Morgunblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979 13 UNGLINGADEILD UNGLINGADEILD Austurstræti 22 Sími frá skiptiborði 85055. Austurstræti 22 Sími frá skiptiborði 85055. Staðarhólskirkja í Saur- bæ 80 ára á þessu ári Kirkjunni bárust margar góðar gjafir Sunnudaginn 16. september s.l. var þess minnst við hátíðarguðs- þjónustu í Staðarhólskirkju í Saur- bæ, að 80 ár eru á þessu ári liðin síðan Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, prédikaði, en sóknar- presturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, þjón- aði fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen dómkirkjupresti, en hann þjónaði þessari kirkju um sex ára skeið á árunum 1954—1960. Sóknarpresturinn rakti einnig sögu kirkjunnar og sagði frá gjöfum, er henni hafa borist. Kirkjukór Staðar- hólssóknar söng undir stjórn Sigurð- ar Þórólfssonar, organista kirkjunn- ar. Á eftir messu voru veitingar frambornnar í félagsheimilinu í boði sóknarnefndar. Þar flutti sr. Þórir Stephensen ræðu. Allmiklar endurbætur hafa að undanförnu farið fram á kirkjunni og umhverfi hennar. Kirkjan var öll máluð að utan, kirkjubekkir lag- færðir og málaðir svo og gólf kirkjunnar og gluggar. Einnig fóru fram umtalsverðar lagfæringar utandyra. Eins og fyrr sagði bárust kirk- junni margar gjafir í tilefni af- mælisins, sem sóknarprestur þakk- aði. Vigfúsína Jónsdóttir og Bene- dikt Kristjánsson, Ármúla, færðu kirkjunni að gjöf 100 þús. krónur til minningar um fyrri konu Benedikts, Ólöfu Ólafsdóttur, en hún lézt árið íslandsvinurinn Mark M. Watson Enn berast Þjóð- minjasafni gjafir frá Mark Watson ÞJÓÐMINJASAFN íslands fékk nýlega afhentar úr dánarbúi Mark M. Watsons í Lundúnum ellefu vatnslitamyndir eftir enska málar- ann W.G. Collingwood, sem hann málaði hér á ferð sinni 1897, segir í frétt frá Þjúðminjasafninu. Þessar myndir eru hluti hinnar stóru gjafar Mark Watsons til Þjóð- minjasafnsins frá árunum 1964—1965, en þá gaf hann safninu allar myndir Collingwoods, sem hann hafði getað komið höndum yfir. Flestar myndirnar afhenti hann þá strax, en þessar ellefu óskaði hann að hafa á heimili sínu meðan hann lifði, en þær má telja með allra beztu myndum Colling- woods af söguslóðum hér á landi. Mark M. Watson lézt 12. marz s.l., en hann hafði alla tíð sýnt Þjóð- minjasafni íslands sérstaka velvild og gefið því rausnarlegar gjafir. Hann var mikill íslandsvinur, kom oft hingað til lands og hafði mikinn áhuga á að kynnast íslenzku þjóðlífi. Árið 1939 skoðaði hann Glaumbæ í Skagafirði og varð svo hrifinn af þessum torfbæ, að hann gaf 200 sterlingspund, sem þá var stprfé, ef verða mættu bænum til björgunar. Varð það til þess að hafist var handa um viðgerð hans. Um langt árabil auglýsti Watson stöðugt í blöðum ytra eftir myndum Collingwoods og eignaðist smám saman mikinn meirihluta þeirra, sem hann málaði hér á ferð sinni með dr. Jóni Stefánssyni um sögu- slóðir Islendingasagna árið 1897. Gaf hann Þjóðminjasafninu mynd- irnar, sem áður er getið, alls 162 vatnslitamyndir og eitt olíumálverk. Síðar gaf hann svo safninu 8 myndir eftir enska málarann Edward Dayes, sem gerðar voru eftir frumteikning- um úr Stanley-leiðangrinum 1789 og 4 myndir eftir enska málarann H.A.G. Schiött frá um 1865. Meðal gjafa Watsons er einnig olíumálverk frá Reykjavík 1862 eftir A.W. Fowles. Þá gaf hann síðar stækkaðar og vandlega frágengnar ljósmyndir, sem Collingwood tók í ferð sinni, svo og allmargar myndir, sem Watson tók sjálfur í ferð sinni um landið 1937-1938. Þessar myndir, sem Mark M. Watson hefur þannig gefið safninu eru ein stærsta og verðmætasta gjöf, sem safnið hefur nokkurn tíma fengið. Margar þeirra eru prýðisgóð listaverk, en allar hafa þær mikið heimildargildi um þjóðlíf fyrrum, byggingar, atvinnuhætti, klæðnað fólks og margt annað, sem fáar myndir aðrar eru til af frá þessum tíma. Verða þessar gjafir Watsons seint fullþakkaðar. Að síðustu segir í frétt safnsins, að hinum nýgefnu myndum hafi verið komið fyrir í sýningarsal Þjóðminjasafnsins, þar sem einnig eru sýndar myndir úr fyrri gjöfum Watsons. úrvalið og ung fatnaði ■ í