Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 257. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólland: Héraðsstjóri lætur undan þrýstingi og segir af sér embætti Varsjá. 17. nóvcmb<*r. AI*. MIROSLAV Wierzbicki. héraðsstjóri í Czestochowa-héraði. lét í kvöld undan þrýstingi leiötoga óháðra verkalýðsfélana og sagði af sér, en mikillar óIiíu hefur Kætt í röðum aðstandenda óháðu verkalýðsfélau- anna í Póllandi með þá ákvörðun Wierzbicki árla í síðustu viku að banna starfsemi Samstöðu. stærsta óháða verkalýðsfélaKsins, í héraði sínu. Hin opinbera fréttastofa Iraks sendi í «ær frá sér þessa mynd af brennandi íranskri herþyrlu. í texta með myndinni sagði. að þyrlan hefði verið skotin niður „einhvers staöar á víiílinunni“. Símamynd \P Óttast er að stríðið breiðist til fleiri ríkja Heimildir úr röðum leiðtoga óháðra verkalýðsfélaga og úr röðum opinberra embættismanna hermdu, að Wierzbicki hefði lagt inn afsögn sína meðan á samningaviðræðum stjórnskipaðrar nefndar og fulltrúa Samstöðu í Czestochowa stóð. Sömu heimildir hermdu, að Jozef Pink- owski forsætisráðherra hefði ekki ennþá fallist á afsagnarbeiðni Wierzbicki. Gæsir granda Nimrod- þotu ElKÍn. Skotlandi. 17. nóvember. AP. NIMROD-eftirlitsflugvél frá brezka flughernum fórst í flugtaki. og með henni tveir menn af 20 er voru um borð. er henni var flogiö inn i gæsahóp. með þeim afleiðing- um, að loftinntök þrýsti- hverfla hennar stífluðust. Plugvélin varð alelda er hún brotlenti í skóglendi rétt eftir að hún lyfti sér, en 18 þeirra er um borð voru, komust lífs af úr brennandi flakinu. Tveir þeirra, er komust lífs af, slösuðust, þar af annar lífs- hættulega. Brezki flugherinn tók Nim- rod-þotur í sína þjónustu fyrir 11 árum, og er þetta fyrsta þotan sem ferst. Nýju Drhli. 17. scptembor. AP. FRELSISSVEITR Afgana gerðu árás á kvennafangelsi i Kabúl i siðustu viku og frelsuðu að sögn 58 konur sem þar voru hafðar í haldi. Hermenn frelsis- sveitanna felldu nokkra fanga- verði, sem sagðir eru hafa neytt konurnar til samneyta við sov- ézka hermenn. Þá hafa borist fréttir frá Charikar, höfuðborg Parwan- héraðs að fangaverðir í fangelsi borgarinnar hefðu hjálpað föng- um til að strjúka úr fangelsinu. Allar samgöngur langferða- bíla frá Kabúl til landamæranna við Sovétríkin liggja nú niðri Verkamenn og leiðtogar þeirra kröfðust þess í lok síðustu viku, að' Wierzbicki og fjórum öðrum hátt- settum embættismönnum í Czesto- chowa yrði vikið úr embætti vegna bannsins við starfsemi Samstöðu. Til að leggja áherzlu á kröfur sínar, hótuðu starfsmenn í 200 fyrirtækj- um og stofnunum í Czestochowa að leggja niður vinnu. Fregnir frá Póllandi í dag hermdu, að ríkis- stjórn Póllands hefði síðdegis í dag komið saman til sérstaks fundar um þróun mála í Czestochowa. Samkomulag náðist í dag með fulltrúum stjórnarinnar í Varsjá og fulltrúum starfsfólks í sjúkrahús- um, fulltrúum kennara, póstmanna og starfsfólks við menningarstofn- anir í Gdansk eftir maraþonfundi. Við það var setuverkfalii í stöðvum héraðsstjórnarinnar í Gdansk af- létt, en það hafði staðið yfir í 11 daga. Samstaða hafði hótað verk- falli í Gdansk, ef ekki yrði orðið við kröfum starfsmannahópanna fjög- urra. Verkamennirnir fengu rífleg- ar kauphækkanir, þó ekki eins miklar og krafizt var í fyrstu, og yfirvöld lofuðu að verja meira af þjóðartekjunum til heilbrigðis-, menningar- og menntamála. Osló, 17. nóvember. frá Jan Erik l.aurr. fréttaritara Mhl. VIÐRÆÐULOTU Norðmanna og Sovétmanna vegna Jan Mayen er lokið, án þess að nokkur áþreifan- legur árangur yrði af þeim. Við- ræðuaðilar voru þó sammála um. að fundirnir hafi verið gagniegir. Sovétmenn sitja enn við sama heygarðshornið hvað snertir afstöðu þeirra til efnahagslögsögunnar um- hverfis Jan Mayen. Rædd voru ýmis lagaleg atriði er við koma efnahags- vegna verkfalls bílstjóra. Mikið hatur ríkir í garð Sovétmanna og magnaðist það um allan helming þegar sovézkir hermenn myrtu fimm bílstjóra. Þá segja heimildir, að her- menn frelsissveita hafi tekist að stöðva alla herflutninga frá Patiahéraði til Kabúl, þrátt fyrir ákafar tilraunir Sovétmanna og hermanna stjórnarinnar í Kabúl til að opna flutningaleiðina. Babrak Karmal forseti Afgan- istans krafðist þess í dag af ráðherrum í stjórn sinni og öllum embættismönnum og leið- togum afganska kommúnista- flokksins, að þeir sýndu „ævar- Beirút. 