Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 17 Gunnar Asgeirsson Fjórða grein Frelsi í viðskiptum bætir þjóðfélagið og er til heilla fyrir alla landsmenn fá bíla, enda ekki margir fjáðir til að kaupa, því peningaráð voru lítil á þessum árum. Vörubílar voru einnig fluttir inn aðallega frá Bandaríkjun- um, Ford og Chervolet, en frá Evrópu, Volvo og Merchedes Benz bílar, sem þá voru að ryðja sér til rúms og seldust þó nokkuð. Hjólbarðar voru eink- um fluttir inn frá Pirelli eða Michelin og voru undir einka- sölunni. Hjólbarðar voru hins vegar af skornum skammti, það var mikið gert við og lenti margur maðurinn í miklum vandræðum vegna lélegra hjól- barða. Það hefur áreiðanlega ekki verið eftirsóknarvert að vera forstjóri í einkasölunni, því mikil vár ásóknin. Sveinn Ingv- arsson var mikið ljúfmenni, en hvort hann hefur ráðið miklu sjálfur eða hans yfirmenn ráð- herrarnir veit ég ekki. Þykir mér líklegt að línan hafi að einhverju leyti komið „ofan frá“. 100 ósamsettir Dodge-bílar I byrjun stríðsins strandaði hér skip sem var á leiðinni til Belgíu með 100 ósamsetta Dodge fólksbíla og nokkuð af Fargo vörubílum. Bíla þessa keypti Bifreiðaeinkasalan, en þeir voru settir saman á verk- stæði Egils Vilhjálmssonar og úthlutað til ýmissa aðila, gæð- inga og annarra. Ég hefi grun um að úthlutunin hafi að mestu farið fram í ríkisstjórninni, en þáverandi fjármálaráðherra Jakob Möller var nefndur sem úthlutunarstjóri bæði á þessum bílum og ég tala nú ekki um á kössunum utan af bílunum, sem hann mun hafa úthlutað sjálf- ur. Verð þessara bíla var um 8.000 krónur. Þegar siglingar urðu meiri til Bretlands í byrjun stríðsins, bar nokkuð mikið á innflutningi á notuðum bílum þaðan. Var ég einn þeirra sem náði sambönd- um í Aberdeen og fluttum við nokkra bíla. Við urðum að sjálfsögðu að sækja um leyfi til Sveins Ingvarssonar, en það var nokkuð auðfengið. Eins og áður greinir var einkasala sett á útvarpstæki, þ.e.a.s. Viðtækjaverslun ríkisins og mátti enginn annar flytja þau inn en einkasalan. Ef það kom fyrir að einhver kæmi með tæki eða flytti inn var það samkvæmt lögunum gert upp- tækt. Á þeim árum voru miklar hömlur á öllu og mjög strangt tollaeftirlit. Margar frægar sögur eru af mönnum, sem reyndu að koma með einhverja hluti heim, svo sem veiðistöng, efni í föt, eða eitthvað annað og voru í vandræðum með að koma því í land úr skipunum. Það voru miklar siglingar togara til Bretlands og eðlilega reyndu þessir aðilar svo og menn í fragtskipunum að kaupa ýmis- legt fyrir sig og heimilin. „Minninga- brot úr viðskipta- lífinu í 50 ár“ Hér birtist fjórða og síðasta grein Gunnars Ásgeirssonar sem hann nefnir „Minningabrot úr viðskiptalífinu í 50 ár“. / þessari grein segir Gunnar frá einkasölu ríkisins á bifreiðum, hjól- börðum og viðtækjum. Kaupfélögin umboðsmenn ríkis- einkasölunnar Fyrstu tæki sem seld voru frá Viðtækjaversluninni munu hafa verið Marconi og Blaupunkt, en bræðurnir Snorri og Otto Arnar voru umboðsmenn fyrir Marc- oni. Síðar meir komu Telefunk- en og Philips tækin, en Marconi og Blaupunkt féllu út. Um- boðsmenn úti á landsbyggðinni fyrir Viðtækjaverslunina voru aðallega kaupfélögin, eða þá einhverjir pólitískir gæðingar t.d. bóksali eða póstafgreiðslu- maður. Einn kaupfélagsstjóri sagði við mig þegar verið var að leggja einkasöluna niður. „Nú minnkar fjármagnið hjá mér, en oftast geri ég ekki upp við Viðtækjaverslunina nema einu sinni til tvisvar á ári“. Hefur það verið góð búbót fyrir kaup- félögin að hafa rekstrarfé frá Viðtækjaversluninni. Rekstur Viðtækjaverslunarinnar síðari árin var til háborinnar skamm- ar. Þeir höfðu lítið fjármagn, þrátt fyrir að álagningin væri mjög há, eða um það bil helm- ingi hærri en innflytjendur fengu, þegar frelsið kom. Vör- urnar lágu í pakkhúsunum í áravís og útvarpstæki voru seld tveggja eða þriggja ára gömul. Við vorum fegnir sem vorum með umboð í útvarpstækjum er frelsið kom og við þurftum ekki að sækja undir Svein Ingvars- son eins og við höfðum áður gert til að fá að flytja inn örfá tæki til að þjóna viðskiptavin- um. orð féllu