Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 1
8) SIÐUR 22. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 31. JANIJAR 1982 Prentsmiðja Morfíunblaðsins. Skothríð í Ghana l/onu*. Togo, 30. janúar. Al*. SKOTHRÍí) dundi í rúma klukku stund í aðalstöðvum brádabirgda- stjórnar Jerry Rawlings flugliðsfor ingja í (ihana í gærkvöldi ad sögn ferdamanna. Einnig hefir verið efnt til mót- mælaaðgerða við erlend sendiráð gegn meintum tilraunum útlend- inga til að koma stjórn Hilla Lim- ann fyrrum forseta aftur til valda. Bandaríski fáninn var brenndur fyrir framan bandarískt fyrir- tæki. Skothríðin í aðalstöðvum Rawl- ings, Burma-herbúðunum, kann að hafa stafað af aftökum and- stæðinga stjórnarinnar að sögn ferðamannanna. Þegar ferða- mennirnir voru á flugvellinum hrópaði einhver: „Þarna koma Nígeríumennirnir." Mannfjöldinn dreifðist og hélt að komin væri áhlaupssveit til að bæla niður byltingu Rawlings. Ferðamennirnir sögðu að skipzt hefði verið á skotum á flugvellin- um. Úr sendiráði á sjúkrahús Moskvu, .'M). janúar. Al*. ÖNNIIR kvennanna tveggja, sem hafa verið í hungurverkfalli í kjall- ara bandaríska sendiráðsins í Moskvu, var í dag flutt þaðan og á sjúkrahús í borginni vegna þess hve líðan hennar var orðin slæm. Konan, Lydia Vashchenko, 31 árs gömul, er ein úr hópi sjö hvítasunnumanna, sem í júní 1978 ruddust framhjá varðmönnum við sendiráðið og hafa síðan dvalist í einu herbergi í kjall ara þess. Þeir hafa krafist þess að fá að fara úr landi. Lydia Vashchenko var flutt nauðug viljug á sjúkrahús í Moskvu, sem einkum þjónustar sendiráðsfólk og útlendinga, en áður hafði hún verið vöruð við því, að ef hún hætti ekki föstunni yrði farið með hana úr sendiráðinu. Móðir hennar, Augustina, hefur einnig fastað frá jólum en hún er við betri heilsu. Þær mæðgurnar hafa fastað til að mótmæla því hve Bandaríkja- stjórn hefur verið ódugleg að reka erindi þeirra við sovésk stjórn- völd, en að sögn bandaríska sendi- herrans hefur margoft verið farið fram á brottflutningsleyfi fyrir fólkið en án árangurs til þessa. Mubarak til Evrópulanda Kairó, 30. janúar. Al*. HOSNI Mubarak Egyptalands- forseti lagði í dag upp í sína fyrstu Evrópuför frá því hann tók við völdum fyrir fjórum mánuðum, og var fyrsti áfangi ferðarinnar Rómarborg. Þaðan mun hann fara til Frakklands, Bretlands, Vest- ur-Þýskalands og Bandaríkjanna og ræða við leiðtoga þessara ríkja um horfurnar á friði í Austurlönd- um nær og um efnahagslega og hernaðarlega aðstoð við Egypta. Mikill fjöldi Reykvíkinga var í Bláfjöllum í gær, enda langþráð skíða- færi þar. Kristján Einarsson Ijósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd í gær af einni af lyftunum og voru langar biðraðir við þær. Þjóðarfógnuður Sjálfboðaliðar sendir til írak Amman, 30. janúar. Al'. HUNDRUÐ ungra Jórdana urðu við áskorun Husseins konungs í dag og buðu sig fram sem sjálfboðaliða í stríði íraka gegn írönum í herskrán- ingarskrifstofum víðs vegar í Jórd- aníu. Margir fyrrverandi foringjar í hernum lýstu sig einnig fúsa til að berjast í stríðinu gegn