Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 32
Hjón finnast lát- in af skotsárum Harmleikur að bænum Þormóðsstöðum við Hafravatn HÖRMULEGUR atburður átti sér stað á bænum Þormóðsdal skammt frá Hafravatni snemma í gær- morgun. Lögreglan fann þar hjónin á bænum bæði látin af skotsárum. Rann- sóknarlögregla ríkisins varðist allra frétta af þessum atburði í gær og kvað Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins málið vera á frumstigi í rannsókn. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað var það laust fyrir kl. 6 í gærmorgun að hringt var í lögregluna og tilkynnt að slys hefði orðið að Þormóðsdal í Mosfellssveit, skammt frá Hafra- vatni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir mann og konu þar látin af skotsárum. Eftir fyrstu verksummerkjum að dæma var talið, að maðurinn hefði orðið konunni að bana, að því búnu hringt í lögregluna en síðan ráðið sjálfum sér bana. Rannsóknarlög- reglan vildi þó ekki staðfesta í gærkvöldi að atburðarásin hefði verið með þessum hætti, en rétt er þó að taka fram að ekkert bendir til þess að þriðji aðili hafi komið við sögu þessa máls. Þormóðsdalur er í eigu Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins en embætti veiðistjóra ríkisins hafði þar aðstöðu til geymslu á hundum, sem eru í eigu embættisins. Hjónin, sem voru barnlaus, bjuggu í Þormóðsdal og hafði maðurinn umsjón með hundunum. Hann var á sextugsaldri en konan um fertugt. Að ósk rannsóknarlög- reglunnar er ekki unnt að birta nöfn hinna látnu í dag. Þormóðsdalur við Ilafravatn, þar sem hinn hörmulegi atburður gerðist. Ljósm. Mbl. Rax. Miðstjóm ASI lýsir jákvæðri afstöðu til samkomulagsins BSRB vill láta grimnkaupshækkun eftir áramót fyrir aukinn verkfallsrétt MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Is- lands hefur lýst jákvæðri afstöðu til þeirra helztu atriða, sem undanfar- ið hafa verið til umræðu milli launþegasamtakanna og vinstri flokkanna í ljósi hugsanlegs stjórn- arsamstarfs þeirra, og mun mið- stjórnin beita sér fyrir framgangi máisins í samráði við stjórnir landssambandanna, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ. Hefur miðstjórnin samþykkt að boða til sameiginlegs fundar miðstjórnar og stjórna landssambanda á morg- un, fimmtudag. Á fundi miðstjórnar í gær voru ræddar þær hugmyndir sem undan- farið hafa verið reifaðar, og var óskað eftir afstöðu til þessara atriða, en þar er um að ræða í fyrsta lagi að samningarnir, er gerðir voru á sl. ári, taki gildi frá 1. september en þó verði sett þak á greiðslu vísitölu, í öðru lagi verði samningarnir hinn 1. desember nk. framlengdir í 12 mánuði án grunnkaupshækkana en með vísitölubótum samkvæmt fram- an sögðu og í þriðja lagi að sett verði á laggirnar nefnd til að fjalla um endurskoðun vísitölukerfisins með þátttöku ASÍ. Að sögn Snorra Jónssonar fram- kvæmdastjóra ASÍ var samþykkt á Stjómarsáttmáli lagdur fram í dag fyrir rætur verðbólgumeinsins þá er tómt mál að tala um minn stuðning." Kvöldfundur viðræðunefnda flokk- anna hófst klukkan 21 í gærkvöldi og stóð fram til um tólfleytið en síðdegis í gær voru þingflokksfundir hjá öllum aðilum eftir nær stanzlaus nefndastörf fyrr um daginn. Mið- stjórn Framsóknarflokksins mun koma saman klukkan 21 í kvöld og flokksráð Alþýðubandalagsins kem- ur saman klukkan 17. Sú skoðun virtist ríkjandi með alþýðubandalagsmönnum í gær að þeir vildu miða efnahagsstefnuna við endurskoðun um áramót, en hins vegar vilja alþýðuflokksmenn leggja línurnar til lengri tíma. Þá munu „An kerfisbreytingar í efnahagsmálum er tómt mál að tala um minn stuðning”, segir Vilmundur Gylfason „ÞAÐ ER stefnt að því að leggja fyrir menn á morgun drög að stjórnarsáttmála til að taka afstöðu til og þá ganga endaniega frá. Ég stefni að því að þessi rfkisstjórn, ef af henni verður, komi á