Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 Víetnamar halda áfram Peking. 18. aprfl. AP. DAGBLAÐ alþýðunnar í Pek- ing sagði í dag að Víetnamar hefðu haldið áfram árásum inn fyrir landamæri Kína í héruðunum Kujfsi og Yunnan þrátt fyrir yfirstandandi við- ræður landanna í Hanoi. Víetnamar löjfðu til í viðræð- unum í daK að komið yrði á fót vopnlausu svæði meðfram landamærunum o« að báðir aðilar hörfuðu með herlið sitt 3-5 km. Skemmdir á Lenín- líkneski Varxjá, 18. aprfl. AP. LENÍN-LÍKNESKI skemmdist í sprenginifu í gærkvöldi í Nowa Huta nálægt Kraká í Póllandi. Skemmdir urðu einn- ÍK á nálægu fjölbýlishúsi og fimm menn slösuðust að sögn Pólsku fréttastofunnar. Ovinir Amins klofna Nairobl, 18. aprfl. AP. KLOFNINGUR kom upp í daií f liði andstæðinKa Idi Amins ok fréttir bárust um að stuðn- iniísmenn hans hefðu drepið fólk hliðholt stjórninni í Austur-Uifanda. Leiðtogi andstæðinifa Amins í Ujfanda saifði í skjali að landflótta samverkamenn þeirra hefðu við myndun stjórnarinnar útilokað þá sem „hcfðu hætt lífi sínu, eignum og fjölskyldum" í baráttunni gegn Amin. Þúsundir hermanna stjórnarinnar sóttu í dag í norður og austur frá Kampala og reyna að hreinsa veginn til Kenya. Sótt er fram í tveimur fylkingum og sagt að vonað sé að þær mætist eftir rúman mánuð til lokabaráttu gegn norðursvæðunum þaðan sem Amin er ættaður. Nýtt eldgos á St. Vincent Kingaton. St. Vlncent. 18. aprfl. AP. NÝTT GOS varð í eldfjallinu Soufriere á eynni St. Vincent í Vestur-Indíum í gærkvöldi og 15.000 manns neyddust til að flýja heimili sfn. Eldgosið var álfka öflugt og eldgosin á föstudag og laugar- dag og jafnvel öflugra. Engan hefur sakað síðan eld- gosið hófst og síðasta goshrin- an hefur ekki stofnað mannsiíf- um í hættu. Hópur eldfjalla- fræðinga dvelst um 12 km suðaustur af eldfjallinu. Tannis innanríkisráðherra staðfesti að um 40 manns væru enn á svæði nálægt eldfjallinu og hafi neitað að fara. Þrjár þyrlur frá bandarísku strand- gæzlunni eru hafðar til taks til þess að flytja fólkið burt ef það óskar þess. Alls hafa rúmlega 15.0(X) af um 100.000 eyjarskeggjum verið fluttir frá heimilum sín- um að sögn Tanners, en aðrir embættismenn segja að langt- um fleiri hafi veriö fluttir burtu. í>etta gerdist 19. apríl 1975—Fyrsta gervihnetti Indverja skotið með sovézkri eldflaug. 1971—Charles Monson og þrjár konur dæmd til dauða fyrir morð- in á Sharon Tate og sex öðrum. 1964—Samsteypustjórn Laos steypt í hægribyltingu hersins. 1963—Spánverjar neita að náða kommúnistaleiðtogann Julian Grimau Garcia (líflátinn daginn eftir). 1956—Rainier fursti af Monako kvænist Grace Kelley. 1951 —MacArthur hershöfðingi kemur fyrir Bandaríkjaþing og ræðst á stjórn Trumans. 1928—Japanir taka Shantung í Kína. 1921—Lögin um stjórnskipun Ir- lands taka gildi. 1917—Tyrkir hrinda sókn Breta í annarri orrustunni um Gaza. 1911—Aðskilnaður ríkis og kirkju í Portúgal. 1898—Bandaríkjamenn setja Spánverjum úrslitakosti út af Kúbu. 1859—Austurríki setur Sardiníu úrslitakosti. 1783—Bandaríkjaþing lýsir yfir að frelsisstríðinu sé lokið. 1775—Frelsisstríð Norð- ur-Ameríku hefst með ósigri Breta í Lexington. 1587—Floti Sir Francis Drakes ræðst á Cadiz á Spáni. Afmæli: Edward Pellew, enskur aðmíráll (1758—1823). — David Ricardo, enskur hagfræðingur (1772—1823). — August Wilhelm Iffland, þýzkur leikritahöfundur (1759-1814). Andlát: Leo páfi IX 1054. — Anton van Diemen, landkönnuður, 1645. — Kristin Svíadrottning 1689. — Byron lávarður, skáld, 1824. — Benjamin Disraeli, stjórnmála- leiðtogi, 1881. — Charles Darwin, líffræðingur, 1882. — Konrad Adenauer, stjórnmálaleiðtogi, 1967. Innlend: Hauksnesbardagi: Þórð- ur kakali vann mestu orrustu á íslandi fyrr og