Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 •nVinnan mér gjö pr* l'h 1 í f ” --íI8P: Bffí : Mér líður bezt með góðum vinum og fólki misjafnar skoðanir þó þeir séu í ins meðfram sjónum. Hann sagði sama flokki. Það er einnig lýðræð- byggingu félagsheimilisins hafa islegast." verið mikið átak. „Þetta hús er Nú vorum við komin í pólitíkina byggt af Hnífsdælingum sjálfum. á ný og það kemur á daginn að Fólkið tók sig saman, mennirnir Jóakim er ekki eins áhugalaus og eyddu öllum frístundum sínum í hann vildi láta. þetta, konurnar bökuðu kökur og ~ ■ k •* .» Hann færðist undan og sagði erfitt að segja þær flestar svo menn tæku þær ekki til sín, en að lokum lét hann til leiðast, ef engin nöfn yrðu nefnd: „Það var inni á Uppsölum fyrir löngu. Tveir vinir voru þar undir „Ég er sjálfstæðismaður í eðli mínu og lifsskoðanir mínar ganga næst stefnu þess flokks. Ég lít þó margt illu auga innan Sjálfstæðis- flokksins og finnst, að það sé nú ekki allt þar til að hafa til eftirbreytní. Ég var nú ekki ýkja ’ hrifinn af því sem Gunnar Thor- oddsen gerði. Það er hnignun í flokknum, við þurfum umskipti. Okkur vantar menn til að taka af skarið, menn og foringja eins og Bjarna Ben. og Ólaf Thors. Það þarf mann, sem getur sameinað hin ýmsu öfl, striðandi byggðarlög og stéttir. Það verður aldrei hægt að afnema ríkjandi ríg, ef ekki tekst að sameina flokksmenn. Þetta er eins og með skipstjóra á einni skútu. Ef hann hefur ekki stjórn á mannskapnum þá aflast ekki og þá tekst heldur ekki að sigla skútunni heilli til hafnar." Kemur þú auga á slíkan foringja? „Nei, ég kem ekki auga á þann ókrýnda konung, en ég á þá von til handa Sjálfstæðisflokknum, að við getum fundið samstöðu og komið flokksbrotunum saman á ný.“ Eftir þessa ákveðnu ræðu ákvað Jóakim að við færum í göngutúr um Hnífsdal. Hann hafði frá mörgu fróðlegu að segja og var skemmtilega ræðinn. Við gegnum að brekkunni undir Heimabæjar- gili, en uppi á brekkunni eru tvö stæðileg hús. Annað þeirra var byggt 1896 en í því fæddist Jóakim og ólst upp. Við hlið þess var annað hús stærra. Það sagði Jóakim að hefði verið byggt 1908 af bræðrum föður hans. „Úr Heimabæjargili, gilinu fyrir ofan húsin, féll mikið snjóflóð 1910 og fórust þá um 20 manns. Þá lagðist öll byggð niður hér fyrir utan.“ Jóakim rifjaði upp sögulega fróðleiksmola meðan við gengum þjóðveginn neðan félagsheimilis- keyptu af sjálfum sér. Þær komu á fót happdrætti, börnin seldu miða. Það tóku allir virkan þátt í að koma húsinu upp. Þetta var þrek- virki.“ Jóakim gengur út á fjörukamb- inn og bendir út yfir lægið: „Hér lá bátur við bát og hér á kambin- um stóðu naustin í röðum. Nú er ekkert eftir af slíku, allt orðið svo stórt í sniðum. Hérna í Heimabæj- arbrekkunni, í fjörunni og fram á víkinni lékum við krakkarnir okkur.