Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 1
32 SlÐUR 39. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 _______Prentsmiðja Morgunblaðsins. borgarar Bankíírúst Carter forseti veifar sombrero-hatti sem hann fékk að gjöf í Mesíkóborg í gær. Rosalynn kona hans er hjá honum. Erfidar viðræður í Mexikó Mcxíkóborg, 15. febrúar. Reuter. AP. JIMMY Carter forseti hóf í dag f jögurra klukkutíma erfiðar við- ra’ður við forseta Mexíkó, Jose Lopez Portillo. sem hefur sagt honum að hann verði að viður- kenna að staða Mexíkana hafi breytzt þar sem þeir séu orðnir olíuauðug þjóð eða taka þá áhættu að hagnast ekki á olíu- auðnum. Blöð í Mexíkó lofa Portillo óspart fyrir að segja að Mexíkan- ar hafi fengið sig fullsadda á hroka Bandaríkjamanna, en bandarískir embættismenn urðu undrandi og reiðir. Einn þeirra sagði að ræðan væri fyrir innan- landsneyzlu. Stærsta blaðið í Mexíkó, Excelsior, sagði að orð Portillos væru í tíma töluð, rétt og skýr. ísprengingu Varsjí, 15. febrúar. Reuter. AP. BANKI í miðborg Varsjár gereyðilagðist í dularfullri sprengingu í dag og að minnsta kosti 32 biðu bana og 78 slösuðust. Sjónarvottar segja, að um 300 viðskiptamenn og 100 bankastarfs- menn hafi verið inni í bankanum sem er á tveimur hæðum og stendur þar sem tvær aðalgötur borgarinnar mætast. Þeir telja að miklu fleiri hafi beðið bana og slasazt en segir í frétt opinberu pólsku fréttastofunnar, PAP. Fréttastofan segir, að ókunnugt sé um orsök sprengingarinnar, en kunnugir segja að engin gastæki hafi verið í byggingunni sem er í rúst Pólskur ljósmyndari sá mann nokkurn þeytast út úr bankanum og detta niður dauðan á götuna 15 metra frá byggingunni. Aðrir sjónarvottar kváðust hafa séð fólk koma alblóðugt út og börn borin út í sjúkrabörum. Borgarstjórinn í Varsjá skipaði strax nefnd til að rannsaka sprenginguna sem þyrlaði banka- seðlum út í loftið og varð til þess að rúður brotnuðu í nærliggjandi byggingum. Skemmtistöðum verð- ur lokað í borginni á morgun. deild pólsku sparibankanna í Var- sjá. Sprengingin varð um miðjan dag og bankinn var fullur af viðskiptavinum sem margir hverj- ir voru sennilega að greiða afborg- anir af ríkislánum til kaupa á húsum og bifreiðum samkvæmt kerfi sem bankinn sá um. Bandarískir fluttir á brott frá Iran Lögreglan notaði hátalara til að skora á fólk að gefa blóð og bað um að þaggað yrði niðri í væli frá sírenum sjúkrabíla svo að heyra mætti hvort einhver hrópaði á hjálp úr rústunum. Seint í kvöld kom fólk enn í sjúkrahús til að gefa blóð. íbúar í Varsjá segja að þetta sé mesta slys af þessu tagi sem hafi orðið í höfuðborginni árum saman. Erfitt var að bera kennsl á líkin. Byggingin er alþekkt af því hún er einkennileg í laginu, hringlaga úr gleri og stáli. Þetta var aðal- Teheran. 15. febrúar. AP. Reuter. BANDARÍSKA sendiráðið í Te- heran sagði í dag að það gæti ekki verndað líf Bandaríkja- manna í borginni og kunngerði fyrirætlanir um brottflutning bandarískra borgara á laugar- dag. Harðir bardagar geisuðu enn í Tabriz í norðvesturhluta írans og vopnaðir borgarar réðust inn í sendiráð Marokkó í Teheran. Diplómatar segja að minnst 700 hafi fallið í meiriháttar upp- reisn, sem stuðningsmenn keisar- ans munu standa að og nýju valdhöfunum hefur ekki tekizt að bæla niður í Tabriz, höfuðborg Austur-Azerbaijdan, sem liggur að Sovétríkjunum. Getum er að því leitt að aðskilnaðarsinnar reyni að nota sér veikleika nýju valdhafanna. Samkvæmt óstað- festum fréttum taka skæruliðar og kommúnistar þátt í bardögunum. Ókyrrðar gætir líka að sögn dipló- mata í Vestur-Azerbaijdan sem ligg- ur að Tyrklandi, Irak og Sovétríkj- unum og meðal Kúrda lengra í suðri. Atök svipuð þeim sem geisa í Tabriz virðast hafa átt sér stað í fylkishöf- uðborginni Rezaiyeh. I odda mun hafa skorizt í höfuðborg fylkisins Kurdistan og í Kermanshah nálægt landamærum Iraks. Kúrdar eru sagðir hafa lagt undir sig opinberar byggingar nálægt landamærunum og dregið fána sinn að húni. Jafnframt ríkir upplausn í Teher- an þar sem hermenn hafa hvað eftir annað fengið skipun um að hverfa til búða sinna. Vopnaðir marxistar réðust í kvöld á byggingu þar sem þeir sögðu að