Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 Þorsteinn Gylfason: Gjafir eru í fyrsta árgangi Fjölnis, sem prentað- ur var í Kaupmannahöfn árið 1835, birtist nafnlaus ritgerð undir yfirskrift- inni „Úr bréfi frá Islandi"; höfundurinn var Tómas Sæmundsson. Þar lýsir Tóm- as meðal annars fyrstu kynnum sínum af Reykjavík, og fannst honum „miklu minna bera á fegurð og ágæti bæarins þegar ég sá hann, enn ég hafði gert mér í hugarlund". Síðan lýsir hann kotbýlum Reykvíkinga átakanlega og telur þau bjóða af sér „sérstaklegan óþokka". Og hann lýsir nýja strætinu þeirra bæjar- búa, Löngustétt sem nú heitir Austur- stræti: það „gengur jafnsíðis Ströndinni (ef við eigum að dirfast, að kalla röndina með sjónum einsog fjölfarnasta strætið í Lundúnaborg)". „Ströndin" heitir nú Hafnarstræti. Langastétt, segir Tómas, mátti verða fallegt stræti, en svo er hlykkur á því vegna þess að „gamla húsið hans Thóroddsens" var látið ráða stefn- unni; þar að auki mjókkar strætið mikið þegar vestar dregur. Og heldur svo áfram. ímindaöu þér þessa götu beina, og tvœr aðrar jafn- síðis henni eptir endilaung- um AusturveUi, enn þessar aptur þverskomar af öör- um þremur neöanfrá sjó og upp undir tjöm, — þó þaö sé nú einnig aflaga boriö, þareö húsin á AusturveUi, svo fá sem þau eru, slisast þó til aö standa þvert fyrir öUum þeim, sem þessi stefna heföi átt aö vera ætluö; ímindaðii þér kaup- torg uppfrá sjónum fyrir miöri ströndinni, og annaö torg faUegra, meö noröur- vegg kyrkjunnar á eina hliö, og til hinna þriggja: háskóla, mentabúr og ráöstofu, en á miöju torginu hei&ursvaröa þess manns, er slíku heföi til leiöar komiö; settu ennframar suöur meö tjöminni aö austanveröu skemtigaung, og kyrkjugarð hinumegin sunnantil á Hólavelli — og þá sjeröu, hvumin mig hef- ir dreýmt aö Reýkjavik egi aö líta út einhvumtima. Árið 1835 voru íbúar Reykjavíkur 639 talsins — sex hundruð þrjátíu og níu. Hvað skyldu nú reykvískur tómthúsmað- ur og þingeyskur bóndi hafa hugsað er þeir lásu þetta bréf Tómasar Sæmunds- sonar um framfarir íslands? Það hefur kannski ekki komið þeim alveg á óvart: eru þeir ekki með annan fótinn í ræsinu þessir Hafnarpiltar, þessi afætulýður? Síðar í sama árgangi Fjölnis er ritgerð eftir Jónas Hallgrímsson „Um eðli og uppruna jarðarinnar", og hefur Jónas frásögn sína af vísindalegum tilgátum um „allra móður", sem hann kallar svo, með því að rekja höfuðatriði í eðlisfræði og heimsfræði Platóns, hins forngríska heimspekings, þar sem hinar fegurstu skáldlegar hugmyndir, segir hann, sam- tvinnast við sannar og skarpvitrar íhug- anir, þó svo að við sem síðar lifum teljum okkur vita betur í mörgum greinum. Þeir órar úr Aþenu hinni fornu hafa mörgum tómthúsmanni í Reykjavík og bónda í Köldukinn ugglaust þótt fánýt og fráleit fræði líka. Óg ugglaust hefur enginn lesandi Fjölnis greint hið minnsta sam- hengi þessa tvenns: framtíðarsýnar Tómasar til háborgar Reykjavíkur og eldmóðs Jónasar yfir grískri speki. Menning Vesturlanda — menntun okk- ar og stjórnarfar, vísindi og listir — varð til í Aþenu á fáeinum mannsöldrum fyrir hálfu þriðja þúsundi ára. Aþenumenn byggðu harðbýlt land sem entist þeim engan veginn til viðurværis. Til að geta fætt sig og klætt máttu þeir leggjast í sigiingar og verzlun og bjóða handverk sitt, svo sem leirker og skófatnað, fyrir korn og klæði. En í þessu ríki varð til sú stjórnskipan sem okkur Vesturlandabú- um hefur þótt ágætust æ síðan. Árið 431 fyrir okkar tímatal flutti Períkles, fremsti leiðtogi Aþenumanna á gullöld þeirra, ræðu fyrir minni fallinna her- manna í Pelopsskagaófriðnum. í ræð- unni útmálar hann fyrir