OsamCfKfeM J 1 1931. Benedikt var í sóknarnefnd kirkjunnar í nokkur ár og Vigfúsína söng með kirkjukórnum um langt skeið. Þá bárust kr. 20 þús. frá Margréti Jóhannsdóttur frá Staðar- hóli. Elínbet Jónsdóttir frá Fagradal færði kirkjunni að gjöf 100 þús. krónur. Elínbet sat um margra ára skeið í sóknarnefnd og starfaði þar sem á öðrum vettvangi af sínum alkunna dugnaði og skörungsskap. Þá gáfu systurnar María Ólafsdóttir Þverfelli, og Ragnheiður Ólafsdóttir, Þurranesi, 200 þús. krónur til minn- ingar um foreldra þeirra, þau mætu hjón Þóreyju Guðmundsdóttur og Ólaf Skagfjörð Ólafsson í Þurranesi. Ólafur lézt árið 1965 og Þórey árið 1966. Ólafur var formaður sóknar- nefndar í 20 ár og bar hag kirkjunn- ar mjög fyrir brjósti alla tíð. Var hann þar vel studdur af konu sinni. Þá barst gjöf, kr. 20 þús. frá Val- gerði Hannesdóttur frá Efri-Múla, til minningar um eiginmann hennar, Kristján 0. Jóhannsson, sem lézt árið 1970. Hann var formaður sóknarnefndar í fjögur ár og ötull stuðningsmaður félagsstarfs og framfara. Þá barst minningargjöf, kr. 120 þús. krónur til minningar um þau hjónin Margréti Kristjánsdóttur og Hannes Guðnason frá Þurranesi frá eftirlifandi börnum þeirra. Þau eru Valgerður, er áður var nefnd, Kristjana, Kristín, Hanna, Karitas, Helgi og Kristján Karl. Þá bárust kirkjunni að gjöf hátíðahökull og stóla og rykkilín, svo og altarisgöngusett, allt hinir feg- urstu gripir og einnig ljóskveikir til að tendra á altariskertum og slökkva, hinn ásjálegasti og nýtileg- asti gripur. Ennfremur peninga- upphæð kr. 105.023- Gefendur eru margir brottfluttir Saurbæingar og fyrrverandi og núverandi prestshjón á Hvoli. Allar þessar höfðinglegu gjafir eru þakksamlega þegnar og er gef- endum þökkuð rausn þeirra og tryggð við kirkju sína. Jafnframt er blessuð minning þeirra, sem minnst er með gjöfum þessum. í tilefni afmælisins var gefinn út vegg- skjöldur með mynd af kirkjunni í 500 tölusettum eintökum, og geta þeir, sem óska eftir að eignast hann, snúið sér til sóknarprests eða sóknarnefndarmanna. í sóknarnend eru nú: Sigurður Ólafsson, Kjarlaks- völlum, formaður, Ragnheiður Ólafsdóttir, Þurranesi, Birna Lárus- dóttir, Efri-Brunná og Helga Lárus- dóttir, Lambanesi, sem er safnaðar- fulltrúi. I.J.H. morgun, laugardaginn 6. október, opnar Magnús Jóhannesson málverkaáyningu á Ilótel Borg. Þetta er fimmta einkasýning Magnúsar en auk þess hefur hann tekið þátt i nokkrum samsýningum. Á þessari sýningu á Hótel Borg eru milli 40 og 50 verk, m.a. myndir frá Vestfjörðum, Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, Þingvallasveit og Reykjavík. Sýningu Magnúsar lýkur sunnudaginn 14. október. Myndirnar á sýningunni eru allar til sölu. Fiðlarinn sýndur á ný á Húsavík LEIKFÉLAG Húsavíkur er nú að hefja aftur sýningar á gamanleikn- um Fiðlarinn á þakinu, sem það sýndi í 21 skipti s.l. vetur, alltaf fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Einar Þorbergsson. söngstjóri Ingimund- ur Jónsson. Æfingar hafa nú staðið yfir síðan í september, þar sem þurft hefur að skipta um leikara i nokkrum hlut- verkum, en burðarásinn cr enn sá sami. Sigurður Ilallmarsson. sem fer með hlutverk Teyvc mjólkur- pósts. 1 undirleikarahópinn hefur bæst góður liðsmaður, enskur fiðluleikari, sem starfar hér við tónlistarskólann í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem Leikfé- lag Húsavíkur tekur aftur upp sýn- ingar á sama leiknum á öðru leikári, en aðsókn í fyrra var meiri en dæmi eru til og voru sýningargestir frá hinum fjarlægustu héruðum og kom- ust færri að en vildu. Fyrsta sýningin verður laugardag- inn 6. okt. Fréttaritari. Hljóðfæraleikarar á sýningu á Fiðlaranum en nýja fiðlarann vantar. Við pianóið er Katrin Sigurðardóttir, sem mikinn þátt á í þvi að sýningin hefur tekist svo vel sem raun er á. Ljósm. Pétur yn&Tw sar zsd/í OnnnaOttím% r * Barnawattúlpur ★ „Dún-watt“ úlpur ^ » ★ Wrangler buxur og skyrtur ★ Bandidó buxur, : bolir og skyrtur HTv-jk „Sweat Shirt“, bolir K”' ★ Alls konar drengjapeysur > og peysur og PSr skyrtur W O.m.m.fl. ■ Æ: 4d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.