Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 46
J 46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Vann næstum milljón pund í getraunum!! • Gunnar Einarsson og Bjorgvin Björgvinsson, íslendingarnir i liði Grambke Bremen. Lið þeirra er nú i töluverðri fallbaráttu. Ljósm. Klaus Weingartner. Axel skoraði sjö gegn Gummersbach 47 ÁRA gamall enskur brugg- ari, David Preston, maður sem skrönglast í vinnuna dag bvern á reiðhjólsgarmi, vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið í gær. Hann fékk nefnilega þá Stórsigur Þjóðverja VESTUR-Þjóðverjar létu sig ekki muna um að skora átta mörk gegn Möltu í síðasta leik liðanna í undankepni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Leikur þessi hafði í sjálfu sér litla þýðingu, þar sem Vestur-Þjóð- verjar höfðu þegar tryggt sér sigur í riðlinum, en Möltu varð ekki haggað úr botnsætinu. Klaus Allofs og Klaus Fischer skoruðu tvívegis hvor fyrir Vest- ur-Þjóðverja, Bonhad (víti), Rumenigge og Walter Kelsch skoruðu einnig sitt markið hver, en áttunda markið var sjálfsmark. Lokastaðan í riðlinum var þessi: ‘ Vestur-Þýskaland 6 4 2 0 17—1 10 Tyrkland 6 3 1 2 5—5 7 Wales 6 3 0 3 11—8 6 Malta 6 0 1 5 2—21 1 - En ekki skor- aöi Pétur FEYENOORD, lið Péturs Pét- urssonar, tryggði sér í fyrra- kvöld rétt til þess að leika í 4-liða úrslitum hoilensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu með góðum sigri, 3—0, gegn Pec Zwolle. Það taldist þó til tíðinda, að Pétur skoraði ekki mark í leikn- um. Feyenoord hefur skorað 7 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og Pétur ekki komist þar á blað. Það er óvenjulegt, því að í tilkynningu frá getraununum í Englandi, að hann hefði unnið stærstu peningaupphæð sem unnist hefur þar í landi frá upphafi. Fékk hann í sinn hlut 953.874.10 sterlingspund, en það er milli 800 og 900 milljón- ir íslenskra króna. Má taka sér þokkalegt sumarfrí fyrir slíka fjárupphæð. Preston þessi hefur stundað fjárhættuspil frá barnæsku. í því skyni á hann fjöldann allan af happagripum, svo sem kan- ínufætur, óskabein og fjölda kjúklinga og svartan kött. Hann segir þó sjálfur að ástæðan fyrir árangrinum nú sé nýjasti gripurinn, skosk háfjallaplanta sem konan hans gaf honum. „Ég er búinn að sofa með jurtina undir koddanum hjá mér síðan ég fékk hana, ég vissi að það myndi leiða til góðs,“ sagði Preston gamli. Preston-hjónin hafa þegar tekið nokkrar stórar ákvarðan- ir, meðal þeirra eru t.d.: hætta að vinna, nýjan bíl og ekki af lakara taginu. Og síðast en ekki síst sumarfrí í Las Vegas. deild, bikar og Evrópukeppnunum hefur Pétur skorað 27 mörk sam- anlagt á þessu keppnistímabili og Feyenoord varla leikið án þess að Pétur kæmist á blað. Úrslit leikja í 8-liða úrslitum hollensku bikarkeppninnar urðu annars þessi. AZ’67 Alkmaar — Sparta 2-1 Ajax — Roda JC 5-1 Feyenoord — Pec Zwolle 3-0 Den Haag — PSV Eindhoven 3-1 Það skiptir kannski ekki máli hver skorar, svo fremi sem ein- hver gerir það. Jan Peters skoraði tvö af mörkum Feyenoord og Richard Budding það þriðja. - En Grambke er í AXEL Axelsson, Jón Pétur Jóns- son og Hinir þýsku félagar þeirra hjá GW Dankersen voru i miklum ham er liðið vann örugg- an sigur á Gummersbach í siðustu umferðinni í 1. deild vestur-þýsku deildarkeppninnar í handknattleik. Sigraði