Khomeini- stjórninni. Hussein hvatti í gær til þess að komið yrði á laggirnar sjálfboða- liðssveit til að „inna af hendi helg- asta verkefnið í baráttu Araba gegn íran“. Hann kallaði sjálf- boðaliðssveitina „Yarmouk-liðið“ eftir orrustu á 6. öld e.Kr., þegar herlið múhameðstrúarmanna sigraði hermenn austur-róm- verska ríkisins meðfram Yarmuk- fljóti, þar sem nú eru landamæri Sýrlands og Jórdaníu. Konungurinn hefur verið dygg- asti stuðningsmaður íraka síðan styrjöld þeirra og írana brauzt út í september 1980. Múhameðskir prestar hvöttu í dag til „heilags stríðs" — ,jihad“ — gegn óvinum Araba og sögðu að áskorun Husseins væri „yfirlýsing um heilagt stríð til stuðnings ír- ösku þjóðinni gegn íranskri árás“. Bandaríkjamenn, sem Jórdanir fá mestöll vopn sín frá, virðast hafa áhyggjur af yfirlýsingu Jórd- ana. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Alan Romberg, sagði að Bandaríkin vildu ekki að stríðið færðist út. Papandreou dregur í land \|h'nu, 30. janúar. Al'. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráóherra jafnaóarmanna í Grikklandi, hefur reynt að fylgja þjóðernisstefnu í utanríkismálum síðan hann kom til valda fyrir 100 dögum og lagt á hill- una nokkur róttæk markmid, bæði í utanríkis- og innanlandsmálum, sem hann hafði á oddinum fyrir kosningar. Sérfræðingar eru almennt sammála um að Papandreou hafi færzt of mikið i fang og starfið hafi reynzt honum of erfitt. í utanríkismálum hefir Papand- reou friðmælzt við Araba og lofað að tala máli þeirra í Evrópu. Skrif- stofa Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Aþenu hefir fengið stjórn- málaviðurkenningu Grikkja og y á Italíu Papandreou tók innilega á móti PLO-leiðtoganum Arafat þegar hann kom til Aþenu. Papandreou hefir líka opnað sendiráð í Havana og neitað að taka þátt í refsiaðgerð- um gegn Rússum og Pólverjum út af setningu herlaga í Póllandi. Jafnframt hefir hann leyft þjón- ustu við sovézk herskip. En Papandreou hefir orðið að leggja önnur markmið í utanrík- ismálum á hilluna eða endurskoða þau. Hann barðist fyrir úrsögn úr NATO, þjóðaratkvæði um aðildina að EBE og krafðist þess að banda- rískar herstöðvar yrðu lagðar niður. Framkomu hans á fundi landvarnaráðherra NATO í des- ember var fagnað í Grikklandi. En nú virðist Papandreou ekki lengur stefna að úrsögn úr NATO og Kar- amanlis forseti hefir hindrað bar- áttu hans fyrir þjóðaratkvæði um EBE-aðild. eftir björgun Doziers \ icon/a. 30. janúar. Al'. FREl.SUN bandaríska hershöfðingjans James L. Dozier úr höndum Rauðu herdeildanna hefur verið tekið með gífurlegum fógnuði á Italíu og ýtt mjög undir stolt þjóðarinnar. „Allt of lengi höfum við verið hafðir að háði og spotti fyrir ódugnað og aulahátt," sagði Giorgio Domineze, dálkahöfundur í Feneyjablaðinu II Gazzettino, ,,og auðvitað getur enginn einn atburður breytt þeirri mynd, en hér sýndum við svo sannarlega á okkur aðra hlið.