Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1980 Skatta- hækkanir ríkis- stjórnarinnar Söluskattur RÍKISSTJÓRNIN heíur hækkaö soluskatt um 1,5% vegna orkujöfnunargjalds, en sú hækkun er verðlögð á um 6 milljarða króna á þessu ári. Rikisstjórnin hefur tekið upp á arma sina söluskatts- og vörugjaldshækkanir vinstri stjórnarinnar í september sl„ en þá hækkaði vinstri stjórnin söluskatt með bráðabirgðalög- um úr 10 i 22% og vörugjald um G stig úr 18%—30% í 24%—30%. Þessar hækkanir cru taldar gefa af sér um 15 milljarða króna á þessu ári. Tekjuskattur TEKJUSKATTINN átti að af- greiða á Alþingi í gærkvöldi. Sá tekjuskattsstigi, sem rikisstjórnin og stuðnings- menn hcnnar komu sér endan- lega niður á gefur rikissjóði 43,8 milljarða króna miðað við 45% tekjuaukningu milli áranna 1978 og 1979. Nýjustu upplýsingar benda hins vegar til að tekjuaukningin milli áranna hafi verið mun meiri, eða 47 til 48%, en hvert prósentustig þýðir einn millj- arð í skatttekjur fyrir ríkis- sjóð. Samkvæmt því gefur skattstiginn ríkissjóði tæpa 46 eða 47 milljarða króna. Stjórnarsinnar haida því fram, að skattstiginn þýði óbreytta skattbyrði, en stjórn- arandstæðingar segja hann þýða 2,5 milljarða króna skattahækkun. 10% út- svarshækkun STUÐNINGSMENN ríkis- stjórnarinnar á Alþingi sam- þykktu 10% heimildarhækkun útsvars, úr 11 í 12,1%. Hækk- unin er talin 4 til 5 milljarðar króna. Vegagjald aí bensíni VIÐ hækkun bensinverðs hækkaði ríkisstjórnin vega- gjaldið um 20,43 krónur i 91,36 krónur af hverjum lítra. Áætlað er að bensinhækkunin gefi rikissjóði um 5 miiljarða i auknar tekjur á árinu og að af 51.6 miiljarði króna (miðað við 120 milljón litra bensin- sölu á árinu) fái rikissjóður 29.7 milljarða i sinn hlut. Flugvallagjald HÆKKUN flugvallagjalds kemur til framkvæmda i dag, 1. mai, en frumvarp þar um átti að samþykkjast á Alþingi i gærkvöldi. Jafnframt fól frumvarpið i sér, að fjármála- ráðherra er nú heimilt „að hækka flugvallagjaldið til samræmis við vcrðlagsbreyt- ingar“ og að gjaldið verði hundið byggingavísitölu. Hækkunin nú er úr 5.500 krónum í 8.800 krónur fyrir farþeg i millilandaflugi og úr 400 krónum í 650 krónur fyrir farþega í innanlandsflugi. Tekjuauki rikissjóðs af hækk- uninni nú er áætlaður 350 milljónir króna á þessu ári. í vetur hefur fjöldi manns komið við sögu í félagsstarfinu hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Stjórn félagsins efndi til móttöku í gær síðdegis fyrir alla er hlut áttu að máli og sáu stjórnarkonurnar sjálfar um veitingar, en Sigríður Ilannesdóttir skemmti með gamanvísnasöng. Mikil starfsgleði hefur verið ríkjandi í félaginu síðastliðið misseri og fagna félagsmenn því nú að taka sér starfshlé í sumar. För íslendinga á Ólympíuleikana í Moskvu: Stórfyrirtæki og einstakl- ingar borga kostnaðinn — þar sem styrkur ríkisins og Reykjavíkurborgar hrekkur hvergi EKKI liggja fyrir neinar endanlegar tölur um kostnað vegna farar íslenzku keppendanna á Ólympíuleikana í Moskvu í sumar, enda hefur ekki verið ákveðið hversu margir þeir verða. Hitt er þó ljóst að um tugmilljóna króna kostnað er að ræða með öllu. Það er íslenzka Ólympíunefnd- in sem hefur veg og vanda af ferðinni og fjármagnar hana. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér fær Ólympíunefndin um 5,5 milljónir króna í styrk frá ríkinu og um 1,5 milljónir króna frá Reykjavíkur- borg, svo það dugir skammt til að mæta þeim mikla kostnaði sem þátttökunni er samfara. Ólympíunefndin hefur því haft þann háttinn á að leita ásjár hjá stórfyrirtækjum og einstakling- um um fjárstuðning. Nú blæs hins vegar ekki byrlega í þessum málum, þar sem tvö stórfyrir- tæki hafa þegar hætt fjárstuðn- ingi, en það er verksmiðjan Vífilfell, sem framleiðir Coca Cola og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Coca Cola hefur hætt stuðningi til að leggja áherslu á andstöðu við þátttöku íslands í leikunum vegna fram- ferðis Sovétmanna í Afganistan, en að sögn Erlends Einarssonar var ákvörðun SÍS að hætta stuðningi í auglýsingaformi tek- in áður en til innrásar Sovét- manna í Afganistan kom og hefði fyrirtækið ákveðið að hætta að veita ýmsum íþróttasamböndum smástyrki en aðstoða þess í stað eitt samband á ári