„ Það gætir annarrar tón- tegundar, þegar Jóakim lítur yfir farinn veg og rifjar upp. Það er gengið á lagið og spurt nánar um æskuárin. Mér er skólaganga mín minnis- stæðust úr bernsku. Þær minn- ingar eru ljúfar. Kristján Jónsson, gamli skólastjórinn okkar, er enn á lífi og býr hér í Hnífsdal. Hann kenndi okkur að syngja í skólan- um. Það er söngelskt fólk í fjölskyldunni. Páll Halldórsson organisti, er elstur okkar frænd- systkina, hann kenndi líka öllum að syngja. Hann stofnaði kór í Hnífsdal og var hvatamaður að því að hingað var keypt orgel. — Það tókst með hjálp margra góðra manna. — Jú, jú, ég syng ennþá, tek að minnsta kosti undir á mannamótum. Spýtuhúsið Jóakim er léttstígur og heldur áfram að rifja upp. Hann er vel að sér í ættfræði og þylur upp afkomendur innbyggjara í Hnífs- dal langt aftur á síðustu öld. Hann segir eftirminnilegustu persónu- leikana í Hnífsdal í sínum huga vera Ingimar Finnbjörnsson í „Spýtuhúsinu" og Einar Stein- dórsson. — Spýtuhúsinu? AQyýðubanklnnhf Aðalfundur Alþýöubankans hf. áriö 1981 veröur haldinn laugar- daginn 25. apríl 1981 aö Hótel Sögu (Súlnasal) í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráös um starfsemi bankans áriö 1980. 2. Lagöir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir áriö 1980. 3. Tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráös. 5. Kosning endurskoöenda bankans. 6. Ákvöröun um þóknun til bankaráös og endur- skoðenda. 7. Ákvöröun um ráöstöfun arös sbr. 33. gr. sam- þykkta bankans. 8. Breytingar á samþykktum bankans. 9. Önnur mál, sem bera má upp sbr. 17. gr. samþykkta bankans. Aögöngumiöar aö aöalfundinum, ásamt atkvæöa- seölum, veröa afhentir á venjulegum afgreiöslutíma í bankanum aö Laugavegi 31, Reykjavík, dagana 21., 22. og 24. apríl 1981. Bankaráö Alþýöubankans hf. Hér á víkinni var áður fyrr bátur við bát og á kambinum stóðu naustin i röðum, sagði Jóakim. 99 Eg tek því sem kemur og gleðst ef ástæða er til99 „Það hús er eitt frægasta hús á landi voru fyrir rausn og mynd- arskap. Nafnið spýtuhús er þannig tilkomið, að Ingimar og hans frú voru stödd í Reykjavík hjá Bjarna Ingimundarsyni, skipstjóra, og konu hans. Þau voru þá nýlega búin að kaupa sér rnyndarlegt hús. Ingimar varð að orði, er hann var búinn að skoða húsið: „Þú getur nú ekkert gert við þetta hús, Bjarni minn, nema búa í því og það get ég líka gert í mínu spýtuhúsi í Hnífsdal.” — Fannstu aldrei til einangr- unar að búa hér og hvað með samgöngur og samand við um- heiminn? „Nei, einangrun hef ég aldrei fundið fyrir. Mér hefur alltaf liðið bezt með minu fólki. Samgöngur er góðar nú. Hvað er það þó maður hafi verið sjö daga á leiðinni frá Reykjavík hingað — það var bara bræla. Annars var hún Helga dóttir mín að rifja það upp um daginn, að hún hefði eitt sinn lagt sex sinnum af stað fljúgandi frá Reykjavík og alltaf þurft að snúa við. Auðvitað hafa komið upp vandamál í samgöngum, en það er ekkert til að tala um.