“ Italska lögreglan segist hafa lam- að að mestu starfsemi Rauðu her- deildanna á Norðaustur-Italíu með handtökunum síðustu daga en minnir á, að annars staðar í land- inu, í Róm, Mílanó, Torínó og Nap- ólí, séu enn við lýði deildir úr þeim. „Við skulum ekki vera þau börn að halda, að hryðjuverkum sé lokið á Ítalíu,“ var haft eftir einum þeirra, sem unnið hafa að Dozier-málinu. ítalskur almenningur á varla orð til að lýsa hrifningu sinni á mönn- unum, sem frelsuðu Dozier án þess að hleypa af einu einasta skoti enda hefur aðgerðinni verið lýst sem „skólabókardæmi um fullkomna framkvæmd". „Lögreglan á skilið það hrós, sem hún hefur fengið alls staðar að af landinu og frá öllum heimshornum," sagði i dagblaðinu II Giornale di Vieenza. „Hún hefur snúið við þeirri óheillaþróun, sem hófst með morðinu á Aldo Moro.“ Mario Fortuna, eigandi mótor- hjólaverslunar í Vicenza, neitaði að taka við greiðslu af bandarískum blaðamanni, sem notaði símann hans til að koma frétt um Dozier- málið í blað sitt í Bandaríkjunum. „Þú hefur, trúi ég, skrifað eitthvað gott um Italíu núna, er það ekki?" sagði hann. Giulio Corrias, tryggingasölu- maður, lét þessi orð falla við frétta- mann, sem fékk að komast i símann á skrifstofunni hjá honum: „Okkur tókst að vekja sama fögnuðinn hjá páfanum, Reagan og Berlinguer, formanni kommúnistaflokksins. Það er hreint ekki svo lítið.“ Lögreglan í Pisa segist hafa kom- ist að því, að einn mannanna, sem handteknir voru við frelsun Doziers, hafi verið í Líbýu á síðasta ári, að öllum líkindum í þjálfunarbúðum. Viðræður hafa aldrei hafizt um bandarískar herstöðvar og hvorug- ur aðilinn hefir beitt sér fyrir slík- um viðræðum. En hinn raunveru- legi vandi í utanríkismálum er sam- bandið við Tyrki og Papandreou hefir reynt að draga úr ugg um styrjöld. I vikunni sakaði hann gríska fjölmiðla og Tyrki um að koma af stað styrjaldar-and- rúmslofti. Leiðtogar andstæðinga stjórnar- innar saka Papandreou forsætis- ráðherra um að nota utanríkismál til að dreifa athygli almennings frá innanríkismálum þar sem lítt hefir miðað í þá átt að koma til leiðar efnahagslegum og þjóðfélagslegum umbótum. Frysta og selja frjóvguð egg l/Undúnum, 30. janúar. PATRK’K Steptoe og Robert Edwards, sem höfðu veg og vanda að getnaói og fæðingu fyrsta glasa- barnsins, hyggjast frysta frjóvguð egg kvenna, sem munu „gefa" þau líkt og karlar „gefa" sæði í sa'ðis- banka víðs vegar um heim, og síðan koma þeim fyrir í ófrjóum konum, sem eignast vilja börn. Siðanefnd breska læknafélags- ins hefur fordæmt þetta. Miehael Thomas nefndarformaður kallaði þessar ráðagerðir siðlausar og hvatti til lögbanns. Þá hefur félag sem berst gegn fóstureyðingum harðlega fordæmt áformin. Þeir félagar skýra frá því í sjón- varpsþætti að þeir hafi nú þegar fryst frjóvguð egg. Þeir sögðu, að frjóvguð egg haldi eiginleikum sín- um þó fryst séu. Konur geta þvt „gefið“ egg sín, sem síðan verða frjóvguð, og þeim komið fyrir í legi annarra kvenna, sém kaupa vilja frjóvguð egg. Tuttugu og átta glasabörn hafa fæðst í heiminum, þar af 13 á Bretlandi. Steptoe og Edwards anna vart eftirspurn. Væntanlegir foreldrar glasabarna greiða 2 þús- und pund fyrir þungun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.