Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 29 U lk í fréttum + AlllanRt er nú síðan Ford fyrrum Bandaríkjaforseti hefur birzt hér í dálkunum. Um daginn hafði hann haldið ræðu vestur í Texasfylki þar sem hópur kaupsýslumanna frá Suður-Afríku var á ferð. Lét hann þau orð falla um Rússa að þeir ættu aðild að styrjaldarátökum suður í Afríku og markmið þeirra þar væri rússnesk yfirráð frá hafi til hafs, þ.e.a.s. frá Atlantshafi til Indlandshafs. Sagði hann Afrikuvandamálið myndi fara vaxandi. + Ilér sjást leikarar sem fulltíða fólk man eftir úr amerískum dans og söngvamyndum. þau Ginger Rogers og George Murphy. Ilún er nú orðin 66 ára, en George 76 ára. Hann fór yfir í stjórnmálin þegar hann tók að eldast og gat ekki lengur farið með lipurð dansherrans. En þau voru um daginn saman í diskóteki einu í New York til að kynna þar nýjan hárþvottalög og var þessi mynd þá tekin af þeim, hressum eins og í gamla daga. + Ilver kannast ekki við Cliff Richard? Söngvarann sem allar mæður lofuðu og prísuðu hér áður fyrr og gera reyndar enn. — vegna þess að hann var ekki skítugur eiturlyfjaneytandi. Kappinn er nú orðinn 38 ára gamall. Ekkert virðist vinsældum hans þó ætla að linna. Lög hans virðast alls staðar hitta hjörtu fólks hvort sem er í Sovétríkjunum eða kolanámum Englands. Richard er nú staddur í Noregi þar sem hann vinnur að gerð sjónvarpsþáttar fyrir norska sjónvarpið. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni komu hans. sagði hann að vissulega væri hann erfiðisvinnumaður. En á meðan að kraftar hans entust og tónlist hans höfðaði til fólks. myndi hann halda áfram. + Svíar ferðast mikið. eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, til suðra'nna landa og þjaka innfædda með nærveru sinni. Það nýjasta sem sænskar ferðaskrifstofur bjóða uppá eru sænskir skemmtikraftar sem eiga að skemmta næpuhvítum sóldýrkendum. Margar þessara ferðaskrifstofa eiga hótel t.d. á Mallorca og Rhodos. Margar skærustu stjörnur Svía munu skemmta þar í sumar. Heyrzt hefur að menn þar suður frá séu ekkert yfir sig hrifnir af ráðstöfun þessari. Margir hörundsdökkir söngvarar og skemmtikraftar hafa til þessa grætt á tá og fingri á iðju þessari. Á myndunum eru frá vinstri söngkonurnar Sylvia Vrethammer, Siw Malmkvist og Lill-Babs. Verzlunarstjórar 7500/5 Getum útvegaö meö stuttum fyrirvara inn- réttingar, slár, hengi, hillur, stæröarmerk- ingar o.fl. fyrir verzlanir. Gráfeldur Símar 26820 og 26626. jl jafnlöngum tima ogþaó iekur yóur aJ laya bollu af instant kaffi,yetiS þer nú tcujad könnu af hitini rujju (fic/öutyi> skyruHsúpu. -%osió úrpaAAanum ikónnuna, kelliá ýóSandi i^atniyfir, jreerió i cy súpan er tilbúin. — jfitfítn teyundir eru þeyar kotnnar á niar/caóiuti. - (ffressandi, fúffencj Cac/futys skyndisúpa hirencer sölarhrings sern er. H.BENEDIKTSSON H.F SÍMI 38300 — SUÐURLANDSBRAUT 4 - REYKJAVÍK TÍsku- sýning ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammageröarinnar, íslensks Heimilisiönaöar og Hótels Loftleiöa. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir fatnaöar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. ★ Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.