í loft upp hvenær sem er,“ sagði búðareigandi í San Sebastian höfuðborg Baskahéraðanna. Fréttir frá San Sebastian herma að stór svæði í borginni hafi verið einangruð með götuvígjum sem mótmælamenn hafi reist upp til þess að berjast við lögreglumenn. Baskaráðið (CGV) eða heima- stjórn Baska kom saman ,til sérstaks skyndifundar vegna ástandsins þegar 19 ára gamall maður hafði verið skotinn til bana í átökum mótmælenda og lögreglu og sakaði ráðið lögregluna um að eiga sökina á þeirri ofbeldisöldu sem hefur gengið yfir héruðin undanfarna fjóra daga. Ráðið gaf jafnvel til kynna að ríkisstjórn Adolfo Suarezar yrði að láta því í hendur öll völd, þar á meðal völd yfir lögreglunni, til þess að takast mætti að ráða við ástandið. Jafnframt skoraði CGV á íbúa Baskahéraðanna að sýna stillingu og láta skynsemina ráða. Yfirmaður lögreglunnar í San Sebastian segir að enginn lög- reglumaður hafi beitt skotvopnum gegn mótmælendum í árekstrun- um í gær. Hann hélt því fram, að mótmælendur heföu reynt að ráðast inn í lögreglubúðir og ná Framhald á bls. 21 Þetta gerðist 1977 — Myrkvun í New York vegna rafmagnsbilunar og al- mennar gripdeildir. „1974 — ísraelsmenn reisa gaddavírsgirðingu á landamær- um Líbanons. 1971 - Tíu liðsforingjar ieiddir fyrir aftökusveit í Mar- okkó eftir byltingartilraun. 1918 - Sókn Tyrkja í Palestínu hrundið. 1878 — Stríði Rússa og Tyrkja lýkur. 1841 — Dardanellasundi iok- að herskipum allra þjóða á friðartímum samkvæmt samn- ingnum um tyrknesku sundin. 1822 — Grikkir sigra Tyrki í Þermópýle-skarði (Laugakiifi). 1793 — Charlotte Corday myrðir franska byltingarmann- inn Marat. 1558 — Flæmskur her Eg- monts sigrar Frakka við Grava- lines. Afmæli dagsinsi Ferdinand II keisari (1608—1657) — John Clare enskt skáld (1793—1864) — Gustav Freytag þýzkur skáldsagnahöfundur (1816-1895). Innlenti D. Ögmundur Páls- son biskup (í hafi) 1541 — Blirikur konungur Magnússon prestahatari 1299 — F. Dr. Skylab lætur ekki að stjóm Houston 12. júlí. Reuter — AP. STARFSMENN geimvísindastöðvarinnar í Ilouston reyndu í dag að ná aftur stjórn á geimvfsindastöðinni Skylab sem hefur átt í erfiðleikum síðan rafkerfi hennar bilaði um helgina til þess að koma í veg fyrir að stöðin hrapi til jarðar. Talsmaður geimvísindastjórnarinnar, NASA, sagði að við erfiðleika væri að stríða og að ekki mætti gera of lítið úr þeim. Ilins vegar sagði hann að menn væru vongóðir um að takast mætti að gera við bilunina. Vegna mistaka vísindamanna hefur braut geimvísindastöðvar- innar færzt stöðugt nær jörðu á undanförnum mánuðum og starfs- menn NASA hafa sagt, að stöðin geti hrapað til jarðar eftir nokkra mánuði ef braut hennar verði ekki leiðrétt. í tvo mánuði hefur verið reynt að hlaða rafhlöður stöðvarinnar til þess að halda rafkerfinu gangandi og stöðinni á réttri braut.Lengi vel virtist allt ganga að óskum en nú hefur verið viðurkennt að síðasta rafmagnsbilunin sé sú þriðja á tveimur mánuðum. Vísindamenn vona að þeir geti haldið Skylab á lofti nógu lengi til þess að hægt verði að senda björgunarleiðangur út af örkinni seint á næsta ári til þess að þrýsta stöðinni á hærri braut þar sem hún geti verið í að minnsta kosti einn áratug. Núverandi jarðnánd Skylab er um 350 km og ef ekkert er að gert getur jarðnándin orðið um 120 km þar sem alvarleg hætta yrði á því að stöðin hrapaði til jarðar. V örubílst jór ar valda öngþveiti Bolzano, ítaliðu, 12. júlí. AUSTURRÍKSIR vörubif- reiðastjórar halda áfram verkfalli sínu með vegar- tálmum við landamæri Austurríkis og Ítalíu og mótmæla þannig vegartolli, sem austurríska stjórnin leiddi í lög 1. júlí sl. í svokölluðu Brenn- er-skarði höfðu bílstjórar lagt um 1000 flutningabílum á miðvikudag og komst engin umferð þar um ef undan eru taldir bílar sem fluttu geymsluþolslausan varning samkvæmt sérsamkomulagi verkalýðsfélaga og yfirvalda í Bolzano. Bílaröðin er stöðv- Hallgrímur Scheving 1781 — Sæmundur Hólm sýknaður 1818 — „Goðafoss“ kemur 1915 — Eyjólfur Jónsson syndir frá Eyjum til lands 1959 — F. Dr. Haildór Halldórsson 1911 — Hákon Bjarnason 1913. Orð dagsinsi Menn þurfa ekki að vera matreiðslumenn til að gagnrýna matreiðslu. — Samuel Johnson enskur rithöfundur (1709-1784). aði umferðina, var Ítalíu- megin landamæranna. Fundur var á miðvikudag boðaður meðal viðkomandi aðila til að reyna að leysa deiluna. Fréttir herma að við norð-austur landamæri Ítalíu hafi einnig myndazt 15 kílómetra löng röð vörubíla Austurríkismegin og ríki þar mesta öngþveiti. r Iri veginn í misgripum Belfast 12. júli. Reuter. AP BREZKI ráðhcrrann Roy Mason baðst í dag afsökunar vegna þess að hcrmenn skutu til bana í gær 16 ára gamlan pilt sem þeir töldu vera írskan hryðjuverkamann. Skömmu eítir að Mason gaf yfirlýsingu sína beið hermaður bana af völdum sprengju hryðju- verkamanna nálægt þorpinu Crossmaglcn rétt hjá landamær- um írska lýðveldisins. Þó bendir ekkert enn til þess að hér hafi verið um að ræða hefnd fyrir dauða piltsins. Pilturinn, bóndasonurinn John Boyle, varð fyrir skotárás tveggja hermanna úr launsátri þegar hann fór til að huga að vopnabirgðum sem hann hafði fundið. Faðir piltsins hafði tilkynnt hernum um vopnafundinn og hermenn voru sendir á vettvang til þess að fylgjast með því hvort einhver mundi vitja vopnanna. Pilturinn fór aftur á staðinn af einskærri forvitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.