Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Spjallað við Reyni Zoéga bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í yfir 20 ár „Ekki mikil pólitísk átök nema rétt fyrir kosningar ” Fulltrúar sjálfsta'dismanna í bæjarstjórn Neskaupstaðar eru þeir Gylfi Gunnarsson og Ilörður Stefánsson, en þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins þar í vor var Reynir Zoega. Reynir sat í bæjarstjórn á Neskaupstað í yfir 20 ár, en hann var fyrst kjörinn sem aðalfulltrúi árið 1958. Áður hafði hann verið varamaður Jóhanns P. Guðmundssonar og sat marga fundi í fjarveru Jóhanns sem þá var á förum frá Neskaupstað. Skipting bæjarfulltrúa á Neskaupstað er nú þannig, að Alþýðubandalagið hcfur 5 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn 2 og Framsóknarflokkur 2. Reynir er borinn og barn- fæddur Norðfirðingur og hefur verið starfsmaður Dráttar- brautarinnar í um 35 ár. Auk starfa sinna í bæjarstjórninni hefur Reynir verið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og formaður þess var hann í tvö ár. Morgunblaðið hitti Reyni að máli í Neskaupstað fyrir nokkru og spurðum við hann fyrst hvort ekki væri erfitt að vera sjálf- stæðismaður á Neskaupstað og síðan báðum við hann að segja okkur frá helztu áhugamálum sínum og starfi innan bæjar- stjórnarinnar. — Það er ágætt að vera sjálf- stæðismaður hér eins og annars staðar, svaraði Reynir. — Þó held ég að nauðsynlegt sé fyrir þá sem fylgja Sjálfstæðisflokkn- um að málum að vera ekkert að pukrast með það. Ef ekki er öllum ljóst hvar viðkomandi stendur í flokki fær hann ekki nokkurn frið. Annars er það náttúrulega erfitt og þreytandi að vera í bæjarstjórn í 20 ár og alltaf í andstöðu. Mér sýnast sjálfstæðismenn í Reykjavík þegar orðnir þreyttir eftir að- eins hálft ár. — Hér á Neskaupstað eru pólitísk átök ekki mikil nema rétt fyrir kosningar. Menn greinir að vísu á um fram- kvæmdaröð, en ekki almennt um hvaða hluti þarf að framkvæma, þó svo að slíkt komi fyrir. Við höfum reynt að halda uppi jákvæðri stjórnarandstöðu í bæjarstjórninni og málefna- legri. Alþýðubandalagsmenn hér eru ekki nema rétt um helmingur kjósenda, svo hér er ekki nein „Litla Moskva" eins og kallað hefur verið, þar eru víst 99% kommúnistar. Þeir slíkir, sem hafa komið hingað austur að sunnan hafa snúið vonsviknir til baka og sagt að kommarnir hér væru ekki nema bleikir í sinni trú. Hafnarframkvæmdirnar eitt helzta áhugamálið • — Sem bæjarfulltrúi starfaði ég mikið í Hafnarnefnd og sinnti þá þeim verkefnum, sem ég tók að mér bæði hér á staðnum og við stjórnvöld syðra. Höfnin er orðin nokkuð góð, en það er spurning hvort verkefn- um við hana ljúki nokkurn tímann, það tekur eitt við af öðru. — Það munaði miklu hér á Neskaupstað er nýja verksmiðj- an var byggð hér eftir snjóflóðin og þá inni í Vindheimi. Vegna byggingarinnar þurfti aukna uppfyllingu og var efninu dælt úr höfninni. Vegna þessara framkvæmda fengum við fyrir- greiðslu og hægt var að vinna þetta verk á skömmum tíma, en ef svona hefði ekki verið í pottinn búið hjá okkur hefðu þessar framkvæmdir tekið mörg ár. Aðstaða fyrir smábáta er orðin tiltölulega góð, en við höfnina sjálfa er þó ýmislegt ógert. T.d. er enn flotbryggja fyrir litlu bátana, en það er aðeins til bráðabirgða. Ljós