Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 Arnarflugs- vél leigð til Englands ARNARFLUG hefur leigt brezka flugfélaginu Britannia Airways aðra Boeing 720 flug- vél sína frá 1. maí til septemberloka n.k. Nemur leigusamingurinn um 600 milljónum króna. Flugvélin verður í flugi milli Englands og sólarlanda með enska ferðamenn og verða um 20 fiugliðar frá Arnarflugi við vélina fyrst, en síðan koma brezkar flugfreyjur og leysa þær íslenzku af hólmi. Hin flugvél Arnarflugs flýg- ur á heimamarkaði í sumar. Tvennir tónleikar á Akureyri Á ÞESSU vori ljúka tveir nemendur efsta stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akur- eyri en það eru Sólveig Jóns- dpttir og Örn Magnússon. Áfangi í því prófi er að þau leika á tónleikum í Borgarbíói laugardaginn 21. apríl og hefj- ast tónleikarnir kl. 13 (kl. 1 e.h.). Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Beethoven, Chopin og Greeg. Föstudaginn 20. apríl verða gestatónleikar. Tveir nemendur úr tónlistarskólanum í Reykja- vík, Gunnar Gunnarsson á flautu og Sigurður Marteinsson á píanó, leika saman verk eftir Bach, Rachmaninoff, Faré, Berkeley. Auk þess leikur Stg- urður einleik í ballöðu nr. 4 eftir Chopin. Þeir tónleikar eru í sal tónlistarskólans og hefjast kl. 8.30. Ráðstefna um skrúðgarðyrkju Ráðstefna um skrúðgarð- yrkju verður haldin að Ölfus- borgum dagana 20.—21. apríl n.k. Efni ráðstefnunnar er tví- þætt. Annars vegar verður fjallað um jarðveginn, jarðvegsmeðhöndlun og verktil- högun, hins vegar um stöðu skrúðgarðyrkjunnar. Fyrir- lesarar verða bæði innlendir og erlendir. Kirkjan í Ytri- Njarðvík vígð YTRI-Njarðvíkurkirkja verður vígð á sumardaginn fyrsta. Biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, vígir kirkjuna og kirkjukór Ytri-Njarðvíkur- sóknar syngur undir stjórn Helga Bragasonar, en á efnis- skrá verður m.a messa í G-dúr eftir Schubert, sem flutt verður með aðstoð einsöngvara og hljómsveitar. Að kirkjuvígslu lokinni verður almennt kaffihóf í félagsheimilinu Stapa. Nafn mannsins sem lézt MAÐURINN, sem beið bana í vinnuslysi í Tungufossi í fyrra- dag, hét Guðmundur Árnason, Hverfisgötu 28, Reykjavík, fæddur 1926. Guðmundur heit- inn var fjölskyldumaður. Rannsókn fer nú fram á orsökum slyssins. Vitað var um tólun í bómunni sem féll á Guðmund og stóð viðgerð fyrir dyrum. Er nú í rannsókn hvort sú .bilun ollí því að bóman féll miður eða önnur skyndibilun Iha'fi valdið þvi. Atvinnumálanefnd Suðurnesja: Kvótafyrirkomu- lag milli landshluta ATVINNUMALANEFND Suður nesja, sem nýlega var stofnuð af Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum, hefur sent frá sér álykt- un, þar sem m.a. er skorað á sjávarútvegsráðuneytið að beita sér fyrir því að tekið verði UPP kvótafyrirkomulag milli lands- hluta og verði þá t.d. miðað við afla síðustu 10 ára. Ályktunin fer í heild hér á eftir: „Atvinnumálanefnd Suðurnesja telur að þær harkalegu aðgerðir, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur nú beitt með því að stöðva fyrir- varalítið netaveiðar 1. maí n.k., muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum. Nefndin bendir á að á undanförn- um árum hafi afli á vetrarvertíð stórminnkað og hafi keyrt um þverbak 1978. Þar af leiddi að fiskiskipaflotinn og fiskverkunar- stöðvarnar voru komnar í greiðsluþrot