Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 177. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íslensk náttúra á sér tæpast hliðstæðu. Þessi fallega mynd er frá Jökullóni á Breiðamerkursandi. Morffunblaðið ólafur K. Magnuwwon Brottflutningiir PLO getur hafíst á þriðjudag — komi ekkert óvænt upp á fundi Habib og ísraelskra ráðamanna Beirút, 14. ápíst AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Líbanon, Shafik Wazzan, sagði eft- ir fund sinn með Philip Habib, sérlegum sendimanni Bandar- íkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, að ekkert væri því til fyrir- stöðu að hægt væri að ganga frá samkomulaginu um brott- flutning PLO frá Beirút. Pólland: Tvö ár liðin frá upphafi verkfallanna Vmrejá, Pollandi, 14. á|(Ú8t AP. ÓHRÆDDIR cftir átök við lögreglu i gær lögðu Pólverjar blómakransa með nafni Samstöðu á minnismerki fallinna verkamanna fyrir framan skipasmíða- stöðina í Gdansk í morgun, þar sem verkfollin hófust fyrir tveimur árum. Lögreglan leyfði mönnum að safn- ast saman við minnismerkið sem var reist árið 1980, þrátt fyrir víðtækar óeirðir í gær er um 10.000 manns tóku þátt í. Óeirðir voru í tveimur öðrum borgum en Varsjá og Gdansk í gær, en þá voru níu mánuðir liðnir frá setningu herlaganna. Lögreglan brást harkalega við og greinilegt er að óttast er að um frekari aðgerðir verði að ræða í dag vegna þess að nú eru tvö ár liðin frá því verkföllin víðtæku hófust. I Gdansk voru hreinsunardeildir að störfum í morgun til að afmá merki um mótmælin frá því í gær, en þá voru rifnir upp bekkir í almenn- ingsgörðum og annað tiltækt tekið á loft til að verjast harkalegum að- gerðum lögreglunnar. Brasilísk stjómvöld: Meina Bret- um að lenda reglubundið Brasilia. U.ágúst. AP. Utanríkisráðuneytið sagði i gær að breskum stjórnvöldum hefði verið til- kynnt að þau geti ekki notað brasilíska flugvclli í reglubundnu flugi til Falk- landseyja. „Brasilísk stjórnvöld, með hliðsjón af stöðu sinni gagnvart Falklands- eyjum, höfðu samband við bresk stjórnvöld 10. þessa mánaðar og til- kynntu þeim að þau gætu ekki notað flugvelli og annað sem þeim viðkem- ur í reglubundið flug til eyjanna," sagði talsmaður þeirra, Pericas, í gær. Pericas sagði að bæði argentínski sendiherrann og talsmaður breskra stjórnvalda hefðu haft samband við stjórnvöld í Brasilíu í gær og hefðu þá málin skýrst. Undarlegt þykir að þessi tilkynn- ing kemur aðeins degi síðar en Lond- on Times birti frétt þess eðlis að Bretland og Brasilía hefðu náð sam- komulagi sem fæli í sér að breskar flutningavélar gætu lent reglubund- ið til að taka eldsneyti. Þá skýrði dagblaðið As-Sasir í Beirút frá því í morgun, að ef við- raéður Habib við ísraelska ráða- menn gengju samkvæmt áætlun á morgun, sunnudag, væri ekkert því til fyrirstöðu, að brottflutn- ingur PLO-manna frá Beirút hæfist á þriðjudag. Ef vel tækist til héldi 600 manna lið með skipi til Jórdaníu. Ennfremur sagði í blaðinu, sem styður málstað Pal- estínumanna, að ísraelsstjórn hefði gefið Habib 72 klukku- stunda frest, sem rennur út kl. 17 á morgun, til að ganga endanlega frá samkomulaginu um brott- flutninginn. PLO hafnaði í morgun alfarið þeirri kröfu ísraela að gefa upp nöfn þeirra manna, sem flytja á á brott frá Beirút. Ennfremur hafnaði PLO þeirri beiðni ísra- ela, að þeir létu flugmann, sem handtekinn var á fyrstu dögum innrásarinnar, lausan og skiluðu líkum níu manna, sem létust í innrásinni í Suður-Libanon 1978. Sýrlendingar hafa hafnað kröf- um ísraela, að sýrlenskir her- menn, sem eru í Beirút, yfirgefi borgina samhliða PLO-mönnum. Um 1500 sýrlenskir hermenn eru í borginni. Samhliða þessu hafa Líbanir krafist þess að alþjóðleg- ar friðargæslusveitir taki stöðu í borginni um leið og brottflutn- ingi lýkur. 