Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JULI 1978 + Bróöir okkar, ÞORSTEINN EINARSSON múrari, Rauðarársstíg 30, lést í Landakotsspítala 12. júlí s.l. Systkinin. Móöir okkar + JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Ásbraut 13, Keflavík, lést aö Sjúkrahúsi Keflavíkur þriöjudaginn 11. júlí. Synir hinnar látnu. + Eiginkona mín, móöir mín, tengdamóöir og amma FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Sólheimum, Vífilsgötu 21, sem lést 6. júlí veröur jarösungin föstudaginn 14. júlí kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Sveinbjörn Helgason Rannveig Sveinbjörnsdóttir Pétur Bjarnason Sveinbjörn Fjölnir Pétursson Þóra Birna Pétursdóttir Fjóla Pétursdóttir Olga Björk Pétursdóttir. + Móöir okkar ANNA TEITSDÓTTIR, Bakka í Víðidal, lézt í sjúkrahúsinu á Hvammstanga aöfaranótt 10. júlí s.l. Jaröarförin fer fram frá Víöidalstungu laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Börn hinnar látnu. t Útför móður okkar, JÚLÍÓNU BJARGAR JÓNSDÓTTUR, veröur gerö frá Ásólfsskálakirkju, undir Eyjafjöllum mánudaginn 17. þ.m. kl. 14 Systkinin. + Útför SÉRA SIGURÐAR Ó. LÁRUSSONAR, fyrrverandi prófasts í Stykkishólmi veröur gerö frá Dómkirkjunni, föstudaginn 14. júlí kl. 1.30. Sigurður Reynir Pétursson, Bragi Jósepsson. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og systir ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Laufskógum 21, Hveragerði veröur jarðsungin frá Háteigskirkju, föstudaginn 14. júlí kl. 1.30. Daníel Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Níels Kristjansson, Anna Mary Kristjánsdóttir, Karen Kristjánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu MARGRÉTAR LAUFEYJAR GUDMUNDSDÓTTUR, Brávallagötu 46, Brindís Flosadóttir, Ásmundur Helgason, Stefanía Flosadóttir, Gunnar Maggi Árnason og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför KRISTJÖNU PÁLSDÓTTUR Samtúni 24, Kristján Júliusson stjúpbörn og systkini hinnar látnu. Minning: Einar Gíslason málarameislari Aðfararnótt s.l. laugardags 8. júlí lést hér í borg Einar Gíslason, málarameistari, tæplega 88 ára að aldri. Hann var um áratuga skeið einn athafnamesti málari borgar- innar og félagsmálafrömuður iðn- aðarmanna í landinu. Einar var fæddur hér í borg hinn 5. október 1889 og voru foreldrar hans Ragnheiður Sigurð- ardóttir og Gísli Þorláksson. Hér í borg ólst hann einnig upp og Ól hér allan sinn aldur að undanskildum 5 árum, er hann var við nám erlendis, aðallega í Kaupmannahöfn, en þangað hélt hann eftir að hann hafði verið í námi í málaraiðn hjá Lárusi Jörgensen, málarameistara. Sveinsprófi lauk Einar frá Tekn- iske Selskabs Skole í Kaupmanna- höfn 1912, og stundaði framhalds- nám við sama skóla til ársins 1914. Hann kemur heim til íslands 1916 og stofnar þá sitt eigið fyrirtæki, sem með árunum varð all umfangsmikið og rak það alla tíð með forsjálni og dugnaði. Hafði Einar lengst af meira að gera sem málari en flestir aðrir, og eru það nægileg meðmæli með honum sem iðnaðarmanni. Einar var enginn flysjungur eða hávaðamaður, þótt mikil og marg- vísleg störf hafi hlaðist á hann. Hann fór hægt og rólega. En það var einmitt þetta gætna rólyndi hans, víðtæka þekking, heilbrigð skapgerð og vilji og geta til þess að leysa hvern vanda svo, að hlutaðeigandi fyrirtæki, iðnaður Islands og þjóðin öll hlytu gott af, sem skapaði honum tiltrú og traust allra, er með honum störf- uðu. Hann kom mjög við sögu iðnað- armála um áratuga skeið. Hann varð félagi í Iðnaðarmannafélag- inu í Reykjavík 1921 og starfaði þegar í mörgum nefndum. Hann var í stjórn þess í 9 ár og hafði þá verið í varastjórn í 8 ár. Heiðurs- félagi þess varð hann 1959. Hann var stofnandi Málarameistarafé- lags Reykjavíkur 1928 og var formaður þess í 21 ár og var heiðursfélagi þess. Þá stofnaði Einar með öðrum málningarverksmiðjuna Litir og lökk 1936 og var stjórnarformaður til 1942. Þegar Landssamband iðnaðar- manna var stofnað 1932 á fyrsta Iðnþingi Islendinga var Einar kosinn í fyrstu stjórn þess og átti sæti í stjórninni lengur en nokkur annar, eða í 28 ár, og var varaforseti þess í 16 ár og var fyrsti íslendingurinn sem sæmdur var gullmerki Landssambandsins og síðar gerður að heiðursfélaga þess. Formaður prófnefndar málara var hann í 17 ár. í Iðnfræðsluráði