Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 34
34 MORftUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Pálsson og Njála Eftir dr. Eystein Sigurðsson, ritstjóra Það verður að segjast eins og er, að þegar ég las breiðsíðu þá, sem Einar Pálsson skólastjóri sendi mér í Morgunblaðinu 24. júlí, kom upp í huga minn lýsingin úr Númarímum á bardagamanninum sem Sigurður Breiðfjörð lýsir ganginum á þannig að ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka. Ég tel mig að vísu ekki vera einn af mönnum Einars Pálsson- ar, en tilefnið að grein hans — greinarstúfur sem ég skrifaði ný- lega í Tímann — hélt ég satt að segja að hefði verið bæði málefna- legur og eiginlega heldur jákvæð- ur í garð Einars og kenninga hans. En þarna í Morgunblaðinu las ég hins vegar grein sem var þess eðl- is, að ég hef áreiðanlega aldrei áð- ur séð jafn svæsnar skammir um sjálfan mig á prenti. Það er þess vegna líklega ætlast til að ég reyni að svara fyrir mig. Þrjár leiðréttingar Áður en ég vík að efninu verð ég þó að leiðrétta þrennt í grein Ein- ars. I fyrsta lagi tvítekur hann það í greininni að ég sé doktor frá heimspekideild Háskóia Islands. Þetta er rangt, því að doktorsrit- gerð mína varði ég á sínum tíma við háskólann í London. Ég veit ekki hvernig Einar hefur farið að því að fá þessa vitleysu inn í höf- uðið um atriði sem honum hefði verið í lófa lagið að fá upplýsingar um. Hann hefði til dæmis getað slegið á þráðinn til mín og spurt mig um þetta; ég hefði tekið því með vinsemd og veitt honum fús- lega allar upplýsingar um málið. I öðru lagi gerir Einar fyrirvaralaust ráð fyrir því að ég sé eins konar talsmaður heim- spekideildar, sem sést m.a. af því að hann eyðir miklu púðri í eigin sárindi út af skiptum sínum við deildina, f grein sem á að vera svar við annarri sem fjallaði um óskylt efni. Þarna hefði Einari aftur verið auðvelt um vik að afla sér nánari upplýsinga, t.d. með því að spyrja mig. Þess vegna skal ég upplýsa að ég lauk að vísu kandí- datsprófi frá heimspekideild fyrir fimmtán árum, en allar götur síð- an hef ég starfað á öðrum og gjör- ólíkum vettvangi. Ég hef þess vegna ekkert með málefni heim- spekideildar að gera, er ekki tals- maður hennar, og hef enga ástæðu til að bera skjöld fyrir hana á opinberum vettvangi. Það hef ég heldur ekki gert, enda tel ég starfsmenn hennar fullfæra um það sjálfa eftir því sem þeir meta nauðsynlegt. Með öðrum orðum, ég blanda mér ekki í deilu Einars við heimspekideildina. I þriðja lagi gengur Einar út frá því sem vísu að ég sé eins konar talsmaður stéttar minnar, ís- lenskufræðinga. Þetta er á sama hátt og hitt hans eigið hugarfóst- ur. Við eigum okkar fagfélag, Fé- lag íslenskra fræða, og ef stétt okkar myndi sem slík vilja taka afstöðu til kenninga Einars Páls- sonar væri félagið rétti vettvang- urinn til að gangast fyrir slíku og gefa það út í sínu nafni. Ég er ekki einu sinni í stjórn félagsins þessi árin, hef ekkert umboð til að tala í þess nafni, og grein mín í Tíman- um gaf Einari ekkert tilefni til þess að halda að ég kæmi þar fram sem neins konar fulltrúi stéttar minnar. Ég skrifaði þessa grein í eigin nafni og birti þar mínar eig- in skoðanir, ekki annarra. En þetta vekur spurningu fyrir mann á borð við sjálfan mig sem er að reyna að bögglast vi'' að átta mig á kenningum Einars Pálsson- ar án sérmenntunar í þeim út- lendu mÆaldafræðum sem þær byggjast á. Fyrst Einari Pálssyni skjöplast svona hrapallega í litlu atriðunum sem minna máli skipta, hvað á þá að halda um