Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979 5 Magnús H. Magnússon ráðherra; „Hef umboð meiri- hluta þingflokksins” Vilmundur Gylfason alþingismaður: „Ekki kunnugt um afsal þingflokksins” MORGUNBLAÐIÐ hafðl í gær samband við Magnús H. Matínússon heilbrigðisráðherra og innti hann eftir þvf hvort hann teldi sig hafa umboð Alþýðuflokksins f ráðherranefndinni sem á að fjalla sérstaklega um aðferðir f efnahagsmálum og einnig innti blaðið Vilmund Gylfason eftir þvf hvort hann áliti Magnús hafa tilheyrandi umboð til samningagerðar. „Umboð mitt,“ sagði Magnús, „felst í því að ég hef meirihluta þingflokks Alþýðuflokksins á bak við mig. Þaö hefur ekki verið gengið frá því formlega, en það er öruggur meirihluti sem stendur að baki mér. Það má hins vegar segja að það sé biðstaða í þessu í bili á meðan sáttanefnd er að störfum, en við erum jafnhliða að skoöa þetta frá öllum hliðum." „Mér er ekki kunnugt um“, svaraði Vilmundur Gylfason, „að þingflokkar afsali sér umboði til örfárra manna og þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ekki veitt neitt umboð til samningagerðar í efnahagsmálunum. Það er alveg ljóst og yfirlýst af forsætisráðherra, enda skilningur alls samfélagsins, að bráðabirgðalög verða ekki sett, nema að gulltryggt sé að þingmeirihluti sé því fylgjandi. Þótt' kannski sé talað um ákveðnar aðgerðir þá verða þær aldrei að lögum nema að málið verði fyrst afgreitt í öllum þingflokkum stjórnarinnar og ég tel eðlilegt að stjórnar- andstöðunni verði einnig kynnt málið jafnhliða." Mannsins enn saknað Hólmavík 29. maí. EINS og komið hefur fram í fréttum hefur farið fram vfðtæk leit að 25 ára gömlum manni, ólafi Kjartanssyni frá Sandhólum í Bitru, sem hvarf að heiman frá sér um kl. 22 sunnudaginn 20. maí. Ólafur er einhleypur, til heimilis hjá foreldrum sínum í Sandhólum, en hefur fjárbú á næstu jörð, Þórustöðum. Þar sem annatími er nú mikill í sveitum við sauðburð var ekki undrazt um ólaf fyrr en á mánudagsmorgun, 21. maf, er f ljós kom, að hann hafði ekki komið heim. Þegar farið var að svipast nánar um kom í ljós að bátur heimilisins, sem notaður er til hrognkelsa- veiða, hafði verið settur fram og fannst hann rekinn nokkru innar með firðinum. Dráttarvél, sem Ólafur hafði farið á, stóð við uppsátrið. Hugsanlegt er, að Ólaf- ur hafi farið út á bátnum að vitja um rauðmaganet, en fallið útbyrð- is. Björgunardeild Slysavarna- félags íslands á Hólmavík kom strax á vettvang og hefur haldið uppi víðtækri leit, en án árangurs. Skorað er á alla þá, sem einhverj- ar upplýsingar gætu gefið um ferðir Ólafs, að láta tafarlaust vita. Þessar upplýsingar fengust hjá sýslumannsembættinu á Hólmavík. Fréttaritari. Hjarta- og æðavemdarfélag Reykjavíkur: Áhugi á að koma á fót endurhæfingarstöð fyrir hjartasjúka hér AÐALFUNDUR Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavfkur 1979 var haldinn mánudaginn 14. maf á Hótel Borg. Flutt var skýrsla um starfsemi félagsins að undanförnu og lesnir reikningar. Þá fór fram stjórnarkjör og voru kjörnir þeir Árni Kristinsson, Eyjólfur K. Sigurðsson. Nikulás Sigfússon, Ottó A. Michelsen og Ólafur Jónsson. Varamenn f stjórn voru kosnir: Albert Guðmundsson og Sigrfður Valdimarsdóttir og endurskoð- endur þeir Kristján Friðriksson og Páll S. Pálsson. Að loknum fundarstörfum flutti dr. Árni Kristinsson erindi um endurhæfingu hjartasjúkra. Lýsti hann þörf endurhæfingar, meðferð og möguleikum á gagnsemi. Þá sagði hann frá endurhæfingarstöðvum erlendis. Það kom einnig fram í erindi Árna að um 40% dauðsfalla á Islandi stafa að einhverju leyti af hjartasjúkdómum. Umræður sem spunnust vegna erindis Árna snerust að mestu um að það væri verðugt verkefni fyrir Hjarta- og æðaverndarfélag Reykja- víkur að stuðla að því að koma á fót endurhæfingarstöð fyrir hjarla- sjúka hér á landi. Á blaðamannafundi, sem hin nýkjörna stjórn félagsins hélt, kom það m.a. fram að eitt af fyrstu verkefnum félagsins verður að afla nýrra félaga til þess að vinna að því að koma þessari endurhæfingarstöð á fót. Eyjólfur K. Sigurðsson sagðist hafa dvalið á einni slíkri stöð í Þýskalandi. Sagði hann að þangað hefði komið veruWa veikt fólk en eftir ákveðna þjálfun hefði það náð heilsu aftur. I öðru lagi er fræðsla um hjarta- og æðasjúkdóma ofarlega á baugi. Hefur félagið í hyggju að halda fræðslufundi með innlendum og er- lendum fyrirlesurum ásamt fræðslu- myndum, eftir því sem aðstæður leyfa. Á fundinum kom það einnig fram að deyfð hefði verið í starfsemi félagsins að undanförnu en nú væri ætlunin að lífmagna starfsemina. Á vegum Hjartaverndar er starf- rækt rannsóknastofa og hafa þangað komið 50.000 manns. Nikulás Sigfús- son sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á fólki á aldrinum 34—60 ára hefðu sýnt að kransæðasjúk- dómar væru algengustu sjúkdóm- arnir og algengi þeirra verið 10% meðal karla á þessu aldursstigi og 8—9% meðal kvenna. Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1964 og eru félagar um 1000 manns. Félagið á aðild að Hjartavernd, landssam- tökum hjarta- og æðaverndarfélaga á íslandi, en í þeim eru um 3000 manns. ------***■ Stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavfkur. Talið frá vinstri Eyjólfur K. SigurAsson, Árni Kristinsson, Ottó A. Michelsen, ólafur Jónsson og Nikulás Sigfússon. Ljósm. F.miiu. Rétt spor írétta átt, sporin íTorgió! Nr. Stæröir Verö 5 36-40 15.400 6 36-41 15.600 7 36-40 15.600 8 35-41 15.600 9 41-45 12.900 10 41-46 16.800 Póstsendum. Nr. 5 Nr. 7 Nr. 9 Herraskór Nr. lO Herraskór Austurstræti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.