Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979 Júlíus Sólnes: í óhag allra ef Olíu- möl yrði gjaldþrota 17. aprfl1979 Hr. ritstjóri. í blaði yðar miðvikudaginn 11. apríl s.l. kom frétt um afgreiðslu bæjarstjórnar Seltjarnarness á erindi fyrirtækisins Olíumalar h.f. um aukna hlutdeild bæjarfélagsins í fyrirtækinu. Svo sem kom fram í fréttinni hafnaði bæjarstjórnin tilboði Olíumalar h.f. um lánsfé allt að 11 milljónum króna til hlutafjáraukningar Seltjarnar- nessbæjar í fyrirtækinu. Sú bókun, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundinum 11. apríl er að mínum dómi óþarflega hvass- MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Sig- urgeiri Sigurðssyni bæjarstjóra á Seltjarnarnesi: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 11. apríl s.l. varðandi af- greiðslu bæjarstjórnar Seltjarnar- ness á erindi Olíumalar h.f., vil ég að fram komi að tillagan um að hafna boði um hlutafjáraukningu í félaginu var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði, 2 sátu hjá. Þar sem mótatkvæðið var mitt, vil ég óska þess við blaðið að það birti bókun mína varðandi málið, þannig að lesendur megi glöggva sig betur á málavöxtum. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri.“ yrt og ekki í samræmi við skoðanir mínar á málefnum fyrirtækisins Olíumalar h.f., þótt ég sé efnislega samþykkur þeirri niðurstöðu að hafna frekari hlutdeild að fyrir- tækinu. Þá var seinni hluti bókunarinnar ekki réttur í frásögn Morgunblaðsins, en þar var sagt, að hag fyrirtækisins væri bezt borgið með þátttöku öflugri verk- takafyrirtækja. Hér átti að standa öflugra, því með bókuninni var á engan hátt ætlunin að gagnrýna þau verktakafyrirtæki, sem nú eiga hlut í Olíumöl h.f. Ég tel, að fyrirtækið Olíumöl h.f. sé mjög þarft fyrirtæki og eigi eftir Bókunin, sem óskað er birtingar á er svohljóðandi: Sigurgeir Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun: Borist hefur erindi frá stjórn Olíumalar h.f. varðandi hlutafjáraukningu til styrktar eigin fjárstöðu fyrirtæk- isins. Ljóst er að ef núverandi hluthafar, sem eru einkum sveit- arfélög í Reykjanesumdæmi taka ekki þátt í þessari aukningu mun fyrirtækið annað tveggja molna niður og verða að engu og væri þá kastað á glæ miklum verðmætum og lánadrottnar þessa fyrirtækis okkar verða fyrir verulegu tjóni eða að ríkið taki yfir reksturinn, sem ekki getur talist æskilegt. að gegna mikilvægu hlutverki í þeirri uppbyggingu varanlegs vegakerfis á Islandi, sem nú er orðin óhjákvæmileg og má ekki dragast öllu lengur. Það væri því í óhag allra ef fyrirtækið yrði nú gert gjaldþrota og eignum þess sundrað. Þótt fyrirtækið hafi átt í erfiðleikum síðustu árin, er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að rétta það við með skynsamlegum aðgerðum. Um slíkt eru ekki ófá dæmin hér á þessu landi. Ég er hins vegar ekki sammála þeim leiðum, sem komu fram í erindi fyrirtækisins til bæjarfélaganna, þ.e. stórfelld hlutafjáraukning Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir því að bæta við eign sína í Olíumöl h.f. 50% af því hlutafé, sem fyrri aðild okkar segir til um eða kr. 5.507.800- er greiðist á næstu þremur árum með 26% vöxtum svo sem fram kemur í lánstilboði Framkvæmdasjóðs ís- lands. Bæjarstjórn vekur athygli á að fyrirtækið hefur þrátt fyrir að ýmsu leyti ámælisverðan rekstur, stuðlað að gjörbreyttu umhverfis- ástandi sveitarfélaga landsins og um leið verkað sem hemill á verðlagningu annarra framleið- enda. ríkis og sveitarfélaganna, á kostnað hinna sjálfstæðu verk- takafyrirtækja, sem hlut eiga í Olíumöl