Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1979 27 Jakob Þór Einarsson viA vinnu sína i Uutenberg en hann stariar þar sem prentari. - „Mér finnst svo ákaf- lega gaman að leika” - sagði Jakob Þór Einarsson, 22 ára gamall prentari sem mun leika aðalhhitverkið í kvik- myndinni Óðal feðranna „Ék var staddur uppi á Skaga af tilviljun einmitt þegar Hrafn Gunnlaugsson og félatfar voru að prófa fólk í hlutverk í Óðal feðr- anna. Þeir voru að reyna fólk úr Skagaleikflokknum. Þau hringdu í mig úr flokknum, vildu fá sem flesta. Eg lét til leiðast og fór. Það voru teknar nokkrar prufur. En ég átti ekki von á að neitt kæmi út úr þessu, leit á þetta svo sem þetta væri meira í gamni gert en alvöru," sagði Jakob Þór Einarsson, 22 ára gamall Skagamaður. Hann fluttist fyrir tæpum tveimur árum til höfuðborgarinnar og hóf að vinna við iðn sína, prentiðn, í Gutenberg. Og eins og hann sagði, þá var hann staddur fyrir tilviljun uppi á Skaga þegar hann var „fundinn" til að fa-ra með aðalhlutverkið í breið- tjaldsmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Oðali feðranna. Þegar blaða- maður Mbl. ræddi við Ragnheiði Harwey, skriftu Hrafns eins og staða hennar kallast á fagmáli þeira kvikmyndagerðarmanna, þá notaði hún þessi lýsingarorð um strákinn, sem Jakob leikur. „Heil- brigður, heilsteyptur, skýr, vel gef- inn, næmur, æ þú veist, sú týpa.“ Hún átti greinilega í erfiðleikum með að lýsa Stefáni en svo á piltur að heita. Valið var því vandasamt. Hvar í ósköpunum átti að finna pilt, sem sameinaði þessa þætti. Það fór fram mikil leit. í hlutverkið voru reyndir á milli 50 og 60 manns. Loks uppi á Skaga fundu þau það sem þau voru að leita að, Jakob Þór Einarsson, 22 ára gamlan prentara í Gutenberg. Ákaflega geðugur ungur maður, kvæntur Valgerði Janusdóttur og þau eiga strák, Janus Braga rétt um eins árs. „Enn sem komið er þá er strákur- inn kallaður Stefán en það gæti breyst," sagði Jakob Þór þegar Mbl. ræddi við hann. Hvernig heldurðu að það verði að standa allt í einu uppi frægur? „Ég er svolítið feim- inn við þetta, jafnvel svolítið hræddur. Eins og þú segir, verða allt í einu þekktur, en fyrir hvað? Fyrir góðan leik — eða stimplaður misheppnaður? Ég veit ekkert hvernig til tekst en samt. Ég vildi ekki sleppa þessu tækifæri. Mér finnst svo ákaflega gaman að leika." Hvernig er Stefán? „Hann er saklaus, traustur en þó áhrifagjarn og það kemur honum í klípu. Hann er að uppgötva þjóðfélagið eins og það er, aðeins 17 ára. Hann rekur sig á þetta venjulega, fjárhagserfið- leika sem flestir ganga í gegnum. Það er margt sem gerist og hann hefur ekki upplifað áður. Hugur hans stefnir til að læra, að reyna losa sig úr fjötrum. En það gengur erfiðlega. Hann lendir í klónum á fjáraflamönnum, sem fara illa með hann. Mér finnst við eiga margt sameiginlegt. Sérstaklega þegar ég var á hans aldri. Maður vildi engum skulda, en það breyttist þegar maður neyddist til að taka lán. Maður þarf að læra að standa á eigin fótum. Ég fluttist að heiman fyrir tæpum tveimur árum, þá talsvert eldri en þegar Stefán fer út í heiminn. Ég fór til Reykjavíkur, hafði áður lært prentiðn uppi á Skaga. Ég byrjaði að vinna í Guten- berg. Hugurinn hefur þó alltaf staðið til leiklistar. En það að rífa sig upp nú og fara í skóla er meira en að segja það. Nú þegar ég er að koma undir mig fótunum, koma upp íbúð, með fjölskyldu. Þegar ég var á Skaganum þá stefndi hugurinn alltaf til leiklista. Jú, auðvitað spilaði ég fótbolta eins og allir Skagamenn en leiklistin heillaði alltaf. Ég lék í barnaskóla, síðan í gagnfræðaskóla og loks með Skagaleikflokknum. Leiklistin datt uppfyrir þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því, að hiutverkið í Óðali feðranna leggur mikla ábyrgð á herðar mér. Myndin verður í fullri lengd, um 90 mínútur, og á breiðtjaldi. Hvernig til tekst fer auðvitað mikið eftir þeim sem leika. Ég vil ekki vera með neinar stórorðar yfirlýsingar um hvernig til tekst fyrr en upp er staðið. Þegar áhugaleikari eins og ég með sáralitla reynslu fær svona stórt hlutverk þá verður hann að leggja allt traust sitt á þá sem stjórna. Það geri ég — ég legg allt mitt traust á Hrafn Gunnlaugsson og félaga. Ef ég næ tökum á stráknum, næ að laga mig að honum, þá á þetta að geta tekist. Ef til vill má segja að ég hefði þurft að fara í sveit til að komast betur inn í heim Stefáns. Ég hef þó tekið prufur með samleikurum mínum og síðan ég tók þetta að mér þá hef ég verið með Stefán á heilanum. Vona bara að vel til takist og að þetta verði erfiðisins virði,“ sagði Jakob Þór að lokum. Ákaflega geðugur og ljúfmannlegur ungur maður. Segja má að draumur hans sé nú að rætast. Eins og hann sagði þá hefur leiklistin alltaf heillað — hver veit hvernig fer. Ef til vill verður frumraun hans í íslenzkri mynd til að hann feti sig út á braut leiklist- arinnar, frá prentiðninni. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMAL? — NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 30% NOTIÐ AGFAC0L0R FILMU V Austurstræti 7 Sími 10966 tvöföld líming margföld ending Tvöfalda limingin hefur valdið þáttaskilum i framleiðslu einangrunarglers og margsannað þrautreynda hæfni sína. Með fullkomnustu vélasamstæðu sem völ er á framleiðir Glerborg hf. nú tvöfalt, þrefalt og fjór- falt einangrunargler, þar sem gæði og ending hafa margfaldast, en verðinu haldið niðri með hraðvirkri framleiðslutækni. Helstu kostir tvöfaldrar Ifmingar: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loft- rúmslisti liggja ekki saman 3 Meira þol gagnvart vindálagi. Þú ættir að glugga í okkar gler, kynna þér yfir- burði tvöföldu límingarinnar og njóta um leið ráðlegginga og þjónustu sérfróðra sölumanna. ALLISTI MILLIBIL ÞÉTTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLÍM ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M At GLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR M AI GLYSIR I MORGl NBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.