til viðbótar sem ég ætla ekki að endurtaka. Svona var ástandið þá. Sambandið sat að þessu, aðrir máttu ekki koma þar nærri. Álagning á bílum lækkuð Á árunum 1945—1946 var innflutningur á bílum svo til frjáls, og voru fluttir inn bílar frá Bretlandi og Bandaríkjun- um í miklu magni, sem gerði það að verkum að Verðgæslu- stjóri sá sig tilneyddan til að lækka álagninguna sem hafði verið 17% hjá bifreiðaeinkasöl- unni, en innflytjendur lögðu 12% á og var hún lækkuð niður í 3% og hefur setið við það síðan að mestu þótt álagningin hafi aðeins farið hækkandi gegnum árin. Þetta er hins vegar sá grunnur sem verð- lagsskrifstofan hefur notað frá þeim tíma til dagsins í dag. Það er margs að minnast frá þess- um tímum. Það væri hægt að segja margt fleira en ég vona þó að eitthvað af þessu festist í huga lesenda og þeir geti hugs- að til þess, hvort tímarnir í dag séu nokkuð slæmir miðað við það sem þeir voru, þótt alltaf sé verið að kvarta. Ég er hins vegar ekkert ánægður með tímana í dag, en þrátt fyrir allt er þó gróska í landinu og við verslunarmenn höldum áfram að berjast. Frelsi í viðskiptum hvort sem er í innflutningi, útflutningi, álagningu eða sölu bætir þjóð- félagið og er til heilla fyrir alla landsmenn. Árið 1934 voru sett viðbótar- lög um Tóbakseinkasölu ríkis- ins, þá féllu undir hena eldspýt- ur og vindlingapappír. Stendur í lögunum, að álagning á eldspýt- ur skuli vera í heildsölu 25— 100%, en frjáls á vindlinga- pappír. Ennfremur stendur í sömu lögum sem ennþá eru í gildi að ríkisstjórninni sé heim- ilt að taka upp einkasölu á vindlingakveikjurum. Þeir sem selja kveikjara í dag geta því allt í einu átt von á að tekinn verði upp einkasala á kveikjur- um. Árið 1935 er stofnuð einka- sala á innflutningi bifreiða, hjólbarða, viðtækja, raftækja allskonar, og efnis til raflagna, en sú síðast nefnda var lögð niður 1938 ef ég man rétt. Bifreiðaeinkasalan var við líði fram til 1944 eða byrjun árs 1945. Viðtækjaverslun ríkisins Viðtækjaverslun ríkisins, sem var stofnuð 1934 undir stjórn Sveins Ingvarssonar, hafði einnig með að gera bifreiða- einkasölu og hjólbarðaeinka- sölu. Innflutningur á bifreiðum hjá bifreiðaeinkasölunni var ekki mikill. Eitthvað var flutt inn af Fiat bílum frá Ítalíu, smávegis af notuðum eða nýjum bílum frá Bretlandi og svo aftur frá Bandaríkjunum. Þeir sem bílana fengu voru læknar, at- vinnubílstjórar, sérstakir gæð- ingar, eða pólitíkusar. Almenn- ingur átti í erfiðleikum með að Gunnar fór fram á að fá leyfi til að selja út vörur t.d. síld og fá í staðinn hjólbarða frá Trelleborg. en var ekki í náðinni og fékk því ekki leyfi. — Á þessari mynd virðir Gunnar fyrir sér einn af fyrstu hjólbörðunum, sem fluttir voru inn frá Trelleborg eftir að losnað hafði um höft og þvinganir. Hjólbarðar keyptir fyrir landbúnaðar- vörur Eftir að bifreiðaeinkasalan var lögð niður voru innflutn- ingsleyfi áfram á bílum og hjólbörðum, en innflutningur á hjólbörðum féll þá aðallega í hendur tveggja innflytjenda, þ.e.a.s. Egils Vilhjálmssonar h.f., og Ásgeirs Sigurðssonar h.f., en þeir voru með Michelin og Pirelli umboðin. Sátu þeir að mestu að þessum innflutningi þar til 1957 eða 1958, að Sam- bandinu tókst að fá leyfi til að selja landbúnaðarvörur til Svíþjóðar og fá Gislaved hjól- barða í staðinn. Ég fór fram á að fá samskonar leyfi til að selja út einhverja vöru t.d. síld og fá í staðinn hjólbarða frá Trelleborg, en var ekki í náðinni og fékk ég það ekki. Sem dæmi um leyfafarganið má nefna að strax eftir stríð fékk ég bréf frá fyrirtæki í Sviss, sem ég hafði keypt mikið vefnaðarvöru af á stríðsárun- um. Óskaði fyrirtækið eftir að kaupa íslenzka ull, sem þeir höfðu áður keypt frá Dan- mörku. Miklar birgðir lágu hér af ull óseldar, jafnvel tveggja, þriggja ára birgðir. Mér var ráðlagt að hafa samband við Jón Árnason sem var fram- kvæmdastjóri útflutningsdeild- ar Sambandsins. Varaði Jón okkur við því að skipta okkur af þessu. Ég fengi ekki að flytja neina ull út og ýmis vel valin RIKISSTJORNIN UT- HLUTAÐI TRÉKÖSSUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.