Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 28. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandarikjamennirnir sex sem flúðu frá íran með hjálp kanadísku stjórnarinnar ræða við Carter forseta í Hvíta húsinu. Þeir eru (talið frá vinstri): Kathleen F. Stafford, Henry L. Sehatz, Joseph D. Stafford. Carter, Cora Amburn Lijek. Mark Lijek og Robert G. Anders. Pakistan íær fyrirheit um aðstoð frá Carter Rússar reka Kanadamann Ottawa, 2. febrúar. AP. FLUGMÁLAFULLTRÚA kanadíska sendiráðsins i Moskvu, Harold Gold ofursta, verður vísað úr landi fyrir leyniþjónustustarfsemi að sögn talsmanns utanríkisráð- uneytisins í Ottawa. Sovetstjórnin fyrirskipaði þetta á miðvikudag og Gold fékk viku frest til að fara úr. landi að sögn talsmannsins. Brottvísun Golds fylgir í kjölfar þeirrar ákvörðunar Kanadastjórnar að reka þrjá sovézka hermálafulltrúa fyrir njósnir 21. janúar. Talsmaðurinn sagði að Kan- adastjórn mundi grípa til hefndarráðstafana og hugsan- legir mótleikir væru í athugun. Samskipti Sovétríkjanna og Kanada hafa hríðversnað eftir íhlutun Rússa í Afganistan og Joe Clark forsætisráðherra hefur veitzt harkalega að þeim í baráttunni fyrir kanadísku kosningarnar 18. febrúar. Um 30 manns starfa við kanadíska sendiráðið í Moskvu, en starfsmenn sovézka sendi- ráðsins í Ottawa eru rúmlega 60._____________________ Lézt eftir banatilræði Paris. 2. fcbrúar. AP. JOSEPH Fontanet fyrrum ráð- herra lézt í morgun af sárum sem hann hlaut þegar vopnaðir menn skutu á hann á fimmtudag. Sex samtök hafa lýst sig ábyrg, en lögreglan segist ekki taka mark á því og veit ekkert um ástæðurn- ar til verknaðarins. Fontanet var 59 ára gamall og var ráðherra í rikisstjórnum Charles de Gaulle og Georges Pompidou. Hann studdi Jacques Chaban-Delmas gegn Valery Gis- card d’Estaing í embætti forseta. Þegar Giscard sigraði reyndi Fontanet að vinna þingsæti, en tapaði og hætti afskiptum af stjórnmálum. Hann stofnaði dagblað í París 1977, en það varð skammlíft og sneri hann sér þá að kaupsýslu. * Olympíueldur til Baltimore Baltimore. 2. febrúar. AP. ÓLYMPÍUELDURINN kom í gærkvöldi til Baltimore í Mary- landfylki og var hann látinn loga fyrir utan hótel eitt meðan eld- berarnir, 52 hlauparar, hvíldu lúin bein yfir nóttina. Islamahad, 2. febrúar. AP. JIMMY Carter forseti hefur skrifað Mohammed Zia U1 Haq Pakistanforseta bréf þar sem hann fullvissar hann um að bandaríska stjórnin muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til að verja Pakistan gegn hinum gífur- lega þrýstingi Rússa í Afganist- an, samkvæmt áreiðanlegum heimildum i dag. Dr. Zbigniew Brzezinski, ráðu- nautur Carters í þjóðaröryggis- málum, afhenti Zia bréfið í dag. Hann og aðrir bandarískir emb- ættismenn ræða nú við Zia og aðra pakistanska ráðamenn um sókn Rússa inn í Afganistan. New York Times skýrir frá því í dag, að samkvæmt skýrslu sem bandaríska landvarnaráðuneytið lét semja skömmu fyrir fall fyrr- verandi Iranskeisara sé sagt að Bandaríkjamenn geti ekki stöðvað sovézka innrás í Norður-íran og eigi því að íhuga möguleika á beitingu lítilla kjarnorkuvopna í hvers konar hugsanlegum átökum Bandaríkjamanna og Rússa á þessum slóðum. Samkvæmt skýrslunni geta Bandaríkjamenn aðeins teflt fram einum fimmta þess mannafla sem Rússar geta sent á vettvang á einum mánuði í átökum við Persa- flóa. Joe Clark, sagði í dag að „meiri von væri til þess en áður“ að gíslarnir í bandaríska sendiráðinu í Teheran yrðu látnir lausir og starfsmaður SÞ spáði því, að þeim yrði sleppt innan tveggja mánaða samkvæmt áætlun er Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóri samtak- anna, hefði gert. Stúdentarnir sem halda gíslun- Róm. 2. febrúar. AP. ÍTALSKA þingið samþykkti í dag lög gegn hryðjuverkum, sem færa lögreglu aukin völd í baráttu gegn hryðjuverkamönnum. Minnihluta- stjórn Fransesco Cossiga hlaut stuðning bæði sósíalista og komm- únista við frumvarpið og var það samþykkt í öldungadeildinni með 522 gegn 50 atkvæðum. Cossiga hafði hótað að segja af sér ef frumvarpið yrði ekki að lögum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að morðingjar dómara og lög'reglu- manna hljóti sjálfkrafa, eftir að sekt hefur verið sönnuð, ævilangt fang- elsi. Þá voru ákvæði í