um fjölmörg ár. Af hálfu hins opinbera starfaði Einar í stjórnskipuðum nefndum m.a. til að semja: Reglugerð um iðnaðarnám; Reglugerð um iðnráð; Frumvarp til laga um iðnfræðslu; Frumvarp til laga um iðju og iðnað, auk fjölda annarra starfa. Þegar Iðnaðarbanki Islands h.f. var stofnaður 1952 að tilhlutan Landssambands iðnaðarmanna var Einar einn af skeleggustu talsmönnum þess máls og var kosinn í fyrsta bankaráð bankans og átti þar sæti um 12 ára skeið. Auk þessa, sem ég hef upp talið og sýnist ærið, er mér kunnugt um störf Einars á fjölmörgum öðrum vettvöngum félags- og framfara- mála. Eins og áður sagði báru menn traust til Einars og hánn vakti tiltrú með framkomu sinni og málflutningi. Einar var orðinn fullorðinn maður eða um sjötugt þegar ég kynntist honum á Iðnþingi 1960, þegar hann lét þar af stjórnar- störfum að eigin ósk. Hans hafði ég þó heyrt getið af föður mínum, sem mat Einar mikils sem fag- mann og góðan vin. A þessu fyrsta þingi mínu tók Einar mér nánast opnum örmum, þóttist kenna svipmót föðurins og bað fyrir góðar kveðjur til foreldra minna sem hann sagði góða vini sína. Eftir að hafa verið samvistum við Einar eftir þetta og kynnast honum nánar og ræða við hann málefni iðnaðarins, þá gekk ég þess ekki dulinn að þar fór mikill mannkostamaður. Hann var óvenju fróður um menn og málefni og minnugur vel. Einar kvæntist 14. des. 1918 Kristínu Friðsteinsdóttur úr Reykjavík. Eg sem þessar línur rita hef ekki átt því láni að fagna að kynnast þeirri ágætu konu, en ég leyfi mér að fullyrða að hún hlýtur að hafa átt verulegan þátt í velgengni Einars. Það getur eng- inn maður afrekað slíku starfi sem Einar, nema hann eigi sér við hlið mikilhæfan lífsförunaut. Son Einars, Gísla, hef ég þekkt og unnið með á síðustu árum, m.a. við endurskoðun á lögunum um iðju og iðnað sem Einar vann við áður, og Gísli hefur borið kveðjur á milli hin síðustu ár. Þakkir vil ég nú flytja frá öllum iðnaðarmönnum fyrir störfin heilladrjúgu. Landssamband iðn- aðarmanna þakkar samfylgdina og kveður traustan heiðursmann. Eg votta eftirlifandi konu hans, syni og öðrum ástvinum innileg- ustu samúð mína. Blessuð sé minning Einars Gíslasonar. Sigurður Kristinsson Haraldur Kjart- ansson — Minning Fæddur 7. júlí 1920. Dáinn 4. júlí 1975. Faðir Haraldar er Kjartan Sigurtryggvason frá Litluvöllum í Bárðardal og móðir Haraldar hét Nýbjörg Þorláksdóttir ættuð úr Eyjafirði, látin fyrir nokkrum árum. Ungur fluttist Haraldur með foreldrum sínum til Akureyr- ar og hefir átt þar heima síðan. + Faðir mlnn, tengdalaðir, afi og langafi, SIGURDUR GÍSLASON fyrrverandi skipatjóri, Sörlaskjóli 76, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. júlí kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimili aldraöra sjómanna í Reykjavik. Edda Sigurðardóttir, Grótar Strange, barnabörn og barnabarnabarn. Útför fööur okkar og tengdafööur"^" EGILS STEFÁNSSONAR, kaupmanns, Aðalgötu 11, Siglufirði veröur gerö frá Siglufjaröarkirkju föstudaginn 14. júlí kl. 17.00. Jóhannes Þ. Egilsson, Margrót Magnúsdóttir, Margrét Egilsdóttir, Kristján Steindórsson, Geirlaug Egilsdóttir, Árni Kristmundsson. + Aluðarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmuj SESSELJU SÍMONARDÓTTUR Grímur Sigurösson, Ásta Kristinsdóttir, Ágústa Siguröardóttir, Siguróur Guðmundsson, Sigurður Símon Sigurðsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Gróa Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Árið 1944 — 14. október, gekk Haraldur í hjónaband með unn- ustu sinni Elínu Hannesdóttur frá Heiðargarði í Eyjafirði. Þau komu sér upp íbúðarhúsi að Víðimýri 6 á Akureyri og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: Einar Rafn kennari, kvæntur Guðlaugu Ólafs* dóttur og eiga þau 4 börn. Svo er það Hannes vélvirki, kvæntur Guðrúnu Guðniundsdóttur, þau eiga 3 börn. Svo er það Helga Björg ógift í foreldrahúsum. Einn- ig dvelur Kjartan faðir Haraldar á þeirra heimili að Víðimýri, hann er nú orðinn háaldraður maður. Að lang mestu leyti hefir atvinna Haraldar verið bifreiða- akstur bæði innanbæjar á Akur- eyri og svo einnig út um nærliggj- andi sveitir og sýslur. Þetta landsvæði þekkti Haraldur mjög vel, bæði bæi og fólk. Og ekki nóg Framhald á hls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.