voru sett upp í haust, en t.d. er eftir að steypa þekju á stærri bryggj- una og fleira mætti telja. — Ég vann mikið að því að slippurinn var byggður árið 1967 og við getum tekið þar upp allt að 500 tonna skipum. Þetta er eini slippurinn á Austfjörðum, sem getur tekið upp þetta stór skip t.d. minni skuttogara. — Vandamál Neskaupstaðar eru svipuð eða þau sömu og í öðrum bæjarfélögum af þessari stærð. Tekjumöguleikar bæjar- ins eru ekki nægjanlegir til að standa undir helztu fram- kvæmdum, en það mál sem er efst á baugi hér núna er olíu- malarlagning eins og á öllum Austfjörðum. Þetta verk hefur gengið hægar hér en við höfðum reiknað með og er það m.a. vegna óeðlilega mikils viðhalds á aðalgötunni, sem er steypt, en hún fór illa snjóflóðaveturinn vegna mikillar umferðar þungra tækja um hana. Það hefur í mörg ár verið samþykkt að leggja olíumöl á götur uppi í bænum, en ekki orðið af því. Þessu tekst vonandi að ljúka í ár, segir Reynir Zoega að lokum. „Hann sullaöist yfir árnar eins og ekkert vœri ” — ÞÚ ÆTTIR að skoða Fordinn hans Óla Baldurs. sagði einhver við blaðamann á leiðinni austur á Neskaupstað. Sjáifsagt hetur eitthvað hnusað í blaðamanni, en síðan spurði hann hvort Fordinn hans óla Baldurs væri nokkuð merkilegri en aðrir bflar. — Jú, sjáðu til, hann er árgerð 1931 og fyrir ýmsa hluti frægur bfll. Með þetta vegarnesti bönk- uðum við upp hjá Óla Baldri og spurðumst fyrir um fyrrnefnda bifreið. Það var auðsótt mál að fá að skoða bílinn og eigandinn fræddi okkur um sögu hans. Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að Óli Baldur er Jónsson, tannsmiður að mennt, en hefur í mörg ár starfað sem tannlæknir á Neskaupstað og áður einnig víðar á Austfjörðum. Óli Baldur býr við Hafnarstrætið í Nes- kaupstað, aðalgötu bæjarins, og þar er einnig tannlæknastofan til húsa. Á jarðhæð hússins, sem stendur í hjarta bæjarins, eru eins og Gísli kæmist allt á bílnum og t.d. sullaðist hann yfir árnar eins og ekkert væri. Ég varð síðan þriðji eigandi Fordsins og gaf fyrir hann 12 eða 15 þúsund, en nýr jeppi kostaði þá yfir 30 þúsund krón- ur. Oddsskarðið var þá ekki bezti fjallvegur í heimi, en það var enginn hindrun fyrir bílinn og í rauninni fór hann viðstöðu- laust milli Vopnafjarðar og Hornafjarðar, en á þessa staði og alla þar á milii þurfti ég iðulega að fara vegna starfs míns: — Bíllinn bilaði aldrei neitt sem heitið gat og gekk eins og Á góðum degi á gamla Ford inni í sveit. tveir bílskúrar og í öðrum þeirra er Fordinn góði, árgerð 1931. — Þetta er frægur bíll að því leyti, að hann er fyrsti bíllinn, sem keyrður er hingað austur á Firði, að því er ég bezt veit, segir Óli Baldur. — Garðar Guðnason rafvirki keypti bílinn, nýjan að ég held. Bíllinn var síðan keyrð- ur norður um land og hingað austur af Garðari og bróður hans. Fram á þénnan dag hefur mátt sjá merki vegagerðar þeirra bræðra á Breiðdalsheið- inni, en þá var enginn vegur kominn þar, sem heitið gat, og því þurfti að ryðja til á heiðinni og sjálfsagt víðar. — Gísli Björnsson rafvirki á Hornafirði eignaðist síðan bíl- inn og hafði hann mest til einkanota, en einnig til að flytja lækna suður í sveitir. Það var Litið á gamla Ford tann- lœknisins í Neskaupstað klukka. Árið 1966 lagði ég bíln- um, en þá