Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1965, Blaðsíða 1
HANDBÖK VERZLUNARiMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16888 16688 HANDBÓK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 18688 16688 16688 SELJA EYLKfí Houari Boumedienne EJ-Reykjavík, laugardag. — „IVTikið er rætt um framleiðni atvinnuveganna og ekki sízt land- búnaðarins. Samkvæmt skýrslum efinahagsstofnunarinnar í París er framleiðni aukning landbúnaðar- ins að meðaltali 3.8 á ári s.l. sex ár, en 3.7 er framleiðniaukning- in í þjóðarframleiðslunni allri miðað við manin. Hitt er svo vitað, að fólki hefur fækkað mjög í sveit unum s.l. sex ár sumir áætla þá fækkun allt að 25%. Framleiðni- aukning á mann i landbúnaðinum er því miklu meúri en hjá þjóðinni í heild, eða ekki minni en 4.5 á mann, og er meiri á mann i land- búnaði en í sjávarútvegi. sem þó hefúr ýms fríðindi fram yfir landbúnaðinn“. — sagði Gunnar Guðbjartssom, formaður Stéttar- sambands bænda, í skýrslu sinni á 20. aðalfundi sambandsins. sem hófst á Eiðum i morgun. í skýrslu sinni gerði Gunnar grein fyrir því, hvað gerzt hefði í málum þeim. sem tillögur voru samþykktar um á síðasta aðal- fundi sambandsins Þá gerði hann einnig grein fyrir verðlags- umræðunum í sexmannanefnd í fyrra, en frá þeim hefur áður verið .sagt í TÍMANUM. Þá gerði Gunnar grein fyrir niðurstöðum af könnun þeirri, sem Stéttasambandið lét fara fram árið 1963 um framleiðslukostnað búvaranna. Margt fróðlegt kom fram í skýrslum þessum, sagði Gunnar, m.a. að meðallandsbúið er nú orðið verulega stærra en vísitölubúið, en síðar þegar þetta var athugað, var það um 12—14% minna, — sagði Gunnar Þá sagði Gunnar, að flestir gjaldaliðir hafi verið hærri í krónutölu. Aftur á móti sagði hann, að könnunin hefði ekki gef- ið nægilegar upplýsingai um fjár- magnið, sem stendur í búrekstrin- um, þar sem mat eigna væri í fullkomnu ósamræmi við kostnað- arverðið. og ennfremur um þá gjaldaliði. sem væru byggðir upp i nánu sambandi við verðmæti eignanna. Þá vantaði einnig fyllri upplýsingar um vinnumagnið sem að baki framleiðslunnar liggur Könnunin sýndt að skuldn eru að meðaltaii hærri en verið hefur undanfarin ár. Þannig voru skuld- ir við Stofnlánadeild kr. 101.- 806.00 að frádregnum lánum við byggingarsjóð, og aðrar skuldir rúmlega 72.9 þúsund kr. eða alls að meðtöldum öllum tbúðalánum kr. 191.228.00. En þafi voru rúm- lega 112 þús. kr. skuldir taldar í fyrra árs verðlagsgrundvelli, en þá voru íbúðalánin að sjálfsögðu ekki meðtalin Sagði Gunnar, að líta mætti svo á, að nokkurt sam- hengi væri á milli örrar stækkun- ar búanna og skuldaaukningar- innar. Yfirlit yfir framleiðslu búsaf- urða fyrir árið 1964 sýndi hvað sauðfjárafurðum viðvíkur. að tala dilka, sem barst til sláturhús- anna. var 647.830 á móti 703.939 árið áður. Þessi mismunur gerir tæplega 8%. Alls bárust slátur- húsunum 686.764 kindur til slátr- unar árið 1964, en árið 1963 var þessi tala 780.723 Fækkunin er því rúmiega 12%. Magn kinda- köts árið 1964 varð alls um 10.152 lestir en árið áður 11151 lestir. Er þetta tæplega 9% minna magn en árið 1963. í yfirlitinu er bent. á þá eftirtektarverðu staðreynd, að þó tala dilka, er komu til slát- urhúsanna s.l. ár hafi lækkað um nærri 8%, þá minnkaði magn dilkakjöts ekki nema um 3.24%. Stafar þessi mismunur af því, hve dilkar voru miklu vænni til frá- lags haustið 1964 en haustið 1963. Yfirlit yfir mjólkurframleiðsl- una sýndi, að magn mjólkur, sem mjólkursamlögunum barst á árinu 1964. hefur vaxið um 5.8 millj. kg„ eða um 6.17%. Jókst fram- leiðslan heldur