Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1980 Sigur hjá Margeiri MARGEIR Pétursson vann enska skákmanninn Peichmann í 8. umferð skákmótsins i London i K»‘r ok hefur hann nú 5 vinninna og er i 8.—12. sæti. Efstu menn eru með 6 vinninga en þeir eru stórmeistararnir Georghiu og Samcovich, Bretarnir Law og Prittchett og Daninn Iskov. Tefldar verða alls 9 umferð- ir. Góð sala Framtíðar í Grimsby SKUTTOGARINN Framtíðin KE 4 fékk mjög gott verð fyrir afla sinn i Grimsby í ga r og var meðalverðið hærra en fengizt hefur i Bretlandi um nokkurt skeið. Framtíðin seldi 98.8 tonn fyrir 75,2 milljónir króna, meðal- verð 761 króna á kíló. Sindri seldi 108,5 tonn í Hull fyrir 71 milljón króna, meðalverð 654 krónur. Löndun úr Sindra lýkur í Hull í dag. Loks seldi Álsey 72,5 tonn í Fleetwood í gær fyrir 35,1 millj- ón, meðalverð 485 krónur. Stjórn Skáksambands íslands: Dr. Ingimar Jónsson er stjórnarformaður Nor- ræna skáksambandsins Morgunhlaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Skáksambands tslands: „STJÓRN Skáksambands íslands hefur þegar samþykkt sam- hljóða, að dr. Ingimar Jónsson, forseti S.I. og borsteinn bor- steinsson. varaforseti S.í. verði fulltrúar fslands í Norræna skák- sambandinu. betta er gert í samræmi við lög Norræna skák- samhandsins. en þar segir i 1. lið 3. gr.: „Stjórn Norræna skáksam- handsins fer með málefni sam- bandsins. og skipa stjórnina tveir fulltrúar frá hverju aðildarland- anna. Skáksambönd þeirra til- nefna fulltrúana.“ í 3. lið 3. gr. segir svo: „Stjórn- Dr. Ingimar Jónsson. arformaður (sæ. ordförande) er annar fulltrúa þess lands, er næst heldur Norðurlandamót í skák. Viðkomandi aðildarskáksam- band velur stjórnarformanninn (leturbr. S.Í.). Tilfærsla á embætti stjórnarformanns á sér stað að loknu Norðurlandaskákmótinu, þegar fyrir liggur ákvörðun um, hvaða skáksamband heldur næsta mót.“ bað er föst venja hjá Skáksambandi íslands að tilkynna skáksamböndum hinna Norður- landanna fljótlega eftir hvern aðalfund S.Í., hverjir séu fulltrúar S.í. í Norræna skáksambandinu, og hefur það nú þegar verið gert, eins og áður sagði. Dr. Ingimar Jónsson og Þor- steinn Þorsteinsson eru því einu fulltrúar íslands í Norræna skák- sambandinu. Jafnframt þessu hefur stjórn Skáksambands íslands tilkynnt, að hún hafi valið dr. Ingimar Jónsson stjórnarformann Nor- „Ég tók við embætti formanns stjórnar Norræna skáksam- bandsins að loknu Norðurlanda- mótinu i skák i Sundsvall i fyrra og ég gegni þvi embætti þar til að loknu næsta móti, eins og lög sambandsins segja fyrir um,“ sagði Einar S. Einarsson í sam- tali við Mbl. í gær. „Það stendur svart á hvítu í fundargerð Norræna skáksam- bandsins, að ég hafi verið kjörinn stjórnarformaður til tveggja ára, og það stendur einnig svart á hvítu í 3. grein laga sambandsins, að mannaskipti í embættinu fari fram að loknu Norðurlandaskák- mótinu hverju sinni, þegar ákveð- ið hefur verið, hvaða skáksam- band haldi næsta mót. Þar sem ég hef hvorki dregið mig til baka né haft spurnir af andláti mínu, þá tel ég ljóst, að ég sé stjórnarfor- maður Norræna skáksambandsins þar til að loknu Norðurlandamót- inu í skák, sem á að halda hér á landi