til þess að styrkurinn nýttist sem bezt og að þessu sinni er það Körfuknatt- leikssamband íslands sem nýtur góðs af. Vandræði kex- og sælgætisiönaðarins: „Tugir Iðjufélaga hafa misst vinnuna" — segir Bjarni Jakobsson form. Iðju „ÞVÍ er ekki að neita að útlitið er mjög dökkt hvað varðar sælgætis- og kex- iðnaðinn, það hefur þegar verið sagt upp f jölmörgum starfsmönnum og fyrir- sjáanlegur samdráttur með uppsögnum,“ sagði Bjarni Jakobsson, formað- ur Iðju, félags verksmiðju- fólks, er Mbl. innti hann álits á samdrætti í þessum iðngreinum. „Gróft áætlað eru um 100 af okkar félagsmönnum starfandi í þessum iðngreinum og þegar hef- ur fækkað um 30—40 í greinunum, bæði vegna uppsagna svo og þar sem ekki hefur verið ráðið í störf þeirra sem hætta. Sem dæmi um ástandið má geta þess, að um helmingsfækkun hefur orðið hjá Kexverksmiðjunum Frón og Holti eða um 30 manns,“ sagði Bjarni ennfremur. Bjarni sagði að málið væri nú í athugun hjá Iðju, og yrði ein- hverra viðbragða að vænta innan tíðar. Manndrápsmál: Hæstiréttur þyngir refsingu um hálft ár HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli ákæru- valdsins á hendur Jennýju Grettisdóttur, sem varð manni sínum, Arelíusi Viggóssyni, að bana í húsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík aðfararnótt 19. febrúar 1978 með því að stinga hann hnífi. Var hún dæmd í fangelsi í 5 ár og 6 mánuði, en áður hafði hún verið dæmd í 5 ára fangelsi í undirrétti, þ.e. sakadómi Reykjavíkur. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að heimfæra bæri brotið undir 211. grein almennu hegningarlaganna, sem fjallar um manndráp af ásetningi, en lág- marksrefsing við slíku broti er 5 ára fangelsi. Þá staðfesti Hæsti- réttur niðurstöðu héraðsdóms um málsbætur og vísaði til 75. greinar hegningarlaganna og 8. og 9. töluliðar 1. málsgreinar 74. grein- ar sömu laga, en þar eru tilgreind atriði til refsilækkunar. Dóminn dváðu upp hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Ármann Snævarr, Logi Einarsson, Sigurgeir Jónsson og Magnús Þ. Torfason, sem skilaði sératkvæði. Hann féllst á atkvæði meiri hluta dómenda að öðru leyti en því að hann taldi að ákveða bæri refs- ingu ákærðu 6 ára fangelsi. 1. maí-hátíðarhöldin með hefðbundnu sniði víðast hvar um landið 1. mai-hátiðahöldin í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verka- fólks, fara fram með hefðbundnu sniði víða um land. í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmtorgi klukkan 13.30 og gengið þaðan klukkan 14.00 undir kröfum dagsins niður á Lækjartorg þar sem útifundurinn verður haldinn. Að göngu og útifundi 1. maí standa Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, B.S.R.B. og Iðnnemasamband íslands. Fullt samkomulag náðist um 1. maí ávarpið. Farmanna- og fiski- mannasambandið hafnaði hins- vegar þátttöku í hátíðahöldunum. Avörp flytja: Ásmundur Stef- ánsson framkvæmdastjóri A.S.I., Guðmundur Árni Sigurðsson v.form. I.N.S.Í., Kristín Tryggva- dóttir fræðslufulltrúi B.S.R.B., Kristján Ottósson blikksmiður og Þorlákur Kristinsson frá bar- áttuhópi farandverkafólks. Fund- arstjóri er Thorvald Imsland. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í kröfugöngunni og á útifundinum. Milli stuttra ávarpa flytur Bubbi Mortens baráttulög og söngsveit syngur. 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur að venju undirbúið há- tíðahöldin, nefndin er þannig skipuð: Formaður: Kári Kristjánsson, húsgagnasmiður, Ragna Berg- mann verkamaður, Guðmundur Bjarnleifsson járrtsmiður, Ragn- ar G. Ingólfsson, starfsm. Dags- brúnar, Ester Jónsdóttir starfsm. Sóknar, Skiöldur Þorgrímsson sjómaður, Olafur Þorbjörnsson iðnverkamaður og Kristján Ottósson blikksmður. Með nefndinni hafa starfað: Örlygur Geirsson og Jónas Jón- asson frá B.S.R.B. og Björn Kristjánsson iðnnemi. í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands ís- lands kemur fram að þolinmæði verkafólks er á þrotum, knýja verður atvinnurekendur til samn- inga um hógværar kröfur sam- takanna um aukinn kaupmátt og aukin félagsleg réttindi. Þá vill 1. maí nefnd benda á að Listaskáli alþýðu opnar yfirlits- sýningu á verkum Gísla Jónsson- ar 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.