Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979 7 r Tekjuhækkun 50% - Skatta- hækkun 70% Árni Árnason, fram- kvæmdastj. Verzlunar- ráðs, ritar athyglisverða skattahugvekju í Frjálsa verzlun. Hann segir: „Ekki er langt um liðið síðan rúmlega 110.000 einstaklingar lögðu á sig Þá tímafreku og kostn- aðarsömu vinnu að telja fram til tekju- og eignar- skatts. í sumar uppskera peir svo árangur pessa erfiðis og fá margir hverj- ir að reyna, að skattar peirra hafa hækkað um 70%, pegar tekjurnar hækkuðu um rúm 50%. Fyrir flesta er framtal til tekju- og eignarskatts flókið viðfangsefni, sem kostar 18.000 kr. lágmark á hvert skattframtal, ef sú pjónusta er aðkeypt. Er Því ekki óvarlegt að áætla, að framtöl ein- staklinga kosti skatt- greiöendur um 1.980 m. iinfaldari og réttlátari ftekjuskattur I Arni Árnason, nýráð- ] inn framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs Islands fjallar um álagningu tekjuskatts || Öbeinn og endul inn tekjuskatturl | Morgum tmnst eignará^ retllatur ut tra þvi S|Or f Þeir tetja skattinn i eignamenn sem geti lagB kr. í heild, annaðhvort í eigin vinnu eða að- keyptri. Til samanburðar má geta Þess aö tekjur ríkissjóðs af eignarskatti einstaklinga í ár eru áætlaöar 1870 m. kr., en eignarskatturinn veldur einmitt miklu um Það, hversu skattframtalið er umfangsmikiö og flókiö.“ Einföldun framtals „Til viðbótar við eignarskattinn bætist svo fjöldi frádráttarliöa, sem flækja framtalið enn frek- ar. I núgildandi skatta- lögum (nr. 40/1978) hefur Þó orðið takmörkuð ein- földun á frádráttarliðum en lengra má ganga til einföldunar og aukina réttlætis. Þótt einföldun á fram- tali sé vissulega æskileg má hún ekki verða á kostnað réttlætis. Hins vegar er tiltölulega ein- falt aö ná fram báðum Þessum markmiðum meö breyttum reglum, án Þess að Þessi tvö sjónar- mið stangist á. Meö af- námi eignarskattsins og sameiningu frádráttarliða í einn frádráttarlið, sem færi eftir fjölskyldustærð og fjölskylduástæðum má ná Þessu marki...“ Óbeinn og endurtekinn tekjuskattur Mörgum finnst eignar- skatturinn réttlátur út frá Því sjónarmiði, að Þeir telja skattinn leggjast á eignamenn, sem geti lagt meira af mörkum en aðr- ir. í reynd er Þó eignar- skatturinn óbeinn og endurtekinn tekjuskattur, eða hægfara eignaupp- taka, sem leggst á skuld- lausa eign, einkum fast- eignir, sem Þegar eru ríflega skattlagðar. Eign- arskatturinn er Þvr veru- lega óréttlátur skattur, sem ætti að afnema eða sameina tekjuskattinum, ef AlÞingi treystir sér ekki að ná fram 0.9% samdrætti í útgjöldum á fjárlögum. Afnám frádráttarliö- anna í stað eins almenns frádráttar er erfiðara viöfangsefni, Því að stór hópur skattgreiðenda hefur tekið ástfóstri við Þá frádráttarliði, sem nýt- ast Þeim sérstaklega. Af Þeim sökum væri auðveldara að fara milli- veginn og bjóða framtelj- endum einn ríflegan frá- dráttarlið að eigin vali í stað alls fjöldans. Sú leið er farin víða erlendia, m.a. í Bandaríkjunum. Ef Það yrði gert, gætu allir talið sjálfir fram og reikn- aö sjálfir út skattinn sinn á litlu eyðublaöi, enda væri launamiðinn orðinn orðinn nánast eina uppi- staða skattframtalsins hjá stærstum hópi gjald- enda.“ Einföldun, sparnaöur, réttlæti bá fjallar Árni Árnason um útreikning tekju- skatts en segir síðan: „Einfaldari tekjuskattur er Þó ekki einungis rétt- lætis- og sparnaðarráð- stöfun, heldur einnig nauðsynleg forsenda Þess að taka upp sam- tímagreiðslu tekjuskatts- ins. Þrátt fyrir einföldun, sem varð meö núgíldandi skattalögum, er tekju- skattur enn of flókinn og eignarskatturinn stendur nær pversum í slíku stað- greiöslukerfi. — Loks má nefna, að einföldun frá- dráttarliða býður heim enn frekari einföldun tekjuskattsins, sem væri sameining tekjuskattsins viö ýmsar tekjutilfærslur í gegnum ríkissjóð, svo sem tryggingakerfið og niðurgreiðslurnar. Þannig mætti ná fram verulegri einföldun, sparnaöi og réttlæti.“ í Dodge Aspen Coupé 2dr er 6 cyl. 225 cu. in. spar- neytin vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, vinyl- þak, rafhituð afturrúða, lituð framrúða, deluxe frá- gangur að utan og innan. Við eigum einnig von á Dodge Aspen Custom 4dr. ~Plymoutli Plymouth Volaré Premier 4dr er glæsilegur fjöl- skylduvagn, í honum er m.a. 6 cyl. 225 cu. in sparneytin vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, vinyl-þak, “premier deluxe“ frágangur að utan og innan, rafhituð afturrúða, lituð framrúða, stólar að framan, plussáklæði á sætum og m.fl. Við fáum einnig fáeina Plymouth Volaré Premier 2ja dyra með mjög svipuðum búnaði. Simca 1100 Simca 1100 er einn vinsælasti fólksbíllinn hér á landi, enda margsannað ágæti sitt. Við eigum til nokkra bíla af Simca 1100 en þeir kosta frá ca. kr. 3.300.000. Simca er eini bíllinn sem hefur fjórum sinnum sigrað í rallkeþþnum á íslandi, svo dæmi séu nefnd, auk þess eyðir hann hreint ekki neinu. Ef þú ætlar aö eignast nýjan fólksbíl í sumar, þá er nauðsynlegt að velja lit og gerð nú og staðfesta pöntun, á morgun getur það verið of seint. CHRYSLER mm JLKJLL SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 1979 BÍLAR FRÁ CHRYSLER Hjá okkur færð þú eitthvað mesta bílaúrval, sem völ er á hér á landi. Eftirtaldar gerðir Chrysler-bíla eru til afgreiðslu á næstu vikum ef gengið er frá pöntun strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.