Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 21 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Tæknimaður Leiklistarskóli íslands óskar að ráða í stöðu tæknimanns við skólann. Þekking og reynsla á sviði tæknistarfa í leikhúsi er nauðsynleg. Laun og kjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu skólans fyrir 1. september nk. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri. Leiklistarskóli íslands, Lækjargötu 14b, sími 25020. Fóstra óskast á dagheimilið Völvuborg. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. Atvinna Stúlkur vantar strax til vinnu í verksmiðju vorri. Frigg Garðabæ. Sími 51822. Fóstrur þroskaþjálfar Viljum ráða eftirtalda starfsmenn. 1. Forstöðumann við dagsheimilið Víðivelli, frá 1. okt. nk. 2. Þroskaþjálfa á sama staö. 3. Fóstrur í hálfar og heilar stöður á dag- heimili og leikskóla. Ath. skal vakin á rétti öryrkja til starfa sam- anber 16. grein laga nr. 27, 1970. Féiagsmáiastjórinn í Hafnarfiröi. Viljum ráða: 1. Einkaritara. Fjölbreytt og sjálfstætt starf. Krafist er góðrar almennrar menntunar og starfsreynslu. 2. Barnakennara, með áhuga og þekkingu á tölvum. Starfið hentar sem hlutastarf. TÚLVUSKÚLINN Skipholti 1, sími 25400. Eftirlitsmaður Staöa eftirlitsmanns, er einkum starfi við eft- irlit með búnaði og hreinlæti í fiskvinnslu- stöðvum, er laus til umsóknar. Laun samkv. 13. Ifl. ríkisstarfsmanna. Starfsreynsla í fiskiönaði eða menntun á sviöi fiskiðnaðar eða matvælafræða nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini m.a. menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni fyrir 1. sept. nk. Framleiðslueftirlit sjávarafuröa, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Sími 27533. Lausar stöður Tvær stöður lögreglumanna í ríkislögreglunni á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar. Auk almennra skilyrða um veitingu lögreglu- starf skv. 1. gr. reglugerðar nr. 660 frá 1981, er góð enskukunnátta æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum eigi síðar en 15. september nk. Umsóknareyöublöð fást hjá yfirlögregluþjóni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 12. ágúst 1982. Afgreiösla Stúlkur óskast til afgreiðslu í grill frá 1. sept. Vaktavinna. Uppl. á staðn- um frá kl. 10.00. Veitingahúsiö Nessý Austurstræti 22. „Samviskusöm“ Óskum eftir að ráða röska og ábyggilega stúlku til léttra skrifstofustarfa, bankaferða og ýmissa snúninga. Viðkomandi þarf aö hafa nokkra vélritunarkunnáttu, bílpróf, prúða framkomu og vera létt í lund. Umsókn- ir leggist inn á afgr. Morgunblaðsins merkt: „Fjölbreytt — 6140, fyrir 23. þ.m. Útibústjóri Verkfræðistofan Hönnun hf. óskar að ráða byggingaverkfræðing til að veita forstöðu úti- búi fyrirtækisins á Reyðarfirði. Útibúiö hefur verið starfrækt í nærfellt áratug og hefur einkum sinnt tækniþjónustu fyrir sveitarfélög, fvrirtæki og stofnanir. Óskað er eftir manni, helst með nokkra starfsreynslu, og sem getur unniö sjálfstætt. Verkefni eru fjölbreytt og ná til allflestra greina byggingaverkfræði. Starf- inu fylgja afnot af einbýlishúsi, sem einnig hýsir skrifstofu fyrirtækisins. Nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykja- vík. hönnun hf Ráögjafaverkfræöingar FRV. Höföabakka 9, 110 Reykjavík. Sími 84311. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Auglýst eftir framboðum til kjörnefndar fulltrúa- ráös sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík vegna Alþingiskosninga Samkvæmt ákvörðun stjórnar Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík, er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefnd- ar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Framboösfrestur rennur út föstudaginn 27. ágúst kl. 12.00. Samkvæml 11. gr. reglugerðar fyrlr Fulltrúaráð sjálfstæðisfólaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti i kjörnefnd og akulu 8 kjörnefndar- menn kosnir akriflagri koaningu af fulltrúaráöinu. Samkvæmt 5. málsgr. 11. gr. reglugeröarlnnar, telst framboð gilt, ef þaö berst kosningastjórn fyrlr lok framboösfrests, enda sé gerö um þaö skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hlð fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóöandi hafl skriflega gefiö kost á sór til starfans. Tilkynning um framboö berist stjórn Fulltrúaráös sjálfstæöisfólag- anna í Reykjavík, Valhöll viö Háaleitisbraut. Stjórn Fulltrúaráös sjálfstæðisfólaganna i Reykjavik. húsnæöi óskast Sendiráð í Reykjavík óskar eftir stórri íbúð eða húsi til leigu. Nánari uppl. í síma 29100 á skrifstofutíma. Iðnaðarhúsnæði óskast ✓ Fyrir sérstaklega þrifalegan matvælaiðnaö óskast á leigu ca. 100—150 fm húsnæði helst miðsvæðis í borginni. Stærra húsnæði kann þó að koma til greina. Tilb. merkt: „Matvælaiðnaður — 2381“ legg- ist inn á augl.deild Mbl. fyrir 20. ágúst. Ung hjón með tvö stálpuö börn óska eftir að taka á leigu strax rúmgóöa sérhæð í Reykjavík, helst í Vesturbæ. Leigutími 3—4 ár. Vinsamlegast sendið tilboð á augld. Mbl. fyrir 24. ágúst merkt: „Áreiðanlegt — 6141“. ýmislegt Breiðfirðingar ath.: Breiðfirðingafélagið hefur ákveðið að gefa félagsmönnum kost á dagsferð til Grænlands 27. ágúst. Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 23. ágúst. Upplýsingar í síma 41531 — 52373 — 50383. Stjórnin. | lögtök Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskuröi, uppkveðnum 16 þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 110 gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskatt- ur, lífeyristr.gjald, atvr. skv. 20 gr., slysa- tryggingargj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðs- gjald, vinnueftirlitsgjald, kirkjugjald, sjúkra- tryggingargjald, gjald í framkv.sjóö aldraðra, útsvar, aöstöðugjald, atvinnuleysistrygg- ingagjald, iðnlánasjóðsgj., iðnaöarmálagj., launaskattur, sérst. skattur á skrifst.- og verslunarhúsnæði, slysatrygging v/heimilis. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. 1. nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.