fimmtudag, föstudag,“ sagði Ólafur Jóhannes- son formaður Framsóknarflokksins er Mbl. ræddi við hann á miðnætti í nótt eftir kvöldfund viðræðu- nefnda flokkanna þriggjat Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Spurningu um það, hvort hann mæti stöðuna þannig að betta tækist svaraði Ólafur. „Þetta r allt í áttina. Við færumst stöðugt nær. Það er að vísu enn ágreining- <r, en ég tíunda hann ekki núna, en ef ekkert óvænt kemur upp á þá held ég að þetta ætti að takast. En þetta er ckki búið ennþá og enn geta óvæntir hlutir gerzt, þó ég eigi í sjálfu sér ekki von á slíku nú.“ Innan Alþýðuflokks eru enn mjög skiptar skoðanir um þetta stjórnar- samstarf og þannig sagði til dæmis Vilmundur Gylfason m.a. í samtali við Mbl. í gærkvöldi: „Ég verð að sjá stjórnarsamninginn í heild sinni áður en ég geri upp hug minn til þessa stjórnarsamstarfs og ef ég sé ekki að þar sé stefnt að þeirri kerfisbreytingu í efnahagsmálum, sem ég tel nauðsynlega til'að komast alþýðubandalagsmenn vilja hafa samstarfsyfirlýsingu flokkanna sem stytzta en alþýðuflokksmenn leggja þeim mun meiri áherzlu á að ekki verði of snubbótt um hnútana búið. Virtist mikið velta á því í gærkvöldi að Ólafi Jóhannessyni takist að samræma þessi sjónarmið. Sjá samtal við Vilmund Gylfason bls. 18. „Hef ekki svo vítt kok að ég kyngi hverju sem er.“ miðstjórnarfundinum með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að svara þessum atriðum opinberlega með jákvæðri afstöðu. Greiddu 13 fund- armanna atkvæði nieð því en þeir Bjarni Jakobsson, Óskar Vigfússon og Jón Snorri Þorleifsson sátu hjá en Björn Þórhallsson frá landsambandi verslunarmanna greiddi atkvæði á móti. I samtali við Mbl. kvaðst Björn hafa mælt gegn því að Alþýðusam- bandið tæki formlega afstöðu til þessara atriða og kvaðst fyrir sitt leyti alls ekki geta fallizt á fram- lengingu samninganna óbreyttra í eitt ár, sérstaklega með tilliti til þess að verzlunar- og skrifstofufólk, er hann væri fulltrúi fyrir, hefði dregizt verulega aftur úr helzta viðmiðunarhóp sínum, ríkisstarfs- Stjórnarfundur BSR hófst í gær- kvöldi og stóð enn þegar Mbl. hafði síðast fréttir en á þessum fundi mun m.a. hafa verið til umræðu að BSRB gefi eftir áfangahækkun, sem á að koma á laun þeirra eftir áramótin en í stað þess hyggjast BSRB-menn fá verulega rýmkun á samnings- og verkfallsrétti frá því sem nú er. Þá er tekjumark vísitöluþaksins mjög á dagskrá bæði innan BSRB og ASÍ og er nú einkum rætt um að þakið komi á tekjur á bilinu 220—240 þúsund, sem er töluvert hærra en fulltrúar láglaunafélaganna telja skynsamlegt og mun töluverð óánægja vera í röðum forystumanna þeirra með þessa framvindu. FJOGUK ORUGG RÁÐHERRAEFNI ÞÓTT skiptingu ráðuneyta og ráðherraefni hafi ekki form- lega borið á góma enn í stjórnarmyndunarviðræðunum hafa þau mál að sjálfsögðu verið rædd innan stjórnmála- flokkanna. Fjórir mcnn og tvö ráðherraembætti eru ráðin ef af stjórnarmyndun verðurt Ólafur Jóhannesson sem for- sætisráðherra, Benedikt Grönd- al sem utanríkisráðherra, og einnig töldu menn að Ragnar Arnalds og Kjartan Jóhanns- son væru vís ráðherraefni sinna flokka. Mbl. spurði Ólaf Jóhannesson hvort honum og Framsóknar- flokknum væri dómsmálaráðu- neytið fast í hendi og sagði hann: „Það er ekki alveg hægt að segja um það á þessu stigi. Það fer eftir því hvaða önnur ráðuneyti koma til greina. En við höfum áhuga á því. Og það hafa fleiri. En hver flokkur fær aðeins fjögur ráðu- neyti í hlut ef af verður." Alþýðuflokkurinn mun hafa sett fram ósk um dómsmálaráðuneytið og er talið að Vilmundur Gylfason eigi kost á því að verða þriðja ráðherraefni flokksins, ef hann sækist eftir því, en Sighvatur Björgvinsson hefur lýst því yfir að hann vilji ekki taka sæti í ríkisstjórninni ef af henni verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.