“ Við göngum aftur upp á Bakka- veg og þegar við förum framhjá „Spýtuhúsinu" segir Jóakim: „Þú átt að eyða myndunum á sögufræg hús eins og þetta, ekki gamlan karl eins og mig. Mynd er smellt af honum á tröppum Spýtuhússins og hann tekur í hurðarhúninn og segir: „í þessu húsi hafa margar veizlur verið haldnar og hér hafa margar góðar sögur verið sagðar." Þegar við erum sezt á ný inni í stofu var Jóakim krafinn um eina góða sögu sagða í Spýtuhúsinu. HEL0 Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945. skál og annar ætlaði að spila lag á „djúkboxið" sem þar var þá, en vantaði túkall og bað því vin sinn um að lána sér túkall. „Ég á engan maður, en notaðu bara fimmtán- hundruðkall ávísunina þína, þú færð fullt af lögum með henni.“ En þann sem langaði að spila hafði fengið útborgað í Norður- tanganum um daginn með ávísun. Hann fór að ráðum vinarins, braut saman ávísunina og tróð henni í boxið, en ekkert gerðist. „Þú hefur bara verið að plata mig. Það koma engin lög.“ — „Það ér eðlilegt," svaraði þá vinurinn. „Þú gleymdir að skrifa aftan á hana.““ Trúi ekki á framhaldslíf — Hvað með framtíðina, hug- leiðir þú hana? er spurt fyrst ekki fást fleiri sögur. Nú hlær Jóakim hátt. „Framtíð- in, hvað þýðir gömlum kalli að hugsa um framtíðina. Ég er að komast á ellilaun og hef nú lítið til að líta fram til. Auðvitað fer framtíðin eftir því hvernig ellin fer með mann. Éf menn veikjast þá getur lífið verið ömurlegt. Ég hef gaman af því að ferðast og lifa lifinu eins og sagt er og byrjaði ekki að ferðast til útlanda fyrr en á fullorðinsárum. Fólk var ekki að þeysast um heiminn hér áður fyrr. Auðvitað er alltaf eitthvað fram- undan, en það er þetta „ef“ sem veldur því að mörgum líður illa í ellinni. — Hefurðu hugleitt hvað tekur við eftir þetta líf? „Ég hef mína barnatrú, en ég er ekkert sérstaklega kirkjurækinn. Fyrst þú spyrð um trú þá hef ég nú alltaf haft mest gaman af séra Sigvalda. Hann lýsir svo mörgu réttilega. Ég tek því sem kemur og gleðst ef ástæða er til. Ég trúi ekki á framhaldslíf, og að ég hitti forfeðurna hinum megin, en þeim mun meiri verður áreiðanlega gleðin, ef svo skyldi samt sem áður fara, að ættingjar og vinir tækju á móti manni. Jóakim sagðist ekki vera bók- hneigður. „Eg hef aldrei lesið mikið en neita því ekki að mér finnst gaman af fallegum ljóðum. Uppáhaldshöfundar? Jónas og Hannes Hafstein voru miklir höf- undar. Davíð Stefánsson hefur einnig ort dásamlega. Það versta er að ég gleymi þessu öllu strax, þú færð mig að minnsta kosti ekki til að þylja upp ljóðabálka. — Attu þér ósk? „Já, ég á þá ósk til handa sjómannastéttinni að hún öðlist velgengni og geti lifað sem bezt og skilað sem mestu í þjóðarbúið. Þá vona ég að sú kynslóð sem stundar sjóinn í dag þurfi ekki að óttast að farið verði með hana eins og gömlu kempumar okkar. Það er 8kammarlegt.“ Áður en við kvöddumst litum við inn í Hraðfrystihúsið í Hnífs- dal og mjölverksmiðjuna, sem stendur við hlið frystihússins. Uppbygging hefur verið mjög mik- il síðustu árin og bar húsakostur og búnaður augljóslega handbragð þeirra athafnamanna sem þar standa á bak við. Starfsfólk heils- aði Jóakim glaðlega og af orða- skiptum hans við þá er urðu á vegi okkar, mátti betur skilja áhuga- mál hans, sem hann tekur fram fyrir félagsmálastúss og þáttöku í stjórnmálum: „Vinnan er mér gjöf. Mér líður bezt með góðum vinum og fólki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.