Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 37. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ayatollah Khomeini: Það er synd gegn guði að slíðraekki sverðin Mehdi Bazargan (í ljósum jakkafötum) hinn nýi for- sætisráðherra heldur inn- reið sína á nýja vinnustað- inn í gær í fylgd með vopn- uðum skæruliðum. Honum á hægri hönd er Ibrahim Yazdi, einn nánasti stuðn- ingsmaður Ayatollah Khoumeinis. (AP-síma- mynd). Baktiar handtekinn — ráðu- neyti Bazargans fullskipað Teheran — 13. febrúar — AP — Reuter AYATOLLAIl Khomeini ávarpaði í kvöld æsta uppreisnarmenn í sjónvarpi og atyrti þá harkalega fyrir að láta ekki skipast fyrst sigur væri unninn í hinu heilaga striði. Hann skipaði þeim að leggja niður vopn. og kvað það synd gegn guði, ef þcir hlýddu ekki fyrirskipunum sínum. Bazargan forsætisráðherra skipaði í dag ráðuneyti, sem í eiga sæti sjö menn. Þá tilkynnti stjórnin að Baktiar. fyrrverandi forsætisráðherra. hefði verið tekinn höndum. Þótt uppreisnarmenn hafi farið með ránum, ofbeldi og gripdeild- um, er ástandið í landinu smám saman að færast í eðlilegra horf, miðað við það sem verið hefur. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum að óþekktir árásarmenn hafi í dag hafið skothríð á bæki- stöðvar Bazargans í Teheran, skömmu eftir að forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar og utanríkis- ráðherra, sem er Karim Sanjaby, komu þar saman til fundar. Mun enginn hafa særzt í árásinni, en ráðherrarnir hröðuðu sér til aðset- urs Khomeinis trúarleiðtoga. I tilkynningu útvarpsins í dag sagði að vopnaðir skæruliðar hefðu handtekið Baktiar og hafi hann síðan verið leiddur með hundið fyrir augun til bústaðar Khomeinis. Ekkert hafði spurzt til Baktiars frá því að hann sagði af sér í fyrradag, en áreiðanlegir heimildarmenn segja, að Bazargan, núverandi forsætisráð- herra, hafi haldið yfir honum hlífiskildi, en þeir eru gamlir vinir. Baktiar var eindreginn stuðningsmaður Þjóðarfylkingar- innar, bandalags fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka, þar til Reza Pahlevi skipaði hann forsæt- isráðherra í síðasta mánuði. Tvennum sögum fer af því hvaða örlög biði Baktiars, en einn ráð- herranna í hinni nýju stjórn sagði í dag, að hann yrði kallaður til ábyrgðar fyrir öll þau ódæði, sem herinn hefði drýgt í stjórnartíð hans. Teheran-útvarpið skýrði frá því, að sex hershöfðingjar hefðu verið handteknir í dag. Greinilegt er að stjórnin á fullt í fangi með að hemja herinn, en í dag lét nýr yfirhershöfðingi kalla út aukinn liðsstyrk. Vopnaliðum á götum Teheran hefur farið mjög fækk- andi síðasta sólarhring, og er talið að það megi þakka afskiptum Khomeinis. Umferð er óðum að færast í eðlilegt horf og í borginni voru margar verzlanir opnar í dag. Ráðizt var á byggingu bandarísku upplýsingaþjónustunnar í Teheran í dag, en Teheran-útvarpið tók mönnum vara fyrir því að ónáða þá útlendinga, sem í borginni eru. Fjöldi ríkisstjórna hefur viður- kennt stjórn Bazargans, þar á meðal flest kommúnistaríki með Sovétríkin í broddi fylkingar, svo og Bretland. Bandaríkin hafa enn ekki viðurkennt stjórnina form- lega, en sýnt þykir að slík viður- kenning sé á næsta leiti. Stjórnin í Washington lýsti því yfir í dag, að hún hefði verulegar áhyggjur af því að stjórn Bazargans tækist ekki að halda uppi stjórn í landinu. Carter forseti hefur sent hinni nýju stjórn boð um að Banda- ríkjamenn hafi áhuga á að koma á „friðsamlegri samvinnu" milli ríkj- anna, og kvað Hodding Carter, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins undirtektir við þeirri mála- leitan lofa góðu um framhaldið. Vloshe Dayan: Ohjákvæmilegt að taka tillit til