síðar (d. Brandur Kolbeinsson) 1246. — d. Tumi (yngri) Sighvatsson 1244. — Þuríð- ur príor 1285. — 24 bæir í Ölfusi og Flóa hrynja í jarðskjálfta 1706. — Jóhann Sæmundsson félagsmála- ráðherra biðst lausnar 1943. — Fyrsta íslenzka óperettan frum- flutt 1944. — Lög um gengisfell- ingu 1949. — Fundur sérfræðinga um handritaskrá í Kaupmanna- höfn 1961. — f. Magnús Kjaran 1890. — Barbara Árnason 1911. — Halldór Laxness tekur við Sonn- ing-verðlaununum 1969. Orð dagsins: Þorparastrik eiga sér takmörk; heimska ekki — Napoleon Bonaparte Frakkakeis- ari (1769-1821). Þetta gerdist 20. apríl 1978 — Rússar neyða suður-kóreska farþegaflugvél að lenda nálægt heimskautsbaug. 1977 — Mótmælaaðgerðir gegn Bhutto forsætisráðherra í Pakistan. 1972 — Geimfararnir í Apollo 16 lenda á tunglinu. 1970 — Nixon forseti kunngerir brottflutning 150.000 hermanna frá Suður Víetnam 1968 — Trudeau verður forsætis- ráðherra Kanada. 1967 — Bandarískar loftárásir á orkuver nálægt Haiphong. 1962 — Salan, leiðtogi OAS (Leynisamtaka hersins), handtek- inn í Algeirsborg. 1945 — Rússar sækja gegnum varnir Berlínar. 1943 — Afríkuher Rommels ræðst á Tobruk. 1923 — Egyptar fá stjórnarskrá. 1919 — Nikulási konungi steypt í Montenegro sem sameinast Júgóslavíu. 1908 — Auðjöfuðurinn Garnegie gefur 1.5 milljónir dala til smíði friðar hallar í Haag. 1854 — Austurríki og Prússland mynda varnarbandalag gegn Rúss- landi. 1792 — Frakkland segir Austur- ríki stríð áhendur. 1775 — Norður-Ameríkumenn hefja umsátrið um Boston. 1770 — James Cook finnur Nýju Suður Wales. Afmæli. Pietro Aretino, ítalskt skáld (1492—1557) — Louis Napoleon (Napoleon III) (1808-1873) - Adolf Hitler, þýzkur nazistaleiðtogi (1889—1945) — Joan Miro, spænskur listmálari 1893—). Andlát. Arthur Young, land- búnaðarbrautryðjandi, 1820. Innlent Einokun hefst 1602 — d. Kristján X 1947 — Þjóðleikhúsið vígt 1950 — Konungsbréf um flutning biskupsstóls, dómkirkju og skóla í Skálholti til Reykjavíkur 1785 — Dalfjall fer að gjósa við Mývatn 1728 — Hlutabréf íslend- inga í Almenna verzlunarfélaginu seld til lúkningar skuld 1770 — 45 skipbrotsmenn af þýzku hvalveiði- skipi komast í land á Skaga 1821 — Tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavík 1872 — Sparisjóður í Reykjavík 1872 — Jónas Jónasson og Einar Árnason fá lausn 1932 — f. Brynleifur Tóbíasson 1890 — Sigurður Grímsson 1896 — Ragn- heiður Brynjólfsdóttir tekur opin- bera aflausn 1662. Orð dagsins. Svartsýni: þar sem allt er slæmt hlýtur að vera gott að þekkja það versta —. F. H. Bradley, enskur höfundur (1846-1924). Erfitt hjálpar- starf á jard- skjáiftasvæðinu Titosrrad, JÚKÓslavíu, 18. apríl. AP. Reuter. STÖÐUGAR rigningar hafa hamlað björgunar- starfi eftir jarðskjálftann í Júgóslavíu og aukið eymd tugi þúsunda heimilis- lausra og nýir kippir sem hafa fylgt í kjölfarið hafa ekki bætt úr skák. Hundum og sérfræðing- um búnum hlustunartækj- um hefur ekki tekizt að finna fleiri sem hafa komizt lífs af. Talsmaður stjórnarinnar í Monte- negro segir að aðeins hafi borizt 5.000 fjögurra manna tjöld af þeim 20.000 sem þörf er á. Skortur er ekki á matvælum, en dreifing vatns er erfiðleikum bundin. Yfirvöld hafa skorað á eigendur sumarbústaða á strönd- inni að leyfa heimilislausum að hafast við í þeim. Opinberlega er enn sagt að 101 hafi týnt lífi þótt Belgrad-blaðið Bevernje Novosti segi að, 121 lík hafi fundizt. Fréttir frá Albaníu herma að þar hafi 35 farizt eins og tilkynnt var í upphafi, en nú er talið að 370 hafi slasazt þar og 10.000 hús eyðilagzt. Hjálp hefur borizt frá mörgum Akureyri 9 skýjaó Amsterdam 12 skýjað Apena 19 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Berlín 8 lóttskýjað BrUssel 9 skýjað Chicago vantar Frankfurt 8 heiðskírt Genf 11 skýjað Helsinki 3 heiðskírt Jerúsalem 23 skýjað Jóhannesarb. 