Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 175. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Funda um Hor- muzsund Kuwait, 1. ágúst. AP, LEIÐTOGAR ríkja við Persaílóa munu á næst- unni halda fund um örygg- ismál á flóanum og við Hormuzsund, að því er blað í Kuwait. A1 Watan, sagði frá í dag. Ilið mjóa sund Ilormuz, er opnar leiðina út á Indlandshaf, er lífæð olíuflutninga frá hinum oh'uauðugu rikjum við Persaflóa. Um sundið fara daglega mörg olíu- skip með stóran hluta þeirrar olíu sem notuð er víða um heim. Blaðið sagði að ákvörðunin um fundinn hefði verið tekin í kjölfar viðvörunar Bandaríkjastjórnar um hugsanlegt rán olíuskips er það færi um sundið. Með því að sökkva olíuskipi í sundinu yrði um tíma stöðvaður allur olíuflutning- ur frá hinum olíuauðugu ríkjum. Þau ríki er munu taka þátt í ráðstefnunni eru Oman, Bahrain, Quatar, Saudi-Arabia og írak en Sameinuðu furstadæmin buðu til ráðstefnunnar að sögn blaðsins. Ekki var minnst á Iran í þessu sambandi. Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, hefur bent á þann möguleika að öfgafullir skærulið- ar Palestínumanna kynnu hugsan- lega að reyna að sökkva olíuskipi í Hormuzsundi og þannig stöðva olíuflutninga frá ríkjunum og þá myndi olíuverð hækka — síðustu hækkanir væru smáræði í saman- burði við það. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu undirbýr rædu sína og forsætisráðherra Breta. Margraet Thatcher hlustar fhugul. Að baki sést skæruliðaleiðtoginn Joshua Nkomo — að baki manni með sólgleraugu. Pandolfi gaf st upp Róm. 1. ágúst — AP, Reuter FILIPO Pandplfi, sem Sandro Pertini forseti Ítalíu fól stjórnar- myndun, gafst upp í dag þar sem sýnt þótti, að stjórn hans myndi ekki fá þingmeirihluta. Pandolfi gaf enga skýringu á því hvers vegna stjórnarmyndunartilraunir hans fóru út um þúfur en búist hafði verið við, að honum tækist að binda enda á sex mánaða stjórnarkreppu í landinu. Fyrr í dag birtu sósíalistar, sem hafa lykisaðstöðu á þingi með sína 62 þingmenn, að þeir myndu greiða atkvæði gegn stjórn Pandoifis og er það talin skýring á að Pandolfi hefur nú gefist upp við stjórnar- myndun. „Þjóðnýting BP hækkar verð á olíumörkuðum66 London, Lusaka, 1. ágúst. AP. — Reuter. „ÞJÓÐNÝTING Nígeríumanna á BP í landinu mun raska jafnvægi á olíumörkuðum heims og hækka verð olíu á olíumörkuðum,“ sagði varaforseti BP, Monty Pennell, í I.undúnum í dag eftir þá ákvörð- Lá við árekstri yfir Kennedyflugvelli New York, 1. ágúxt. AP. þJÆRRI lá við flugslysi yfir Kennedyflugvelli í New York á föstudag er flugmaður pólskrar þotu virti tilmæli flugturnsins í engu, að því er bandaríska flugmálastjórnin sagði í dag, og jafnframt voru segulbandsupptökur birtar. Þar kom í ljós, að flugturninn bað þotuna tví- vegis að fara annan hring en fékk aldrei svar. Pólska þot- an fór fram úr þotu er var fyrir framan hana og í lend- ingu munaði minnstu að hún rækist aftan á þotu frá Bran- iff-flugfélaginu. Bandaríska flugmálastjórnin sagði, að flugmaður pólsku þotunnar væri þegar farinn til Pól- lands og ekki væri ljóst hvort flugmaðurinn hefði ekki skil- ið tilmælin, ekki heyrt þau eða einfaldlega virt þau að vettugi. un Nígeríumanna í gær að þjóð- nýta brezka olíufélagið BP í landinu. Pennell sagðist búast við, að Nígeríumenn reyndu að selja olíu sína hæstbjóðandi á olíumörkuðum. Þannig að keppzt yrði um olíuna frá Nígeríu og það ylli verðhækkun. Pennell átti einkum við Rotterdammarkað- inn. Pennell sagði, að mestur hluti olíunnar frá Nígeríu hefði verið seldur til meginlands Evrópu og að þjóðnýtingin í Nígeríu þýddi að framboð BP á olíu minnkaði um 15%. BP varð fyrr á árinu fyrir miklu áfalli þegar byltingin í Iran batt endi á starfsemi félagsins þar. Ákvörðun Nígeríumanna um að þjóðnýta hluta BP í Nígeríu kom daginn fyrir setningu samveldis- ráðstefnunnar í Lusaka í Zambíu. Margret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, kom inn á ákvörðun Nígeríumanna og brá þá útaf texta þeim, er hafði