Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 Eyjamenn komnir í þjóðhátiðarskap LEIKMENN ÍBV munu halda gleðilega þjóðhátíð núna um helgina, eftir að hafa unnið góð- an sigur á KA í 1. deild í gærkvöldi og halda þeir sér þvf ennþá volgum við toppinn í deild- inni. KA-menn áttu sér aldrei viðreisnar von í leiknum í Eyjum í gærkvöldi og fallhættan blasir nú við þeim KA-mönnum en enn hafa þeir tfma til þess að bjarga sér frá fallinu. Fyrri hálfleikur var tfðindalft- ill og lftill hraði, eins og liðin væru að kanna getu hvors ann- ars. Það voru helst hinir skæðu framherjar Elmar Geirsson KA og Tómas Pálsson ÍBV sem ylj- uðu áhorfendum f fyrri hálfleik með skemmtilegum töktum. ÍBV var öllu sterkari aðilinn f hálf- leiknum en staðan f lok hans var 0:0. IBV — KA 3:0 SEINNI HÁLFLEIKUR í s.h. kom Sveinn Sveinsson aftur í lið Eyjamanna eftir meiðsli og gjörbreyttist leikur ÍBV liðsins til hins betra eftir að hann kom inná. Sveinn varð strax afgerandi á miðjunni, dreifði spilinu mjög vel og tóku Eyjamenn leikinn smám saman í sínar hendur. Strax á 53. mínútu kom fyrsta mark ÍBV, Viðar Elíasson átti þá jarð- arskot á mark KA og Valþór Sigþórsson bætti við og stýrði boltanum framhjá Aðalsteini. Annað mark IBV kom svo á 66. mínútu og var það fallegasta mark leiksins. Óskar Valtýsson gaf vel íyrir markið, Sveinn Sveinsson U BRlTTAKXPl UPPHAF TIZKUOLDU SUI FLAUELIS- OG DENIM BUXUR 26“—38 Ausmrstræti 10 sími: 27211 skallaði út i teiginn á Tómas Pálsson og viðstöðulaust þrumu- skot Tómasar hafnaði í netinu, óverjandi fyrir Aðalstein. Það var svo á 75. mínútu að ÍBV greiddi KA náðarhöggið. Tómas Pálsson komst þá einu sinni sem oftar í gegnum slaka vörn KA og í þriðju tilraun tókst Tómasi að koma boltanum framhjá Aðalsteini, sem tvisvar varði mjög vel frá Tómasi en missti ávallt frá sér boltann. Skot Tómasar fór í stöng og inn. Varnarmenn KA horfðu aðgerðar- lausir á þessa viðureign Aðal- steins við Tómas. Eyjamenn sóttu síðan nær lát- laust að marki KA en Aðalsteini Jóhannssyni fannst nóg komið af svo góðu og lokaði markinu. Mega KA-menn þakka honum fyrir að útreiðin varð ekki verri en þetta. LIÐIN Tómas Pársson var bezti maður vallarins í leiknum í gærkvöldi og er nú í sínu fínasta formi. Þá átti Sveinn Sveinsson mjög góðan leik í s.h. og vona Eyjamenn að hann hafi nú náð sér eftir meiðslin. Hjá KA átti Elmar mjög góðan fyrri hálfleik en fjaraði út er á leið enda naut hann þá lítillar aðstoð- ar félaga sinna. Maður kvöldsins hjá KA var markvörðurinn Aðal- steinn Jóhannsson. Ágætur dóm- ari var Magnús V. Pétursson. Wí'ý- m 4 , ....... . Jafn leikur á Akureyri ÞÓR, Akureyri sigraði Reyni Sandgerði 1 — 0, í leik liðanna í 2. deild í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Akureyri. í fyrri hálf- leiknum sóttu norðanmenn öllu meira og áttu nokkur dauðafæri sem þeim tókst ekki að nýta. Besta marttækifæri fyrri hálf- leiksins kom er Magnús Helga- son átti geysifast skot sem hafn- aði í þverslánni og hrökk síðan niður á marklínuna, og svo út á völlinn. Þá átti Nói Björnsson gott færi sem fór forgörðum. I síðari hálfleiknum var meira jafnræði með liðunum. Reynis- menn voru líflegri og leikurinn jafnaðist nokkuð. Á 50. mínútu leiksins skutu Reynismenn í stöng og svo rétt síðar björguðu Þórsar- ar á línu. Þar voru Reynismenn óheppnir að skora ekki mark. Eina mark leiksins kom svo á 60. mínútu. Þór fékk aukaspyrnu og Guðmundur Skarphéðinsson skor- ði með því að skalla í þverslá og niður. Besti maður Þórs í leiknum var Eiríkur markvörður. En hjá Reyni Júlíus Jónsson í vörninni en á honum stöðvuðust margar sóknar- lotur Þórs. sor/þr Blikarnir sóttu tvö stig austur BREIÐABLIK vann 2:0 sigur á Þrótti austur á Norðfirði í gær- kvöldi og var sigur Blikanna eftir atvikum sanngjarn. Mikill hraði var í leiknum og góð bar- átta. Sögðu tíðindamenn blaðsins að þetta hefði hiklaust verið bezti leikur sumarsins í Neskaupstað. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleiknum tókst hvorugu liðinu að skora, en Blikarnir náðu síðan forystunni með marki Hákonar Gunnarssonar eftir um 15 mínút- ur af seinni halfleik. Ekkert var auðveldara fyrir Hákon en að skora þetta mark eftir slæm mis- tök markvarðar og varnarmanna Þróttar. Síðustu mínútur leiksins lögðu Þróttarar ofurkapp á að jafna, en sóttu of djarft og á síðustu sekúndunum gerði Hákon annað mark sitt í leiknum. Gott skot hans hafnaði örugglega í netmöskvunum. Reyndar skoruðu Þróttarar eitt mark í leiknum, en það var réttilega dæmt af af sæmilegum dónara leiksins, Hjör- vari Jensyni. Þeim dómi undu áhorfendur illa og nötruðu bakk- arnir svo undir tók í fjöllunum. í heild áttu bæði lið ágætan dag og í liðunum skaraði enginn sér- staklega fram úr, allir lögðu sitt af mörkum. —GB/-áij Utimótið í handknattleik Tómas Pálsson IBV í STUTTU MÁLI: Hásteinsvöllur 2. ágúst, íslands- mótið 1. deild, ÍBV—KA 3:0 (0:0) Mörk ÍBV: Tómas Pálsson 53. og 75. mínútu og ValÞór Sigpórsson á 66. mínútu. Amínningar: Tómas Pálsson ÍBV, Olafur Haraldsson KA og Haraldur Haraldsson KA fengu að sjá gulu spjöldin. Áhorfendur: 783. -hkj/SS. leikur FH OG Haukar gerðu jafntefli í úrslitaleik útimótsins í hand- knattleik í gærkvöidi 16-16, og verður því nýr leikur að fara fram í kvöld og hefst hann kl. 20.00. Leikurinn í gærkvöldi var mjög spennandi frá fyrstu til síðustu mínútu. Og jafnframt var töluverð harka f leiknum á köfl- um. FH-ingar höfðu frumkvæðið í leiknum mest allan fyrri hálfleik, og staðan í hálfleik var 11—9, FHívil. Mikill barningur var í síðari hálfleiknum og leikurinn lengst af í járnum. Haukar náðu að jafna leikinn, og komast síðan yfir, og þegar 7 mínútur voru til leiksloka höfðu þeir tveggja marka forystu 16-14. En á síðustu mínútunum tókst FH að jafna metin, og var ekki langt frá því að tryggja sér sigur í leiknum. Geir Hallsteinsson var tekinn úr umferð allan leikinn, og Hörður Harðarson hjá Haukum í síðari hálfleiknum. Bestu menn liðanna voru þeir Guðmundur Árni Stefánsson hjá FH og Ólafur Guðjónsson markvörður Hauka, sem þó gerði sig sekan um slæm mistök er hann þrívegis gaf bolt- ann á afdrifaríkum augnablikum beint í hendur FH-inga sem síðan skoruðu mark. Mörk FH: Guðmundur Árni Stefánsson 6, Kristján Arason 4, Guðmundur Magnússon 3, Hans Guðmundsson 2, og Geir Hallsteinsson 1. Mörk Hauka: Hörður Harðar- son 5, Júlíus Pálsson 3, Guð- mundur Haraldson 2, Árni Sverrisson 2, Ingimar Haraldsson 2, Stefán Jónsson 1, Þórir Gísla- son 1. í leiknum um þriðja sætið í keppninni sigruðu IR-ingar Fram með yfirburðum 21-15, eftir að staðan í hálfleik var 10-9 Fram í vil. Þá sigruðu Haukastúlkurnar Val í keppninni um þriðja sætið í kvennaflokki 17-11. — Þr. Selfoss sigraði SELFYSSINGAR sóttu ísfirð- inga heim í 2. deildinni í kantt- spyrnu í gærkvöldi. Var leikur liðanna jafn og skemmtilegur á að horfa og oft á tíðum vel leikinn. Heimamenn biðu lægri hlut í leiknum, töpuðu 2—1, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik. 1-1. Fyrsta markið kom úr víta- spyrnu sem dæmd var á ísfirð- inga. Einn varnarmaðurinn hand- lék boltann og Heimir Bergsson skoraði örugglega úr vítaspyrn- unni fyrir Selfoss. Örnólfur Odds- son jafnar fyrir ísfirðinga á 40. mínútu leiksins. í síðari hálfleik áttu ísfirðingar öllu meira í leiknum en samt kom það í hlut Selfyssinga að skora. Þórarinn Ingólfsson skoraði fall- egt mark á 75. mínútu leiksins og reyndist það vera sigurmarkið. Sanngjörn úrslit í leiknum hefðu verið jafntefli. STAÐAN í 2. deild: STAÐAN 11. DEILD ER NÚ: 13 10 2 1 37:14 22 Valur 12 7 3 2 25-11 17 Dreiðablik 13 9 2 2 28:8 20 Akranes 12 7 2 3 22—13 16 Fylkir 13 7 2 4 25:15 16 ÍBV 12 6 3 3 19-9 15 Selíoss 13 5 3 5 18:14 13 Kellavík 12 5 4 3 18—11 14 Wr 13 6 1 6 14:14 13 KR 12 6 2 4 18-18 14 Þrðttur 12 5 2 5 9:12 12 VfkinKur 12 5 3 4 19—15 13 Isafjörður 12 3 4 5 18:23 10 Fram 12 2 6 4 17—19 10 Austri 13 3 3 7 11:22 9 Þrðttur 12 4 2 6 16- 23 10 Reynir 13 2 4 7 8:25 8 KA 12 2 3 7 14-28 7 Magni 13 2 1 10 13:35 5 Haukar 12 1 2 9 9—30 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.