frumvarpinu sem heimiluðu lögreglu að halda grunuðum í gæzluvarðhaldi í 48 tíma án þess að kalla til lögfræðing og heimild til lögreglu að gera húsleit í heilum íbúðarhverfum. Þessi atriði í frumvarpinu voru mjög umdeild. Dagar stjórnar Cossiga virðast taldir, því eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu tilkynntu sósíalistar að þeir myndu hætta stuðningi við stjórnina og hvöttu til „neyðarstjórnar" með þátttöku kommúnista. Hryðjuverkamenn á Italíu hafa verið mjög aðsópsmiklir í janúar- mánuði. Atta manns féllu fyrir byssukúlum þeirra í janúar. Til þess hefur verið tekið, að hryðjuverka- menn hafa notað fullkomnustu vopn, vélbyssur — meðal annars fram- leiddar í Sovétríkjunum. ítalska stjórnin hefur mjög hert sóknina gegn hryðjuverkamönnum. Fjöl- margar handtökur áttu sér stað í síðasta mánuði og mikil mannaskipti hafa átt sér stað í yfirstjórn lögregl- unnar. Þeir sem voru myrtir í janúar voru 3 sérþjálfaðir lögreglumenn um hétu því hins vegar í yfirlýs- ingu til Khomeini trúarleiðtoga að „standa vörð um byltingarbraut þína og ... berjast gegn málamiðl- unum“. Clark sagði, að nýkjörinn forseti írans, Bani Sadr, virtist tilleiðan- legri til að semja um lausn á málinu en írönsk yfirvöld hafa verið til þessa. gegn hryðjuverkamönnum, tveir her- menn, framkvæmdastjóri lyfjafyrir- tækis, sikileyskur stjórnmálamaður og vörður við FrAT-verksmiðjurnar í Tórínó. Hryðjuverkamenn réðust að verksmiðju fyrirtækisins, köstuðu eldsprengjum og beittu vélbyssum. Hryðjuverkamenn hafa mjög beitt sér gegn FIAT, myrt þrjá af fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins og sært 17 á síðastliðnum árum., Grikkir vilja leikana heim Aþcnu. Nairóbí. 2. fcbruar. AP. KARAMANLIS forsætisráð- herra Grikklands endurnýjaði í dag formlega tilboð sitt til Alþjóða ólympíunefndarinnar um að Ólympíuleikarnir fari í framtíðinni fram í Grikklandi, og að þeim verði valinn fasta- staður þar. Karamanlis lagði formlega fram samsvarandi tilboð meðan á Ólympíuleikunum í Montreal stóð 1976. Daniel Arap Moi, forseti Ken- ýa, sagði í dag að refsa yrði Sovétmönnum fyrir innrás þeirra í Afganistan og flytja Ólympíuleikana frá Moskvu. Ef leikarnir yrðu ekki færðir frá Moskvu mundi hann krefjast þess af Ólympíunefnd Kenýa að íþróttamenn frá Kenýa yrðu ekki sendir á leikana. Kanadíski forsætisráðherrann, Starfsmenn Rauða krossins fjarlægja lík eins manns af 39 sem voru drepnir þegar iögreglan í Guatemala gerði áhlaup á spænska sendiráðið sem bændur höfðu lagt undir sig. Eldur kom upp þegar einn bóndinn fleygði „mólotov-kokkteil“ og allir þeir sem voru í sendiráðinu að tveimur undanskildum biðu bana. Hleranir hneyksla Breta Lundúnum. 2. febrúar. AP. LlTIL, sakleysisleg símstöð i Chelsca i Lundúnum er nú á allra vörum í Bretlandi. Frá þessari símstöð hefur stjórnin látið hlera simtöl og fóru hleran- irnar fram undir dulnefninu „Tinkcrbeir. Það var blaða- maður vikuritsins New States- man, sem ljóstraði þessu upp i blaði sínu. Samkvæmt fréttum hafa þessar hleranir staðið yfir í tvo áratugi og sennilega verið notaðar i pólitiskum tilgangi, m.a. gegn brezkum verkalýðs- leiðtogum. Brezk blöð hafa líkt þessu við hleranir í stjórnartíð Richard Nixons í Bandaríkjunum. „I frjálsum ríkjum eiga aðferðir einræðisríkja ekki rétt á sér. Nixon féll vegna þess, að hann var staðinn að því, sem allir vita að er daglegt brauð hjá Brezhnev," skrifaði The Daily Mirror. Inn- anríkisráðherrann, William Whitelaw, sagði í þinginu að hlerunum hefði verið beitt í bar- áttunni gegn hryðjuverkum og glæpum. í New Statesman er því hins vegar haldið fram, að hlerunum hafi verið beitt gegn verkalýðs- leiðtogum og að innanríkisráðu- neytið hafi ekki haft vitneskju um það. Blaðamaðurinn, Duncan Campbell, tiltók dæmi, þar sem sími verkfallsnefndar í verkfalli 1977 var hleraður. „Bandaríkja- menn lærðu af biturri reynslu, að leynileg starfsemi, sem á að beinast gegn erlendum ríkjum, beindist gegn borgurum landsins. Við erum nú að komast að raun um, að hér í Bretlandi hefur einmitt hið sama átt sér stað,“ skrifaði Campbell meðal annars. * Italía: Ný lög færa lög- reglu aukin völd — í baráttunni gegn hryðjuverkum í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.