Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 7 Gunnar kom ekki til fundar í Morgunblaðinu í gær lýsir Svanhildur Björg- vinsdóttir formaóur kjör- dæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Norður- landskjördæmi eystra því, að hún hafi sótt miðstjórnarfund Sjálf- stæðisflokksins í fyrra- dag ekki síst í þeim tilgangi að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um þær stjórnarmyndunarvið- ræður, sem Gunnar Thoroddsen stendur nú fyrir. Bjóst Svanhildur eölilega viö því, aö Gunn- ar varaformaður Sjálf- stæðisflokksins myndi sitja fund miðstjórnarinn- ar á þessari úrslita- stundu, þegar hann var nýbúinn að fá umboð úr hendi forseta íslands. En Svanhildur segir síðan: „Hann mætti því miður ekki á miöstjórnarfund- inn og enga skýringu heyrði ég á fjarveru hans. Ég harma það afskaplega mikið.“ Greinilegt er, að ætli Gunnar Thoroddsen yfir- leitt að leita eftir nokkr- um stuðningi innan Sjálf- stæðisflokksins við stjórnarmyndun sína, fer hann mjög sérkennilega að við það. Hann lætur ekki svo lítið einu sinni að sækja fund í miðstjórn flokksins til að svara þar fyrirspurnum og skýra mál sitt. Raunar verður að draga það mjög í efa, að Gunnar hafi nokkru sinni ætlaö sér að ganga til stjórnarsamstarfs við framsókn og kommún- ista með Sjálfstæðis- flokkinn á bak viö sig. Frá upphafi hefur hann mið- að að því að ná til sín liðsmönnum úr þing- flokki sjálfstæðismanna, nægilega mörgum til að á pappírnum a.m.k. upp- fylli hann skilyrði til að fá umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Hann telur, að sér hafi nú tekist þaö og þá hundsar hann Sjálfstæðisflokkinn, mið- stjórn hans og aðra trún- aðarmenn. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kom saman til fundar s.l. mánudag og ályktaði um tilraunir Gunnars. í þeirri ályktun segir m.a., að til þeirra sé augljóslega stofnaö í þeim tilgangi að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Og síðan segir: „Stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík fordæmir öll þau vinnubrögð, sem brjóta gegn meirihluta- ákvörðunum flokksins og heiðarlegum og lýðræð- islegum leikreglum. Stjórn fulltrúaráðsins lýs- ir yfir andstöðu viö þessa stjórnarmyndun, sem fer fram án fulltingis Sjálf- stæðisflokksins.“ Þess er rétt að geta, að Gunnar Thoroddsen bauð sig nýlega fram til endurkjörs í stjórn full- trúaráðsins og náði þar kjöri. En hann sá ekki ástæðu til að mæta á stjórnarfund ráðsins s.l. mánudag fremur en á miðstjórnarfundinn í fyrradag. Um ályktun full- trúaráðsstjórnarinnar hafði Gunnar þetta að segja í blaðaviðtali: „Það er raunalegt, þegar menn eru slegnir flokksblindu." I I Hvaö meö | Albert? | Þegar Albert Guð- mundsson haföi lýst því skriflega yfir, að hann mundi verja stjórn Gunn- , ars Thoroddsens van- traustí, var Ijóst að hún taldist hafa fengið nægi- legan þingstyrk til að geta kallast meirihluta- i stjórn. Albert sá ekki fremur en Gunnar Thor- oddsen ástæðu til að sækja miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í fyrradag. Hann var ekki reiðubúinn til að svara spurningum og greina frá viðhorfum sínum. Viðhorf Alberts í þessu | máli eru næsta furðuleg. í i Morgunblaðinu í gær var hann að því spurður, hvort honum hefðu verið . kynnt drög að málefna- I samningi Gunnars, fram- sóknar og komma. Albert svaraði: „Ég hef hvorki | séð né heyrt nokkuð um , þau og ekki komið ná- I lægt þessum stjórnar- | myndunarviðræðum á einn eða annan hátt.