enda viðurkennt að Suðurnesjasvæðið hefur hin síðari ár stórlega dregist aftur úr hvað varðar endurbyggingu fiskveiði- flota og fiskvinnslu. I vetur hefur Vestfjardaleid opnud eftir 4 mánaða lokun Vestf jarðaleið var opnuð í gær, en hún hafði verið ófær frá áramót- um eða í tæpa 4 mánuði. Er nú fært öllum bílum frá Reykjavík vestur í ísafjarðardjúp. Mikill klaki er í jörðu víðast hvar á landinu og ef þýða verður áfam má búast við aurbleytu í vegum og þungatakmörkunum í næstu viku, að sögn Hjörleifs Ólafssonar vegaeftirlitsmanns. Hjörleifur sagði, að vegagerðar- menn ynnu nú fyrirbyggjandi starf úti á vegunum til þess að koma í veg fyrir að úr þeim rynni og vatn flæddi yfir vegina. afli glæðst lítillega, sérstaklega vegna góðra gæfta en sá ávinning- ur hverfur nú sem dögg fyrir sólu. Atvinnumálanefnd Suðurnesja telur engan ávinning að því að ala á sundrungu milli landshluta og skorar á sjávarútvegsráðuneytið að beita sér fyrir því nú þegar, að gerðar verði ráðstafanir til að tekið verði upp kvótafyrirkomulag á milli landshluta og þá tekið viðmiðun t.d. af afla síðustu 10 ára.“ Atvinnumálanefnd Suðurnesja var nýlega stofnuð af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og skipa nefndina formenn atvinnu- málanefnda aðildarsveitarfélaga á Suðurnesjum. Eiga sæti í henni eftirtaldir menn: Formaður Jóhann Einvarðsson, Keflavík, varaformaður Guðbergur Ingólfs- son, Garði, Eiríkur Tómasson, Grindavík, Jósef Borgarsson, Höfnum, Kristinn Lárusson, Sand- gerði, Oddbergur Eiríksson, Njarðvík og Hafsteinn Snæland, Vogum. o Sjómenn ræða við viðsemjendur sína: Z Verðurverkfallfrá og með 25. apríl? INNLENT SAMNINGANEFNDIR f sjómanna og viðsemjenda þeirra hittust hjá Torfa Þrotabú Breiðholts hf: Lýstar kröfur 420 milljónir - auk vaxta og kostnaðar FUNDUR var haldinn í gær með kröfuhöfum í þrotabú Breiðholts hf og öðrum aðiium, sem aðild eiga að fyrirtækinu og gjaldþroti þess. Að sögn Unnsteins Beck skipta- ráðanda var á fundinum gerð grein fyrir stöðu gjaldþrotamáls- ins. Að sögn Unnsteins kom fram á fundinum að lýstar kröfur í búið nema nú 420 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar en upphæðin myndi hækka verulega ef kostnað- ur og vextir yrðu meðreiknaðir. Ekki hafði Unnsteinn handbærar upplýsingar um það hve há upphæðin yrði þá. Varlega áætlað mun talan líklega hækka um 100—200 milljónir. Nýlega var lýst allstórri kröfu í búið. Var það 36 milljóna króna bótakrafa íbúðaeigenda í Krummahólum 8 í Breiðholti vegna vanefnda. Þessi krafa er 54 milljónir með kostnaði og vöxtum. Innköllunarfrestur rennur út í júní. Hjartarsyni sáttasemjara í gær klukkan 14 og stóð fundurinn fram undir klukkan 19. Þá höfðu verið skipaðar undirnefndir og var ætlunin að halda eitthvað áfram viðræðum milli undirnefndanna fram eftir kvöldinu Deiluaðilum ber mikið í milli og hefur Farmanna- og fiskimannasamband íslands boðað verkfall klukkan 24 hinn 24. apríl. Það var samninganefnd sjómanna, sem vísaði deil- unni fyrir páska einhliða til sáttasemjara ríkisins og segja samningamenn, að um erfiða deilu sé að ræða. Seldi í Hull RÁN úr Hafnarfirði landaði 130 tonnum í Hull í gærmorgun. Skipið fékk 38.2 miiljónir fyrir aflann, meðalverð 293 krónur á kfló. Þá landaði Ársæll hluta afla síns. Bílasýning og vörukynning Sendiherrá Frakkiands S. Desbans flytur ræðu við opnun bflasýningar og vörukynningar frönsku vikunnar. Ljðsm.: Kristján BÍLASÝNING og vörukynning frönsku vikunnar hófust í gær í Sýningahöllinni í Bfldshöfða. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri opnaði sýninguna að viðstöddum fulltrúa viðskiptaráðherra og sendiherra Frakklands, F. Desbans, sem auk Egils flutti ræðu við opnunina. Ræddi borgarstjórinn aðallega um samskipti íslendinga og Frakka í menningarlífi og á sviði viðskipta. 42 fyrirtæki kynna franskar vörur á sýningunni, þar af kynna 4 þeirra 16 bifreiðar, en tvær þeirra hafa ekki áður verið fáanlegar hér á landi. Auk þessara vörukynninga munu á sýningunni verða sýndar kvikmyndir um framkvæmdir og rannsóknir franskra fyrirtækja. Að lokinr.i opnunarathöfninni var gestum boðið upp á veitingar en síðan var sýningin skoðuð. „Andóf 79” berst gegn samkomulagi BSRB og ríkis ANDSTÆÐINGAR samkomu- lags ríkisstjórnarinnar og stjórnar BSRB innan samtak- anna hafa myndað með sér samtök, sem kölluð hafa verið „Andóf ’79“ og er ætlunin að halda fundi í félögum innan BSRB og hafa uppi áróður fyrir því að menn felli samkomulagið um að falla frá 3% áfanga- hækkun gegn auknum samningsrétti. í gær var fundur haldinn meðal símamanna og sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, var gerður góður rómur að ræðum ræðumanna og fulltrúa „Andófs ’79“ enda hafa síma- menn áður ályktað mjög ákveðið gegn samkomulaginu við ríkisstjórnina. Góður afli háta frá Höfn í fyrsta róðri eftir páska Hornafirði 18. apríl ÞEIR fjórir Hornafjarðar- bátar, sem fyrstir reru eftir páskana, fengu allir mjög góðan afla og voru þeir væntan- legir með um 25 tonn hver í gærkvöldi. Samtals koma þess- ir bátar því með um 100 tonn og aflinn i trossu var á bilinu frá 2—5 tonn. Á öllu svæðinu við Ingólfshöfðann virtist vera mikill og góður fiskur. Hvanney er komin með mestan afla bátanna héðan, liðlega 700 tonn. — Jens. Kókaínmálið: Konan laus úr einangrun ÍSLENZKU konunni, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi vegna kókaínmálsins síðan i marz- byrjun, var sleppt úr einangrun i gær. Hún mun áfram sitja í fangelsi í Kaupmannahöfn en væntanlega verður felldur dóm- ur í máli hennar innan skamms, samkvæmt þeim upp- Iýsingum, sem Mbl. fékk í gær í Kaupmannahöfn. Ganga og skáta- messa í Hafnarfirði SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði fagnar sumri á hefðbundin hátt með göngu á sumardaginn fyrsta sem hefst við skátaheimilið en lýkur með skátamessu í Þjóðkirkjunni. Klukkan 10 verður lagt af stað frá skátaheimilinu Hraun- byrgi og gengið niður Reykja- víkurveg um Fjarðargötu, Strandgötu og Suðurgötu að kirkjunni. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur fyrir göngunni. Klukkan 11 hefst svo skáta- messa í þjóðkirkjunni. Sr. Gunnþór Ingason þjónar fyrir altari, Sigurður H. Þorsteins- son skólastjóri predikar en skátar annast söng og undirleik að nokkru. Jóhann G. sýn- ir á Akureyri JOHANN G. Jóhannsson opnar í dag málverkasýningu í Háhól á Akureyri. Sýningin verður opin frá kl. 15—22 um helgar en 20—22 virka daga til 30. þessa mánaðar. Jóhann sýnir þar um 60 olíu- og vatnslitamyndir og er rúmlega helmingur mynd- anna nýr. Þetta er fyrsta sýn- ing Jóhanns á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.