verið saminn. Hún gagnrýndi Nígeríustjórn, óbeint þó. Eftir setningu samveld- isráðstefnunnar átti Carrington, utanríkisráðherra Breta, í orða- skaki við kollega sinn frá Nígeríu, Adefope, í boði. Greinilegt var, að Carrington var mjög reiður og notaði sterk lýsingarorð. Hann þverneitaði þeim áburði Nígeríu- manna, að BP seldi olíu til S-Af- ríkustjórnar en Nígeríustjórn seg- ist hafa þjóðnýtt BP vegna olíu- sölu félagsins til S-Afríku. í Lusaka er almennt litið á ákvörð- un Nígeríustjórnar sem aðvörun til Breta um að viðurkenna ekki stjórn Muzorewa í Zimbabwe- Ródesíu. Ræða deilur Islendinga og Norðmanna Frá fráttaritara Mbl. I Ósló 1. ÍKÚst Sjávarútvegsráðherrar Norðmanna og Sovétmanna, þeir Eyvind Bolle og Vladi- mir Kamentsev, ræðast nú við í Ósló um versnandi ástand nokkurra mikilvæg- ustu fiskstofna í Barentshafi og um skýrslur Alþjóða haf- rannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna, sem hrakað hefur mjög síðustu árin. Deilur ríkjanna um Barentshaf eru ekki á dag- skrá fundanna en búist er við, að deilur ríkjanna um hin umdeildu svæði í Bar- entshafi komi til umræðu. Þó að deilur íslendinga og Norðmanna um hafsvæðið milli íslands og Jan Mayen séu ekki á dagskrá er þó búist við, að ráðherrarnir muni ræða þær deilur en bæði Sovétmenn og Norðmenn stunda veiðar í kringum Jan Mayen. Sovétmenn stunda einkum veiðar á kolmunna. 16% hækkun á olíu frá Sovét til Finnlands Ilelsinki, 1. ÚKÚst — AP FINNAR OG Sovétmenn hafa lokið samningaviðræðum um hráolíukaup Finna af Sovétmönnum og hækkar verð hráolíu. sem Finnar kaupa í Sovétríkjunum, um 16%, að því er finnska blaðið Helsinkin Sanomat skýrði frá í dag. Finnar kaupa um sjö miiljarða tonna af hráolíu frá Sovétríkjunum árlega, eða um 2/3 af olíunotkun landsins. Hin nýja hráolía kostar finnska skattborgara tæpa 27 milljarða króna á síðari hluta ársins auk- reitis en verðið nær aftur til 1. júlí. Samkvæmt Helsinkin Sanomat hækkar verð fyrir hvert tonn úr liðlega 44 þúsund krónum í liðlega 53 þúsund krónur. Neste Oy skýrði frá því, að samningaviðræðunum hefði lokið í siðustu viku en ástæðan fyrir því hve langan.tíma þær tóku, var að sögn talsmanns Neste Oy, að Finnar vildu full- vissa sig um að þeir greiddu ekki meira fyrir sína olíu en önnur Norðurlönd. Neste Oy hefur í kjölfar hinna nýju samninga lagt inn verðhækkunarbeiðni á olíu til ríkisstjórnarinnar. Flóttafólki frá Víetnam fækkar Kuala I.umpur — 1. ÚKÚst — AP — Reuter STRAUMUR flóttafólks frá Víet- nam hefur minnkað verulega, að sögn vestrænna aðila, sem að- stoða flóttafólk. í júlí komu til Malasíu um 5000 flóttamenn en næstum allt það fólk var rekið aftur á haf út. Hins vegar er ekki búist við, að fólksflótti frá Víetnam hætti, heldur sé hér aðeins um tíma- bundið ástand að ræða í kjölfar flóttamannaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf en þar voru Víetnamar gagnrýndir mjög. Haft var eftir háttsettum fulltrúa flóttamannaaðstoðarinnar, að í september eða nóvember ykist tala flóttafólks frá Víetnam aftur vegna þess, að Víetnamar vildu losa sig við tæpa hálfa aðra milljón manna. Á níunda þúsund Víetnömum var komið til Vesturlanda í júlí frá Malasíu en þar af fór meir en helmingur til Bandaríkjanna. ítölsk herskip hafa undanfarna daga bjargað 909 flóttamönnum af bátskeljum á Suður-Kínahafi. Svíþjóð: Banaslys- um fækkar Stokkhólmi. 1. ágúst. Reuter. TALA dauðsfalla í umferðar- slysum lækkaði mjög í Svíþjóð í kjölíar hraðatakmarkana úr 110 kílómetrum í 90 á þjóðveg- um landsins, að því er tals- maður sænska umforðarráðs- ins sagði í dag. í júlí létust 52 í umferðarslysum í Svíþjóð en að meðaltali hafa 84 látist f umferðarslvsum f júlí síðan 1974. Sænska stjórnin setti há- markshraðann niður í 90 kíló- metra í júní til að spara benzín, jafnframt því að fargjöld með sænskum járnbrautarlestum voru lækkuð um helming og er það einnig talið eiga þátt í færri dauðsföllum í umferðar- slysum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.