samþegnum sínum þær hugsjónir sem hinir ungu menn höfðu látið lífið fyrir, til að öllum mætti vera ljóst að þeir „reyndust svo sem ríkinu sæmdi“. Og hann segir: Vér búum viö stjómskipan sem ekki er sniðin eftir lögum nágrannarikjanna; vér emm miklu fremur fyrirmynd annarra en aö vér líkjum eftir þeim. Nafn hennar ræðst af þvi, að stjómin er ekki i höndum fárra manna heldur fjöld- ans; vér köllum þaö lýöræöi. Vér erum allir jafnir fyrir lögunum, en um mannvirö- ingar fer eftir því hvers hver og einn er metinn til einhverra verka. Stöður veitum vér ekki eftir stétt, heldur eftir atorku. Fátækt hamlar engum þeim sem getur unniö ríkinu gagn; hann kemst áfram þótt af lágum stigum sé. En til að enginn haldi að farið sé með stundarskrum, kannast Períkles líka við nokkra bresti þegnanna í lýðræðisríki, eins og þann til að mynda að „lofræður um aðra þolum vér því aðeins að vér teljum oss sjálfa hafa burði til þeirra afreka sem lofsungin eru; það sem meira er vekur öfund vora og vér trúum því ekki“. Allt um það vita Aþenumenn, segir hann, að „auð höfum vér fremur til framkvæmda en til oflætis, og vér teljum enga vansæmd að kannast við fátækt sína, heldur fremur hitt að gera ekkert til að forðast hana“. Og þetta er ekki allt, sem um ríkið verður sagt. „Vér höfum leika og hátíðir allan ársins hring, og hinar glæsilegustu einkastofnanir vekja daglegan unað og bægja allri hryggð á braut... Vér unnum fegurð, er henni fylgir hóf, og vér unnum öllum vísindum, án þess að dáð vor dvíni... í stuttu máli þá segi ég, að ríki vort er skóli allra Grikkja, og mér virðist að hver maður á meðal vor mundi reynast sjálfbjarga við hin margvís- legustu störf með hinum mesta yndis- þokka og íþrótt.“ Þá borg sem Períkles vegsamaði svo í ræðu sinni prýddu höggmyndir Feidías- ar, og súlnagöngin á kauptorginu skreytti röð málverka eftir Pólýgnótos af atburðum úr orrustunni við Maraþon. I þessari borg sótti Sókrates frumsýningar á harmleikjum Sófóklesar og skopleikj- um Aristófanesar, og daginn eftir kenndi hann Platóni það sem Platón átti síðar eftir að kenna Aristótelesi. En hættum nú: hvað kemur þetta reykvískum verka- manni og þingeyskum bónda við? Jú, þegnar þessa ríkis voru tvö til þrjú hundruð þúsundir talsins. Að vísu var harðbýlt land þeirra nokkuð lítið: það svaraði til Reykjanesskaga, og lægju þá landamærin úr Kollafirði um Þingvöll í ölfusárósa. En annað ber kannski á milli. Heimild- ir herma ekki að á þjóðfundum Aþenu- manna hafi heyrzt þær raddir, að Akrópólis væri allt of mikið fyrirtæki fyrir litla þjóð, frumsýningin á Antígónu Sófóklesar óhóflega kostnaðarsöm, kennsla þeirra Sókratesar, Platóns og Aristótelesar helber tímaspjöll; svo vel vissu þeir raunar af áhrifamætti þeirrar kennslu að þeim varð það á að dæma Sókrates til dauða fyrir að kenna ekki réttar kenningar. Á hinn bóginn veltum við ísiendingar fyrir okkur í tíma og ótíma hvort eyða skuli og spenna í sinfóníugarg og rauðvínssvelgi sem kalli sig stúdenta. Og svo háværar geta þær raddir orðið í okkar litla þjóðfélagi að við sem höfum viðurværi af menntum, listum eða vísindum, komumst ekki hjá því að eiga nokkur svör við. Vita menn annars hvað það kostar að FLUNKUNYR FIAT127 RYDVARINN OG TIIBÚINN Á GÖTIINA |#D n OCn hljc -og viö bjóöum ekki aöeins þetta verð llil. “■0*111 PUO. heldur samsvarandi góða greiðsluskilmála EGILL VILHJALMSSON HF 'UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4 - Sími 77200 VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK M U I.I.VSIK I M AI.I.T I.ANI) l’KI. \lí l’I U (, I.VSIII 1 MOKI.I Mfl.UMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.