Gumm- • Axel Axelsson skorar eitt aí sjö mörkum sínum gegn Gumm- ersbach. mililli fallbaráttu ersbach 17—13, en liðið er varla svipur hjá sjón miðað við síðasta áratuginn. Auk þess lá landsliðsmaðurinn Heiner Brandt í bælinu með flensu og annar landsliðsmaður, risinn Wunderlich, var tekinn úr umferð. Það gerði útslagið. Axel Axelsson var markhæstur hjá GWD, skoraði 7 mörk. Mikil spenna er í botnbarátt- unni, þar eru tvö lið þegar fallin, Birkenau og Flensburg. En þrjú falla í vor og Grambke Bremen, lið þeirra Gunnars Einarssonar og Björgvins Björgvinssonar er þar í mikilli fallhættu ásamt fimm öðr- um liðum m.a. GW Dankersen. Eins og á íslandi bætir spennan á botninum upp spennuleysið á toppinum, en Grisswaldstadt er þegar orðið meistari. Annars er staðan í deildinni nú þessi: 1. TV Gw.stadt 18 13 4 1 322:247 30: 6 2. TSV Milbertsh. 18 10 2 6 291:279 22:14 3. TV Huttenberg 18 10 2 6 308:312 22:14 4. VfL Gummersb. 19 10 2 7 341:292 22:16 5. Tusem Essen 18 9 3 6 317:273 21:15 6. TuS Nettelstedt 19 9 2 8 304:308 20:18 7. FA Göppingen 19 9 1 9 316:302 19:19 8. GW Dankersen 18 8 2 8 270:290 18:18 9. TuS Hofweier 19 8 2 9 352:339 18:20 10. THW Kiel 19 9 0 10 237:280 15:21 11. TVG Bremen 17 8 1 8 276:272 17:17 12. SG Dietzenbach 18 7 1 10 237:280 15:21 13. TSV Birkenau 19 3 3 13 296:351 9:29 14. TSB Flensburg 19 3 1 15 280:368 7:31 Rútuferðir á leik FH og Víkings VÍKINGAR eru með mikinn við- búnað vegna leiks FH og Víkings i 1. deild tslandsmótsins í hand- bolta, sem fram fer í íþróttahúsi Hafnarfjarðar klukkan 14 á morgun, laugardag. Ef Víkingum tekst að sigra í leiknum eru þeir þar með orðnir íslandsmeistarar. Stuðningsmenn Víkings ætla að fjölmenna á leikinn og verða sérstakar rútu- ferðir frá félagsheimili Víkings við Hæðargarð klukkan 13. Þeir stuðningsmenn Víkings, sem ætla að notfæra sér þessar ferðir eru beðnir að koma tímanlega í félags- heimilið, segir í tilkynningu frá Víkingi. í tilkynningunni eru stuðningsmenn Víkings ennfrem- ur hvattir til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja Víkinga til sigurs. Feyenoordí undanúrslit Stenmark á fullri ferð. Að sjálfsögðu vann Stenmark HINN óviöjafnanlegi skíöamaður, Ingimar Stenmark, keppti í 100, skipti í heimsbikarnum í Waterville Valley í Band- aríkjunum í fyrradag og sigraði þar að sjálfsögðu. Fékk hann rúmri sek- úndu betri tima heldur en næsti maður sem var Christian Neureuther frá Vestur-Þýskalandi. Ann- ars var röð og tími 10 efstu keppenda sem hér segir: Ingimar Stenmark Svíþ. 1:42,04 Chr. Neureuther V-Þýsk. 1:43,02 Klaus Heidegger Austurr. 1:43,08 Peter Popangelov Búl. 1:43,19 Bojan Krizaj Júg. 1:43,21 Anton Steinar Austurr. 1:43,25 Joze Kuralt Júg. 1:43,27 Alexander Zhirov Sov. 1:43,61 Bohumir Zeman Tékk. 1:43,66 Phil Mahre Band. 1:43,69 Ingimar Stenmark hefur nú forystuna í stigakeppn- inni um heimsbikarinn. Hef- ur hann 170 stig. Andreas Wenzel frá Lichtenstein er í öðru sæti með 142 stig og Bojan Krizaj frá Júgóslavíu hefur 123 stig. Líklegt verður þó að telja að Stenmark verði ekki í efsta sætinu þegar heimsbikarkeppninni lýkur. Ástæðan er ^ að hann keppir ekki í bruni, en stigakeppnin gerir ráð fyrir því að keppt sé bæði í svigi, stórsvigi og bruni. Wenzel stendur því vel að vígi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.