21 léttskýjað Kaupmannah. vantar Lissabon 22 léttskýjað London 8 léttskýjað Los Angeles 18 heiðskírt Madríd 20 léttskýjað Malaga 20 heiðskírt Mallorca 17 skýjað Miami 25 léttskýjaö Moskva 0 heiðskírt New York 12 heiðsklrt Ósló 7 lóttskýjað París 9 skýjaö Reykjavík 9 úrkoma í grennd Rio De Janeiro vantar Rómaborg 15 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Tel Aviv 24 skýjað Tókýó 17 léttakýjað Vancouver 12 skýjað Vínarborg 11 skýjað löndum, þar á meðal Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. En dreifing hjálpargagna gengur hægt vegna veðurs. Rafmagn er aftur komið á í helztu bæjum þar sem tjón varð í jarskjálftanum. En embættismenn óttast að drepsóttir geti gosið upp, aðallega frá hræjum dýra sem eru grafin í rústunum. Embættismenn segja að tjónið sé ægilegt, meira en svo að hægt sé að meta það. Ferðamannaiðnaður- inn á ströndinni hefur orðið fyrir alvarlegu tjóni og mörg hótel eru óbyggileg. Nýbyggð höfn í Bar, þar sem hundruð þúsunda ferðamanna koma með ferju frá Ítalíu á hverju ári, varð fyrir miklu tjóni. Embættismenn telja að tapið i ferðamannaiðnaðinum á þessu ári verði 50 milljónir dollara. Iðnaður og kaupsiglingar urðu einnig hart úti og efnahagslífið á ströndinni er í rústum. Rúmlega 150 kippir hafa fundizt síðan í jarðskjálftanum, sá síðasti 6,5 stig á Mareallikvarða. Heil- brigðisráðherra, Branko Percar, segir að bólusetning gegn sjúk- dómum verði látin sitja í fyrir- rúmi. En mörg sjúkrahús hafa eyðilagzt og bifreiðar eiga erfitt með að komast leiðar sinnar þar sem vegir eru víða ófærir. Portisch í efsta sæti í Montreal Montreal. 18. aprfl. Reuter. AP. PORTISCH frá Ungverjalandi hefur forystuna á alþjóðaskákmótinu í Montreal og er með fimm vinninga eftir fjórar umferðir. en Karpov heimsmeistari er í öðru til fjórða sæti ásamt Ljubomir Ljubojevich og Mikhail Tal, með fjóra og hálfan vinning. Ljubojevich sigraði Kavalek, Bandaríkjunum, í 59. leik í biðskák úr fjórðu umferð. Hort gerði jafntefli við Timman. Roberg Hiibner er í fimmta sæti með þrjá vinninga, en síðan koma Spassky, Timman og Hort með tvo vinninga. Larsen hefur einn og hálf- an. Skákskýrandinn Camille Caudari sagði í viðtali í dag að „Karpov væri enn sigurstranglegastur þótt hann væri með hálfan vinning minna en Portisch." Hann sagði að fjórir efstu menn hefðu allir teflt óaðfinnanlega til þessa og gerði ráð fyrir að Karpow og Portisch skildu sig frá hinum í næstu umferðum. Hann bætti því við að Karpov. hefði teflt örugglega og Portisch hefði iíka teflt mjög vel, en ekki væri eins öruggt að treysta Ljubojevich sem þó gæti komið á óvart og unnið alla. Tal sagði hann að virtist vilja sætta sig við jafntefli í stað þess að keppa um efstu sætin. Mondale ræðir við Jörgensen Kaupmannahöfn, 18. aprfl Reuter. AP. WALTER Mondale varaforseti lýsti í dag áhyggjum út af aukn- um kjarnorkuvígbúnaði Rússa að loknum viðræðum við Anker Jörgensen forsætisráðherra og Henning Cristopherson utan- ríkissráðherra í Kaupmannahöfn. Hann sagði að NATO þyrfti að bregðast við þessari ógnun og koma sér upp nýtízkulegri hergögnum. Hann sagði blaðamönnum að hann teldi ekki að valdajafnvægið á Eystrasalti hefði breytzt þótt hann teldi aukinn hernaðarmátt Rússa ógn- vekjandi. „Norðurvængurinn hefur úrslitaþýðingu í starfi NATO,“ sagði hann. Fjöldi mála var tekin fyrir í viðræðum Mondales og danskra ráðherra en sérstök áherzla lögð á áhyggjur Dana út af auknum hernaðarumsvifum Varsjárbanda- lagslandanna á Eystrasaltssvæð- inu og lítilli hlutdeild bandalags- ríkjanna í Evrópu í Salt-viðræðun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.