starfsmenn leynilög- reglunnar Savak hefðust við. Sendi- herra Marokkó, E1 Ghali Benhima, sagði að 50 vopnaðir menn, sem hefðu haft sig í haldi meðan þeir leituðu í bústað sínum að vopnum eða mönnum Savak, hefðu verið kurteisir og ekki valdið meiðslum eða tjóni. Sveitir Khomeini trúar- leiðtoga tóku sér stöðu við moskur og aðra staði í kvöld. I Washington er sagt að minnst 1700 af 7.000 Bandaríkjamönnum í Iran verði fluttir burt á laugardag og staðfest að stjórn Khomeini hafi heitið fyrirgreiðslu. Leyfi hefur fengizt hjá Tyrkjum til að fimm þyrlur og sex Hercules-vélar geti lent í Incilik og góðar heimildir herma að þær séu þegar komnar þangað. Carter forseti hefur kallað Walter Mondale til Washington úr skíðaferðalagi vegna atburðanna. Jafnframt kom Iranskeisari og kona hans til hallarinnar Dar Es Salaam (Friðarhússins) í Rabat í Marokkó, þar sem þau munu dveljast framvegis, frá gistihöllinni, sem þau hafa dvalizt í skammt frá Marrakesch. Árás á Zaire Kinshasa, 15. febrúar. Reuter — AP FRÉTTASTOFAN í Zaire (Azap) sagði í dag.að'lið 18 málaliða hygð ist ráðast inn í Kivu-hérað frá grannríkinu Rwanda og þrír menn hefðu verið handteknir fyrir að smygla vopnum inn í landið. þar af einn Evrópumaður. Vestrænar leyniþjónustur stað- festu að hópur málaliða hefði farið flugleiðis til Rwanda frá Belgíu. Þeir voru sagðir játa að þeir hefðu í hyggju að ráðast á Zaire. Neyðarástand í Evrópu vegna mikils fárviðris Amsterdam, 15. febrúar. Reuter. AP. GRÍSKT vöruflutningaskip sökk við strönd Portúgals og óttazt er að 15 danskir fiskimenn hafi farizt í Norðursjó í miklu fár- viðrri .sem geisaði í Evrópu í dag. Brezka herskipið Jupiter bjargaði 10 af 28 manna áhöfn vöruflutningaskipsins Iris og fann sjö lík. Þýzkt skip bjargaði sex mönnum og rússneskt skip bjargaði f jórum. Dönsku fiskimennirnir voru í fjórum bátum sem talið er að hafi sokkið vestur af Jótlandi vegna ísingar. í Svíþjóð bcitti lögregia þyrlum og snjóbilum til að bjarga fólki sem einangraðist í suðurhluta landsins og víðar vegna snjóbyls sem lamaði flug- samgöngur, lokaði vegum og járnbrautarlínum og stöðvaði siglingar til mcginlandsins. Dan- mörk var einangruð frá umheim- inum um tíma í dag. Tveir frusu í hel í snjósköflum í Vestur-Þýzkalandi og hermenn voru kallaðir út til að bjarga fólki úr bílum sem festust og húsum sem einangruðust. Akstur var að mestu bannaður í Slésvík-Holstein. í Hollandi var herlið kallað út til að hreinsa járnbrautir og vegi eftir mestu snjókomu þar í 16 ár. Bæirnir Assen, Groningen og Leeuwarden einangruðust. I Bretlandi lokuðu þriggja metra háir skaflar vegum og járnbrautarlínum og hafnarbæ- irnir Folkestone, Great Yarmouth og Felixstow einangruðust. Spáð er meiri snjókomu. Félög bifreiðaeigenda líkja sum- um sveitahéruðum í Bretlandi við síberíska eyðimörk og lögreglan sagði að þetta væri eitt versta veður í manna minnum. í Kent festust tvær járn- brautarlestir og 100 farþegar þeirra voru einangraðir í níu tíma. Aðeins tókst að halda uppi 30 af 200 áætlunarferðum járnbrauta- lesta frá Kent til London. Sums staðar fór frostið niður í sjö stig og margir bílar voru skildir eftir við helztu vegi. I Frakklandi fór kuldabylgja yfir norðurhluta landsins, færðist suður eftir og olli ísingu og um- ferðartruflunum. Þúsundir Frakka sem óku heimleiðis frá Ölpunum og Suður-Frakklandi að loknu skólaleyfi urðu að hafast við í bílum sínum í nótt. En í Sviss var aukinni snjókomu fagnað skíðamannabæjum. í Portúgal var ráðstafað 40 milljónum dollara til viðgerða vegna skaða af völdum mestu flóða í landinu í hálfa öld. Tíu daga verkfall símamanna hamlar björgunarstörfum. Á Spáni biðu tveir bana í mikl- um rigningum á vesturströndinni og vatn flæddi inn í íbúðarhús. Vegir lokuðust og flóðvarnar- garðar hrundu. En í Belgrad voru seld vorblóm á götum í óvenjumiklu góðviðri sem nær líka til Grikklands. Hermenn á skriðdreka hreinsa snjó af götu í höfninni í Hamborg fyrir lest vörubíla með mikiivægan farm. Skriðdrekinn sem notaður er gegnir venjulega því hlutverki að hreinsa snjó af götu sem liggur til raforkuvers sem er í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.