hin stærri fræðilegu atriði, þar sem allt byggist á glöggskyggni manna og nákvæmni í meðferð heimilda sinna? Kannski Einar Pálsson treysti sér til að svara þessu? Njáls saga í Tímagreininni gagnrýndi ég það að í bók sinni Baksvið Njálu , frá 1969, hefði Einar sett fram mjög djarfar og byltingarkenndar hugmyndir um erlepd áhrif á hugmyndaheim og tilurðarsögu Njálu, án þess að færa fyrir þeim fullnægjandi röksemdir og gera grein fyrir heimildum sínum. Ég benti þar á að það væri frum- skylda hvers vísindamanns að leggja heimildir sínar á borðið í fræðiritum með þeim hætti að aðrir fræðimenn gætu skoðað þær og lagt dóm á umfjöllun og niður- stöður á óháðan hátt. Ég gat þess að í bókinni Baksvið Njálu hefði ég ekki getað fundið neins konar greinargerð fyrir þeim heimildum, sem trúlega væru af erlendum toga og leyfðu Einari þær djarf- legu ályktanir um hugmyndaheim Njáls sögu sem þar eru settar fram. Það sakar kannski ekki að geta þess líka, að vitaskuld nálg- aðist ég þessar kenningar út frá sérgrein minni, sem er íslenskar bókmenntir og saga þeirra. Af persónulegum ástæðum hef ég lengi haft sérstakan áhuga á Njáls sögu, og ég hef reynt að lesa flest það sem á fjörur mínar hefur rek- ið og viðkemur henni. Ég varð þess vegna fyrir verulega miklum vonbrigðum með þessa bók sem fræðirit um söguna, og út frá því sjónarmiði skrifaði ég greinina í Tímann. 1140 rannsóknargreinar Þetta skilur Einar Pálsson þannig að ég sé að ráðast á sig persónulega fyrir að hafa sett fram kenningar og niðurstöður án þess að rannsaka málin nægilega áður. Þetta er vitaskuld hrein rangtúlkun á grein minni og heimatilbúið hjá höfundi. Til að hrekja þennan misskilning sinn rifjar hann það svo upp, sem hann hefur iýst áður, að á bak við efni- viðinn á Baksviði Njálu liggi hvorki meira né minna en 1140 rannsóknargreinar, sem hins veg- ar sé því miður alls ekki hægt að gefa út. Og þarna erum við, að því er mér sýnist, einmitt komnir að því hvar hundurinn liggur grafinn. Ég gagnrýndi Einar ekki fyrir það að hann hefði ekki rannsakað efni sitt nægilega vel, því að um það hef ég enga aðstöðu til að dæma. Hann má mín vegna hafa legið yf- ir öruggum staðreyndum, og luma á pottþéttum rökum fyrir mál- flutningi sínum, en á hinn bóginn dugar það ekki að eiga heimildirn- ar og rökin, og læsa allt saman niðri í skúffu heima hjá sér og leyfa engum öðrum að sjá. Ég ganrýndi það að Einar hefði geng- ið þannig frá bók sinni að aðrir fræðimenn hefðu engin tök á að fara í saumana á rannsóknum hans og leggja sjálfstætt mat á ályktanir hans, röksemdir og niðurstöður. Það má þannig svo sem vel vera að í rannsóknargreinunum 1140, sem Einar Pálsson læsir svo vand- lega niðri hjá sér, felist óyggjandi sannanir fyrir því að hugmyndirn- ar, sem settar eru fram í Baksviði Njálu, séu í fleiri eða færri atrið- um réttar. En meðan Einar Páls- son telur sér ekki fært að gera grein fyrir rökum sínum með öðr- um hætti en þeim að vitna stöðugt í rannsóknargreinarnar 1140, sem ég trúi nú raunar ekki öðru en sæmilega glöggur fræðimaður gæti gert þokkalega grein fyrir í bókarkveri af meðalstærð, þá er hann að ætlast til þess að við hin trúum því sem við ekki getum tek- ið á. Meðan hann rígheldur í þessa afstöðu fæ ég þess vegna ekki bet- ur séð en að hann sé að ætla okkur hinum að trúa því sem við höfum ekki tök á að sannprófa. Munurinn á trúarbrögðum og vísindum er sá að hin fyrrnefndu gera kröfu til þess að fólk trúi því sem því er sagt, en hin síðarnefndu ætlast til þess að fólk trúi