hafði dynamórinn gefiö sig. Ég gat fengið dynamó í staðinn, en ekki af upprunalegri tegund og ég vildi ekki neina aðskotahluti í bílinn. Þá vantaði líka spindilbolta í Fordinn og þá fann ég Ioksins í fyrra hér á Norðfirði eftir að hafa leitað að slíkum hlutum um allt landið og t.d. gert tilraunir hjá umboðinu. — Nú er það ætiunin að reyna að gera bílinn í gott stand fyrir. Fjárhagsáœthmin hefur fimm þúsund faldast NORÐFIRÐINGAR minnast þess í ár, að nú eru 50 ár liðin frá því að Neskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. Aðalhátíðahöldin verða í júlímánuði næstkomandi. en 7. janúar síðastliðinn var haldinn bæjarstjórnarfundur númer 843 í kaupstaðnum og voru þá rétt 50 ár liðin frá því að fyrst var haldinn fundur í bæjarstjórn á staðnum. Kosningar höfðu farið fram daginn áður, eða 6. janúar 1929, og í bæjarstjórnina voru kjörnir Gísli Kristjánsson útgerðarmaður, Bjargi, Guðjón Hjörleifsson skipstjóri, Ingvar Pálmason alþingismaður, Ekru, Jón Sveinsson, skrifstofumaður, Eyri, Jónas Guðmundsson kennari, Páll G. bormar verzlunarstjóri, Þórsmörk, Stefán Guðmundsson smiður, Laufási, og Þorvaldur Sigurðsson kennari. Kristinn Ólafsson var skipaður bæjarstjóri af ráðherra, en hann var jafnframt bæjarfógeti. Þá var hann einnig sjálfkjörinn formaður bæjarstjórnar með atkvæðisrétt og málfrelsi þannig að hann var í raun nfundi bæjarfulltrúinn. Þrír þeirra manna, sem þennan fund sátu, eru enn á lífi, þeir Gísli Kristjánsson. Stefán Guðmundsson og Þorvaldur Sigurðsson, en þeir hafa allir flutzt frá Neskaupstað fyrir mörgum árum. Verkefni þessa fyrsta bæjar- stjórnarfundar var kosning í nefndir og á fundinum voru kosnar 13 nefndir — svo snemma byrjaði nefndargargan- ið, eins og Kristinn Jóhannsson forseti bæjarstjórnar í Nes- kaupstað orðaði það í ræðu sinni á hátíðarfundi bæjarstjórnar- innar 7. janúar síðastliðinn. Á þann fund var bæjarbúum boðið og hátíðarstemmning ríkti á fundinum. Kosningar í nefndir voru ekki til umfjölíunar á þessum fundi, heldur tvær til- íögur, sem allir bæjarbúar stóðu að. Bæjarstjórnin samþykkti að taka félagsmál til sérstakrar meðferðar á árinu með sam- ræmingu þeirra í huga, þannig að íbúar Neskaupstaðar treysti og auki félagslega samstöðu og félagslegan þroska. Samþykkt var að gera sérstakt átak í umhverfis- og fegrunarmálum. Gera skal áætlun til fjögurra ára og verja a.m.k. 1% af tekj- um bæjarsjóðs ár hvert t'l þessa verkefnis. Einnig var samþykkt að kaupa listaverk eftir Gerðu Helgadóttur, en hún var fædd á Neskaupstað. Að hátíðarfundin- um loknum var öllum bæjarbú- um boðið til kaffisamsætis í Egilsbúð. Ef stuttlega er vikið að þróun bæjarfélagsins þá var Norð- fjarðarhreppi skipt í tvö sveit- arfélög árið 1913, núverandi Norðfjarðarhrepp og Neshrepp. í ársbyrjun 1925 barst hrepps- nefnd Neshrepps erindi frá þremur félögum þess efnis að kannað yrði rækilega möguleik- ar á bæjarréttindum fyrir hreppinn. Þar má segja að bæj- arréttindabaráttan hefjist. Er- indinu var vel tekið í hrepps- nefnd og á næstu árum kom málið oft fyrir hreppsnefndina og að auki voru tveir borgar- fundir haldnir um málið. Sýslunefnd S-Múlasýslu lagð- ist gegn málinu, en Norðfirðing- ar gáfust ekki upp og fólu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.