“ Er nokkur furða, að i menn velti því fyrir sér, hvernig Albert Guð- mundsson hafi komist að þeirri niðurstöðu, að hann skyldi verja þá | stjórn vantrausti, sem hann veit jafn lítið um og orö hans sýna. Stangast , viðhorf Alberts í þessu máli mjög á við þá ímynd, sem hann hefur reynt aö skapa sér með því að I setja stefnufestu sína á i oddinn. Nkomo vill fresta kosningum í Rhódesíu Salisbury. 5. febrúar. AP. JOSHUA Nkomo, annar leiðtoga föðurlandsfylkingarinnar í Rhó- desíu, sagðist í dag ætla að fara þess á leit við Soames, brezka Iandsstjórann í Rhódesíu, að fyrirhuguðum kosningum í iand- inu verði frestað. Sagði Nkomo að bardagar og ofbeldi væri enn það mikið í landinu, að vafasamt væri, að kosningarnar gætu farið fram með friðsamlegum hætti. Soames landsstjóri hét því í dag á fundi með fulltrúum flokkanna níu, sem bjóða fram í kosingurium, að Bretar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að kosn- ingarnar færu vel og friðsamlega fram. Kosningarnar eru fyrirhug- aðar 27.-29. þessa mánaðar. WESTEAUA MJALTAKERFI WESTFALIA mjaltakerfi eru mest seldu mjaltakerfi í Þýskalandi og víöar um lönd. WESTFALIA mjaltakerfum er viöbrugöiö fyrir gæöi. WESTFALIA mjaltakerfi eru nú í notkun víða um land og hafa þegarsannað ágæti sitt við íslenskar aðstæöur. WESTFALIA mjaltabásar og kælitankar eru einnig á boðstólum. Getum aö jafnaði afgreitt kerfi með stuttum fyrirvara. Góð varahlutaþjónusta. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Aðalfundur Aöalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna 1980, veröur haldinn aö Hótel Sögu, fimmtu- daginn 14. febrúar n.k. og hefst meö borðhaldi í Súlnasal kl. 12.15 stundvíslega. Dagskrá fundarins er samkvæmt 18. grein laga félagsins. Félagsmenn eru beönir aö fjölmenna á aöalfundinn og tilkynna þátttöku sína á skrifstofu félagsins fyrir þriöjudagskvöld hinn 12. febrúar í síma 27066 eöa 10650. Með kveðju, Stjórn F.Í.S. Eigum til allar tegundir af hinum þekktu I Fiskarsskærum Stór sníðaskæri, heimilisskæri hægri og vmstri handa, eldhússkæri og saumaskæri. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skól- ann. Naglaskæri, hárskæri og takkaskæri. Póstsendum Laugavegi 29. Simi ^4320 og ■ :. DCD/CnCI AKI nr n aci/ Fiskihagfræði Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um „Fiskihagfræði“ að Hótel Esju dagana 11.—14. febrúar kl. 15—19 dag hvern. Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir kenningum hagfræðinnar um hvernig hag- kvæmast er að nýta auðlindir sjávar. Fjallað verður um náttúruskilyrði á miðunum um- hverfis ísland og rætt um alþjóðasamninga j sem í gildi eru um fiskveiðar. Síðan veröur gerð grein fyrir helstu kenningum á sviði fiskihagfræði og rætt um íslenskan sjávarút- I veg og stöðu hans. Námskeiö þetta er ætlaö forsvarsmönnum fyrirtækja og sjávarútvegi skipstjórnar-1 mönnum og öörum þeim sem áhuga hafa á málum útgerðar. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður prófessor Gylfi Þ. Gíslason, en gestir í umræðutímum á nárrfskeið- inu verða Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, Ragnar Arnason hagfræðingur, Þorkell Helgason dósent við verkfræöi- og raunvísinda- deild Háskóla íslands og Jónas Blöndal skrifstofu- stjóri Fiskifélags íslands. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, sími 82930. Prófessor Gylfi Þ. Gíslason SfÖumúla 23 — Sfmi 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.