á næsta ári,“ sagði Einar. „Þetta upphlaup stjórnar Skák- sambands Islands, sem ég get ekki talið annað en yfirgang og ofsókn- ir, er svo nýtilkomið, að ég skal ekkert um það segja, hvert fram- haldið verður. Það gæti allt eins farið svo, að það yrði spurning ræna skáksambandins, þar sem ísland mun halda næsta Norður- landaskákmót, og er þetta gert í samræmi við 3. lið 3. gr. laganna. Þess skal að lokum getið, að orðið forseti (president) er hvergi notað í lögum Norræna skáksam- bandsins heldur stjórnarformaður (sæ. ordförande), og ekki er um neinar forsetakosningar að ræða hjá Norræna skáksambandinu, eins og fólki hefur verið talin trú um í fjölmiðlum." hvort af mótinu verður hér á landi, ef Skáksamband íslands hafnar allri samvinnu við mig sem stjórnarformann Norræna skák- sambandsins og kýs að vera upp á kant í málinu. Eg tel mjög eðlilegt að ég kalli saman stjórnarfund í Norræna skáksambandinu innan tíðar til þess að ræða þetta mál.“ „Eg get nú vart annað en brosað að þessu skæklatogi þeirra um orðin forseti eða stjórnarformað- ur,“ sagði Einar ennfremur. „Nafnið skiptir ekki máli, en hefur farið að venjum hjá hinum ein- stöku skáksamböndum, en hjá skáksamböndum íslands, Finn- lands og Noregs er forsetanafnið notað, Danir nota orðið formand, eða formaður, og Svíar nota orðið ordförande, eða formaður. Hitt er svo annað mál, að þetta embætti fylgir alls ekki formennsku ein- stakra skáksambanda og til dæm- is var Finninn Erik Aspelund ekki forseti finnska skáksambandsins, þegar hann var stjórnarformaður Norræna skáksambandsins og titlaður forseti þess. Ég tek þessa yfirlýsingu stjórn- ar Skáksambands íslands sem afleiðingu einhverrar sálarkreppu þessara manna. Ég tapaði í for- setakjöri á síðasta aðalfundi Yfirgangur og ofsóknir — segir Einar S. Einarsson Haískip tekur við Bomma BAFSKIP hf. eignaðist í gær norska vöruflutningaskipið Bomma. sem hefur verið í þjón- ustu skipafélagsins undanfarna mánuði samkvæmt kaupleigu- samningi. Kaupverð skipsins er 1175 milljónir íslenzkra króna. Hið nýja skip Hafskips hefur hlotið nafnið Selá. Stjórnendur Hafskips veittu skipinu viðtöku í gær við hátíðlega athöfn í Reykja- víkurhöfn, en óvenjulegt er að slík athöfn fari fram í íslenzkri höfn. Norski skipstjórinn dró norska fánann að húni klukkan 17 í gær en Rögnvaldur Finnbogason, sem tek- ur við skipsstjórn, dró íslenzka fánann að húni. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri. íslenzki fáninn er kominn að húni og þeir takast í hendur, Rögnvaldur og norski skip- stjórinn. Fyrir aftan þá stendur Albert Guðmundsson, stjórnarfor- maður Hafskips. Ljósm. Mbl. Kristján. Samkomulag við borgarstarfsmenn: Auknar per- sónubætur í GÆRMORGUN tókst samkomu- lag um aðalkjarasamning milli samninganefndar Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og launamálanefndar borgarinnar. Morgunblaðið hafði samband við Eyþór Fannberg, formann Starfsmannafélagsins og spurði hvað þetta samkomulag fæli i sér. Eyþór kvað þetta samkomulag vera i aðalatriðum það sama og gert var við rikisstarfsmenn. í gömlu samningunum höfðu borgarstarfsmenn persónuuppbót fram yfir ríkisstarfsmenn þannig, að eftir 12 ára starf