minna s.l. ár en næsta ár á undan, bæði hlutfalls- lega og að magni til. Þá gerði Gunnar grein fyrir fiárfestingu í lanbúnaðinum á ár- inu. og sagði. að það kæmi í ljós, að framkvæmdir væru mismiklar í hinum einstöku Héruðum lands- ins. Þannig væri nær 40% af ræktuninni í tveim sýslum lands- ins, Árnes- og Rangárvallasýslum, og nokkur hliðstæða með aðrar framkvæmdir. Hann sagði, að gerð hefði verið skýrsla um túnastærð iarða við árslok 1963. og kæmi þar í Ijós. að þar sem minnst tún Framhald á 15. síðu. NTB-Algeirsborg, 19. júní. Hinum volduga forseta Alsír, Ahmed Ben Bella var í nótt steypt af stóli með vopnaðri byltingu, en án blóðsúthellinga. Við stjóm landsins hefur tekið byltingarráð undir forsæti Houari Boumedienne hershöfðingja. Opinber tilkynning nm hina nýju stjóm var gefin út klukkan 11 í morgun að íslenzkum tíma, en áður höfðu aðeins borizt óstaðfestar fréttir um byltinguna. Um klukkan hálf þrjú í nótt eft- ir íslenzkum tíma var Algeirsborg tekin herskildi og öflugur hervörð- ur settur við flugvöllinn og allar opinberar byggingar. Skriðdrekar umkringdu bústað forsetans og fallbyssum var beint að aðaldyr- um byggingarinnar. Þá var vélbyssuhreiðrum komið fyrir við allar helztu útgönguleið- ir úr borginni og stórir herflokk- ar fóru um götur. Hergöngur þess ar vöktu mikla athygli og ugg með al fólks, sem lengi vel vissi ekki hvað var að gerast. Erlendir sendi menn gerðu ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við yfirvöld og fá skýringu á atburðunum, en án ár- angurs. Útvarpsstöð borgarinnar hafði verið tekin og venjulegar útsend- ingar stöðvaðar, en í staðinn leik- in hergöngulög og ættjarðarsöngv ar. Einnig var allt símasamband við umheiminn rofið og allar fréttasendingar stöðvaðar. Af og til komu orðsendingar í útvarpinu um að mikilvægrar til- kynningar væri að vænta fyrir há- degi í dag, en um hvað vissi eng- inn fyrr en klukkan 11, eins og áður segir. f gærkveldi var orðrómur á kreiki um að alvarlegur ágrein- ingur væri kominn upp milli hers ins og stjórnarinnar. Samkvæmt þeim orðrómi átti stjórn alsírsku þjóðfrelsishreyfingarinnar (FLN) að koma saman í morgun og ganga frá mjög mikilvægum samþykkt- um. Það var yfirmaður hersins, Houari Boumedienne, sem skýrði frá vuldatöku byltingarráðsins og bað fólk að sýna stillingu. Sagði haim, að ráðstefna Afríku- og Asíuríkja yrði haldin í Alsír, eins og ráðgert hefði verið. f skýrslu frá herráðinu er Ben Framliald á TÁ síðu. VERULEG FRAMLEIÐNIA UKNING ( LANDBÚNADISÍDUSTU 6 ÁR KJ-Reykjavík, laugardag. Borizt hefur kauptilboð í togarann Fylki, að upphæð um 19 milljónir króna, en leyfi fyrir sölunni hefur enn ekki borizt frá viðkomandi yfirvöldum hérlendis. B. v. Fylkir, eign sam- nefnds hlutafélags hér í Reykjavík, smíðaður í Bev erley í Englandi árið 1958, kom 'hingað til landsins árið 1959, og er því einn af allra yngstu togurum okkar. Fylk ir er þó ekki í sama stærðar flokkí og þúsund lesta tog ararnir Sigurður og Víking- ur, því hann er mun minni eða 642 tonn. Skipið hefur jafnan verið aflasælt allt frá því það kom til lands- ins, enda undir stjórn dug- legra og farsælla skipstjóra, svo sem hinna þekktu og aflasælu Auðunsbræðra. B. v. Fylkir mun hafa vertð boðin til sölu á er lendum markaði fyrir nokkru síðan, og upp frá því barst kauptilboð í hann að upphæð um 19 milljónir íslenzkra króna. Útgerðar félagið sendi þá beiðni til viðkomandi yfirvalda hér lendis um að mega selja skipið, en ríkisábyrgð er fyrir lánum þeim sem feng Framhald a bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.