17. nóvember. AP. ÚTVARPIÐ í Toheran sagði í kvöld, að íranskar hersveitir hefðu hrakið ír- askar sveitir frá landa- mæraborjíinni Susangerd, en þar kom til harðra lögsögunni. Sovétmenn lögðu áherzlu á mikilvægi eigin fiskveiða á Jan Mayen-svæðinu, en af norskri hálfu var ítrekað, að semja yrði hverju sinni um veiðar sovézkra skipa við Jan Mayen. Nýjar viðræð- ur vegna Jan Mayen-deilunnar hafa ekki verið ákveðnar, en Norðmenn binda vonir við að Sovétmenn aflétti von bráðar þeim fyrirvara er þeir hafa haft á útfærslu efnahagslög- sögunnar við Jan Mayen. andi samstöðu" með Kommún- istaflokk Sovétríkjanna. í ræð- unni hvatti Karmal til þess að spillingu yrði útrýmt og að flokkadrættir yrðu niður lagðir meðal afganskra kwmmúnista, og lögðu fréttaskýrendur svo út af orðum Karmals, að mikil hreinsun ætti sér nú stað í æðstu stöðum í Kabúl. Rússnesku innrásarherirnir í Afganistan hafa á kerfisbundinn hátt flutt verðmæta gimsteina og úraníummálm að verðmæti miiljóna dollara frá Afganistan án endurgjalds, að sögn afg- ansks embættismanns er nýlega flúði land. átaka í dag og söjfðu.st báðir stríðsaðilar hafa fellt hundruði óvinaher- manna í bardögunum við borgina. sem staðið hafa yfir í þrjá daga. Sagði útvarpið, að íranskar árásarþyrlur hefðu aðstoðað fót- gönguliða og skotið eldflaugum að árásarsveitunum og fellt yfir 200 íraska hermenn til viðbótar þeim 650 sem felldir hefðu verið á laugardag og sunnudag. Útvarpið í Baghdad sagði fyrr í dag, að 511 íranskir hermenn hefðu fallið í átökunum yfir helgina, og að írakar hefðu aðeins misst 34 menn í átökunum í dag. Baghdad-útvarp sagði, að írask- ar orrustuþotur hefðu eyðilagt 16 skriðdreka og fjóra brynvagna fyrir írönum við Susangerd, og sökkt 12 varðbátum á fljóti, sem rennur um borgina, en minntist ekki á, að írakar hefðu orðið að hörfa fyrir Irönum. Susangerd er 20 þúsund manna landbúnaðar- bær. Skýrt var frá því bæði í Teheran og Baghdad, að hundruð líka lægju sem hráviði á götum Susangerd eftir bardaga í og við borgina um helgina. Dollar hækkar Ixindon. 17. nóvember. AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í verði á gjaldeyrismörkuðum í Bretlandi, V-Þýzkalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi og víðar vegna hækkaðra forvaxta í Banda- ríkjunum. Áð sama skapi lækkaði gull í verði í Evrópu. Þá féllu verðbréf í verði á verðbréfamark- aði í New York er bandarískir bankar hækkuðu útlánsvexti sína í dag í 16,25 af hundraði. Stjórnin í Kuwait mótmælti í dag harðlega loftárás á Al- Abdali-landamærastöðina á landamærum Kuwait og írak, en íranir skutu eldflaugum að stöð- inni í gær og á sl. þriðjudag. Ottast var meira í dag en áður, að stríð Irana og Iraka kynni af þessum sökum að breiðast út til annarra olíuríkja við Persaflóa. Saudi-Arabía og önnur olíuríki við Persaflóa hafa lýst yfir stuðningi við Kuwait „gegn hvaða hættu sem er“. Lítið kyn- líf eykur líkur á krabba ChicaKo. 17. nóvember. AP. OF LÍTIí) kvnlíf kann að auka likurnar á krabba i blöðruhálskirtli. sem árlega dregur 22.000 karlmenn í Bandarikjunum til dauða. að sögn vísindamanna við Illi- noisháskóla. Þeir segja að visindalegar sönnur hafi ekki verið beinlínis færðar á þetta samband. en sú kenn- ing væri þó að ryðja sér til rúms. að beint samhand væri á miili myndunar karlhorm- óna og krabba i blöðruháls- kirtli. Við samanburðarrannsókn- ir í Ulinoisháskóla á 430 mönnum er þjást af blöðru- hálskirtilskrabba og 430 mönnum er ekki hafa fengið krabba af þessu tagi, kom í ljós, að þeir fyrrnefndu hafa aldrei fengið almennilega út- rás fyrir kynhvatir sínar, og stundað kynlíf í öllu minna mæli en þeir síðarnefndu. Karmal krefst ævarandi hollustu við Sovétríkin Lítill árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.