hjá Reykja- víkurborg fengu starfsmenn upp- bót í desember, sem nam 26% af launum í 11. launaflokki 3. þrepi, en eftir 15 ára starf fengu þeir 28% uppbót af sömu launum. Þetta ákvæði er áfram inni í samningum, en þessu til viðbótar kemur það ákvæði, sem er í samningum ríkisstarfsmanna, að eftir 8 ára starf (hvort sem er hjá borg eða annars staðar) fær starfsmaður persónuuppbót í des- ember, sem nemur 24% af launum 11. flokks 3. þreps. Þetta gildir jafnframt fyrir fólk í hlutastarfi og greiðist þá persónuuppbótin í samræmi við það. Launahækkunin sjálf er sú sama og ríkisstarfsmenn fengu í sínum samningum svo og tilfærsl- ur á milli launaflokka. Fyrstu 15 Einar S. Einarsson Skáksambands Islands, en hlaut 49,25% atkvæða. Það má því vel líta svo á, að ég sé formaður stjórnarandstöðu nokkurs konar og má vera að það fari eitthvað fyrir brjóstið á þessum mönnum og brjótist út í persónulegum ofsóknum á hendur mér, þótt ég viti ekki til þess að ég hafi gefið þeim neinar ástæður til slíks leiks.“ Einar sagði, að ásamt honum væri dr. Ingimar Jónsson í stjórn Norræna skáksambandsins. Ritari þess er Högni Torfason og gjald- keri Sví að nafni Rune Emanuels- son, en stjórnarformaður tilnefnir ritara og gjaldkera, sem þurfa ekki að vera stjórnarmenn, frekar en stjórnarmenn þurfa að eiga sæti í stjórnum hinna einstöku skáksambanda. launaflokkarnir fá 14.000 kr. hækkun, 16. flokkur fær 10.000 kr. hækkun, 17,—18. flokkur fá 6.000 kr. hækkun og flokkarnir þar fyrir ofan verða leiðréttir til samræmis við laun háskólamanna, þannig að hækkunin verður á bilinu 1,0— 7,7%. Vísitölugólfið var samþykkt við 345 þúsund króna markið. Fulltrúaráðsfundur hefur verið boðaður í dag, en hann þarf að leggja blessun sína yfir samkomu- lagið áður en gengið er til allsherj- aratkvæðagreiðslu, sem ráðgert er að verði um miðja næstu viku. Þeir starfsmenn borgarinnar, sem eru félagar í ASÍ falla ekki undir þetta samkomulag og eru því með lausa samninga, þar til samningar takast á hinum almenna vinnu- markaði. Starfsmannafélög flestra bæjarfélaga hófu viðræður við viðsemjendur sína í gær. Franskur kaf- bátur heimsæk- ir Reykjavík FRANSKI kafbáturinn Morse er væntanlegur til Reykjavíkur í fyrramálið, en um borð í bátnum er um 100 manna áhöfn. Fyrir- hugað er að almenningi verði leyft að skoða kafbátinn um helgina, en héðan heldur hann á þriðjudag. Bátar að aust- an landaí Færeyjum NOKKUÐ hefur verið um það undanfarið, að íslenzk fiskiskip hafi landað afla í Færeyjum og hafa færeyskir fiskverkendur reyndar auglýst hér á landi eftir viðskiptum við islenzk skip til áramóta. Að sögn Ágústs Einarssonar hjá LÍÚ er ætíð nokkuð um það, að skip héðan landi í Færeyjum, en ekki sagðist Ágúst telja að meira væri um slíkt í ár heldur en oft áður. Útgerðarmenn sjá sér eink- um hag í því, að í Færeyjum fæst fiskurinn borgaður um leið, en einnig greiða Færeyingar hærra verð fyrir fiskinn í sumum til- fellum. Þá er olía ódýrari í Færeyjum heldur en hér og sigling er ekki það löng að miklar frátafir verði frá veiðum. Eink- um munu það vera bátar frá Austfjarðahöfnum, sem sigla til Færeyja með afla sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.