h.f. Stríðir það gegn betri vitund minni sem sjálfstæðis- manns. Þegar um þjónustufyrirtæki sem Olíumöl h.f. er að ræða, þar sem fara saman af jöfnu hagsmunir ríkis og sveitarfélaga svo og verk- taka, sem fást við vegagerð er ekki óeðlilegt, að þessir aðilar séu sameigendur að slíku fyrirtæki. Ég tel hins vegar tvímælalaust, að hinir sjálfstæðu verktakar ættu að eiga rétt yfir 50% hlutafjársins á móti opinberum aðilum og annast rekstur slíks fyrirtækis. Með meirihlutaaðild sjálfstæðra verk- takafyrirtækja er það bezt tryggt, að fyrirtækið verði rekið þannig, að arðsemissjónarmið fái að ráða og hagur þess sé sem beztur. Eignaraðild opinberra aðila, hins vegar, ætti að tryggja það, að fyrirtækið starfi fyrst og fremst á því sviði, sem því er ætlað. þ.e. veita ríki og sveitarfélögum góða og ódýra þjónustu vegna lagningu varanlegs slitlags á vegi í þéttbýli og dreifbýli. Með hliðsjón af ofan- rituðu lagði ég fram eftirfarandi tillögu um bókun á áðurnefndum fundi bæjarstjórnarinnar á Seltjarnarnesi. „Bæjarstjórn Seltjarnarness lýsir yfir stuðningi við hugmyndir um eflingu fyrirtækisins Olíu- malar h.f., en getur ekki fallizt á, að hlutafjáraukning í fyrirtækinu verði með þeim hætti, sem kemur fram í erindi þess. Er þar einkum átt við, að hlutar sveitarfélaga og ríkisins sé aukinn á kostnað þeirra verktakafyrirtækja, sem hlut eiga í Olíumöl h.f. Þvert á móti telur bæjarstjórnin, að fyrirtækinu yrði bezt borgið með aukinni þátttöku öflugra verktakafyrirtækja í starf- semi þess. Er þess því óskað, að þeim verktakafyrirtækjum, sem nú eiga hlut í fyrirtækinu og/ eða öðrum verktakafyrirtækjum, sem kynnu að hafa áhuga á því að gerast hluthafar í Olíumöl h.f. verði gefinn kostur á því láni, sem Seltjarnarnesbæ hefur verið boðið til hlutafjárkaupa." Þessi tillaga fékk ekki stuðning og kom ekki til atkvæðagreiðslu um hana. Með þökk fyrir birtinguna. Júlíus Sólnes. ________________27_ Hlutavelta og flóamarkaður Kópavogísljóna LIONSKLÚBBUR Kópavogs held- ur hlutaveltu og flóamarkað á sumardaginn fyrsta í Kópavogs- skóla, en við hann fara aðalhátíða- höld dagsins fram í Kópavogi. Hlutaveltan og flóamarkaðurinn hefjast klukkan 15, þegar áætlað er að útihátíðahöldunum ljúki. Að venju verður öllum ágóða varið til líknarmála, en á næstunni mun Lionsklúbbur Kópavogs afhenda Kópavogsbæ formlega nýja við- byggingu við sumardvaiarheimilið í Lækjarbotnum, Kópasel, sem klúbburinn hefur byggt. Mikið fjolmenm á Vorvöku Hvammstanga, 18. apríl VORVÖKU Vestur-Húnvetn- inga lauk á Hvammstanga laugardaginn fyrir páska. Varð þetta fjölmennasta Vor- vaka, er haldin hefur verið til þessa en hana sóttu 850 manns. Málverkasýning á Vor- vökunni var og sú stærsta, sem haldin hefur verið í Húnaþingi. Voru sýndar á annað hundrað myndir og seldust um 30 þeirra. í myndlistarsýningunni tóku þátt Gunnar Hjaltason, Benedikt Gunnarsson, Ingi- berg Magnússon, Torfhildur Steingrímsdóttir og Marínó Björnsson. Þá voru flutt ljóð og laust mál á tveimur vökum, auk þess sem karlakór og kirkjukór Hvammstanga sungu. - S.H.Þ. Sigurgeir Sigurðsson: Vildi auka hlutafjár- eignina um 50% A MITSUBISHI P. STEFÁNSSON HF. SlOUMÚL* 33 — SlMI 83104 ■ 83105 Sá besti frá JAPAN Frá 1. maí veróur P. Stefánsson hf. með einkaumboö á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóóum við hinn frábæra GALANT SIGMA sem farið hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæöa og öryggis. Verð kr. 4.185.000.- Miðað við gengisskráningu 12. 3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu í maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.