PLO Jerúsalem — 13. febrúar — Reuter. í STJÓRNARIIERBÚÐUNUM í ísrael varð uppi fótur og fit er Moshe Dayan utanríkisráðherra lýsti því yfir í dag, að ekki yröi hjá því komizt að taka tiilit til PLO í sambandi við friðarsamninga í Miðausturlöndum. Menachem Begin. forsætisráðherra lýsti því afdráttarlaust yfir í kvöld. að þessi ummæli utanríkisráðherrans þýddu á engan hátt breytingu á stefnu stjórnarinnar gagnvart PLO. Hefur utanríkisráðherrann síðan sagt að það hafi ekki verið ætlun sín að draga taum PLO, heldur hafi hann átt við að PLO þvældist fyrir Aröbum í samningaviðræðum. Þetta er í fyrsta sinn, sem háttsett- ur ráðamaður lætur orð falla í þá átt að taka þurfi mark á PLO sem aðila að deilunum í Miðausturlönd- 59 létu lífið í eldflaugarárás skæruliða Nkomos á farþegavél Salisbury — 13. febrúar. — AP — I Nkomo, sem nú er staddur í I Hann var reyndar ekki farþegi í I tak vélarinnar, sem skotin var niður. Reuter RAUÐUR skór af barni, framhand- leggir konu, jakki, seðlaveski og flugvélarstélið voru það eina heil- lega, sem fannst í flaki Vis- count-farþegavélarinnar er skæruliðar Nkomos skutu niður með cldflaug í Rhodesíu í gær- kvöidi. 59 manns, eða allir sem í vélinni voru, létu lífið. Atburðurinn átti sér stað skammt frá landamær- um Zambíu, á sömu slóðum og sams konar árás var gerð á aðra farþega- vél í septembermánuði s.l., þar sem 48 manns létu lífið, en af þeim 18 sem af komust myrtu skæruliðar síðan tíu. Árásin hefur vakið mikla reiði í Rhodesíu og hefur bráðabirgða- stjórnin í landinu heitið því að koma fram hefndum á skæruliðun- um, scm hafa bækistöðvar sínar í Lusaka. Nairobi, kvaðst telja, að skæruliðar hefðu ætlað að drepa æðsta yfir- mann Rhodesíuhers, Peter Walls. vélinni, heldur lagði hann af stað með annarri vél frá Kariba til Salisbury skammri stundu eftir flug- Síðan í september hefur Rhodesíu-her lagt í rúst að mim.sta kosti 13 bækistöðvar skæruliða í Zambíu, og ætla má að þar hafi látið lífið um tvö þúsund þeirra tíu þúsund skæruliða, sem talið er að herji á Rhodesíu frá Zambíu. Talið er víst að Viscount-vélin hafi steypzt niður í ljósum logum og hafi hún sprungið í loft upp um leið og hún stakkst á nefið. Mikill eldur logaði í brakinu sex stundum eftir að vélin kom niður, og rúmum sólar- hring síðar rauk enn úr brakinu. Ekki var hafizt handa við að ryðja svæðið þegar síðast fréttist. Þannig var umhorfs þar sem Viscount-vélin splundraðist eft- ir að skæruliöar skutu hana niður með eldflaug. (AP-síma- mynd). „Þetta eru ekki bara hryðju- verkasamtök," sagði Dayan í ræðu sinni á fundi uppgjafarhermanna. „Þetta eru líka samtök venjulegra borgara, það er að segja pale- stínskra flóttamanna. Enginn, og allra sízt við, látum okkur til hugar koma að hægt sé að leysa deiluna í Miðausturlöndum til frambúðar, án þess að flóttamannavandamálið verði leyst,“ sagði hann orðrétt. Likud-menn og aðrir harðlínumenn í Israel hafa gagnrýnt Dayan harð- lega, og segja að hér sé ekki sízt um alvarlegt athæfi að ræða þar sem komið sé að nýjum Camp Dav- id-fundi. Ný viðhorf í máli Bhuttos? Rawalpindi — 13. febrúar. — AP. LÖGFRÆÐINGAR Ali Bhuttos hafa beint því til hæstaréttar i Pakistan að frestað verði aftöku hans á grundvelli nýrra sönnunargagna í morðmálinu, sem líflátsdómur hans gekk í. Segir verjandi Bhuttos að helzta vitnið gegn honum hafi átt eigin hagsmuna að gæta í málinu og haft ríka ástæðu til að stuðla að því pólitíska morði sem framið var fyrir fimm árum, en Bhutto var dæmdur fyrir. Verði frestunarbeiðnin ekki tekin til greina er sennilegt að Bhutto verði hengdur í dagrenningu á fimmtudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.