Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 47 Kuwaitbúar mæta til leiks vopn- aöir úlfalda! Knattspyrnulandslið Kuwait verð- ur með óvenjulegt lukkudýr á sínum snærum í lokakeppni HM. Er það lifandi úlfaldi sem mun fylgjast með öllum leikjum Kuwait. Ulfaldinn er tákn knattspyrnusambandsins þar í landi og var tekinn upp sem slíkur á síðasta ári. Forráðamaður knatt- spyrnusambands Kuwait segir svo frá: „Við vorum að keppa gegn Nýja Sjálandi í undankeppninni og þegar við komum þangaö tók fólk á móti okkur með spjöld sem á var letrað: „Snáfiði heim til úlfaldanna ykkar.“ Pólkið hæddist þannig að okkur, en svo gerðum við okkur lítið fyrir og unnum 2—1. Þá ákváðum við að gera úlfaldann að tákni okkar.“ Ulfaldinn var væntanlegur frá Marokkó í dag og stóð til að flytja hann á setningarathöfnina í Madrid. Hér er um veraldarvan- ann úlfalda að ræða, skepnu sem leikið hefur í kvikmynd með Anth- ony Quinn. Varð kvikmynda- stjarna þessi fyrir valinu vegna þess að hún er vön mannfjöldan- um og ekki líkleg til að styggjast og taka á rás þegar illa stendur á. Nýjung í knattspyrnu- skom reynd HM-keppnin í knattspyrnu hefst sem kunnugt er 13. næsta mánaðar og alls er talið að áhorfendur beint og óbeint verði um þúsund milljónir. Hverjar svo sem efndirnar verða, lofar HM-keppni þessi meiru heldur en nokkur fyrirrennari hennar. Aldrei hafa fleiri þjóðir tekið þátt í lokakeppni, eða 24, og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar þjóðir talist sigurstranglegar. Vestur-Þýskaland, Brasilía, Argentína og Spánn eru taldar sigurstranglegar þjóðirnar, en menn eru ekki á eitt sáttir hver þeirra verði ofan á. Þá eru nokkrar þjóðir liklegar til að spretta fram með offorsi, Sovétríkin, England, Júgóslava, Ungverjaland, Frakkland á HM og þannig mætti lengi telja. Það er sem sé margt á huldu með HM-keppnina. Eitt af þeim atriðum sem þó er á hreinu, er að öll mörkin verða skoruð með sér- hönnuðum Adidas-knetti, „Tango Espana 2200“, en FIFA valdi knöttinn sérstaklega. Þá hefur sama fyrirtæki sérhannað nýja gerð af tökkum undir knatt- spyrnuskó og má búast við því að flest landsliðin noti þessa bylt- ingarkenndu takka. Helsta ein- kenni þeirra er sveigjanleiki sem stafar af blöndu af næloni og trefjagleri. Takkarnir gefa vel eft- ir, en rétta úr sér um leið og álag á þá minnkar. íslandsmótiö í knattspyrnu: Fjórir leikir fara fram í 1. deildinni Knattspyrnuleikir helgarinnar eru sem hér segir: Laugardagur 12. júní Akranesvöllur — ÍA:Fram Kópavogsvöllur — UBK.ÍBV Laugardalsvöllur — ValunÍBÍ Akureyrarvöllur — Þór A:Reynir S Borgarnesvöllur — SkallagrímurVölsungur Njarðvíkurvöllur — Njarðvík: Þróttur N Vopnafjarðarvöllur — Einherji:Fylkir Hvaleyrarholtsvöllur — Haukar:HV Kópavogsvöllur — ÍK:Víkingur Ó Stykkishólmsvöllur — SnæfelhSelfoss Grenivíkurvöllur — Magni:Austri Laugalandsvöllur — Árroðinn:HSÞ Sauðárkróksvöllur — TindastólhSindri Seyðisfjarðarvöllur — Huginn:KS Grundarfjarðarv. — Grundarfj.:Grótta Hellissandsvöllur — Reynir He.:Stjarnan Varmárvöllur — Afturelding:UDN Skeiðið — Reynir Hn.:Bolungarvík Þorlákshafnarvöllur — Þór Þ.:Hekla Selfossvöllur — Stokkseyri:Hveragerði Heimalandsvöllur — Eyfellingur:I)rangur Blönduósvöllur — Hvöt:Svarfdælir Vallarbakkar — Glóðafeykir:Vorboðinn Borgarfjarðarvöllur — Umf. B:Leiknir Egilsstaðavöllur — Höttur:Valur Stöðvarfjarðarvöllur — Súlan:Hrafnkell Garðsvöllur — Víðir:ÍBV Þórsvöllur — Þór A:ÍBK 1. deild 1. deild 1. deild 2. deild 2. deild 2. deild 2. deild 3. deild A 3. deild A 3. deild A 3. deild B 3. deild B 3. deild B 3. deild B 4. deild A 4. deild A 4. deild A 4. deild B 4. deild C 4. deild C 4. deild C 4. deild D 4. deild E 4. deild F 4. deild F 4. deild F 2. deild kvenna A 2. deild kvenna B Sunnudagur 13. júní 1. deild Laugardalsvöllur — Víkingur:KR 3. deild A Garðsvöllur — VíðinGrindavík 2. deild kvenna A ísafjarðarv. — ÍBÍ:Afturelding kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 16.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 16.00 kl. 16.00 kl. 16.00 kl. 16.00 kl. 16.00 kl. 20.00 kl. 14.00 kl. 14.00 Leikmenn fá góðan bónus ef vel gengur GÍFURLEGUR áhugi er á knatt- spyrnu í olíuríkinu Kuwait. Uppselt var á alla leiki landsliðsins er liðið lék í riðlakeppni HM-keppninnar í knattspyrnu. Að meðaltali 35 þúsund manns á leik. Á myndinni hér til hliðar má sjá leikvanginn sem er flóðlýstur. Það er máske ekki rétt að tala um að uppselt hafi verið á völl- inn. í Kuwait fá allir frítt á völlinn. íslenska landsliðið í knattspyrnu lék við Kuwait í mars síðastliðnum og gerði þá jafntefli við lið það sem leikur í HM. Leikmönnum Kuwait hefur verið lofað rikulegum bónus, í bílum, húsum og peningum, ef vel gengur á Spáni. Já það er nót til af pengingum í Kuwait. Enda olía ann- ars vegar. G0NGUDAGUR 7J0LSKYLDUNNAR MJÓLKURDAGURINN VERÐUR SUNNUDAGINN 13. JÚNÍ Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur veriö Göngudagur fjölskyldunnar. Aö þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar jafnframt Mjólkurdagurinn ’82. Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiöir, hvert í sínu umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað meö veggspjöldum. Mjólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem jafnframt er lukkumiði. LUKKUNÚMERIN ERU 75 ALLS: 1. FULLKOMINN GÖNGUÚTBÚNAÐUR: Tjald, svefndýna, gönguskór og allur fatnaður sem til þarf aðverðmætiallskr. 10.000.- 2-75. ÝMISKONAR MJÓLKURAFURÐIR s.s. ístertur, ostar, mjólkur- og mysudrykkir í kössum. Úrslit verða birt í dagblöðum sunnudaginn 20. júní. Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur! Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.