einungis því sem það getur sannprófað. Meðan Ein- ar Pálsson vitnar stanslaust í rannsóknargreinarnar 1140 er hann að ætlast til þess að við hin trúum — með öðrum orðum, hann er að reka trúboð. Sjálfur er ég þannig gerður að varðandi íslensk fræði held ég mér að fyrirmynd Tómasar postula í Biblíunni sem efaðist og trúði ekki upprisusög- Eysteinn Sigurðsson „En ég vil undirstrika þá skoðun mína, sem ég setti fram í Tímagreininni og svar Einars hefur þrátt fyrir allt ekki breytt, að ég tel fulla ástæðu til að vona að rannsóknir hans eigi eftir að verða til þess að auka við þekkingu okkar á íslenskri fornöld. Hon- um virðist, vinnuaðferða sinna vegna, hafa mistek- ist að ná sambandi við okkur íslenskufræðingana með kenningar sínar, en ég held þó að það gæti ekki orðið annað en til góðs og fræðunum til framdráttar ef þar tækist að gera breytingu á.“ unni fyrr en hann fékk að þreifa á sárum frelsara síns. Ef ég finn á hinn bóginn til trúarþarfar þá fullnægi ég henni með því að fara í kirkju. En ég er ófáanlegur til þess að blanda þessu tvennu sam- an. Aðferð tilgátunnar Ég fæ þannig ekki séð að þessi svargrein Einars Pálssonar hreki í raun og veru nokkuð af því sem ég hélt fram í grein minni um bók hans Baksvið Njálu. Það er fleira í grein hans sem gæti gefið tilefni til andsvara, en ég leiði hjá mér að sinni. Hann gerir þó dálítið úr því sem hann kallar aðferð tilgátunn- ár, og er vitaskuld ekki annað en vel þekkt vinnuaðferð í öllum fræðigreinum. Þar er um það að ræða að menn byrji rannsóknir á því að setja fram leiðsögutilgátur eða slá fram hugmyndum, sem þeir reyna siðan að sannprófa með fræðilegum rökum og gagnrökum í því sem á eftir fer. Þessa vinnu- aðferð þekkja allir fræðimenn, en því miður fæ ég ekki séð að Einar Pálsson hafi í raun og veru beitt henni í bókinni um Baksvið Njálu. Ég get ekki betur séð en að hann haldi sig þar á fyrsta stiginu einu saman, þ.e. setji fram hugmyndir og leiðsögutilgátur, en rökstuðn- ingurinn liggi áfram falinn í rann- sóknargreinunum 1140. Og tilvitn- un hans í orðabók Websters breyt- ir þar engu um. Kanadamennirnir Þá eyðir Einar Pálsson umtals- verðum hluta greinar sinnar í frásögn af því þegar Kanadamenn við háskóla úti í Toronto lögðu til að honum yrði boðin prófessors- Sigurveig Ásvaldsdóttir frá Gautlöndum jarðsett Mývatnssveit, 3. ágúst. ÚTFÖR Sigurveigar Ásvaldsdóttur á Gautlöndum var gerð frá Skútu- staöakirkju sl. fóstudag að við- stöddu miklu fjölmenni, eða um 300 manns. Margir komust ekki inn í kirkjuna og var gjallarhorni komið fyrir utan við kirkjuna, svo allir sem þar voru gætu fylgst með, enda var veður ágætt. Sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, flutti útfararræðu og jarðsöng. Sigurveig var fædd á Einarsstöðum í Reykjadal, 4. ágúst 1925. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir frá Auðnum í Laxárdal og Asvaldur Þorbergs- son frá Litlu-Laugum. Hann er látinn fyrir mörgum árum. For- eldrar Sigurveigar bjuggu um tíma á Breiðumýri og síðan á Ökr- um í Reykjadal. Hún var elst af 9 systkinum. Árið 1962 giftist hún Sigurgeiri Péturssyni á Gautlöndum og hófu þau búskap þar með bræðrum Sig- urgeirs. Sigurveig átti við van- heilsu að stríða um tíma. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 23. júlí sl. Sigurveig var vel látin af öllum sem henni kynntust. — Kristján. staða við háskólann þar fyrir ritii) Baksvið Njálu. Ég er nú ekki reið- ari út í Einar Pálsson en svo að ég samgleðst honum heilshugar með þessa umsögn. Það er áreiðanlega fágætt, ef ekki einsdæmi, að manni með BA-próf sé boðin pró- fessorsstaða án umsóknar, og ég skil vel að slíkt tilboð hafi yljað honum um hjartaræturnar. En aftur á móti gleymir Einar Pálsson gjörsamleg að skýra frá því í grein sinni hvað þetta kemur málinu við. Hann er að svara að- finnslum frá mér um að hann hafi ekki rökstutt kenningar sem hann setti fram í þessari bók sinni um hugmyndaheim Njáls sögu, og hvar kemur þetta prófessorstilboð inn í það dæmi? Er hann að ætlast til að ég trúi því að Njála sé skrif- uð út frá geómetrískum formúl- um, út á það eitt að einhverjir Kanadamenn, sem ég veit hvorki haus né sporð á, hafi viljað bjóða honum prófessorsstöðu árið 1969? Ef svo er, þá þakka ég bara pent. Um hvað var Baksvið Njálu? En aftur kom annað dálítið flatt upp á mig í grein Einars. Allt frá árinu 1969 hef ég staðið í þeirri meiningu að bókin Baksvið Njálu fjallaði í rauninni um baksvið Njálu, með öðrum orðum að hún væri tilraun höfundar til að sýna fram á að í Njálu gætti erlendra hugmynda sem hefðu sett mark á hana og mótað tilurð sögunnar. Nú upplýsir Einar Pálsson mig um að þetta sé hreinn aulaháttur í mér, því bókin fjalli alls ekki um þetta efni. Hún fjalli í rauninni um hugmyndafræði goðaveldisins, þ.e. taki til meðferðar efni sem eigi við um tímabil í íslandssög- unni sem sé nærri 400 árum eldra en tilurðartími Njáls sögu. Þetta notar hann síðan til að gera mér upp þá skoðun að Njáluhöfundur hafi verið orðinn 400 ára gamall þegar hann skrifaði sögu sína, sem vitaskuld er hans eigið hugarfóst- ur eitt saman. Ég verð að játa að þetta kom mér svolítið á óvart. Það var einu sinni sagt að ekki væri það sama Ólafur pá og Ólafur uppá, og ekki heldur Jón og séra Jón. Ég er því vanastur að fræðimenn reyni að hugsa skýrt og rökrétt, og þar á meðal að þeir reyni að gefa verk- um sínum nöfn í samræmi við innihald þeirra. Á ég kannski að eiga von á því að Einar Pálsson eigi eftir að setjast niður, skrifa sjálfsævisögu sína og kalla hana ævisögu Eysteins Sigurðssonar? Gæti hann til dæmis tekið upp á því að skrifa sögu byggðar í Kópa- vogi og kalla hana sögu Hafnar- fjarðar? Ég játa að þetta ber keim af útúrsnúningi, en ég held samt að þarna séum við komnir að nokkuð veigamiklu atriði. Einar Pálsson gerir sér vonandi grein fyrir því að ef bókin Baksvið Njálu fjallar í rauninni alls ekki um baksvið Njálu, heldur eitthvað allt Annað, í þessu tilviki hugmynda- fræði goðaveldisins nokkrum öld- um áður en Njála var skrifuð, þá eru allar aðfinnslur okkar í þess- um blaðagreinum á misskilningi byggðar, og allt okkar karp í raun- inni út í hött. Það jákvæða En það sem Einar Pálsson gleymir að þakka mér í grein sinni er hins vegar hitt að í Tímagrein- inni nefndi ég einmitt nokkur at- riði sem mér þættu benda til þess að ýmislegt gæti verið á rann- sóknum hans og hugmyndum að græða þrátt fyrir allt. Ég nefndi þar að það væru mörg ófyllt göt í þekkingu okkar á fyrstu öldum ís- landsbyggðar, og m.a. vitnaði ég í frásögn Ára fróða af lagfæringum fornmanna á tímatalinu, þegar ár- ið var farið að færast til hjá þeim vegna þess að það var í raun of stutt miðað við gang sólar. Þetta má þykja að gefi vísbendingu um einhverja stærðfræðikunnáttu hjá þeim, sem aftur geta vakið spurn- ingar um það hvort þeir hafi ekki kunnað eitthvað fleira fyrir sér í skyldum greinum. Ég benti líka á þar, að við vissum vel að mann- kynið hefði gert ýmiss konar upp- götvanir á sviði stærðfræði fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.