1 útvarpsviðtali í morgun sagði Ariel Sharon, varnarmálaráð- herra ísraela, að allar sagnir um gereyðingarstefnu ísraela í Beir- út væru uppspuni. „Við beinum skotum okkar aðeins að bæki- stöðum PLO. Tölur um fall eru stórlega ýktar og þeir borgarar, sem látið hafa lífið í loftárásum okkar, hafa verið gíslar hjá PLO.“ Hvatti hann landa sína ennfremur til að sýna stillingu þótt Bandaríkjamenn hefðu brugðist reiðir við síðustu loftár- ásunum í Beirút. Vopnahlé, sem tók gildi á fimmtudag, stóð enn í morgun. Leitarflokkar unnu kappsamlega að því að grafa lík úr rústum og vonuðust til að e.t.v. mætti bjarga einhverjum, sem grafist höfðu lifandi undir þeim. Þrettán lík fundust í gær og þar með er tala látinna í síðustu loftárásum ísraela, sem stóðu linnulaust í 11 klukkustundir á fimmtudag, komin í 169. Yasser Arafat, leið- togi PLO, ferðaðist á milli staða í borginni og varaði fólk sitt við að það gæti átt von á frekari árásum Israela. Karl Breta- prins fyrstur á slysstað Utndon, 14. á|pí.st. AP. KARL Bretaprins veitti fyrstu hjálp manni sem hafði fótbrotnað í bíl- slysi fyrir utan sveitarhcimili hans og konu hans, Díönu prinsessu, sem er u.þ.b. 144 kilómétra vestur af London, samkvæmt heimildum frá Buckingham-höll í gærkvöldi. Talsmaður hallarinnar stað- festi að Karl hefði aðstoðað eftir slysið, en vildi lítið úr málinu gera, „það vildi bara þannig til að hann var til staðar er slysið átti sér stað“. Daily Mirror birti hins vegar nákvæmar fréttir um slysið og þátt Karls í björguninni, en sá sem slasaðist mun hafa verið 69 ára að aldri og hafa ekið bifreið sinni utan í vegg með fyrrgreind- um afleiðingum. 11 ára strákur leggur upp í sund yfir Ermarsundið: „Alltaf viljað feta í fótspor pabba“ Dover, Knglandi, 14. ápíst. AP. ELLEFll ára gamall strákur frá Denver í Colorado í Bandaríkjunum, Jason Pip- oly að nafni, lagði af stað i morgun kl. 7 að íslenskum tíma upp frá Shakespeare- ströndinni í Dover áleiðis til Frakklands. Ætlar Jason sér að verða yngsti maður- inn, sem synt hefur. yfir Ermarsund. nÉg er búinn að bíða þessa dags. Ég vonast til að ljúka sundinu á 12—15 klukkustundum," sagði Jason er hann ræddi við fréttamenn áður en hann stakk sér til sunds. „Allt frá því pabbi synti þessa leið hef ég viljað feta í fótspor hans,“ bætti Jason litli við. „Ég tel möguleika sonar míns mjög góða“ sagði faðir hans, Carl Pip- oly, sundkennari, sem sjálfur synti yfir Ermar- sundið fyrir tveimur ár- um. Vegalengdin frá Dover yfir til Frakklands, þar sem styst er, er 33 kíló- metrar. Yngsti maðurinn, sem til þessa hefur lokið sundinu, er hinn 12 ára gamli Marcus Hooper, sem synti frá Eltham, rétt sunnan Lundúna, til Sangatte i Frakklandi á 14 og hálfri klukkustund 6. ágúst 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.